Færslur: viðskipti

Myndskeið
Gera enn ráð fyrir að félagið nái fyrri styrk árið 2024
Ekki er farið að bera á afbókunum hjá íslensku flugfélögunum tveimur vegna fjölgunar smita og hertra sóttvarnaaðgerða. Forstjóri Icelandair býst við að félagið nái fyrri styrk árið 2024, en segir það hafa bolmagn til þess að standa ástandið lengur af sér.
Bain Capital með stærstan hlut í Icelandair
Samkomulag fjárfestingarssjóðsins Bain Capital og Icelandair Group hf. var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group í dag. Samkomulagið sneri að áskrift að 5,7 milljónum nýrra hluta í félaginu á gengi 1,43 krónur á hvern hlut eða að söluandvirði 8,1 milljarða króna. Bain Capital er því stærsti hluthafi Icelandair Group eða 16,6%.
Markaðshlutdeild rafbíla innan ESB-ríkja 7,5 prósent
Rafbílar voru 7,5 prósent allra nýrra bíla sem seldir voru í aðildarríkjum Evrópusambandsins á öðrum ársfjórðungi þessa ár. Til samanburðar var hlutfallið 3,5 prósent á sama ársfjórðungi í fyrra. Samband rafbílaframleiðenda í Evrópu greindi frá þessu í dag. Tölurnar miðast við bíla til fólksflutninga.
23.07.2021 - 09:15
Danskir fjárfestar leita hófanna varðandi minkarækt hér
Hópur danskra fjárfesta er væntanlegur til landsins áhugasamur um að kanna möguleika á minkaeldi hérlendis. Fyrrverandi formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda sem hefur kannað möguleikana hér segir ekkert fast í hendi en að fjárfestunum sé full alvara.
22.07.2021 - 15:52
Hætta að selja Ben & Jerry's ís í landtökubyggðum
Ísframleiðandinn Ben & Jerry's ætlar að hætta að selja ísinn sinn á landtökubyggðum Ísraela á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem. Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, hótar hörðum viðbrögðum vegna þessarar ákvörðunar ísrisans.
20.07.2021 - 14:41
Verðbólga á uppleið í takt við hækkandi hrávöruverð
Verði hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði varanleg þykir ljóst að verðbólga aukist í heiminum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem segir að hrávöruverð hafi ekki verið jafnhátt í tæp tíu ár. Mikil óvissa ríki þó um framhaldið.
Segir kaup Bain Capital hafa „mjög mikla þýðingu“
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir fyrirhuguð kaup Bain Capital á 16,6% hlut í félaginu hafa mjög mikla þýðingu fyrir það. Kaupin geri Icelandair kleift að styrkja fjárhagsstöðuna í kjölfar faraldursins og grípa tækifæri á flugmarkaði.
24.06.2021 - 09:54
Sjónvarpsfréttir
Íslenska lambið fer víða en mismikið fæst fyrir
Þriðjungur íslensks lambakjöts er fluttur úr landi, þar á meðal til Bretlands, Rússlands og Ghana. Kjötið er selt fyrir töluvert lægra verð en það er selt á innanlands. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb segir að uppistaðan í útflutningnum sé kjöt sem Íslendingar kæri sig síður um.
23.06.2021 - 19:23
Íslendingar neysluglaðir á ný
Um 14% aukning varð á neyslu Íslendinga í maí frá sama tíma í fyrra. Það má því segja að neysla landsmanna sé nú komin í svipað horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þetta kemur fram í nýjustu hagsjá hagfræðideildar Landsbankans en Seðlabanki Íslands birti gögn fyrir helgi um veltu innlendra greiðslukorta í maí. 
21.06.2021 - 14:10
Úthlutun fjársterkra í útboðinu skert niður í milljón
Öll eignarhaldsfélög og fjársterkir einstaklingar, sem skráðu sig fyrir meira en 75 milljónum króna í hlutafjárútboði Íslandsbanka, fengu einungis úthlutun upp á eina milljón króna.
Myndskeið
Byggja upp laxeldi á landi fyrir um 45 milljarða króna
Samherji hefur samið við HS Orku um uppbyggingu á allt að 40 þúsund tonna laxeldi á landi við Reykjanesvirkjun. Framkvæmdin kostar um 45 milljarða króna.
16.06.2021 - 19:43
Betra að sötra gos úr áldós en glerflösku
Þó gler þyki fínt og sé úr náttúrulegu efni er kolefnisspor einnota glerflaskna mun stærra en plastflaskna eða áldósa. Verslunareigandi sem nýtir sömu glerflöskurnar aftur og aftur, vill stóraukna áherslu á endurnýtingu.
30.05.2021 - 20:26
Hlutfall nýskráðra nýorkubíla næsthæst á Íslandi
Hlutfall nýskráðra nýorkubíla hér á landi var 45% árið 2020. Þar með er Ísland með næstmesta hlutdeild þegar kemur að kaupum slíkra bíla, næst á eftir Noregi. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Trading Platforms gerði um sölu endurhlaðanlegra bíla um allan heim. 
25.05.2021 - 14:12
Gistinætur þrefalt fleiri en í apríl í fyrra
Hagstofan áætlar að næstum þrefalt fleiri hafi gist á hótelum í apríl á þessu ári heldur en í apríl í fyrra. Gistinætur hafi verið um 34.700 nú í apríl en 9.200 í fyrra. Áætlað er að gistinætur Íslendinga hafi verið rúmlega þrefalt fleiri en í fyrra og gistinætur erlendra ferðamanna næstum tvöfalt fleiri.
24.05.2021 - 10:39
Flugfélagið Play byrjað að selja farmiða
Flugfélagið Play hóf sölu farmiða snemma í morgun og hefur salan farið vel af stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Fyrsta áætlun félagsins gildir út apríl 2022 en þegar hefur verið skipulagt flug til sjö áfangastaða.
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Myndskeið
Krefjast þess að viðskiptabann verði sett á Ísrael
Fjöldi fólks tók þátt í mótmælum á Austurvelli í dag til stuðnings Palestínu. Yfirskrift mótmælanna var Stöðvum blóðbaðið. Krafa fundarins var að íslensk stjórnvöld setji viðskiptabann á Ísrael.
Ullarþversögn: Skortur en stór hluti verðlaus
Á meðan íslenskur lopi nýtur fádæma vinsælda og framleiðsla á handprjónabandi til útflutnings hefur stóraukist  er annars flokks ull af tvílitu nær verðlaus. Sauðfjárbændur vona að markaður fyrir ullina fari að glæðast. 
14.05.2021 - 08:07
 · Innlent · Landbúnaður · viðskipti · Sauðfjárbændur · Ull · Ístex · lopi
Fólk grípur í prjónana á krepputímum og sleppir ekki
Eftirspurn eftir íslenskum lopa hefur margfaldast í heimsfaraldrinum og Ístex hefur líklega aldrei framleitt meira af handprjónabandi. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir ólíklegt að eftirspurnin minnki aftur þegar faraldrinum lýkur. Innanlands hefur verið skortur á lopa mánuðum saman en framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands bindur vonir við að fá á næstu dögum dokkur af litum sem ekki hafa sést lengi. 
08.05.2021 - 18:32
Mikilvægt að skera úr um hvort íbúðir skorti
Tvennum sögum fer af því hvort það skorti íbúðir á markað. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir þörfina mikla en Hagfræðideild Landsbankans segir skortinn lítinn sem engan. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir mikilvægt að skera úr um hver staðan er.
Fea, Birta og Fiskisund stærstu hluthafarnir
Flugfélagið Play sem hyggst hefja áætlunarflug í júní birti í dag lista yfir stærstu hluthafa sína eftir nýafstaðið lokað hlutafjárútboð sem nam hátt í sex milljörðum íslenskra króna. Fea ehf. er stærsti hluthafinn með 21,25% hlut.
21.04.2021 - 16:07
Níu ráðgjafar ráðnir til viðbótar vegna söluferlisins
Bankasýsla ríkisins hefur ráðið níu söluráðgjafa til viðbótar vegna sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Arion banki hf., Arctica Finance hf., Barclays Bank Ireland PLC, Fossar Markets hf., HSBC Continental Europe, Íslensk verðbréf hf., Íslenskir Fjárfestar hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf. voru valin úr hópi 24 fyrirtækja sem skiluðu inn áhugayfirlýsingum til að verða söluráðgjafar.
19.04.2021 - 15:50
„Stærsti einstaki mánuðurinn minn frá upphafi“
Fasteignasali segist aldrei hafa upplifað önnur eins umsvif á fasteignamarkaði. Tillaga formanns Neytendasamtakanna um lögbundna ástandsskoðun virki ekki nema skoðandinn sé með ábyrgðartryggingu.
15.04.2021 - 21:45
Rúmlega 6,3 milljarða króna arðgreiðsla til ríkisins
Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar um 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Landsvirkjun greiddi 10 milljarða króna í arð fyrir árið 2019 og 4,25 milljarða árið á undan.
15.04.2021 - 16:25
Úrvalsvísitalan hækkað um þrettán prósent á 3 mánuðum
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um þrettán prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins og hefur nú hækkað um 82 prósent frá því að hún náði lággildi í mars á síðasta ári. „Helsta ástæðan eru þessar miklu vaxtalækkanir sem hafa verið á mörkuðum. Skammtímavextir eru mjög lágir sem þýðir að verðmæti hlutabréfa aukast. Það er sóst eftir frekari ávöxtun og leitað í hlutabréf,“ segir Sveinn Þórarinsson, sem stýrir hlutabréfagreiningum hjá hagfræðideild Landsbankans.
15.04.2021 - 12:58