Færslur: viðskipti

Blasir feigð við Renault?
Hugsanlegt er að franski bílaframleiðandinn Renault lifi ekki af samdráttinn sem fylgir kórónuveirufaraldrinum án aukins stuðnings franska ríkisins. CNN greinir frá þessu.
23.05.2020 - 05:24
Myndskeið
Úrslitastund hjá Icelandair á föstudag
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, segir að engir góðir valkostir séu varðandi stöðu flugfélagsins og gjaldþrot sé eitthvað sem menn verði að horfast í augu við að geti raunverulega gerst. Hann segir hluthafafundinn á föstudag vera úrslitastund. „Ég held að þetta sé krítískur tími.“
19.05.2020 - 20:43
Fjórar Hollywood-myndir með augastað á Íslandi
„Við erum í dauðafæri,“ segir Leifur Dagfinnsson, kvikmyndaframleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North en erlend kvikmyndatökulið geta nú komið til Íslands og unnið í svokallaðri B-sóttkví. Leifur segir áhugann mikinn en að stjórnvöld verði líka að bregðast við samkeppninni frá öðrum löndum og hækka endurgreiðsluhlutfall.
15.05.2020 - 09:05
Viðskiptin hafa þrefaldast í faraldrinum
Viðskipti hjá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu CrankWheel hafa þrefaldast eftir að kórónuveirufaraldurinn fór að breiðast um heiminn. Fyrirtækið selur búnað sem gerir sölufólki kleift að selja á netinu í stað þess að mæta á staðinn. Jói Sigurðsson, stofandi og forstjóri fyrirtækisins, telur að faraldurinn hafi hraðað ýmsum ferlum sem þegar voru í gangi.
04.05.2020 - 16:41
Lífeyrissjóðir lækka mat á virði hlutafjár í PCC Bakka
Lífeyrissjóðir og Íslandsbanki hafa fært niður virði hlutafjár í kísilverinu á Bakka við Húsavík vegna óvissu um starfsemina og erfiðrar stöðu á mörkuðum. Þetta kemur fram í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag. 
22.04.2020 - 06:36
Mátti ekki veita upplýsingar um fyrndar kröfur
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsbankanum hafi ekki verið heimilt að veita Creditinfo upplýsingar um fyrndar kröfur á hendur einstaklingi.
18.04.2020 - 18:34
Icelandair Group skipuleggur hlutafjárútboð
Icelandair Group áætlar að hefja hlutafjárútboð á næstunni til að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu og samkeppnishæfni til lengri tíma litið, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Útboðið er háð því að viðræður við stéttarfélög skili árangri og að það verði samþykkt á hluthafafundi. Viðræður standa yfir við fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja.
17.04.2020 - 09:20
Spegillinn
Innflutningur raskast minna en ætla mætti
Stærstu flutningsfyrirtækin á Íslandi, hafa fækkað skipum í rekstri og breytt flutningsleiðum vegna COVID-19. Heildsalar segjast ekki verða varir við skort eða truflanir í innflutningi, hingað komi öll aðföng og matvæli sem hafi verið pöntuð, einu hnökrarnir tengist kannski klósettpappír - en það skrifast ekki á skort heldur aukna eftirspurn. 
08.04.2020 - 15:01
Færri bátar á grásleppu en á síðustu vertíð
Lágt afurðaverð hefur dregið úr sókn í grásleppuveiðar í upphafi vertíðar. Kínverjar kaupa enga grásleppu og hrognaverð er lágt þar sem grásleppuveiðar við Ísland hafa ekki fengið alþjóðlega vottun.
Netgreiðslur Kínverja til Íslands drógust saman um 62%
Kortavelta kínverskra ferðamanna í þjónustuflokkum á netinu hér á landi dróst saman um 62 prósent í síðasta mánuði. COVID-19 kom fyrst upp í Kína í desember og því gætir áhrifanna á ferðaþjónustu fyrst þaðan. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar.
12.03.2020 - 16:58
Gengi bréfa í Icelandair í frjálsu falli
Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 23% í morgun. Lækkunin kemur í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda í Bandaríkjunum, um bann við ferðum þangað frá Evrópu, vegna kórónaveirunnar.
Viðtal
Skellurinn nú mun léttbærari en árið 2008
Hlutabréf um allan heim hrundu í verði í dag vegna mikillar lækkunar heimsmarkaðsverðs á olíu og ótta fjárfesta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Gengi bréfa lækkaði í öllum skráðum félögum í íslensku kauphöllinni. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að þessi skellur nú verði mun styttri og léttbærari á Íslandi en sá sem dundi á í bankakreppunni árið 2008.
09.03.2020 - 19:54
Hægar gengur að selja nýjar íbúðir
Íbúðum fjölgaði um 3.400 á landinu öllu í fyrra. Þetta er mesta fjölgun síðan árið 2008 þegar þeim fjölgaði um 3.700, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mun lengri tíma tekur að selja nýjar íbúðir en þær eldri.
Viðtal
Sjálfstæðismenn líklegastir til að ná góðum samningi
Bretar ganga formlega úr Evrópusambandinu á morgun, eftir strembin rúm þrjú ár sem liðin eru síðan úrgangan var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í lok þessa árs eiga Bretar ekki lengur aðild að samningum sambandsins og þurfa því sjálfir að semja við hvert og eitt ríki, þar á meðal við Ísland. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að góð tengsl séu milli forystufólks Sjálfstæðisflokksins og Íhaldsflokksins sem geti gagnast vel í samningaviðræðunum.
30.01.2020 - 23:14
Erlent · Innlent · Brexit · Bretland · Utanríkismál · ESB · Evrópa · viðskipti
Verð á hótelgistingu lækkaði um 12,5% milli ára
Verð á hótelgistingu í Reykjavík var tæpum 16 prósentum lægra í desember síðastliðnum en í sama mánuði árið 2018. Að sama skapi var nýting hótelherbergja í borginni minni. 
03.01.2020 - 07:48
Viðtal
Sjálfbærar áherslur krefjist hugrekkis
Í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna og af því tilefni stóðu Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Festa- miðstöð um samfélagsábyrgð fyrir fundi um markmið sem Norðurlandaþjóðirnar hafa sett sér á sviði sjálfbærni og hvað fyrirtæki geta lagt af mörkum til að ná þeim markmiðum.  Framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, segir að stjórnvöld þurfi að setja ramma og stjórnendur fyrirtæki þurfi að sýna hugrekki. 
Viðtal
Kínverjar hlutgerðir og kenndir við Dalvík
Þeir skíta í vegköntum. Þeir koma illa fram við afgreiðslufólk. Þeir rústa hótelherbergjum og skilja baðherbergi eftir á floti Þeir setja upp kettlingsandlit til að kría út afslætti og tala enga ensku. Þeir kunna ekki að keyra og þú finnur það sko á lyktinni ef það voru Kínverjar með bílinn á leigu. Það er algengt að heyra eða rekast á miður skemmtilegar fullyrðingar um kínverska ferðamenn.
Viðtal
Ísland grafreitur alþjóðlegra skyndibitakeðja
Flatbökusjúkir Íslendingar sem reiða sig á þriðjudagstilboð Dominos geta andað léttar. Það verða engar truflanir á rekstri skyndibitakeðjunnar þó að breski eigandinn hyggist selja starfsemina á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð.  Spegililnn hitti Birgi Örn Birgisson, forstjóra keðjunnar hér, á Dómínos í Skeifunni. 
17.10.2019 - 19:07
Vilja að tollar á blóm verði felldir niður
Félag atvinnurekenda hefur farið þess á leit við fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra að tollar á blómum verði felldir niður. Í bréfi félagsins til ráðherranna segir að tollar stuðli að allt of háu verði á blómum.
14.10.2019 - 14:34
Fréttaskýring
Kuldinn eitt það allra heitasta í dag
Norðurslóðir eru spennandi. Túrismi hefur náð nýjum hæðum í Finnlandi og lagt er upp með að nýr skemmtigarður, Lýðveldi jólasveinsins, laði á næstu árum tíu milljónir gesta til Rovaniemi árlega. Mikil aukning hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Svalbarða og Rússar sjá tækifæri í að byggja upp ferðaþjónustu á Frans Jósefslandi. 
Viðtal
Sameinast í stærsta svefnheilsufyrirtæki heims
Íslenska lækningatækjafyrirtækið Nox Medical og systurfélag þess, bandaríska fyrirtækið FusionHealth, hafa sameinast undir nafninu Nox Health. Með sameiningunni verður til eitt stærsta fyrirtæki heims á sviði svefnheilsu, að því er segir í tilkynningu.
09.10.2019 - 09:17
Myndskeið
Milljarð þarf til að bjarga Upphafi
Nýr forstjóri Gamma segir að farið verði ofan í kjölinn á því hvernig eigið fé fjárfestingasjóðs í eigu Gamma þurrkaðist nánast upp eftir að það var endurmetið. Hann segir milljarð vanta inn í verktakafyrirtækið Upphaf til að ljúka framkvæmdum.
02.10.2019 - 19:43
EFTA og Mercosur sömdu í skugga skógarelda
EFTA-ríkin og aðildaríki Mercosur hafa náð samningum um fríverslun. Mercosur ríkin fjögur eru Argentína, Brasilía, Úrúgvæ og Paragvæ. ESB hefur undirritað samning við ríkin sem Donald Tusk, forseti ráðherraráðsins, segir ólíklegt að verði fullgiltur innan ESB á meðan ekki sé meira gert til að ráða niðurlögum eldanna í Amazon regnskóginum í Brasilíu.
24.08.2019 - 16:21
Tveir milljarðar upp í 10 milljarða kröfur
Tæpir tveir milljarðar króna fengust upp í veðkröfur þrotabús JB Byggingafélags ehf. Það dugði fyrir forgangskröfum sem voru tæpir 1,2 milljarðar. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2010 og lauk skiptunum í þessum mánuði.
19.08.2019 - 15:20
Fjárfestar óttast heimskreppu
Hlutabréf víða um heim hafa lækkað í verði og fjárfestar óttast að heimskreppa sé að skella á. Viðskiptastríð Bandaríkjamanna og Kínverja veldur mikilli ólgu á mörkuðum. Fjárfestar leita í auknum mæli í öruggari fjárfestingar á borð við gull, ríkisskuldabréf og japanska yenið.
15.08.2019 - 12:11