Færslur: viðskipti

Bjarni Benediktsson á fundi fjárlaganefndar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætir á fund fjárlaganefndar Alþingis ásamt fjórum starfsmönnum ráðuneytisins til að ræða sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan hálf níu. Hér er hægt að fylgjast með í beinni.
29.04.2022 - 08:15
Upp úr sauð á aðalfundi Ericsson
Hluthafar í sænska fjarskiptafyrirtækinu Ericsson samþykktu á aðalfundi í dag að veita stjórn fyrirtækisins og framkvæmdastjóra ekki traust sitt fram að næsta aðalfundi. Slíkt er yfirleitt formsatriði en svo var ekki í dag. Both Ekholm, framkvæmdastjóri, og stjórnin voru engu að síður endurkjörin. Ástæðan fyrir vantraustinu eru fregnir af mögulegum greiðslum fyrirtækisins til hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í Írak.
29.03.2022 - 17:22
Tuttugu milljarða halli á vörum og þjónustu
Innflutt vara og þjónusta var rúmum tuttugu milljörðum verðmætari en útflutt í nóvember síðastliðnum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands en hallinn var um ellefu komma sex milljarðar króna á sama tíma árið áður.
17.02.2022 - 11:43
Stefnir í enn meiri skort á örflögum vegna Úkraínudeilu
Bandaríska forsetaembættið hefur beint þeim tilmælum til framleiðenda örflaga að huga vandlega að því hvaðan þeir kaupa birgðir til framleiðslunnar vegna ótta við að Rússar raski viðskiptum með hráefni.
12.02.2022 - 08:29
Tilkynningu skilað og styttist í niðurstöðu
Samkeppniseftirlitinu hefur borist fullnægjandi tilkynning vegna samruna franska sjóðastýringafélagsins Ardian og Mílu en franska félagið kaupir allt hlutafé Mílu af Símanum.
11.02.2022 - 10:40
Össur hagnaðist um 8,3 milljarða
Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um 8,3 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaðurinn eykst talsvert frá árinu 2020 þegar hann var einn milljarður.
01.02.2022 - 11:49
New York Times kaupir Wordle
Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur fest kaup á orðaleiknum Wordle. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda á árinu en hann var fyrst settur í loftið í október.
01.02.2022 - 07:14
Risavaxin kaup Microsoft merki um vöxt leikjaiðnaðarins
Bandaríski tæknirisinn Microsoft greinir frá því að fyrirtækið muni festa kaup á tölvuleikjaframleiðandanum Activision Blizzard. Kaupverðið er 68,7 milljarðar dala, andvirði um níu þúsund milljarða króna, og er það langstærsta yfirtaka í sögu tölvuleikjageirans.
18.01.2022 - 21:00
Stærsta yfirtaka í sögu tölvuleikjamarkaðar
Bandaríski tæknirisinn Microsoft greinir frá því að fyrirtækið muni festa kaup á tölvuleikjaframleiðandanum Activision Blizzard. Kaupverðið er 68,7 milljarðar dala, andvirði um níu þúsund milljarða króna, og er þetta langstærsta yfirtakan í sögu tölvuleikjageirans.
18.01.2022 - 14:25
Hundrað þúsund flugu með Play
Rétt rúmlega hundrað þúsund farðegar flugu með flugfélaginu Play á fyrsta hálfa ári félagsins í rekstri. Þetta segir í tilkynningu frá Play en alls voru farþegarnir 101.053 talsins og flugferðirnar rúmlega þúsund.
07.01.2022 - 15:19
Aldrei meiri verðbólga á evrusvæðinu
Verðbólga á evrusvæðinu mældist sú mesta í desember frá því evran var tekin upp fyrir tuttugu árum. Þetta kemur fram í tölum frá Seðlabanka Evrópu.
07.01.2022 - 13:03
Spegillinn
Orðstír og reddingar Íslendinga
Það er auðvelt að vera Íslendingur í útlöndum, landið hefur almennt á sér gott orð. En þegar kemur að viðskiptum falla ekki allir útlendingar fyrir þessu að þetta bara reddist. 
16.12.2021 - 16:22
Lífeyrissjóðir skoða fjárfestingu í Mílu
Innan nokkurra lífeyrissjóða er skoðað hvort fjárfesta eigi í dótturfyrirtæki Símans, Mílu, sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Greint var frá því í byrjun vikunnar að Síminn væri langt kominn með sölu á fyrirtækinu og hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu.
21.10.2021 - 14:52
Marel hagnast um 3,5 milljarða króna
Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra, um 3,5 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi samkvæmt árshlutauppgjöri fyrirtækisins. Tekjur voru 331,9 milljónir evra samanborið við 287,2 milljónir á sama tíma í fyrra.
20.10.2021 - 23:28
Tveir nefndarmenn vildu hækka stýrivexti enn meira
Tveir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri, vildu hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í stað 0,25 eins og gert var á síðasta fundi nefndarinnar. Allir nefndarmenn studdu hins vegar tillögu Seðlabankastjóra um að hækka vexti bankans.
20.10.2021 - 18:28
Gengi rafmyntarinnar Bitcoin aldrei verið hærra
Gengi rafmyntarinnar Bitcoin hefur aldrei verið hærra og stóð gengið í rúmlega 66.974 dollurum í dag. Virði myntarinnar hefur hækkað um fimm prósent það sem af er degi og um rúmlega 129 prósent frá byrjun árs.
20.10.2021 - 16:55
Landsbankinn hækkar vexti
Íbúðalánavextir Landsbankans hækka á morgun í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands 6. október. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,20 prósentustig, fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,10 prósentustig.
18.10.2021 - 22:05
Gefa út fyrstu grænu og bláu skuldabréfin
Brim hefur lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Skuldabréfin eru þau fyrstu á Íslandi sem eru bæði græn, það eru skuldabréf sem fjármagna verkefni sem stuðla að sjálfbærni, og blá, en þau fjármagna verkefni tengd hafi og vatni.
18.10.2021 - 15:30
Hádegið
Gagnrýnir skipulagsleysi á húsnæðismarkaði
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að nálgast þurfi húsnæðismarkaðinn með skipulagðari hætti. Hann segir Íslendinga eiga mjög erfitt með að horfa á heildarmyndina og meta heildarhagsmuni.
30.09.2021 - 15:26
Spá því að stýrivextir hækki um 0,25 prósentur
Íslandsbanki spáir því að stýrivextir Seðlabankans hækki um 0,25 prósentur næsta miðvikudag. „Þróttmikill efnahagsbati og þrálát verðbólga munu væntanlega verða helstu rök peningastefnunefndar fyrir vaxtahækkuninni. Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli sem líklegt er að haldi áfram á komandi misserum,“ segir í úttekt bankans.
30.09.2021 - 10:51
Aukið atvinnuleysi ekki leitt til aukinna vanskila
Horfur um stöðu heimila hafa þróast til betri vegar á síðustu fimm mánuðum og efnahagslegur bati reynst skjótari en búist var við. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika.
29.09.2021 - 16:22
Útgerðarfélögin á uppleið eftir kosningar
Bréf í útgerðarfélögunum Brim og Síldarvinnslunni hafa hækkað verulega í kjölfar kosninganna um helgina. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að markaðurinn telji líklegra að við taki stjórn sem geri ekki miklar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
29.09.2021 - 15:17
Segir ákvörðun Seðlabankans rökrétta
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ákvörðun fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands um að takmarka greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána við 35 prósent og 40 prósent fyrir fyrstu kaupendur rökrétta. Úrræðið bitni ekki mest á tekjulægstu hópunum.
29.09.2021 - 12:00
Tvöfalda fjölda starfsmanna í vor
Flugfélagið Play hyggst ráða hundrað flugliða til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf, og þá stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. „Um er að ræða stærstu ráðningu félagsins í einu vetfangi en með þessu tvöfaldast fjöldi starfsmanna Play,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu.
29.09.2021 - 11:06
Setja hámark á greiðslubyrði fasteignalána
Vegna hækkandi fasteignaverðs og aukinnar skuldsetningar heimila hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja reglur um hámark greiðslubyrðar, þannig að greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána skuli almennt takmarkast við 35 prósent og 40 prósent fyrir fyrstu kaupendur.
29.09.2021 - 09:20