Færslur: viðskipti

Níu ráðgjafar ráðnir til viðbótar vegna söluferlisins
Bankasýsla ríkisins hefur ráðið níu söluráðgjafa til viðbótar vegna sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Arion banki hf., Arctica Finance hf., Barclays Bank Ireland PLC, Fossar Markets hf., HSBC Continental Europe, Íslensk verðbréf hf., Íslenskir Fjárfestar hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf. voru valin úr hópi 24 fyrirtækja sem skiluðu inn áhugayfirlýsingum til að verða söluráðgjafar.
19.04.2021 - 15:50
„Stærsti einstaki mánuðurinn minn frá upphafi“
Fasteignasali segist aldrei hafa upplifað önnur eins umsvif á fasteignamarkaði. Tillaga formanns Neytendasamtakanna um lögbundna ástandsskoðun virki ekki nema skoðandinn sé með ábyrgðartryggingu.
15.04.2021 - 21:45
Rúmlega 6,3 milljarða króna arðgreiðsla til ríkisins
Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar um 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Landsvirkjun greiddi 10 milljarða króna í arð fyrir árið 2019 og 4,25 milljarða árið á undan.
15.04.2021 - 16:25
Úrvalsvísitalan hækkað um þrettán prósent á 3 mánuðum
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um þrettán prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins og hefur nú hækkað um 82 prósent frá því að hún náði lággildi í mars á síðasta ári. „Helsta ástæðan eru þessar miklu vaxtalækkanir sem hafa verið á mörkuðum. Skammtímavextir eru mjög lágir sem þýðir að verðmæti hlutabréfa aukast. Það er sóst eftir frekari ávöxtun og leitað í hlutabréf,“ segir Sveinn Þórarinsson, sem stýrir hlutabréfagreiningum hjá hagfræðideild Landsbankans.
15.04.2021 - 12:58
Verðbólga yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár
Íslandsbanki spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent í apríl frá fyrri mánuði og að verðbólga hjaðni um 0,3 prósentustig og mælist fjögur prósent í þessum mánuði. Greiningardeild bankans segir útlit fyrir að verðbólgan hafi náð toppi og hjaðni nokkuð hratt þegar líða tekur á árið. Hún fari hins vegar ekki niður fyrir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans fyrr en í byrjun næsta árs.
14.04.2021 - 14:26
Konur fjórðungur stjórnarmanna í fyrirtækjum
Rúmur fjórðungur stjórnarmanna fyrirtækja, sem greiða laun og eru skráð í hlutafélagaskrá, voru konur í lok árs 2020, eða 26,5 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagstofu Íslands.
14.04.2021 - 10:14
Óvissa um gæði útlána og afskriftarþörf
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands telur að enn sé óvissa um efnahagsáhrif COVID-19 farsóttarinnar. Bæði sé óvissa um gæði útlána fjármálafyrirtækja og um afskriftarþörf vegna farsóttarinnar. Í yfirlýsingu nefndarinnar kemur þó fram að áhætta sé ekki að safnast upp í fjármálakerfinu þrátt fyrir verðhækkanir á eignamörkuðum. Þá hafi aðgerðir stjórnvalda og laust taumhald peningastefnu stutt við heimili og fyrirtæki.
14.04.2021 - 09:06
Cameron í kröppum dansi
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, liggur nú undir þungu ámæli fyrir að hafa farið fram á opinberan fjárhagsstuðning við gjaldþrota fjármálafyrirtæki sem hann var í forsvari fyrir.
11.04.2021 - 21:27
„Hræðilegt“ að kaupa sína fyrstu íbúð í dag
Kona sem nýlega keypti sína fyrstu íbúð segir hraðann á fasteignamarkaði stressandi og rifist um eignirnar. Skoðurnarmaður fasteigna segir að sölupressan sé slík að fólk hafi ekki tíma til að bíða eftir ástandsskýrslu. Formaður Neytendasamtakanna segir kaupendur í þröngri stöðu og vill sjá breytta umgjörð um fasteignaviðskipti.
10.04.2021 - 09:05
Sýn selur óvirka innviði og tekur þá á leigu
Sýn hefur undirritað samninga við erlenda fjárfesta um sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu kemur fram að væntur söluhagnaður sé yfir sex milljörðum króna.
01.04.2021 - 10:49
Áslaug Magnúsdóttir og Sacha Tueni keyptu Svefneyjar
Ein sögufrægasta og einangraðasta bújörð landsins, Svefneyjar á Breiðafirði eru seldar. Sigurbjörn Dagbjartsson einn seljendanna staðfestir í samtali við fréttastofu að kaupsamningur hafi verið undirritaður á föstudag. Hann vill ekki gefa upp kaupverð eyjanna, sem hann segir vera einkamál kaupenda og seljenda.
30.03.2021 - 12:00
Myndskeið
Segir engan fót fyrir ásökunum á hendur Róberti
Stjórn lyfjafyrirtækisins Alvogen lét rannsaka starfshætti forstjórans Róberts Wessman eftir að fyrrverandi samstarfsmaður hans kvartaði undan ofbeldi og ósæmilegri hegðun hans. Stjórnin segir enga ástæðu til að aðhafast frekar. Lögmaður Alvogen segir engan fót fyrir þessum ásökunum. 
29.03.2021 - 19:24
Telja áhættu ekki hafa aukist í fjármálakerfinu
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki, sem eru viðbótarkröfur á eigið fé fyrirtækjanna, óbreyttum í núlli. Að mati nefndarinnar eru ekki komin fram skýr merki um aukningu í sveiflutengdri kerfisáhættu, það er áhættu sem safnast upp yfir tíma í fjármálakerfinu, og þá telur nefndin að enn ríki nokkur óvissa um gæði útlánasafna fjármálafyrirtækja vegna áhrifa farsóttarinnar.
29.03.2021 - 17:30
Bjarni vill að ríkið fái fullt forræði yfir Auðkenni
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ríkið öðlist fullt forræði yfir auðkenni, fyirrtækinu sem gefur út rafræn skilríki. Ríkið standi nú í viðræðum um kaup á fyrirtækinu, en heimild er til þess í fjárlögum. 
28.03.2021 - 12:27
Brim greiðir rúmlega 2,3 milljarða í arð
Aðalfundur Brims samþykkti í dag að greiða út rúmlega 2,3 milljarða króna í arð vegna rekstrarársins 2020. Þá var samþykkt tillaga um heimild stjórnar til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin stendur í átján mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir tíu prósent af heildarhlutafé félagsins.
25.03.2021 - 20:41
Kemur til greina að taka verksmiðjuna niður
Mikil óvissa er um niðurstöðu söluferlis kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki hefur fært niður bókfært virði verksmiðjunnar en til greina kemur að taka hana niður.
16.03.2021 - 17:41
Verðbólga hjaðnar hægar en gert var ráð fyrir
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir verðbólgu hjaðna hægar en gert var ráð fyrir og að hún verði ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en í árslok. Útlit er fyrir að verðbólga aukist lítillega í mars. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent í þessum mánuði og að verðbólga aukist úr 4,1 prósenti í 4,2 tvö prósent.
16.03.2021 - 12:32
Metár hjá Lego í faraldrinum
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft slæm áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja um allan heim. Aðra sögu er þó að segja af danska fyrirtækinu Lego. Árið í fyrra var það besta í sögunni hjá kubbaframleiðandanum, enda var fólk mun meira heima þá en áður.
10.03.2021 - 10:54
Erlent · Danmörk · viðskipti · Evrópa · Leikföng · legó
Myndskeið
Sýn gæti fengið um sex milljarða fyrir óvirka innviði
Gengið hefur verið frá samningum um kaup erlendra fjárfesta á óvirkum farsímainnviðum Sýnar, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Söluhagnaður gæti orðið meira en sex milljarðar króna.
08.03.2021 - 19:49
MAX-vélarnar í loftið eftir tveggja ára kyrrsetningu
Icelanda­ir ætl­ar að hefja farþegaflug með tveimur MAX-vél­um nú í mars. Fyrsta flugið var í dag með starfsmönnum Icelandair en svo verður vélinni flogið til Kaupmannahafnar á mánudag. Forstjórinn segir vélarnar geta gjörbylt rekstri fyrirtækisins.
06.03.2021 - 18:30
Innlent · Icelandair · viðskipti · flug · Boeing
Hreinir rafbílar 23,2% nýskráðra það sem af er ári
Nýskráningar bifreiða á Íslandi fyrstu tvo mánuði ársins eru 1.133 en á sama fyrir ári voru skráðir 1.403 nýir bílar. Í janúar voru skráðir 579 nýir bílar og 554 í febrúar. Samdráttur í nýskráningum milli ára er því um 19,2%. 
Myndskeið
Segir stöðu CCP sterka þrátt fyrir lækkun á söluverði
Forstjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP segir fyrirtækið aldrei hafa verið í sterkari stöðu þrátt fyrir að söluverð þess hafi lækkað um nær helming frá því sem það gat mest orðið. Fyrirtækið hefur, með aðstoð íslenskra stjórnvalda, fengið leyfi til að gefa út farsímaleik í Kína.
28.02.2021 - 19:20
Myndskeið
Segir að ræða þurfi áhrif launabreytinga á verðbólguna
Fjármálaráðherra segir að ræða þurfi af fullri alvöru hvaða áhrif launahækkanir hafi haft á verðbólgu að undanförnu. Hann segir mikil vonbrigði að hlutur húsnæðis aukist þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda.
26.02.2021 - 19:51
Næst mesti samdráttur sögunnar á Íslandi
Hagkerfið á Íslandi dróst saman um 6,6 prósent á síðasta ári og er það næst mesti samdráttur frá seinna stríði. Árið 2009 mældist samdrátturinn meiri eða 7,7 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
26.02.2021 - 15:11
Myndskeið
Um 600 milljóna króna viðskipti með Bitcoin í janúar
Íslendingar versluðu með rafmyntina Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í síðasta mánuði samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Framkvæmdastjóri ráðsins segir að eftirlit með rafmyntinni hafi aukist verulega á síðustu árum.
18.02.2021 - 19:27