Færslur: viðskipti

Lífeyrissjóðir skoða fjárfestingu í Mílu
Innan nokkurra lífeyrissjóða er skoðað hvort fjárfesta eigi í dótturfyrirtæki Símans, Mílu, sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Greint var frá því í byrjun vikunnar að Síminn væri langt kominn með sölu á fyrirtækinu og hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu.
21.10.2021 - 14:52
Marel hagnast um 3,5 milljarða króna
Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra, um 3,5 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi samkvæmt árshlutauppgjöri fyrirtækisins. Tekjur voru 331,9 milljónir evra samanborið við 287,2 milljónir á sama tíma í fyrra.
20.10.2021 - 23:28
Tveir nefndarmenn vildu hækka stýrivexti enn meira
Tveir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri, vildu hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í stað 0,25 eins og gert var á síðasta fundi nefndarinnar. Allir nefndarmenn studdu hins vegar tillögu Seðlabankastjóra um að hækka vexti bankans.
20.10.2021 - 18:28
Gengi rafmyntarinnar Bitcoin aldrei verið hærra
Gengi rafmyntarinnar Bitcoin hefur aldrei verið hærra og stóð gengið í rúmlega 66.974 dollurum í dag. Virði myntarinnar hefur hækkað um fimm prósent það sem af er degi og um rúmlega 129 prósent frá byrjun árs.
20.10.2021 - 16:55
Landsbankinn hækkar vexti
Íbúðalánavextir Landsbankans hækka á morgun í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands 6. október. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,20 prósentustig, fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,10 prósentustig.
18.10.2021 - 22:05
Gefa út fyrstu grænu og bláu skuldabréfin
Brim hefur lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Skuldabréfin eru þau fyrstu á Íslandi sem eru bæði græn, það eru skuldabréf sem fjármagna verkefni sem stuðla að sjálfbærni, og blá, en þau fjármagna verkefni tengd hafi og vatni.
18.10.2021 - 15:30
Hádegið
Gagnrýnir skipulagsleysi á húsnæðismarkaði
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að nálgast þurfi húsnæðismarkaðinn með skipulagðari hætti. Hann segir Íslendinga eiga mjög erfitt með að horfa á heildarmyndina og meta heildarhagsmuni.
30.09.2021 - 15:26
Spá því að stýrivextir hækki um 0,25 prósentur
Íslandsbanki spáir því að stýrivextir Seðlabankans hækki um 0,25 prósentur næsta miðvikudag. „Þróttmikill efnahagsbati og þrálát verðbólga munu væntanlega verða helstu rök peningastefnunefndar fyrir vaxtahækkuninni. Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli sem líklegt er að haldi áfram á komandi misserum,“ segir í úttekt bankans.
30.09.2021 - 10:51
Aukið atvinnuleysi ekki leitt til aukinna vanskila
Horfur um stöðu heimila hafa þróast til betri vegar á síðustu fimm mánuðum og efnahagslegur bati reynst skjótari en búist var við. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika.
29.09.2021 - 16:22
Útgerðarfélögin á uppleið eftir kosningar
Bréf í útgerðarfélögunum Brim og Síldarvinnslunni hafa hækkað verulega í kjölfar kosninganna um helgina. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að markaðurinn telji líklegra að við taki stjórn sem geri ekki miklar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
29.09.2021 - 15:17
Segir ákvörðun Seðlabankans rökrétta
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ákvörðun fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands um að takmarka greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána við 35 prósent og 40 prósent fyrir fyrstu kaupendur rökrétta. Úrræðið bitni ekki mest á tekjulægstu hópunum.
29.09.2021 - 12:00
Tvöfalda fjölda starfsmanna í vor
Flugfélagið Play hyggst ráða hundrað flugliða til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf, og þá stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. „Um er að ræða stærstu ráðningu félagsins í einu vetfangi en með þessu tvöfaldast fjöldi starfsmanna Play,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu.
29.09.2021 - 11:06
Setja hámark á greiðslubyrði fasteignalána
Vegna hækkandi fasteignaverðs og aukinnar skuldsetningar heimila hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja reglur um hámark greiðslubyrðar, þannig að greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána skuli almennt takmarkast við 35 prósent og 40 prósent fyrir fyrstu kaupendur.
29.09.2021 - 09:20
Bréf hækka verulega eftir kosningaskjálfta
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,73 prósent það sem af er morgni. Sveinn Þórarinsson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum, segir úrslit alþingiskosninganna hafa mikil áhrif.
27.09.2021 - 11:37
Myndskeið
Hlutabréfaverð hvergi hækkað jafn mikið og hérlendis
Hvergi hefur hlutabréfaverð hækkað jafn mikið og hérlendis undanfarna tólf mánuði. Hagfræðingur segir að ekki megi gera ráð fyrir álíka hækkunum á næstu árum.
17.09.2021 - 19:54
Tveir nefndarmenn vildu hækka vexti meira
Tveir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson og Gylfi Zoëga, vildu hækka stýrivexti um 0,5 prósentur í stað 0,25 eins og gert var á síðasta fundi nefndarinnar. Allir nefndarmenn studdu hins vegar tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti bankans.
08.09.2021 - 16:35
Hækka íbúðalánavexti á morgun
Íslandsbanki verður á morgun síðasti viðskiptabankinn til að hækka vexti í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti úr einu prósenti í 1,25 prósent í lok síðasta mánaðar. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir en breytilegir vextir hækka um 0,15 prósentustig.
06.09.2021 - 16:13
Selja Verne Global á rúmlega 40 milljarða króna
Breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure hefur keypt Verne Global, sem rekur gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ, fyrir um 40,7 milljarða króna. Novator Partners, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og General Catalyst Partners stofnuðu fyrirtækið og voru meðal hluthafa ásamt Welcome Trust og framtakssjóði í rekstri Stefnis.
06.09.2021 - 15:10
Kúariða veldur frestun útflutnings nautgripaafurða
Tvö óvenjuleg tilfelli kúariðu hafa greinst í Brasilíu. Það varð til þess að ákveðið var að fresta útflutningi nautgripaafurða til Kína. Ekkert er sagt benda til að lífi dýra eða manna sé ógnað.
05.09.2021 - 01:41
Arion banki hækkar íbúðalánavexti
Arion banki tilkynnti í dag um hækkun á inn- og útlánavöxtum sem tekur gildi á morgun. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti úr einu prósenti í 1,25 prósent í síðustu viku.
02.09.2021 - 17:55
Metandælur höfuðborgarsvæðisins komnar aftur í lag
Metanbílaeigendur á höfuðborgarsvæðinu lentu einhverjir í vandræðum með að fylla á bílinn í gær. Vandamál komu upp á þremur metanstöðvum af fjórum sem eru starfræktar á höfuðborgarsvæðinu og fréttastofa heyrði af einum sem fór fýluferð á þær allar. Hjá Olís komu upp þrýstingsvandamál, bæði á metanstöðinni í Álfheimum og á Álfabakka við Mjódd. Sömuleiðis amaði eitthvað að metanstöð N1 við Bíldshöfða. 
05.08.2021 - 21:19
 · Innlent · samgöngur · viðskipti · metan · Bilanir · orkuskipti · Bílar · eldsneyti
Zoom endurgreiðir notendum sínum 10,5 milljarða króna
Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Zoom hefur fallist á að greiða notendum sínum samtals 85 milljónir dollara eða um 10,5 milljarða króna. Þetta er leið fyrirtækisins til sátta við notendur búnaðarins sem hafa hótað hóplögsókn en Zoom er sakað um að hafa deilt persónuupplýsingum notenda með Facebook, Google og LinkedIn.
02.08.2021 - 10:01
Myndskeið
Gera enn ráð fyrir að félagið nái fyrri styrk árið 2024
Ekki er farið að bera á afbókunum hjá íslensku flugfélögunum tveimur vegna fjölgunar smita og hertra sóttvarnaaðgerða. Forstjóri Icelandair býst við að félagið nái fyrri styrk árið 2024, en segir það hafa bolmagn til þess að standa ástandið lengur af sér.
Bain Capital með stærstan hlut í Icelandair
Samkomulag fjárfestingarssjóðsins Bain Capital og Icelandair Group hf. var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group í dag. Samkomulagið sneri að áskrift að 5,7 milljónum nýrra hluta í félaginu á gengi 1,43 krónur á hvern hlut eða að söluandvirði 8,1 milljarða króna. Bain Capital er því stærsti hluthafi Icelandair Group eða 16,6%.
Markaðshlutdeild rafbíla innan ESB-ríkja 7,5 prósent
Rafbílar voru 7,5 prósent allra nýrra bíla sem seldir voru í aðildarríkjum Evrópusambandsins á öðrum ársfjórðungi þessa ár. Til samanburðar var hlutfallið 3,5 prósent á sama ársfjórðungi í fyrra. Samband rafbílaframleiðenda í Evrópu greindi frá þessu í dag. Tölurnar miðast við bíla til fólksflutninga.
23.07.2021 - 09:15