Færslur: Viðskiptaráð Íslands

Sjónvarpsfrétt
„Græða“ 7,6 milljarða því fasteignamat hækkaði
Sveitarfélögin ættu að tilkynna strax hve mikið þau ætla að lækka álagningu sína núna eftir að stórhækkað fasteignamat hefur verið birt segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið hefur birt reiknivél sem sýnir hversu mikið svitarfélögin þyrftu að lækka álagningarprósentuna. Að óbreyttu fengju sveitarfélögin sjö þúsund og sex hundruð milljónir króna umfram það sem þau hefðu ella fengið frá fasteignaeigendum.   
Ekki megi „slátra mjólkurkúnni“ í nafni sóttvarna
Viðskiptaráð segir mikilvægt að taka tillit til fleiri en faraldurs- og læknisfræðilegra þátta við mat á sóttvarnaraðgerðum. Sóttvarnaaðgerðir, þótt nauðsynlegar séu, hafi efnahagslegar afleiðingar sem geti varað í ár og áratugi, með tilheyrandi áhrifum á lífskjör almennings.
Mikilvægt að skera úr um hvort íbúðir skorti
Tvennum sögum fer af því hvort það skorti íbúðir á markað. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir þörfina mikla en Hagfræðideild Landsbankans segir skortinn lítinn sem engan. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir mikilvægt að skera úr um hver staðan er.