Færslur: Viðskiptalíf

Þrír Færeyingar á bannlista Rússa
Þrír Færeyingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og hefur þar með verið bannað að koma til Rússlands. Fréttir bárust af því á dögunum að níu Íslendingar væru í sömu stöðu.
Vikulokin
Rangt að bregðast ekki við nema mál rati í fjölmiðla
Það er röng nálgun að bíða þar til ásakanir um kynferðisbrot komast í hámæli, áður en meintum gerendum sé gert að stíga til hliðar úr valdastöðum í viðskiptalífinu. Þetta segir Ingunn Agnes Kro, sem situr í stjórn Sjóvár, HS Orku og Iceland Seafood. Hún telur að í tilfellum fimm manna sem nýlega voru sakaðir um kynferðisbrot, hafi verið ákveðið fyrirfram að víkja þeim úr starfi ef málin næðu upp á yfirborðið.
Aðgerðir og úrræði þurfa að virka þvert á greinar
Konráð S. Guðjónsson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir að ef tryggja eigi að atvinnulífið nái kröftugri viðspyrnu þegar bóluefni nær útbreiðslu þurfi aðgerðir og úrræði að virka þvert á atvinnugreinar.
04.12.2020 - 05:24
Næstum sjö af hverjum tíu nýjum bílum eru nýorkuknúnir
Flestir nýir bílar sem skráðir hafa verið á þessu ári eru svokallaðir nýorkubílar. Þar er átt við rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla, hybrid- og metanbíla.
05.10.2020 - 19:12
Selur í Play fyrir rúma 70 milljarða króna
Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group, sem í kjölfarið gerir öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Í tilkynningu frá Novator segir að markaðsvirði hlutafjár Play sé metið á 2,2 milljarða evra. Novator átti 20% í félaginu og hlutur félagsins er því metinn á 440 milljónir evra, eða rúma 70 milljarða íslenskra króna.
21.09.2020 - 14:45
Útlánsvextir til fyrirtækja magna niðursveifluna
Niðursveiflan í hagkerfinu hefur magnast með því að útlánsvextir til fyrirtækja hafa ekki lækkað í takt við meginvexti Seðlabankans.
Kreppa blasir við Áströlum
Ástralía stendur frammi fyrir djúpri efnahagslægð, þeirri fyrstu síðan 1991. Efnahagur landsins dróst saman um sjö af hundraði á öðrum ársfjórðungi.
Fjárhagslegri endurskipulagningu ekki lokið
Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair er enn í gangi. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við fréttastofu.
Covid-19 herjar enn þungt á Bandaríkin
Nú hafa yfirvöld í Texas hægt á þeim skrefum sem taka átti við að koma efnahag ríkisins aftur af stað. Ástæðan er gríðarleg fjölgun kórónuveirutilfella þar og víða í Bandaríkjunum undanfarið.
26.06.2020 - 03:40
Erlendir fjárfestar sýna Icelandair áhuga
Erlendir fjárfestar hafa sýnt hlutafjárútboði Icelandair áhuga, án þess að forsvarsmenn félagsins hafi haft frumkvæði að samtalinu.
Saga Travel gjaldþrota
Ferðaþjónustufyrirtækið Saga Travel á Akureyri hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Áætlað er að gjaldþrotið snerti u.þ.b. 30 starfsmenn og verktaka.
27.04.2020 - 18:31
Icelandair lækkaði um 18% - rauður dagur í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um rétt tæplega 18% í Kauphöllinni i dag. Gengi hlutabréfa í öllum skráðum félögum í Kauphöllinni lækkaði á þessum fyrsta degi samkomubanns, að undanskildum bréfum í Heimavöllum sem stóðu í stað. Mesta lækkunin varð á gengi bréfa í Icelandair.
16.03.2020 - 16:28
Flybe hættir rekstri og 2.000 missa vinnuna
Breska flugfélagið Flybe hefur verið lýst ógjaldfært og allar flugvélar þess kyrrsettar, samkvæmt tilkynningu sem stjórnendur félagsins birtu á heimasíðu þess í nótt. Allri starfsemi félagsins hefur verið hætt, um 2.000 manna starfslið þess missir að líkindum vinnuna og tugir þúsunda farþega, sem áttu bókaða flugferð hjá því, verða að finna út úr því sjálfir, hvernig þeir komast á áfangastað.
05.03.2020 - 04:35
Boðar refsitolla á allan mexíkóskan varning
Bandarísk stjórnvöld munu leggja fimm prósenta toll á allar innfluttar vörur frá Mexíkó frá og með 10. júní næstkomandi þar til ólöglegir innflytjendur hætta að streyma til Bandaríkjanna í gegnum landið. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. Hann sagði enn fremur að refsitollurinn komi til með að hækka jafnt og þétt uns bót verður ráðin á „vandamálinu með ólöglega innflytjendur," en þá verði allir tollar felldir niður jafnskjótt.
31.05.2019 - 01:57
Neita tugmilljarða ábyrgð vegna Finnafjarðar
Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa hafnað því að taka á sig tugmilljarða króna ábyrgðir við uppbyggingu stórskipahafnar við Finnafjörð á Langanesi. Þess var krafist að sveitarfélögin tryggðu að óstofnað félag um framkvæmdina geti ekki orðið fyrir fjárhagslegum áföllum.
01.02.2018 - 14:19
Rótgrónar sérverslanir kveðja miðborgina
Storkurinn, Litir og föndur og Vísir. Þessar sérverslanir og fleiri til eru farnar eða á förum úr miðborginni. Verslunareigendur hafa sumir hverjir áhyggjur af aukinni einhæfni í verslunarflórunni í miðbænum, síhækkandi húsnæðisverð og minni ásókn Íslendinga geri það að verkum að þar þrífist ekkert lengur nema minjagripabúðir, veitingastaðir og hótel. Aðrir eru jákvæðir og telja að jafnvægi eigi eftir að komast á með tíð og tíma.
29.04.2016 - 20:01