Færslur: Viðskiptabann á Rússa

Innflutningur frá Rússlandi jókst milli mánaða í Noregi
Innflutningur Norðmanna á rússneskum varningi hefur aukist að verðmæti upp á síðkastið, eftir að hafa dregist saman fyrri hluta árs. Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft takmörkuð áhrif á innflutning rússneskra vara til Noregs, þrátt fyrir allar þær viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem innleiddar hafa verið frá því að innrásin hófst.
Mohammed bin Salman orðinn forsætisráðherra Sádi Arabíu
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu og valdamesti maður landsins þrátt fyrir að faðir hans vermi enn konungsstólinn hefur verið skipaður forsætisráðherra. Það var Salman konungur sem skipaði son sinn og ríkisarfa sem arftaka sinn í forsætisráðuneytinu.
Lúxusfleyta rússnesks auðkýfings seld á 5,4 milljarða
Lúxusfleyið Axioma, snekkja rússneska auðkýfingsins Dimitri Pumpiansky, var á þriðjudag seld á uppboði fyrir 37,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 5,4 milljarða íslenskra króna. Yfirvöld á Gíbraltar kyrrsettu snekkjuna í mars á þessu ári að kröfu bandaríska bankans JP Morgan, sem vísaði í bresk lög um refsiaðgerðir gegn Rússlandi og tilgreindum rússneskum ríkisborgurum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Hefja vöruflutninga milli Rússlands og Kalíningrad á ný
Stjórnvöld í Litáen hafa aflétt banni á vöruflutningum með lestum til rússnesku hólmlendunnar Kalíníngrad. Kalíningrad liggur að Eystrasaltinu og þaðan liggur járnbrautarlína um Litáen til Rússlands. Eftir henni flytja Rússar bæði fólk og varning í báðar áttir, þegar allt er með felldu. Í júní ákváðu litáísk stjórnvöld að banna flutning á stáli, járni og öðrum varningi sem fellur undir viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússum eftir járnbrautarlínunni og stöðva alla flutninga um hana.
Pútín varar við áframhaldandi truflunum á gasflutningum
Vladimír Pútín Rússlandsforseti varaði við því í gærkvöld að lítið jarðgas kunni að streyma um Nord Stream 1-gasleiðsluna á næstunni, hvort sem yfirstandandi viðgerðum og viðhaldsvinnu við leiðsluna lýkur á fimmtudag eins og áætlað er eða ekki. Pútin greindi frá þessu á fréttafundi í Íran, þar sem hann var í opinberri heimsókn, og sagði þetta orsakast af vandamálum með túrbínur.
Rangfærslur um íslensk fyrirtæki á lista Yale háskóla
Samkvæmt lista Yale háskóla eru sex íslensk fyrirtæki enn með starfsemi í Rússlandi, þar af þrjú sem hafa ekki dregið úr henni. Það mun ekki vera alls kostar rétt. Sæplast hefur til dæmis ekki selt neitt þangað eftir innrásina í Úkraínu. 
Þjóðverjar ætla að hætta olíuinnflutningi frá Rússlandi
Þýsk stjórnvöld hyggjast stöðva allan innflutning rússneskrar olíu til Þýskalands fyrir árslok, hvort sem samskomulag næst um innflutingsbann í Evrópusambandinu eða ekki. Úkraínuforseti hvetur Evrópuríki til að hætta að kaupa olíu af Rússum.
Gazprom skrúfar fyrir stóra gasleiðslu til Evrópu
Rússneska orkufyrirtækið Gazprom tilkynnti í gær að það gæti ekki lengur flutt gas til viðskiptavina sinna í Evrópu í gegnum Yamal-gasleiðsluna, sem liggur í gegnum Pólland. Nýinnleiddar refsiaðgerðir og viðskiptabann gegn fyrirtækinu sem á og rekur pólska hluta gasleiðslunnar valda þessu.
Rússneskum skipum bannað að koma í íslenskar hafnir
Þetta gildir um farþega- og flutningaskip sem eru 500 brúttótonn eða stærri, skemmtiferðaskip og lystisnekkjur. Bannið tók gildi á föstudag.

Mest lesið