Færslur: Viðskiptabankar
Hefur ekki verulegar áhyggjur af hækkun stýrivaxta
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þótt stýrivextir hafi hækkað lítillega sé það ekki verulegt áhyggjuefni enda séu þeir enn í sögulegu lágmarki. Hann vonar að vextir verði ekki lengi undir einu prósenti því það sé merki um hægagang í hagkerfinu.
05.06.2021 - 12:07
Um 12 milljarða lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda
Fyrirtæki í ferðaþjónustu nýttu sér helst að taka lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda vegna COVID-19 á árinu 2020. Stuðnings- og viðbótarlán eru hluti efnahagsaðgerða stjórnvalda vegna heimsfaraldursins, sem viðskiptabankar geta veitt til 31. maí næstkomandi.
11.02.2021 - 13:36
Bankarnir áfram um að tryggja endurskipulagningu
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir sér hafa sýnst að bankar leggi áherslu á að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum við endurskipulagningu fjármála þeirra. Bankarnir séu opnari á frystingar og frestanir en yfirtökur nú en var eftir Hrunið.
07.02.2021 - 16:41
Hætt við að bankar hamli samkeppni í ferðaþjónustu
Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um að aukið eignarhald íslensku viðskiptabankanna í ferðaþjónustufyrirtækjum kunni að hamla samkeppni. „Það eru uppi áhyggjur af því að það geti endurtekið sig vandamál sem sköpuðust í hruninu, þegar bankarnir öðluðust yfirráð yfir fyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við fréttastofu.
03.02.2021 - 07:59