Færslur: Víðsjá

Tilraunir með hringi, ferhyrninga og línur
Hugsun listmálarans Eyborgar Guðmundsdóttur flæðir af myndflötum listakonunnar og út í sýningarrýmið á vel heppnaðri sýningu sem Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Heba Helgadóttir hafa komið saman á Kjarvalsstöðum. Þetta er mat Ingu Bjarkar Bjarnadóttur, myndlistarrýnis Víðsjár á Rás 1, en umfjöllun hennar má heyra hér að ofan.
04.03.2019 - 10:57
Pistill
Hinir ensku víkingar
Líklega vita allir, sem einhvern tíma hafa opnað bók eða kveikt á sjónvarpinu, að eitt sinn herjuðu norrænir menn á England. Víkingarnir eru jú eitt frægasta fyrirbæri sögunnar, tilvalinn efniviður í bækur, teiknimyndasögur, sjónvarpsþætti og tölvuleiki. Það þekkja allir skeggjuðu karlana með litríku skildina sem sigldu öskrandi og gólandi meðfram breskum ströndum í leit að skjótfengnum gróða.
10.02.2019 - 14:29
Pistill
Þegar dansinn verður banvænn
Dans er eitthvað sem heillar, alltaf og alls staðar, en hann er líka hættulegur. Í sumum tilvikum er hann jafnvel banvænn. Heimildir um stjórnlausa dansara eru til víða úr álfunni, þar sem í dag eru Ítalía, Frakkland og Þýskaland.
20.01.2019 - 10:00
Menningarefni · Dans · Pistlar · Dans · dauði · Víðsjá · Pistlar
Berklasjúklingar upplifðu oft höfnun
María Pálsdóttir fékk þá hugmynd fyrir nokkru að breyta gamla berklahælinu að Kristnesi í Eyjafirði í safn um sögu berkla á Íslandi. Safnið á að vera sjónrænt ferðalag um missi og dauða en líka um von og lífsvilja.
18.01.2019 - 14:39
Menningarefni · Kristnes · Berklar · hæli · safn · Víðsjá
Ástin, Texas – Guðrún Eva Mínervudóttir
„Það er eins og gluggi opnist og þú ferð inn í líf fólks, inn í huga þess, færð að vita margt um það og að fylgja því í gegnum ögurstundir lífs þess. Þú færð einhverja mynd af fólki sem ég vil að þú upplifir að sé af holdi og blóði, eins og þú hafir verið hluti af lífi þess, eða fengið að fylgjast með úr mjög góðu stúkusæti,“ segir Guðrún Eva Mínuervudóttir um smásagnasafnið Ástin, Texas, sem hlaut í dag Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta, og sem er bók vikunnar á Rás1.
16.01.2019 - 16:15
Hundakæti – Dagbækur Ólafs Davíðssonar
„Það sérstaka við þessa dagbók er hversu hreinskilinn Ólafur er um sjálfan sig og aðra, meinhæðinn og fyndinn og magnaður stílisti. Hann lýsir þarna hlutum sem ég held að ég geti fullyrt að engar aðrar dagbækur frá þessu tímabili gera,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson, en hann annaðist útgáfu bókarinnar Hundakæti sem er bók vikunnar á Rás1.
09.01.2019 - 13:17
Heimspeki mikilvæg sem aldrei fyrr
„Að mínu mati yrði það mikið gæfuspor ef listiðkun og iðkun heimspekilegrar hugsunar fengju aukið vægi í menntakerfum framtíðarinnar, þar sem þessar greinar veita umfram aðrar greinar tengingu við eigin rödd og líkama.“ Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um líkamlega skynjun í nútímavæddum heimi.
29.12.2018 - 13:30
Við munum öll deyja
Etum, drekkum, og verum glöð því dauðinn er við næsta horn, líkt og verkið The Clock, eða Klukkan, eftir Christian Marclay minnir okkur á. Verkið minnir okkur líka á hversu hversdagslegur tíminn er orðinn í gangverki dagsins í dag, þrátt fyrir að vera kannski það dýrmætasta sem við eigum.
21.12.2018 - 13:44
Menningarefni · Myndlist · Pistlar · Tíminn · Jól · Klukkan · The Clock · Víðsjá · Pistill
Að ljóði munt þú verða – Steinunn Sigurðar
„Þetta er eitthvað sem ég hef ekki verið að yrkja áður, og ég held að það eigi við formið og líka innihaldið. Ég hugsa að þetta sé persónlegasta ljóðabókin mín,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um nýjustu ljóðabók sína, Að ljóði munt þú verða.
15.12.2018 - 12:30
Við erum alltaf að strjúka hluti
Ragnar Ísleifur Bragason skrifar um Hann og Hana, fólk sem er á röltinu, finnur rusl, fer í ísbúltura og strýkur hluti, hittist nokkrum árum síðar og deyr svo að lokum saman.
06.12.2018 - 13:59
Heklugjá - Ófeigur Sigurðsson
„Skáldsagnaformið er á tímamótum. Ég er kannski bjartsýnn og á skjön við skoðanir annara en ég held að skáldsagan sé að rísa upp úr brunarústum póstmódernismans,“ segir Ófeigur Sigurðsson í samtali um Heklugjá, sem er bók vikunnar á Rás1.
Hið heilaga orð – Sigríður Hagalín
„Mig langaði til þess að skrifa um tengsl fólks innan óhefðbundinna fjölskyldna og um ritmálið. Ég sagði útgefanda mínum að mig langaði til að skrifa spennusögu um lesblindu, en hún sagði að við þyrftum að finna aðra lýsingu. Þannig að þetta er fjölskyldudrama,“ segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, höfundur Hins heila orðs, sem er bók vikunnar á Rás1.
Þurfum að hlusta og kalla fólk til ábyrgðar
„Ég geng út frá því að það sé hlutverk okkar guðfræðinga að láta okkur þau mál varða sem eru efst á baugi í okkar samfélagi, og að gefa rödd, þeim sem vanalega hafa ekki rödd,“ segir Arnfríður Guðmundsdóttir, prestur og guðfræðiprófessor, en hún rannsakar nú áhrif metoo-byltingarinnar á guðfræðina.
Úr legi móður í leg landslags
„Á sama hátt og við sættum okkur ekki við að aðrir taki ákvarðanir um líkama okkar eða heimili, þá sættum við okkur heldur ekki við að aðrir taki ákvarðanir um landslagið sem umvefur okkur.“ Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur og pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um gildi landslagsfegurðar, heimili, móðurlíf, landsleg eins og það kemur fyrir í Íslendingasögunum og margt fleira í nýjum pistli.
09.11.2018 - 10:39
Í barndómi - Jakobína Sigurðardóttir
„Verkið snýst um það að rata. Það kemur í ljós að hún ratar ekki um eldhúsið hennar mömmu, og það kostar hana töluverð átök að rifja þetta upp. En í þessu ferðalagi aftur í tímann þá raðast ýmislegt saman, ekki síst sjálfsmynd stúlkunnar, og konunnar, og hvernig þessi sjálfsmynd verður til í textanum er bara meistaraverk,“ segir Ástráður Eysteinsson um bók vikunnar á Rás1, Í barndómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur.
07.11.2018 - 16:06
Hægara pælt en kýlt - Magnea J. Matthíasdóttir
„Í rauninni einkennir það þessa tíma, þessi leit. Heil kynslóð er að leita að öðrum svörum. Skoða sambönd, hjónabönd, kynlíf og skoða hvernig maður tjáir sig í listum,“ segir Magnea J.Matthíasdóttir um sína fyrstu skáldsögu, Hægara pælt en kýlt, sem er bók vikunnar á Rás1.
Hreinn og beinn pönkari
Hulda Vilhjálmsdóttir hefur haldið fjölda sýninga á liðnum árum og fyrir sína síðustu einkasýningu, sýninguna Valbrá í Kling og Bang, var hún tilnefnd til íslensku myndlistarverðlaunanna. Víðsjá leit í heimsókn á vinnustofu Huldu
29.10.2018 - 10:54
Sæluvíma - Lily King
„Sagan er svo mikill spegill. Hún fjallar um það hver er að horfa á hvern og hver er þróaðari en hver annar, og þessa stöðu sem vestrænt fólk hefur sett sig í, að þeirra sjónarhorn sé æðra. Þannig að okkur fannst hún vera ákveðinn gluggi út í þennan heim en líka spegill til baka á okkur sjálf,“ segir María Rán Guðjónsdóttir, þýðandi og bókaútgefandi hjá Angústúru, um Sæluvímu eftir bandaríska höfundinn Lily King, bók vikunnar á Rás1.
24.10.2018 - 13:57
Rökleysan er oft brothættari
„Ég held að ég hafi alltaf fylgt innsæinu og tilfinningum við gerð allra verka,“ segir myndlistarkonan Sara Reil sem opnar nýja sýningu, Sjálfvirk / Automativ, í Kling og Bang í Marshall-húsinu á laugardag. „Ég hef tilhneigingu til að kafa rosalega djúpt í hvert tímabil, en svo klárast það. Þetta eru kannski tímamót til þess að fara fyrir neðan rökhyggjuna og inn í rökleysuna, og hún er oft brothættari og viðkvæmari fyrir mann.“
20.10.2018 - 14:49
Afslappað, óformlegt, heimilislegt
„Ég er utan af landi, og flestar ferðir fjölskyldunnar í höfuðborgina á uppvaxtarárunum snerust um Kringluna og IKEA en ekki söfn og myndlist,“ Nýlistasafnið sendir Víðsjá mánaðarlegar pistlasendingar í tilefni af fjörtíu ára afmæli safnsins út afmælisárið. Að þessu sinni er Birkir Karlsson, safneignarfulltrúi safnins höfundur.
19.10.2018 - 16:56
Uppboð á samtímaljósmyndum
Ramskram við Njálsgötu er eina galleríið í Reykjavík sem helgar sig samtímaljósmyndun. Þar verður haldið uppboð í dag á fjölbreyttu úrvali verka til að standa straum af kostnaði við reksturinn, en galleríið er ekki rekið í hagnaðarskyni. Bára Kristinsdóttir ljósmyndari tók á móti Víðsjá í Ramskram.
12.10.2018 - 12:03
Fjallið í Kaupmannahöfn - Caspar K. Nielsen
„Mér finnst ekki ólíklegt að höfundurinn hafi lesið Gyrði Elíasson á dönsku,“ segir þýðandinn Halla Sverrisdóttir um bók vikunnar á Rás1, Fjallið í Kaupmannahöfn eftir Kaspar Colling Nielsen.
Pláss fyrir sögur af venjulegum konum
„Það var af einskærri forvitni að ég ákvað að skrifa þessa sögu,“ segir Hólmfríður Helga Sigurðardóttir blaðakona, en hún var að gefa út sína fyrstu bók. Bókin kallast Amma - draumar í lit og fjallar um nöfnu Hólmfríðar og ömmu, Hólmfríði Sigurðardóttur, kennslukonu og skáld.
Svo gott að hlæja saman, þá slaka allir á
„Ef maður er eitthvað miður sín er gott að eiga nýja sokka og skella sér í þá. Þá er maður klár í slaginn,“ segir Ólafur Egilsson leikstjóri verksins Allt sem er frábært eftir Duncan Mcmillan. Verkið fjallar um strák sem tekst á við veikindi móður sinnar með því að gera lista yfir allt sem honum finnst frábært við lífið.
Allt sundrast - Chinua Achebe
„Bókin á ævinlega vel við og það er að hluta til vegna þess að hún er bæði persónuleg og svo er þetta saga þess hvernig þróunin í Afríku, í nýlendum varð, sem ekki er bitið úr nálinni með ennþá. Þetta er dæmisaga fyrir þjóð sem verður fyrir barðinu á nýlendustefnuni,“ sagði Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðandi um bók vikunnar á Rás1, skáldsöguna Allt sundrast eftir nígerska höfundinn Chinua Achebe.
13.09.2018 - 15:53