Færslur: Víðsjá

Víðsjá
Mun ríkasta fólkið bjarga heiminum?
Á meðan gróðamaskínan grillar á okkur öllum hausinn með nýrri neysluvöru halda ríkustu menn heims áfram að grilla plánetuna. Í stað þess að vakna til meðvitundar fljótum við áfram sofandi að feigðarósi. Á að stóla á, að þetta 1% heimsins sem á 99% af auði heimsins, komi okkur til bjargar?
06.01.2022 - 13:02
Gucci í samstarf við Gus Van Sant
Listrænn stjórnandi Gucci vill fækka fatalínum, sleppa útsölum og hætta að hanna föt eftir kyni. Framtíðarsýn hússins birtist í samstarfi Gucci við bandaríska leikstjórann Gus Van Sant.
22.01.2021 - 20:00
Risapíka veldur usla í Brasilíu
Þrjátíu og þriggja metra löng píka hefur vakið umtal í Brasilíu. Listakonan vill varpa ljósi á valdaójafnvægi og misrétti en gagnrýnendur segja hana athyglissjúka.
17.01.2021 - 11:55
Viðtal
„Einhvern veginn varð ég kona“
Á einkasýningu í Lýðræðisbúllunni sýnir Hulda Vilhjálmsdóttir ný verk sem hún hefur unnið að síðastliðin þrjú ár. Hulda segir að verkin hafi hún unnið undir áhrifum frá móður sinni og alls kyns konum, lyfjameðferð, köttum og kófinu.
Hver gerir Trump ódauðlegan?
Samkvæmt hefðinni verður fráfarandi forseti Bandaríkjanna gerður ódauðlegur með portretti. En hvaða listamann velur Trump? Hann er augljóslega hrifinn af gulli og marmara en hvernig myndlist er hann hrifinn af?
10.11.2020 - 15:14
Kerfið bindur en ástin frelsar
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir sýnir ný verk í nýju íslensku galleríi í Berlín, Gallerí Guðmundsdóttir, þar sem hún notar heim BDSM-kynlífsleiki sem táknmyndir.
Forsetakappræður og tilgangsleysi lífsins
Djöflar og tilgangsleysi lífsins eru ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar kappræður varaforsetaefna eiga í hlut. Það breyttist þó í síðustu viku þegar fluga flaug inn á sviðið og settist á höfuð Mike Pence.
17.10.2020 - 12:15
Borgir á tímum farsótta
Lífslíkur manneskjunnar tóku hástökk eftir iðnbyltingu, þökk sé læknavísindunum og bættri hönnun í borgarlandslaginu. Saga holræsa og mengunarvarna er samofin borgarmenningu og það var ekki að ástæðulausu að háir hælar komust í tísku þegar miðaldastrætin voru full af skít.
08.10.2020 - 09:47
Víðsjá
Boða stofnun nýs Bauhaus-skóla
Ursula von der Leyen, nýr forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti nýverið áform um að stofna nýjan evrópskan Bauhaus-skóla. Skólinn er hluti af 750 milljarða evra aðgerðaráætlun sambandsins til að endurreisa hagkerfið eftir kórónuveirufaraldurinn, með menningu og sjálfbærni að leiðarljósi.
Frjálsar ástir á hjara veraldar
Þorpið Cadaqués hefur lengi heillað listamenn í fegurð sinni og einangrun. Þegar Salvador Dalí bauð súrrealistum frá París í heimsókn sumarið 1929 urðu til órjúfanleg bönd sem fæddu af sér ógrynni myndlistar, ljóða og ástarbréfa.
27.09.2020 - 15:33
Vill sjá jöfnuð og vistvænar áherslur í arkitektúr
Hildigunnur Sverrisdóttir, nýskipaður deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands, segir að ásýnd bygginga í Reykjavík beri vott um mikinn hraða.
Sæluvíma – Lily King
„Sagan er svo mikill spegill. Hún fjallar um það hver er að horfa á hvern og hver er þróaðari en hver annar, og þessa stöðu sem vestrænt fólk hefur sett sig í, að þeirra sjónarhorn sé æðra. Þannig að okkur fannst hún vera ákveðinn gluggi út í þennan heim en líka spegill til baka á okkur sjálf,“ segir María Rán Guðjónsdóttir, þýðandi og bókaútgefandi hjá Angústúru, um Sæluvímu eftir bandaríska höfundinn Lily King, bók vikunnar á Rás1.
19.08.2020 - 13:57
Tilraunir með hringi, ferhyrninga og línur
Hugsun listmálarans Eyborgar Guðmundsdóttur flæðir af myndflötum listakonunnar og út í sýningarrýmið á vel heppnaðri sýningu sem Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Heba Helgadóttir hafa komið saman á Kjarvalsstöðum. Þetta er mat Ingu Bjarkar Bjarnadóttur, myndlistarrýnis Víðsjár á Rás 1, en umfjöllun hennar má heyra hér að ofan.
04.03.2019 - 10:57
Pistill
Hinir ensku víkingar
Líklega vita allir, sem einhvern tíma hafa opnað bók eða kveikt á sjónvarpinu, að eitt sinn herjuðu norrænir menn á England. Víkingarnir eru jú eitt frægasta fyrirbæri sögunnar, tilvalinn efniviður í bækur, teiknimyndasögur, sjónvarpsþætti og tölvuleiki. Það þekkja allir skeggjuðu karlana með litríku skildina sem sigldu öskrandi og gólandi meðfram breskum ströndum í leit að skjótfengnum gróða.
10.02.2019 - 14:29
Pistill
Þegar dansinn verður banvænn
Dans er eitthvað sem heillar, alltaf og alls staðar, en hann er líka hættulegur. Í sumum tilvikum er hann jafnvel banvænn. Heimildir um stjórnlausa dansara eru til víða úr álfunni, þar sem í dag eru Ítalía, Frakkland og Þýskaland.
20.01.2019 - 10:00
Menningarefni · Dans · Pistlar · Dans · dauði · Víðsjá · Pistlar
Berklasjúklingar upplifðu oft höfnun
María Pálsdóttir fékk þá hugmynd fyrir nokkru að breyta gamla berklahælinu að Kristnesi í Eyjafirði í safn um sögu berkla á Íslandi. Safnið á að vera sjónrænt ferðalag um missi og dauða en líka um von og lífsvilja.
18.01.2019 - 14:39
Menningarefni · Kristnes · Berklar · hæli · safn · Víðsjá
Ástin, Texas – Guðrún Eva Mínervudóttir
„Það er eins og gluggi opnist og þú ferð inn í líf fólks, inn í huga þess, færð að vita margt um það og að fylgja því í gegnum ögurstundir lífs þess. Þú færð einhverja mynd af fólki sem ég vil að þú upplifir að sé af holdi og blóði, eins og þú hafir verið hluti af lífi þess, eða fengið að fylgjast með úr mjög góðu stúkusæti,“ segir Guðrún Eva Mínuervudóttir um smásagnasafnið Ástin, Texas, sem hlaut í dag Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta, og sem er bók vikunnar á Rás1.
16.01.2019 - 16:15
Hundakæti – Dagbækur Ólafs Davíðssonar
„Það sérstaka við þessa dagbók er hversu hreinskilinn Ólafur er um sjálfan sig og aðra, meinhæðinn og fyndinn og magnaður stílisti. Hann lýsir þarna hlutum sem ég held að ég geti fullyrt að engar aðrar dagbækur frá þessu tímabili gera,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson, en hann annaðist útgáfu bókarinnar Hundakæti sem er bók vikunnar á Rás1.
09.01.2019 - 13:17
Heimspeki mikilvæg sem aldrei fyrr
„Að mínu mati yrði það mikið gæfuspor ef listiðkun og iðkun heimspekilegrar hugsunar fengju aukið vægi í menntakerfum framtíðarinnar, þar sem þessar greinar veita umfram aðrar greinar tengingu við eigin rödd og líkama.“ Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um líkamlega skynjun í nútímavæddum heimi.
29.12.2018 - 13:30
Við munum öll deyja
Etum, drekkum, og verum glöð því dauðinn er við næsta horn, líkt og verkið The Clock, eða Klukkan, eftir Christian Marclay minnir okkur á. Verkið minnir okkur líka á hversu hversdagslegur tíminn er orðinn í gangverki dagsins í dag, þrátt fyrir að vera kannski það dýrmætasta sem við eigum.
21.12.2018 - 13:44
Menningarefni · Myndlist · Pistlar · Tíminn · Jól · Klukkan · The Clock · Víðsjá · Pistill
Að ljóði munt þú verða – Steinunn Sigurðar
„Þetta er eitthvað sem ég hef ekki verið að yrkja áður, og ég held að það eigi við formið og líka innihaldið. Ég hugsa að þetta sé persónlegasta ljóðabókin mín,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um nýjustu ljóðabók sína, Að ljóði munt þú verða.
15.12.2018 - 12:30
Við erum alltaf að strjúka hluti
Ragnar Ísleifur Bragason skrifar um Hann og Hana, fólk sem er á röltinu, finnur rusl, fer í ísbúltura og strýkur hluti, hittist nokkrum árum síðar og deyr svo að lokum saman.
06.12.2018 - 13:59
Heklugjá - Ófeigur Sigurðsson
„Skáldsagnaformið er á tímamótum. Ég er kannski bjartsýnn og á skjön við skoðanir annara en ég held að skáldsagan sé að rísa upp úr brunarústum póstmódernismans,“ segir Ófeigur Sigurðsson í samtali um Heklugjá, sem er bók vikunnar á Rás1.
Hið heilaga orð – Sigríður Hagalín
„Mig langaði til þess að skrifa um tengsl fólks innan óhefðbundinna fjölskyldna og um ritmálið. Ég sagði útgefanda mínum að mig langaði til að skrifa spennusögu um lesblindu, en hún sagði að við þyrftum að finna aðra lýsingu. Þannig að þetta er fjölskyldudrama,“ segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, höfundur Hins heila orðs, sem er bók vikunnar á Rás1.
Þurfum að hlusta og kalla fólk til ábyrgðar
„Ég geng út frá því að það sé hlutverk okkar guðfræðinga að láta okkur þau mál varða sem eru efst á baugi í okkar samfélagi, og að gefa rödd, þeim sem vanalega hafa ekki rödd,“ segir Arnfríður Guðmundsdóttir, prestur og guðfræðiprófessor, en hún rannsakar nú áhrif metoo-byltingarinnar á guðfræðina.