Færslur: Viðreisn

Kallar eftir afstöðu Katrínar til kærumáls Lilju
„Það eru tíðindi að menntamálaráðherra ætli að höfða dómsmál á hendur konu sem gerði athugasemd við embættisfærslu hennar og taldi rétt sinn brotinn. Raunar liggur fyrir úrskurður þess efnis að svo hafi verið, að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög gagnvart konunni.“ Þetta skrifar Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar á Facebook-síðu sína. Hanna Katrín segist þar velta fyrir sér afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til málsins og hvort það hafi verið rætt í ríkisstjórn.
Myndskeið
Saka meirihlutann um að ritstýra áliti minnihlutans
Þingmenn Viðreisnar og aðrir þingmenn minnihlutans sökuðu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að ritskoða fyrirvara sem Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd gerði við stuðning sinn við nefndarálit um fjáraukalög.
23.06.2020 - 17:05
Sagði brot Lilju eitt af þeim verri sem hefði sést
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir ekki hægt að draga aðra ályktun af rökstuðningi kærunefndar jafnréttismála í máli menntamálaráðherra en að þetta hafi verið ásetningsbrot. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið jafnréttislög þegar hún réð Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í ráðuneytinu. Lilja upplýsti ráðherra ríkisstjórnarinnar um úrskurðinn á fundi í morgun.
02.06.2020 - 14:22
Gagnrýndu forsætisráðherra fyrir sinnuleysi í garð Nató
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður MIðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sóttu hart að forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag vegna frétta þess efnis að flokkur hennar hefði staðið gegn 12 til 18 milljarða uppbyggingu Nató í Helguvík. Forsætisráðherra vísaði gagnrýni formannanna á bug og sagði engar formlegar viðræður hafa átt sér stað um uppbygginguna.
Þorsteinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Þorsteinn hefur verið þingmaður Viðreisnar síðustu fjögur ár en tilkynnti í morgun að hann hafi sagt af sér þingmennskunni frá og með 14. apríl.
08.04.2020 - 10:22
Segir ákvörðunina hafa borið brátt að
Þorsteinn Víglundsson, sem hefur sagt af sér þingmennsku til að taka að sér verkefni á vettvangi atvinnulífsins, segir að ákvörðunin hafi borið brátt að og viðurkennir að hún hafi komið samstarfsmönnum hans í flokknum í opna skjöldu. Hann hræðist þó ekki þær áskoranir sem atvinnulífið stendur frammi fyrir á tímum kórónuveirufaraldursins.
08.04.2020 - 09:26
Saksóknari tekur sæti Þorsteins
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og sakskóknari hjá ríkissakskóknara, tekur þingsæti Þorsteins Víglundssonar fyrir Viðreisn eftir páska.
08.04.2020 - 08:59
Formaður Viðreisnar í sóttkví
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, er í sóttkví vegna COVID-19. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook. Þar segir Þorgerður Katrín frá því að hún og fjölskyldan séu öll komin í sóttkví, ásamt móður hennar sem er 93 ára gömul.
20.03.2020 - 22:21
Þingmaður í sóttkví
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er komin í sóttkví og ætlar að sinna nefndarstörfum á Alþingi næstu daga í gegnum fjarfundabúnað. Vinkona hennar, sem hún hitti nýlega, greindist með COVID-19 smit í gær og því eru Hanna Katrín og eiginkona hennar, Ragnhildur Sverrisdóttir, í sóttkví.
20.03.2020 - 19:57
Þrjú fyrirtæki styrktu Viðreisn um 400 þúsund
Um 85 prósent af framlögum sem stjórnmálaflokkurinn Viðreisn fékk á síðasta ári voru úr opinberum sjóðum. Flokkurinn fékk samtals 61 milljón króna í framlög I fyrra. Mest kom úr ríkissjóði, eða tæplega 44 milljónir króna og flokkurinn fékk tæpar sex milljónir frá Alþingi.
07.11.2019 - 07:37
Kastljós
Dregin í valdakapphlaup með óskýrum skilaboðum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að hún væri skítlogandi hrædd við að blanda viðskipta- og varnarmálum saman. Ríkisstjórnin hefði sent óskýr og misvísandi skilaboð við heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Með óskýrum skilaboðum ríkisstjórnarinnar værum við að sjá Ísland dragast inn í valdakapphlaup Kína og Bandaríkjanna. Betra væri að vera í samstarfi við þjóðir sem slái skjaldborg um ákveðin gildi sem þessar tvær þjóðir eru ekki með efst á blaði.
05.09.2019 - 20:57
Myndskeið
Segir stjórnina standa vörð um kyrrstöðu
Innihald stefnuræðu forsætisráðherra var rýrt, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns og þingmanns Viðreisnar. Hún sagði í umræðum eftir stefnuræðuna í kvöld að „brellumeistarar og umbúðameistarar“ stjórnarflokkanna hafi haft meira að segja en pólitískar hugsjónir og metnaður til umbóta.
12.09.2018 - 22:45
Viðtal
„Mín dagbók er svolítið opin“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að formlegar meirihlutaviðræður séu ekki hafnar í borginni en að óhætt sé að segja að þreifingar séu byrjaðar. Viðreisn er í oddastöðu í Reykjavík og mjög ólíklegt að meirihluti verði myndaður án flokksins. Þórdís telur að málin fari að skýrast á næstu dögum, hún sé ekki búin að bóka neina fundi. „Ekki eins og staðan er. Mín dagbók er svolítið opin.“
27.05.2018 - 19:30
Myndskeið
Hart sótt að borgarstjóra í oddvitaþætti
Hart var sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í kvöld í umræðu um húsnæðismál í fyrri umræðuþætti oddvita framboðanna í borginni. 
Meirihlutinn heldur í borginni
Sjö flokkar fá fulltrúa í borgarstjórn reynist niðurstöður sköðanakönnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is réttar. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata heldur velli samkvæmt könnuninni.
Átta flokkar fá borgarfulltrúa
Átta flokkar hljóta borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er með svipað fylgi í könnuninni og síðustu kosningum, tæp 32 prósent, og dugir það til þess að ná átta mönnum inn í borgarstjórn.
Leiðtogarnir vilja nær allir Sundabraut
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík vilja nær allir Sundabraut og stjórnarandstaðan er hlynnt einkaframkvæmd. Samgöngu- og skipulagsmál voru áberandi í leiðtogaumræðum í Gamla bíói í morgun.
Valdimar leiðir lista Viðreisnar í Mosfellsbæ
Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri, leiðir lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningum í vor. Lovísa Jónsdóttir, lögfræðingur er í öðru sæti og Ölvir Karlsson, lögfræðingur í því þriðja. Að listanum standa íbúar sem brenna fyrir því að bæta Mosfellsbæ og gera bæinn að fyrirmyndar bæjarfélagi, að því er segir í tilkynningu.
Viðreisn og Neslisti saman á Seltjarnarnesi
Þau Karl Pétur Jónsson og Hildigunnur Gunnarsdóttir leiða sameiginlegan lista Viðreisnar og Neslista á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosingunum í næsta mánuði. Listinn býður fram undir listabókstafnum N.
Jón Ingi efstur hjá Viðreisn
Jón Ingi Hákonarson, ráðgjafi í starfsendurhæfingu, leiðir lista Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði í vor. Framboðslistinn var kynntur í dag. Upphaflega var stefnt að sameiginlegu framboði Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði en ekkert varð af því vegna innbyrðis deilna í Bjartri framtíð.
Viðreisn býður fram sér í Hafnarfirði
Viðreisn býður fram eigin lista við sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði í vor. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn hafi átt mjög gott samstarf og samtal við fólk í Bjartri framtíð um sameiginlegt framboð. Að lokum hafi þó ekki orðið af því vegna deilna sem risið hafa innan Bjartrar framtíðar undir lok kjörtímabilsins. Þess í stað hafi verið ákveðið að bjóða fram C-lista Viðreisnar, meðal annars til að nýta tímann fram að kosningum vel.
Sameiginlegt framboð í uppnámi
Fyrirhugað sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði er í uppnámi eftir deilur innan Bjartrar framtíðar. Þetta segir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Hún segir að innan Bjartrar framtíðar sé fólk þreytt eftir átök og rugling, og að fulltrúar flokksins sem áttu að skipa annað og þriðja sæti á sameiginlegum framboðslista hafi dregið sig í hlé.
Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi forstjóri Gray Line á Íslandi, leiðir lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningunum í vor. Opinn félagsfundur flokksins samþykkti síðdegis í dag tillögu uppstillingarnefndar. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, skipar annað sæti listans.
Landsþingi Viðreisnar lokið
Landsþingi Viðreisnar lauk síðdegis í Reykjanesbæ. Í stjórnmálaályktun Viðreisnar segir að viðvörunarljós séu farin að loga á ný eftir hagfellda þróun efnahagsmála, og að ráðast þurfi í nauðsynlegar umbætur á peningastefnu í þágu heimila og fyrirtækja. Rót vandans sé óstöðug smámynt.
11.03.2018 - 18:55
Þorsteinn fékk 98,5 prósent í varaformanninn
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var kjörinn varaformaður flokksins á landsþingi hans í Reykjanesbæ í dag. Hann hlaut 98,5% atkvæða. Þorsteinn tekur við embættinu af Jónu Sólveigu Elínardóttur. Hún var kosin varaformaður á stofnfundi Viðreisnar en lýsti því yfir eftir að hún datt af þingi síðasta haust að hún myndi láta af störfum sem varaformaður.
11.03.2018 - 15:03