Færslur: Viðreisn

Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.
Guðmundur vill oddvitasæti Viðreisnar í Norðvestur
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, er genginn til liðs við Viðreisn. Hann hyggst sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem þekkir mig að hjartað er í norðvestri. Þar er fólkið mitt og þar skil ég tungumálið og viðfangsefnin,” segir Guðmundur. Viðreisn stillir upp á lista sína eftir áramót.
„Hótanir“ og „blekkingar“ – en ósammála um hvað gerðist
Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar sem sat á þingi þegar atkvæðagreiðslan um tillögu Sigríðar Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, um dómara við Landsrétt fór fram, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hótað stjórnarslitum yrði tillagan ekki samþykkt. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kannast ekki við hótanir en segir dómsmálaráðherra hafa blekkt þingið. Atkvæðagreiðslan fór fram þann 1. júní árið 2017.
02.12.2020 - 12:48
Skylda að styðja við afreksfólk í íþróttum
Það er skylda okkar að styðja við íslenskt afreksfólk í íþróttum, segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, enda árangur þeirra á síðustu árum frábær. Afrek karlalandsliðsins í knattspyrnu hafi hrifið alla heimsbyggðina þótt þeir hafi verið svo nálægt sigri í gærkvöld. Örþjóð eins og Ísland þarf sérstaklega á slíkri samfelldri stefnu að halda. 
13.11.2020 - 16:21
Logi segir forsætisráðherra hafa mistekist
Leið forsætisráðherra, um samvinnu við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um stjórnarskrána, hefur mistekist. Þetta segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Hann spáir langmestum átökum á þingi um auðlindaákvæðið. 
Leggja fram frumvarp um jafnt atkvæðavægi
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp um jafnt atkvæðavægi á milli kjördæma. Í greinargerð frumvarpsins segja þingmennirnir að ekki sé hægt að byggja upp réttlátt samfélag á meðan misskipting sé í kosningakerfinu. „Einn einstaklingur eitt atkvæði er sjálfsögð krafa í nútímalegu lýðræðissamfélagi,“ segir þar.
14.10.2020 - 13:12
Mikil vonbrigði að lesa um golfhring Þorgerðar
Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið mikil vonbrigði að lesa fréttir um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar hafi farið svig við tilmæli sóttvarnaryfirvalda og spilað golf í Hveragerði. Þingmenn á landsbyggðinni leggi mikið á sig til að sinna störfum sínum í breyttu landslagi.
12.10.2020 - 14:13
Biðst afsökunar á að hafa farið í golf í Hveragerði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spilaði golf á golfvellinum í Hveragerði í dag í trássi við tilmæli Golfsambands Íslands og Golfklúbbs Hveragerðis. Mbl.is greinir frá þessu.
Segist undrandi á skilaboðum landbúnaðarráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður, segir ummæli landbúnaðarráðherra vanta veruleikatengingu og að hann virðist ekki hafa áhyggjur af því að íslenskir bændur hafi hvað slökustu kjörin innan Evrópu.
Þorgerður Katrín ein í framboði til formanns Viðreisnar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ein í framboði til formanns flokksins. Fyrri hluti landsþings Viðreisnar verður haldinn í Hörpu á föstudag og framboðsfrestur til formanns, stjórnar og formanna málefnanefnda rann út á hádegi í dag.
23.09.2020 - 12:55
Viðreisn heldur landsþingi til streitu en kosið rafrænt
Landsþing Viðreisnar fer fram í Silfurbergi í Hörpu á föstudag, en mikil áhersla verður lögð á streymi frá þinginu til þess að forðast það að fólk safnist of mikið saman.
22.09.2020 - 16:45
Benedikt sækist eftir oddvitasæti á suðvesturhorninu
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi formaður Viðeisnar, hefur ákveðið að sækjast eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar á suðvesturhorninu fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Benedikt vildi ekki greina frá hvar hann sæktist eftir oddvitasæti; hvort það yrði í Suðvesturkjördæmi þar sem fyrir er formaður flokksins eða í öðru Reykjavíkurkjördæmanna.
14.09.2020 - 13:10
 · Innlent · Stjórnmál · Viðreisn
Vilja flýta aðgerðum og bregðast strax við samdrætti
Viðreisn vill bregðast strax við samdrætti og flýta aðgerðum til að takast á við efnahagsvandann sem Kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Útlit sé fyrir að niðursveiflan verði tímabundin og skammvinn og aðgerðir þurfi að miða að því. 
03.09.2020 - 13:47
Kallar eftir afstöðu Katrínar til kærumáls Lilju
„Það eru tíðindi að menntamálaráðherra ætli að höfða dómsmál á hendur konu sem gerði athugasemd við embættisfærslu hennar og taldi rétt sinn brotinn. Raunar liggur fyrir úrskurður þess efnis að svo hafi verið, að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög gagnvart konunni.“ Þetta skrifar Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar á Facebook-síðu sína. Hanna Katrín segist þar velta fyrir sér afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til málsins og hvort það hafi verið rætt í ríkisstjórn.
Myndskeið
Saka meirihlutann um að ritstýra áliti minnihlutans
Þingmenn Viðreisnar og aðrir þingmenn minnihlutans sökuðu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að ritskoða fyrirvara sem Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd gerði við stuðning sinn við nefndarálit um fjáraukalög.
23.06.2020 - 17:05
Sagði brot Lilju eitt af þeim verri sem hefði sést
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir ekki hægt að draga aðra ályktun af rökstuðningi kærunefndar jafnréttismála í máli menntamálaráðherra en að þetta hafi verið ásetningsbrot. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið jafnréttislög þegar hún réð Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í ráðuneytinu. Lilja upplýsti ráðherra ríkisstjórnarinnar um úrskurðinn á fundi í morgun.
02.06.2020 - 14:22
Gagnrýndu forsætisráðherra fyrir sinnuleysi í garð Nató
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður MIðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sóttu hart að forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag vegna frétta þess efnis að flokkur hennar hefði staðið gegn 12 til 18 milljarða uppbyggingu Nató í Helguvík. Forsætisráðherra vísaði gagnrýni formannanna á bug og sagði engar formlegar viðræður hafa átt sér stað um uppbygginguna.
Þorsteinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Þorsteinn hefur verið þingmaður Viðreisnar síðustu fjögur ár en tilkynnti í morgun að hann hafi sagt af sér þingmennskunni frá og með 14. apríl.
08.04.2020 - 10:22
Segir ákvörðunina hafa borið brátt að
Þorsteinn Víglundsson, sem hefur sagt af sér þingmennsku til að taka að sér verkefni á vettvangi atvinnulífsins, segir að ákvörðunin hafi borið brátt að og viðurkennir að hún hafi komið samstarfsmönnum hans í flokknum í opna skjöldu. Hann hræðist þó ekki þær áskoranir sem atvinnulífið stendur frammi fyrir á tímum kórónuveirufaraldursins.
08.04.2020 - 09:26
Saksóknari tekur sæti Þorsteins
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og sakskóknari hjá ríkissakskóknara, tekur þingsæti Þorsteins Víglundssonar fyrir Viðreisn eftir páska.
08.04.2020 - 08:59
Formaður Viðreisnar í sóttkví
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, er í sóttkví vegna COVID-19. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook. Þar segir Þorgerður Katrín frá því að hún og fjölskyldan séu öll komin í sóttkví, ásamt móður hennar sem er 93 ára gömul.
20.03.2020 - 22:21
Þingmaður í sóttkví
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er komin í sóttkví og ætlar að sinna nefndarstörfum á Alþingi næstu daga í gegnum fjarfundabúnað. Vinkona hennar, sem hún hitti nýlega, greindist með COVID-19 smit í gær og því eru Hanna Katrín og eiginkona hennar, Ragnhildur Sverrisdóttir, í sóttkví.
20.03.2020 - 19:57
Þrjú fyrirtæki styrktu Viðreisn um 400 þúsund
Um 85 prósent af framlögum sem stjórnmálaflokkurinn Viðreisn fékk á síðasta ári voru úr opinberum sjóðum. Flokkurinn fékk samtals 61 milljón króna í framlög I fyrra. Mest kom úr ríkissjóði, eða tæplega 44 milljónir króna og flokkurinn fékk tæpar sex milljónir frá Alþingi.
07.11.2019 - 07:37
Kastljós
Dregin í valdakapphlaup með óskýrum skilaboðum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að hún væri skítlogandi hrædd við að blanda viðskipta- og varnarmálum saman. Ríkisstjórnin hefði sent óskýr og misvísandi skilaboð við heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Með óskýrum skilaboðum ríkisstjórnarinnar værum við að sjá Ísland dragast inn í valdakapphlaup Kína og Bandaríkjanna. Betra væri að vera í samstarfi við þjóðir sem slái skjaldborg um ákveðin gildi sem þessar tvær þjóðir eru ekki með efst á blaði.
05.09.2019 - 20:57
Myndskeið
Segir stjórnina standa vörð um kyrrstöðu
Innihald stefnuræðu forsætisráðherra var rýrt, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns og þingmanns Viðreisnar. Hún sagði í umræðum eftir stefnuræðuna í kvöld að „brellumeistarar og umbúðameistarar“ stjórnarflokkanna hafi haft meira að segja en pólitískar hugsjónir og metnaður til umbóta.
12.09.2018 - 22:45