Færslur: Viðreisn

Myndskeið
Telur að þingmeirihluti sé fyrir sóttkvíarhótelskyldu
Samfylkingin leggur fram frumvarp sem felur í sér að unnt sé að skylda alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins. Flestir stjórnarandstöðuflokkar eru hlynntir málinu. Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að breyta lögum en núna sé verið að leggja mat á stöðuna. Formaður Samfylkingarinnar er bjartsýnn á að meirihluti þingmanna samþykki frumvarpið.
Eiríkur og Sigríður leiða lista Viðreisnar í Norðaustur
Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, verður efsti maður á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti verður Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Uppstillinganefnd Viðreisnar í kjördæminu er enn að störfum og verður listi yfir frambjóðendur kynntur síðar.
03.04.2021 - 11:36
Guðmundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi
Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum Viðreisnar fyrir stuttu.
23.03.2021 - 10:30
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Þorbjörg og Hanna Katrín vilja leiða Reykjavíkurlistana
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður sækist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningar í haust. Þorbjörg Sigríður tók sæti sem aðalmaður á Alþingi í apríl í fyrra þegar Þorsteinn Víglundsson, þáverandi varaformaður Viðreisnar, sagði af sér þingmennsku.
11.02.2021 - 14:29
Viðreisn ætlar að stilla upp í Norðvesturkjördæmi
Stillt verður upp á framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Þetta er fimmta kjördæmið þar sem ákveðið er að raða á lista Viðreisnar með þessum hætti, en ákvörðun um aðferð hefur ekki verið tekin í Norðausturkjördæmi.
Viðreisn stillir upp framboðslistum í fjórum kjördæmum
Þrjú landshlutaráð Viðreisnar af fimm, í Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi, hafa tekið ákvörðun um að stilla upp framboðslistum fyrir Alþingiskosningar í haust. Jenný Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir í samtali við fréttastofu að uppstillingarnefndir hafi verið skipaðar í kjördæmunum fjórum og að nú sé vinna þeirra hafin. Sumar þeirra eigi fyrsta fund á allra næstu dögum en ekki sé búið að ákveða hvenær framboðslistar þurfa að liggja fyrir.
08.02.2021 - 17:49
Viðtal
Ríkislögreglustjóri fundar um skotárásir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í næstu viku um öryggismál í kjölfar skotárása á húsnæði flokkanna.Hún segir alla verða að sameinast um að vinna gegn hatursorðræðu. 
Fordæma að skotið hafi verið á bíl fjölskyldu Dags
Ofbeldi í orði getur fljótt breyst í ofbeldi á borði, eins og þekkt er frá öðrum lýðræðisríkjum. Við þurfum að geta verið ósammála um leiðir, án þess að það skipti okkur í lið vina og óvina, okkur og ykkur. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að stemma stigu við hatursfullri umræðu strax og hennar verður vart. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Viðreisnar sem send var vegna skotárása á bifreið fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og á skrifstofur stjórnmálaflokka.
Vilja banna afneitun helfararinnar
Þingflokkur Samfylkingarinnar, Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, hafa lagt fram frumvarp um refsinæmi þess að afneita þjóðarmorði þýskra nasista. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
19.01.2021 - 14:41
Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.
Guðmundur vill oddvitasæti Viðreisnar í Norðvestur
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, er genginn til liðs við Viðreisn. Hann hyggst sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem þekkir mig að hjartað er í norðvestri. Þar er fólkið mitt og þar skil ég tungumálið og viðfangsefnin,” segir Guðmundur. Viðreisn stillir upp á lista sína eftir áramót.
„Hótanir“ og „blekkingar“ – en ósammála um hvað gerðist
Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar sem sat á þingi þegar atkvæðagreiðslan um tillögu Sigríðar Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, um dómara við Landsrétt fór fram, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hótað stjórnarslitum yrði tillagan ekki samþykkt. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kannast ekki við hótanir en segir dómsmálaráðherra hafa blekkt þingið. Atkvæðagreiðslan fór fram þann 1. júní árið 2017.
02.12.2020 - 12:48
Skylda að styðja við afreksfólk í íþróttum
Það er skylda okkar að styðja við íslenskt afreksfólk í íþróttum, segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, enda árangur þeirra á síðustu árum frábær. Afrek karlalandsliðsins í knattspyrnu hafi hrifið alla heimsbyggðina þótt þeir hafi verið svo nálægt sigri í gærkvöld. Örþjóð eins og Ísland þarf sérstaklega á slíkri samfelldri stefnu að halda. 
13.11.2020 - 16:21
Logi segir forsætisráðherra hafa mistekist
Leið forsætisráðherra, um samvinnu við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um stjórnarskrána, hefur mistekist. Þetta segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Hann spáir langmestum átökum á þingi um auðlindaákvæðið. 
Leggja fram frumvarp um jafnt atkvæðavægi
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp um jafnt atkvæðavægi á milli kjördæma. Í greinargerð frumvarpsins segja þingmennirnir að ekki sé hægt að byggja upp réttlátt samfélag á meðan misskipting sé í kosningakerfinu. „Einn einstaklingur eitt atkvæði er sjálfsögð krafa í nútímalegu lýðræðissamfélagi,“ segir þar.
14.10.2020 - 13:12
Mikil vonbrigði að lesa um golfhring Þorgerðar
Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið mikil vonbrigði að lesa fréttir um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar hafi farið svig við tilmæli sóttvarnaryfirvalda og spilað golf í Hveragerði. Þingmenn á landsbyggðinni leggi mikið á sig til að sinna störfum sínum í breyttu landslagi.
12.10.2020 - 14:13
Biðst afsökunar á að hafa farið í golf í Hveragerði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, spilaði golf á golfvellinum í Hveragerði í dag í trássi við tilmæli Golfsambands Íslands og Golfklúbbs Hveragerðis. Mbl.is greinir frá þessu.
Segist undrandi á skilaboðum landbúnaðarráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður, segir ummæli landbúnaðarráðherra vanta veruleikatengingu og að hann virðist ekki hafa áhyggjur af því að íslenskir bændur hafi hvað slökustu kjörin innan Evrópu.
Þorgerður Katrín ein í framboði til formanns Viðreisnar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ein í framboði til formanns flokksins. Fyrri hluti landsþings Viðreisnar verður haldinn í Hörpu á föstudag og framboðsfrestur til formanns, stjórnar og formanna málefnanefnda rann út á hádegi í dag.
23.09.2020 - 12:55
Viðreisn heldur landsþingi til streitu en kosið rafrænt
Landsþing Viðreisnar fer fram í Silfurbergi í Hörpu á föstudag, en mikil áhersla verður lögð á streymi frá þinginu til þess að forðast það að fólk safnist of mikið saman.
22.09.2020 - 16:45
Benedikt sækist eftir oddvitasæti á suðvesturhorninu
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi formaður Viðeisnar, hefur ákveðið að sækjast eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar á suðvesturhorninu fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Benedikt vildi ekki greina frá hvar hann sæktist eftir oddvitasæti; hvort það yrði í Suðvesturkjördæmi þar sem fyrir er formaður flokksins eða í öðru Reykjavíkurkjördæmanna.
14.09.2020 - 13:10
 · Innlent · Stjórnmál · Viðreisn
Vilja flýta aðgerðum og bregðast strax við samdrætti
Viðreisn vill bregðast strax við samdrætti og flýta aðgerðum til að takast á við efnahagsvandann sem Kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Útlit sé fyrir að niðursveiflan verði tímabundin og skammvinn og aðgerðir þurfi að miða að því. 
03.09.2020 - 13:47
Kallar eftir afstöðu Katrínar til kærumáls Lilju
„Það eru tíðindi að menntamálaráðherra ætli að höfða dómsmál á hendur konu sem gerði athugasemd við embættisfærslu hennar og taldi rétt sinn brotinn. Raunar liggur fyrir úrskurður þess efnis að svo hafi verið, að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög gagnvart konunni.“ Þetta skrifar Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar á Facebook-síðu sína. Hanna Katrín segist þar velta fyrir sér afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til málsins og hvort það hafi verið rætt í ríkisstjórn.