Færslur: Viðreisn

Málfundafélag Benedikts rennur inn í Viðreisn
Stjórn Viðreisnar hefur samþykkt tillögur til breytinga á reglum um innra starf flokksins. Þá hefur nýstofnaða málfundafélagið Endurreisn verið tekið inn í Viðreisn og telst nú félag innan flokksins en formaður félagsins er Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður og einn stofnandi Viðreisnar.
26.07.2021 - 10:42
Benedikt biður Jón Steindór afsökunar
Benedikt Jóhannesson, fyrrum ráðherra og formaður Viðreisnar, hefur sett fram afsökunarbeiðni til Jóns Steindórs Valdimarssonar í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni. Hún kemur í kjölfar orða Jóns Steindórs á sama vettvangi þar sem hann harmar ummæli Benedikts um störf uppstillingarnefndar Viðreisnar.
Vonar að eiginhagsmunir Benedikts blindi honum ekki sýn
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því í ítarlegri stöðufærslu á Facebook að Benedikt Jóhannesson lýsi yfir fullum stuðningi við flokkinn fyrir komandi kosningar til alþingis. Ellegar óttist hann að Benedikt láti eigin hagsmuni blinda sér sýn.
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Tillaga um jöfnun atkvæðavægis felld
Tillaga Viðreisnar,Samfylkingarinnar og Pírata um jöfnun atkvæðavægis milli kjördæma var felld á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart en vonbrigðin séu engu að síður til staðar.
12.06.2021 - 22:36
Guðmundur leiðir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi
Viðreisn hefur tilkynnt framboðslista í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Guðmundur Gunnarsson fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði leiðir lista Viðreisnar.    „Við teflum fram ungu og öflugu hugsjónafólki í bland við reynslubolta; fólki sem hefur ástríðu fyrir svæðinu og íbúum þess,“ er haft eftir oddvitanum í tilkynningu Viðreisnar. 
Þorgerður Katrín og Sigmar í efstu sætum hjá Viðreisn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er í efsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningum í haust. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í öðru sæti.
27.05.2021 - 13:19
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður oddvitar í Reykjavík
Viðreisn kynnti í morgun framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust eftir uppstillingu. Þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verða oddvitar flokksins í kjördæmunum; Hanna Katrín í Reykjavík suður og Þorbjörg í norður.
26.05.2021 - 07:46
Sjónvarpsfrétt
Þingmenn úr flestum flokkum ætla að kveðja þingið
Að minnsta kosti þrettán Alþingismenn, tvær konur og ellefu karlar, ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingstarfa í komandi kosningum. Hlutfallið er hæst hjá Pírötum þar sem nær helmingur sitjandi þingmanna flokksins ætlar að hætta eftir kjörtímabilið.
Fyrrverandi fjármálaráðherra boðið neðsta sætið
Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi fjármálaráðherra og einum af stofnendum Viðreisnar, var boðið neðsta sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann afþakkaði það. Benedikt bauð sig fram í oddvitasæti á einhverjum lista flokksins á suðvesturhorninu.
Kastljós
Ólíkar áherslur varðandi lækkun hámarkshraða í borginni
Meirihlutinn í Reykjavík hefur samþykkt að lækka hámarkshraða víða í borginni niður í 30 til 40 kílómetra á klukkustund. Umferðaröryggi eru helstu rökin fyrir lækkun hámarkshraðans. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar tókust á um þessi mál í Kastljósi kvöldsins.
Listi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi liggur fyrir
Viðreisn hefur birt framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og Fljótsdalshéraði, skipar efsta sæti listans. Næst á lista eru Sigríður Ólafsdóttir mannauðsráðgjafi og Ingvar Þóroddsson nemi.
Myndskeið
Telur að þingmeirihluti sé fyrir sóttkvíarhótelskyldu
Samfylkingin leggur fram frumvarp sem felur í sér að unnt sé að skylda alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins. Flestir stjórnarandstöðuflokkar eru hlynntir málinu. Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að breyta lögum en núna sé verið að leggja mat á stöðuna. Formaður Samfylkingarinnar er bjartsýnn á að meirihluti þingmanna samþykki frumvarpið.
Eiríkur og Sigríður leiða lista Viðreisnar í Norðaustur
Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, verður efsti maður á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti verður Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Uppstillinganefnd Viðreisnar í kjördæminu er enn að störfum og verður listi yfir frambjóðendur kynntur síðar.
03.04.2021 - 11:36
Guðmundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi
Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum Viðreisnar fyrir stuttu.
23.03.2021 - 10:30
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Þorbjörg og Hanna Katrín vilja leiða Reykjavíkurlistana
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður sækist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningar í haust. Þorbjörg Sigríður tók sæti sem aðalmaður á Alþingi í apríl í fyrra þegar Þorsteinn Víglundsson, þáverandi varaformaður Viðreisnar, sagði af sér þingmennsku.
11.02.2021 - 14:29
Viðreisn ætlar að stilla upp í Norðvesturkjördæmi
Stillt verður upp á framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Þetta er fimmta kjördæmið þar sem ákveðið er að raða á lista Viðreisnar með þessum hætti, en ákvörðun um aðferð hefur ekki verið tekin í Norðausturkjördæmi.
Viðreisn stillir upp framboðslistum í fjórum kjördæmum
Þrjú landshlutaráð Viðreisnar af fimm, í Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi, hafa tekið ákvörðun um að stilla upp framboðslistum fyrir Alþingiskosningar í haust. Jenný Guðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir í samtali við fréttastofu að uppstillingarnefndir hafi verið skipaðar í kjördæmunum fjórum og að nú sé vinna þeirra hafin. Sumar þeirra eigi fyrsta fund á allra næstu dögum en ekki sé búið að ákveða hvenær framboðslistar þurfa að liggja fyrir.
08.02.2021 - 17:49
Viðtal
Ríkislögreglustjóri fundar um skotárásir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í næstu viku um öryggismál í kjölfar skotárása á húsnæði flokkanna.Hún segir alla verða að sameinast um að vinna gegn hatursorðræðu. 
Fordæma að skotið hafi verið á bíl fjölskyldu Dags
Ofbeldi í orði getur fljótt breyst í ofbeldi á borði, eins og þekkt er frá öðrum lýðræðisríkjum. Við þurfum að geta verið ósammála um leiðir, án þess að það skipti okkur í lið vina og óvina, okkur og ykkur. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að stemma stigu við hatursfullri umræðu strax og hennar verður vart. Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Viðreisnar sem send var vegna skotárása á bifreið fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og á skrifstofur stjórnmálaflokka.
Vilja banna afneitun helfararinnar
Þingflokkur Samfylkingarinnar, Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, hafa lagt fram frumvarp um refsinæmi þess að afneita þjóðarmorði þýskra nasista. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
19.01.2021 - 14:41
Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.
Guðmundur vill oddvitasæti Viðreisnar í Norðvestur
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, er genginn til liðs við Viðreisn. Hann hyggst sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem þekkir mig að hjartað er í norðvestri. Þar er fólkið mitt og þar skil ég tungumálið og viðfangsefnin,” segir Guðmundur. Viðreisn stillir upp á lista sína eftir áramót.