Færslur: Viðreisn

Finnst skýringar yfirkjörstjórnar ekki halda vatni
Guðmundur Gunnarsson, oddviti framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir greinilegt það þurfi að kanna betur hverskyns mistök hafi orðið í talningu atkvæða í hans kjördæmi. Samkvæmt niðurstöðum kosninganna, eins og þær voru tilkynntar í morgun, var Guðmundur inni á þingi sem jöfnunarþingmaður, en eftir endurtalningu í dag kemst hann ekki á þing.
Vill lækka kostnað heimilanna og vinna gegn loftslagsvá
Viðreisn vill lækka kostnað heimilanna, vinna gegn loftslagsvánni með nýsköpun, gera gangskör að bættri heilbrigðisþjónustu með fleiri rekstrarformum og stokka upp kvótakerfið. Viðreisn telur unnt að lækka kostnað meðalheimilis um 72 þúsund krónur á mánuði með því að tengja krónuna.
22.09.2021 - 20:11
72 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á mánuði
Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru. Aðgerðin stuðli að hagvexti á sama tíma og hún auki stöðugleika ríkissjóðs. Viðreisn kynnti áherslur sínar og stefnumál á fundi í dag.
Segir auðlindaákvæðið sorglegt klúður
„Fuglabjarg er samfélag ólíkra tegunda þar sem allt snýst um lífsafkomu og öryggi. Hávaðinn getur verið mikill og það getur verið erfitt að greina á milli fuglahljóða. Kannski má líkja þessu við þá stemningu sem verður í samfélaginu næstu fjórar vikurnar; ólíkir flokkar og frambjóðendur að tala hátt og mikið; mest um lífsafkomu og öryggi. “ Með þessum orðum hófst ávarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar á landsfundi flokksins í dag.
Mikið um að vera í dag í aðdraganda alþingiskosninga
Það verður mikið um að vera í pólitíkinni í dag. Vinstri græn halda seinni landsfund rafrænan og flytur Katrín Jakobsdóttir formaður og forsætisráðherra ávarp fyrir hádegi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur stefnumótunarfund formanna og flokksráðs, og Viðreisn heldur seinni hluta landsþings líka í dag.
Myndskeið
Segir skýrsluna sýna svigrúm til hærri veiðigjalda
Þingmaður Viðreisnar segir mörgu ósvarað í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðarfélaga í ótengdum rekstri. Hún segir skýrsluna sýna að stórútgerðin geti greitt mun hærri veiðigjöld.
Sterk vísbending um mikið fé sjávarútvegsfyrirtækja
Ný skýrsla sjávarútvegsráðherra um fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja í óskyldum rekstri er sterk vísbending um þá miklu fjármuni sem fyrirtækin hafa úr að spila. Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Hún fagnar því að skýrslan, sem hún óskaði eftir, sé komin út. Hún svari þó ekki þeim spurningum sem settar hafi verið fram. 
Málfundafélag Benedikts rennur inn í Viðreisn
Stjórn Viðreisnar hefur samþykkt tillögur til breytinga á reglum um innra starf flokksins. Þá hefur nýstofnaða málfundafélagið Endurreisn verið tekið inn í Viðreisn og telst nú félag innan flokksins en formaður félagsins er Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður og einn stofnandi Viðreisnar.
26.07.2021 - 10:42
Benedikt biður Jón Steindór afsökunar
Benedikt Jóhannesson, fyrrum ráðherra og formaður Viðreisnar, hefur sett fram afsökunarbeiðni til Jóns Steindórs Valdimarssonar í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni. Hún kemur í kjölfar orða Jóns Steindórs á sama vettvangi þar sem hann harmar ummæli Benedikts um störf uppstillingarnefndar Viðreisnar.
Vonar að eiginhagsmunir Benedikts blindi honum ekki sýn
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því í ítarlegri stöðufærslu á Facebook að Benedikt Jóhannesson lýsi yfir fullum stuðningi við flokkinn fyrir komandi kosningar til alþingis. Ellegar óttist hann að Benedikt láti eigin hagsmuni blinda sér sýn.
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Tillaga um jöfnun atkvæðavægis felld
Tillaga Viðreisnar,Samfylkingarinnar og Pírata um jöfnun atkvæðavægis milli kjördæma var felld á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart en vonbrigðin séu engu að síður til staðar.
12.06.2021 - 22:36
Guðmundur leiðir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi
Viðreisn hefur tilkynnt framboðslista í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Guðmundur Gunnarsson fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði leiðir lista Viðreisnar.    „Við teflum fram ungu og öflugu hugsjónafólki í bland við reynslubolta; fólki sem hefur ástríðu fyrir svæðinu og íbúum þess,“ er haft eftir oddvitanum í tilkynningu Viðreisnar. 
Þorgerður Katrín og Sigmar í efstu sætum hjá Viðreisn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er í efsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningum í haust. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í öðru sæti.
27.05.2021 - 13:19
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður oddvitar í Reykjavík
Viðreisn kynnti í morgun framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust eftir uppstillingu. Þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verða oddvitar flokksins í kjördæmunum; Hanna Katrín í Reykjavík suður og Þorbjörg í norður.
26.05.2021 - 07:46
Sjónvarpsfrétt
Þingmenn úr flestum flokkum ætla að kveðja þingið
Að minnsta kosti þrettán Alþingismenn, tvær konur og ellefu karlar, ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingstarfa í komandi kosningum. Hlutfallið er hæst hjá Pírötum þar sem nær helmingur sitjandi þingmanna flokksins ætlar að hætta eftir kjörtímabilið.
Fyrrverandi fjármálaráðherra boðið neðsta sætið
Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi fjármálaráðherra og einum af stofnendum Viðreisnar, var boðið neðsta sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann afþakkaði það. Benedikt bauð sig fram í oddvitasæti á einhverjum lista flokksins á suðvesturhorninu.
Kastljós
Ólíkar áherslur varðandi lækkun hámarkshraða í borginni
Meirihlutinn í Reykjavík hefur samþykkt að lækka hámarkshraða víða í borginni niður í 30 til 40 kílómetra á klukkustund. Umferðaröryggi eru helstu rökin fyrir lækkun hámarkshraðans. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar tókust á um þessi mál í Kastljósi kvöldsins.
Listi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi liggur fyrir
Viðreisn hefur birt framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og Fljótsdalshéraði, skipar efsta sæti listans. Næst á lista eru Sigríður Ólafsdóttir mannauðsráðgjafi og Ingvar Þóroddsson nemi.
Myndskeið
Telur að þingmeirihluti sé fyrir sóttkvíarhótelskyldu
Samfylkingin leggur fram frumvarp sem felur í sér að unnt sé að skylda alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins. Flestir stjórnarandstöðuflokkar eru hlynntir málinu. Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að breyta lögum en núna sé verið að leggja mat á stöðuna. Formaður Samfylkingarinnar er bjartsýnn á að meirihluti þingmanna samþykki frumvarpið.
Eiríkur og Sigríður leiða lista Viðreisnar í Norðaustur
Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, verður efsti maður á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti verður Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Uppstillinganefnd Viðreisnar í kjördæminu er enn að störfum og verður listi yfir frambjóðendur kynntur síðar.
03.04.2021 - 11:36
Guðmundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi
Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, mun leiða lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum Viðreisnar fyrir stuttu.
23.03.2021 - 10:30
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Þorbjörg og Hanna Katrín vilja leiða Reykjavíkurlistana
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður sækist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningar í haust. Þorbjörg Sigríður tók sæti sem aðalmaður á Alþingi í apríl í fyrra þegar Þorsteinn Víglundsson, þáverandi varaformaður Viðreisnar, sagði af sér þingmennsku.
11.02.2021 - 14:29