Færslur: Viðreisn

Stærsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn biðu sinn versta ósigur í Reykjavík í sögunni á sama tíma og Framsóknarflokkurinn og Píratar vinna sinn stærsta sigur.
Framsókn bætir mestu við sig á landsvísu
Enginn flokkur vann jafn mikið á í sveitarstjórnarkosningunum í gær og Framsóknarflokkurinn. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum og fékk 22 fleiri fulltrúa kjörna nú en fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn töpuðu öll sveitarstjórnarsætum milli ára. Sjálfstæðisflokkurinn á sem fyrr langflesta kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.
Myndband
Margar dyr opnar í meirihlutaviðræðum
Oddvitar flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn lýstu allir vilja á að komast í meirihlutasamstarf í umræðum í sjónvarpssal en voru misjafnlega opinskáir um hvert væri óskasamstarfið. Oddviti Framsóknarflokksins sagðist engan hafa rætt við um hugsanlegt samstarf. Forystumenn núverandi meirihluta lýstu áhuga á að halda því samstarfi áfram í einhverri mynd og oddviti Sósíalista kallaði eftir félagshyggjustjórn vinstrimanna.
Skoðanakönnun
Miklar sveiflur í fylgi flokka og ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir umtalsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Þeir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.
Sjónvarpsfrétt
Viðreisn kynnir stefnumál í borginni
Viðreisn stefnir á að leikskólar verði að hluta gjaldfrjálsir og að stærri vinnustaðir geti í framtíðinni rekið þá sjálfir. Þá verði Reykjavíkurborg rekin án halla frá miðju næsta kjörtímabili.
26.04.2022 - 09:15
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Viðtöl
Gagnrýna fjármálaáætlun harðlega
Stjórnarandstaðan fer hörðum orðum um fjármálaáætlun og finnst hún óraunhæf og ekki styðja nærilega við heimilin og velferð.
Þórdís leiðir lista Viðreisnar í borginni
Framboðslisti Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík var staðfestur í gær á fundi Reykjavíkurráðs Viðreisnar. Sæti í ráðinu eiga allir meðlimir Viðreisnar búsettir í Reykjavík.
Smitin tengd Alþingi orðin ellefu
María Rut Kristinsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar og aðstoðarmaður flokksformannsins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, hefur greinst með kórónuveiruna. Hún er sú ellefta sem greinist í tengslum við hópsmitið á Alþingi. Nú hafa þá sex þingmenn, einn varaþingmaður og fjórir starfsmenn greinst smitaðir.
Viðreisn segir skilið við Garðabæjarlistann
Viðreisn í Garðabæ hefur gefið út þau munu bjóða fram eigin framboðslista í komandi sveitastjórnarkosningum. Þar með skilja þau sig frá framboði Garðabæjarlistans sem kosinn var 2018, þá með fulltrúum frá Viðreisn, Samfylkingu, Vinstri Grænum og Bjartri framtíð.
13.12.2021 - 23:09
Viðtöl
Falleg orð soðin í innihaldslausan graut
Þó ýmislegt gott sé að finna í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar eru leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna sammála um að í umbúðunum sé takmarkað innihald. „Þetta er algjörlega viðbúin froða,“ segir Halldóra Mogensen þingmaður Pírata. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telja bæði að Vinstri græn hafi veikt stöðu sína í ríkisstjórninni.
„Hvar hefur þjóðaröryggisráð verið síðastliðin 2 ár?“
Stjórnarandstaðan krefst þess að ítarlegri umræða verði um fyrirhugaða sölu á dótturfyrirtæki Símans, Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Formaður Viðreisnar hefur óskað eftir að forsætisráðherra hitti formenn allra flokka til að ræða málið. Hún furðar sig á að ríkisstjórnin og þjóðaröryggisráð hafi ekki verið búin að bregðast fyrr við fyrirhugaðri sölu á fyrirtækinu. „Og ég spyr einfaldlega: hvar er Þjóðaröryggisráð búið að vera síðastliðin tvö ár?,“ spyr Þorgerður Katrín.
19.10.2021 - 13:35
Finnst skýringar yfirkjörstjórnar ekki halda vatni
Guðmundur Gunnarsson, oddviti framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir greinilegt það þurfi að kanna betur hverskyns mistök hafi orðið í talningu atkvæða í hans kjördæmi. Samkvæmt niðurstöðum kosninganna, eins og þær voru tilkynntar í morgun, var Guðmundur inni á þingi sem jöfnunarþingmaður, en eftir endurtalningu í dag kemst hann ekki á þing.
Vill lækka kostnað heimilanna og vinna gegn loftslagsvá
Viðreisn vill lækka kostnað heimilanna, vinna gegn loftslagsvánni með nýsköpun, gera gangskör að bættri heilbrigðisþjónustu með fleiri rekstrarformum og stokka upp kvótakerfið. Viðreisn telur unnt að lækka kostnað meðalheimilis um 72 þúsund krónur á mánuði með því að tengja krónuna.
22.09.2021 - 20:11
72 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á mánuði
Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru. Aðgerðin stuðli að hagvexti á sama tíma og hún auki stöðugleika ríkissjóðs. Viðreisn kynnti áherslur sínar og stefnumál á fundi í dag.
Segir auðlindaákvæðið sorglegt klúður
„Fuglabjarg er samfélag ólíkra tegunda þar sem allt snýst um lífsafkomu og öryggi. Hávaðinn getur verið mikill og það getur verið erfitt að greina á milli fuglahljóða. Kannski má líkja þessu við þá stemningu sem verður í samfélaginu næstu fjórar vikurnar; ólíkir flokkar og frambjóðendur að tala hátt og mikið; mest um lífsafkomu og öryggi. “ Með þessum orðum hófst ávarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar á landsfundi flokksins í dag.
Mikið um að vera í dag í aðdraganda alþingiskosninga
Það verður mikið um að vera í pólitíkinni í dag. Vinstri græn halda seinni landsfund rafrænan og flytur Katrín Jakobsdóttir formaður og forsætisráðherra ávarp fyrir hádegi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur stefnumótunarfund formanna og flokksráðs, og Viðreisn heldur seinni hluta landsþings líka í dag.
Myndskeið
Segir skýrsluna sýna svigrúm til hærri veiðigjalda
Þingmaður Viðreisnar segir mörgu ósvarað í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðarfélaga í ótengdum rekstri. Hún segir skýrsluna sýna að stórútgerðin geti greitt mun hærri veiðigjöld.
Sterk vísbending um mikið fé sjávarútvegsfyrirtækja
Ný skýrsla sjávarútvegsráðherra um fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja í óskyldum rekstri er sterk vísbending um þá miklu fjármuni sem fyrirtækin hafa úr að spila. Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Hún fagnar því að skýrslan, sem hún óskaði eftir, sé komin út. Hún svari þó ekki þeim spurningum sem settar hafi verið fram. 
Málfundafélag Benedikts rennur inn í Viðreisn
Stjórn Viðreisnar hefur samþykkt tillögur til breytinga á reglum um innra starf flokksins. Þá hefur nýstofnaða málfundafélagið Endurreisn verið tekið inn í Viðreisn og telst nú félag innan flokksins en formaður félagsins er Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður og einn stofnandi Viðreisnar.
26.07.2021 - 10:42
Benedikt biður Jón Steindór afsökunar
Benedikt Jóhannesson, fyrrum ráðherra og formaður Viðreisnar, hefur sett fram afsökunarbeiðni til Jóns Steindórs Valdimarssonar í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni. Hún kemur í kjölfar orða Jóns Steindórs á sama vettvangi þar sem hann harmar ummæli Benedikts um störf uppstillingarnefndar Viðreisnar.
Vonar að eiginhagsmunir Benedikts blindi honum ekki sýn
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því í ítarlegri stöðufærslu á Facebook að Benedikt Jóhannesson lýsi yfir fullum stuðningi við flokkinn fyrir komandi kosningar til alþingis. Ellegar óttist hann að Benedikt láti eigin hagsmuni blinda sér sýn.
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Tillaga um jöfnun atkvæðavægis felld
Tillaga Viðreisnar,Samfylkingarinnar og Pírata um jöfnun atkvæðavægis milli kjördæma var felld á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart en vonbrigðin séu engu að síður til staðar.
12.06.2021 - 22:36
Guðmundur leiðir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi
Viðreisn hefur tilkynnt framboðslista í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Guðmundur Gunnarsson fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði leiðir lista Viðreisnar.    „Við teflum fram ungu og öflugu hugsjónafólki í bland við reynslubolta; fólki sem hefur ástríðu fyrir svæðinu og íbúum þess,“ er haft eftir oddvitanum í tilkynningu Viðreisnar.