Færslur: Við mælum með

Átta baráttupopplög verkalýðsins fyrir 1. maí
Á þessum degi verkalýðsins bjóðum við upp á átta blóðheita slagara um kjarabaráttu, táradal tannhjóla atvinnulífsins og ósanngjarna yfirmenn.
01.05.2020 - 09:07
Jónsi, Krassasig og endurblandaður Bubbi
Sunnudagur og sól í Undiröldunni að þessu sinni enda full ástæða til fagnaðarláta þar sem við fáum fyrsta sólólag frá Sigurósar-Jónsa í tíu ár, endurhljóðblandaðan Bubba, glænýtt lag frá Krassasig og fleira gott.
26.04.2020 - 15:07
Warmland, Rokky og Ljótu hálfvitarnir með nýtt
Eins og oft áður ræður fjölbreytnin ríkjum í Undiröldinni en eitt breytist aldrei og það er að tónlistin er ný og íslensk. Meðal tónlistarmanna með brakandi ferskt í eyrun þennan sunnudag eru Warmland, Rokky og Ljótu hálfvitarnir.
19.04.2020 - 13:25
Fimm hressandi stuðlög fyrir helgina
Nýr Elvis sendir frá sér TikTok-snilld, fólk svarar ekki símanum til að vera merkilegt og þriðji þáttur í nýju sápuóperunni frá Gorillaz, poppsnilld með óvæntum endalokum og gaur sem reynir að fokka þessu öllu upp.
Nýtt frá JóaPé x Króla, Myrkva og Emmsjé Gauta
Páskarnir loksins búnir en það voru greinilega ekki margir lögbundnir frídagar að flækjast fyrir tónlistarfólkinu okkar því útgáfa var bara með hressasta móti. Í boði þennan fimmtudag eru nýjar útgáfur frá Emmsjé Gauta, Of Monsters & Men, JóaPé x Króla og fleirum.
16.04.2020 - 15:20
Sjö sótfyndnir grínþættir sem nóg er til af
Rétt upp hönd sem ætluðu að byrja að skokka í sóttkvínni, horfa á The Wire, lesa Dostojevskí, taka maraþon í frönsku nýbylgjunni eða sökkva sér ofan í stóíska fegurð Tarkovskís. Enginn?
11.04.2020 - 11:52
Fimm fyrir geggjaða geðheilsu og galna tíma
Þótt það sé nú kannski ekki mikil tilbreyting fyrir sumt fólk að detta í helgarfrí þessa dagana, þá reynum við nú samt. Í helgarfixinu að þessu sinni er boðið upp á hressa krakka, hómóerótík fyrir áhugafólk um álfelgur, nærandi meðferð, norðurírskan tvíhöfða og léttlynda landkrabba.
Auður, Kahninn og GDRN með nýtt
Það er heldur betur stórskotalið sem er dregið fram í Undiröldunni að þessu sinni og í boði ágætis þverskurður af íslensku tónlistarlífi. Við fáum nýja svítu laga undir áhrifum frá Pink Floyd og Mars Volta, flauelsmjúkt popp, stjörnum prýtt kántrí og kunnuglega rödd sem segir okkur að þetta verði allt í lagi.
02.04.2020 - 15:15
Fjögur mikilvæg popplög í réttindabaráttu svartra
Í réttindabaráttu svartra sem hófst í Bandaríkjunum upp úr miðri síðustu öld var tónlist mikilvægur farvegur fyrir reiði, þrár og vonir. Í þættinum Tónmál tímans í gær var fjallað um lög sem tengjast morðinu á Martin Luther King og hreyfingunni sem barðist fyrir jafnrétti kynþátta.
31.03.2020 - 14:44
Sycamore Tree, Cyber og Skímó með nýtt
Fjölbreytnin er í fyrirrúmi í Undiröldunni þennan sunnudag og í boði er; ástaróður til náttúrunnar, slagari af gamla skólanum frá sveitinni sem setti S-ið í Selfoss, tilraunakennd raftónlist frá röppurum og ýmislegt fleira.
29.03.2020 - 16:10
Fimm fyrir heimavinnandi huggustund á helgarvakt
Tónlistarunnendur sem eru búnir að ákveða að vera bara heima um helgina eiga heldur betur von á góðu í Fimmunni að þessu sinni. Nú er bara að passa sig að stýra ryksugunni og græjunum á ábyrgan hátt svo fúlu nágrannarnir fari nú ekki að dæma.
Paunkholm, Systir og Bistro Boy með nýtt
Við þeysumst um víðan völl íslenskrar útgáfu í Undiröldunni að venju. Það sem er í boði þennan fimmtudag er indírokk með jákvæðum boðskap, ný döbbreggí-hljómsveit, ballöður frá systrum og sveimhugum, auk endurhljóðblöndunar af nýlegu lagi og tilraunakenndrar raftónlistar frá frumkvöðlum í bransanum.
26.03.2020 - 17:14
Fjórar stórgóðar fordæmalausar seríur í sóttkvína
Við lifum á tímum fordæmalauss sjónvarpsgláps þar sem tugir frábærra þáttaraða eftir fremsta kvikmyndagerðarfólk heims eru aðeins einum fjarstýringarsmelli frá okkur. En einu sinni þurfti fólk að bíða í heila viku milli þátta og vissar þáttaraðir, sem þá voru án fordæma, ruddu brautina fyrir gósentíðina núna. Hér eru fjórar af þeim. 
22.03.2020 - 14:47
Átta heilandi hugleiðslur í ástandinu
Til að vinna bug á kvíðanum margir upplifa í óvissuástandinu sem fylgir þeim heimsfaraldri sem nú geisar, er mikilvægt að huga að andlegri heilsu. Til eru ýmsar leiðir til að aðstoða við að öðlast meiri hugarró. Til dæmis hægt að fara í hugarferðalag í fjöruna eða um borð í loftbelg með hugleiðsluæfingum Lótushúss.
21.03.2020 - 09:54
Fimm fordæmalaus föstudagslög í líf þitt
Sem betur fer eru ekki allir syngjandi úti á svölum enda oftast betra að vera ekki með óþarfa hljóðmengun og láta bara fagfólk um slíkt. Fagfólkið í fimmunni þennan föstudag bíður upp á ástralskan hrærigraut, gítarlaust gítarrokk, seiðandi afrískt súperfönk, rafræna naumhyggjuhjúkku og hressa síðpaunks krakka.  
Kiljan
Átta merkilegar myndlistarbækur
Útgáfa íslenskra myndlistarbóka hefur verið með blómlegra móti síðasta ár. Guðmundur Oddur Magnússon fer yfir nýlegar bækur þar sem hægt er að nálgast samantekt á verkum listamanna yfir ævi þeirra eða á stökum sýningum.
Fimm sturluð stuðlög fyrir helgina
Í fimmunni að þessu sinni er boðið upp á „bangera“ [e. bangers] og að venju mælt með að vera í góðu stuði, þó það séu skrítnir tímar. Það er samt gott að hafa í huga að í ljósi stöðunnar er betra að dansa með hreinar hendur í tveggja metra fjarlægð frá hinum dýrunum.
Sváfnir, Sturla Atlas, Mugison og GDRN með nýtt
Íslenskir tónlistarmenn láta COVID ekki stoppa sig við að gefa út nýja tónlist og það er hellingur af nýju efni á boðstólum í Undiröldunni að þessu sinni. Við fáum meðal annars lag úr Hljómskálanum, fyrsta lagið á íslensku frá Sturlu Atlas auk þess að frumflytja lög frá Karitas Hörpu og JFDR.
12.03.2020 - 16:23
Nokkur nett lög á baráttudegi kvenna
Það eru nokkrar konur úr íslensku poppi sem eiga sviðið í Undiröldunni að þessu sinni í tilefni af Baráttudegi kvenna. Hugmyndina að baráttudegi kvenna kom frá kvenréttindakunni Clara Zetkin en hún bar hana upp á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn árið 1910. Árið 1921 var tillagan samþykkr og hinar ýmsu þjóðir fóru að halda upp á daginn.
08.03.2020 - 14:00
Herra Hnetusmjör, Gus Gus og Parakvartettinn með nýtt
Að venju er nóg um að vera í íslensku poppi og loksins orðið ljóst hvaða lag fer fyrir okkar hönd og vinnur Eurovision í Rotterdam. Það er ýmislegt annað hresst, meðal annars kveðja til kópbois og parakvartett með sumum af þekktustu tónlistarmönnum Íslands.
05.03.2020 - 10:47
Fimm fáránlega fersk og þar af eitt flautað
Það er ekkert sérlega töff að vera með blístur í poppi en þegar það tekst vel þá verður allt vitlaust. Hver kynslóð virðist eiga sitt uppáhalds blísturslag allt frá Pumped Up Kicks á síðasta áratug, Young Folks á áratugnum á undan, Whistle Song á tíunda áratugnum og Walk Like An Egyptian á þeim níunda, Paul Simon og Me and Julio á áttunda og Otis Redding á þeim sjöunda. Það eru ekki öll lögin flautuð í fimmunni að þessu sinni en það er eitt og það er heitt.
28.02.2020 - 11:17
Huldumenn, Tryggvi og Tómas Welding gefa út ný lög
Það eru nýliðar og ný verkefni sjóaðri tónlistarmanna sem eiga sviðið þennan sunnudag í Undiröldunni. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru fyrrverandi ballband úr Mosfellssveit, leikhúsrokk að norðan og poppað hafnfirskt kærustupar.
23.02.2020 - 14:00
Fimm ekkert eðlilega emo fyrir helgina
Það verður litið inn í myrkvaða sálina að þessu sinni í Fimm fyrir helgina og höldum okkur kyrfilega inni í kassanum vegna þess að lífið er ekki bara jákvæðni og stuð. Við skulum nú samt alveg slaka á svarta og bláa hárinu, leðurbuxunum og My Chemical Romance bolnum, þetta verður ekki þannig þunglyndi.
Elín Ey, RVK DTR og Hermigervill með nýtt
Að venju er nóg að gerast í íslenskri tónlist og í Undiröldunni að þessu sinni kemur eitt og annað við sögu meðal annars Söngvakeppnin, lofsamlegir dómar í útlöndum, tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður og Kraftgalli svo eithvað sé nefnt.
21.02.2020 - 10:13
Nýtt frá Bríet, SZC og barnakór Lindarkirkju
Það er unga kynslóð íslenskra tónlistarmanna sem á sviðið í Undiröldunni að þessu sinni. Það er boðið upp á ansi óvænt samstarf frekar ólíkra listamanna og enn eina ballöðuna frá Bríeti.
16.02.2020 - 14:00