Færslur: vg

Sjónvarpsfrétt
„Erum í öldudal hvað varðar fylgið“
Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn sé í öldudal hvað fylgi varðar. Samkvæmt nýlegum Þjóðarpúlsi hefur hann misst hátt í helming fylgis síns frá síðustu alþingiskosningum.
Sjónvarpsfrétt
Viðbúið að VG haldi áfram að tapa fylgi
Vinstri hreyfingin grænt framboð mun halda áfram að tapa fylgi á kjörtímabilinu ef flokkurinn heldur áfram ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta segir stjórnmálafræðiprófessor. Vinstri græn hafa aldrei mælst með jafnlítið fylgi og nú. 
Fylgi VG aldrei minna en nú - þörf á innri skoðun
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að flokkurinn þurfi að velta fyrir sér fylgistapi í skoðanakönnunum. Flokkurinn mælist með 7,2 prósent í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og hefur ekki áður mælst með jafn lítið fylgi. Bjarkey segir flokkinn þurfa að velta fyrir sér stöðu hreyfingarinnar og fara í innri skoðun.
Vinna enn að skiptingu ráðuneyta
Formenn stjórnarflokkanna segja einungis dagaspursmál hvenær ný ríkisstjórn verður kynnt. Ekki er endanlega búið að skipta verkum milli flokkanna.
Loftslagsmálin stór í stjórnarmyndunarviðræðunum
Formenn flokkanna þriggja segja enn sé verið að tala um málaflokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum. Áfram á að leggja áherslu á loftslagsmál en flokkarnir hafa ólíka sýn á það. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að eitthvað verði að gera í því þunglamalega fyrirkomulagi sem rammaáætlunar er þegar teknar séu ákvarðanir um græna orku.
Almar Sigurðsson vill fara fyrir VG í Suðurkjördæmi
Almar Sigurðsson sem rekur gistiheimlið að Lambastöðum í Flóhreppi sækist eftir því að skipa fyrsta sæti lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Heiða vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir varaþingmaður og sauðfjárbóndi gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum í haust.
Andrés Ingi vill á lista í Reykjavík
Andrés Ingi Jónsson, sem í dag gekk til liðs við þingflokk Pírata,  hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Pírata, sem haldið verður í næsta mánuði, á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.
Þrjú vilja leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þrjú gefa kost á sér í fyrsta sæti listans, meðal þeirra er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks VG sem var í öðru sæti listans í síðustu kosningum, á eftir Steingrími J. Sigfússyni sem nú hyggst hætta á þingi. Ingibjörg Þórðardóttir ritari flokksins gefur kost á sér í 1.-2. sætið og Óli Halldórsson, forstöðumaður á Húsavík gefur kost á sér í það fyrsta.
26.01.2021 - 10:20
Þingflokkur VG fundar vegna máls Bjarna Benediktssonar
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mun funda í dag vegna máls Bjarna Benediktssonar sem tók þátt í viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessu þar sem sóttvarnareglur eru sagðar hafa verið brotnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks VG, segir að þingmenn flokksins séu vonsviknir vegna þessa máls.
28.12.2020 - 13:44
Toshiki er hættur við að hætta í VG
Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, hefur snúist hugur um að hætta í Vinstrihreyfingunni grænu framboði, en hann tilkynnti um það í síðustu viku og sagði þá flokkinn sýna málefnum hælisleitenda áhugaleysi og hunsa óréttlæti dómsmálayfirvalda í garð þeirra. Hann skipti um skoðun eftir að hafa rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Myndskeið
Skammarlegar tölur fyrir okkur
Ísland ver hlutfallslega mun minna fjármagni til heilbrigðisþjónustu en önnur norræn lönd. Íslendingar borga þó minna fyrir þjónustuna úr eigin vasa en aðrir Norðurlandabúar. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir tölurnar skammarlega lágar.