Færslur: Vextir

Sjónvarpsfrétt
80 þúsund meira í afborgun lána en fyrir ári
Um næstu mánaðamót hækkar greiðslubyrði fyrstu íbúðarkaupenda af óverðtryggðum lánum að jafnaði um tuttugu þúsund krónur vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í gær. Mánaðarleg greiðsla af meðalláni, upp á þrjátíu og fimm milljónir króna, verður því tæplega áttatíu þúsund krónum hærri en fyrir ári.
Spyr EFTA-dómstólinn um skilmála í húsnæðislánum
Leitað verður ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á lögmæti skilmála lána með breytilegum vöxtum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í einu þriggja mála sem Neytendasamtökin og fólk á þeirra vegum höfðuðu á hendur Arion banka og Landsbanka.
23.06.2022 - 17:34
Sjónvarpsfrétt
Líta leiðsögn seðlabankans ólíkum augum
Hækkun stýrivaxta er ætlað að búa í haginn fyrir komandi kjarasamninga segir seðlabankastjóri. Stýrivextir hækkuðu um eitt prósentustig í morgun og var þetta sjöunda hækkunin á rúmlega einu ári.
Almenn laun og taxtar hækka vegna hagvaxtarauka
Almenn laun og taxtar hækka í næsta mánuði vegna svokallaðs hagvaxtarauka. Hagvöxtur á mann hérlendis jókst um 2,5% milli ára og því hefur forsendunefnd kjarasamninga ákveðið að til greiðslu hans komi 1. maí.
Segir að bönkum beri að létta undir með skuldurum
Viðskiptaráðherra segir að bönkunum beri að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti. Geri þeir það ekki segir ráðherra ekki útlokað að endurvekja bankaskattinn. Ofurhagnaður banka aukist enn með hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands.
Sjónvarpsfrétt
Segir róðurinn þyngjast eftir stýrivaxtahækkunina
Ungur maður sem nýlega festi kaup á sinni fyrstu íbúð segir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka muni líklega hækka mánaðarlega greiðslubyrði hans um hátt í þrjátíu þúsund krónur. 
09.02.2022 - 22:10
Fasteignir halda áfram að hækka í verði
Verð á fasteignum hækkaði um 1,5% á landinu öllu í desember miðað við vísitölu söluverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Hækkun á einu ári nemur 16,6 prósentum en það er sérbýli á höfuðborgarsvæðinu sem mest áhrif hefur á hana. Greinendur gera ráð fyrir hækkun stýrivaxta Seðlabankans.
Árið 2021 afar hagfellt íslenskum lífeyrissjóðum
Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um rúmlega 860 milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum ársins sem jafngildir fimmtán prósenta aukningu í krónum talið. Þetta sýna nýjustu yfirlitstölur Seðlabanka Íslands en eignamarkaðir hafa verið á mikilli uppleið næstum allt árið 2021.
Áhyggjur af því að efnahagsbatinn gæti verið brothættur
Nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála um að hækka þyrfti vexti bankans en greindi á um hversu mikið. Vextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur en nokkrir nefndarmenn vildu stíga varlega til jarðar. Áhrif vaxtahækkana væru meiri nú og atvinnuleysi gæti aukist þegar dregið verði úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda vegna faraldursins. Því gæti efnahagsbatinn sem náðst hefur eftir að faraldurinn hófst verið brothættur.
02.12.2021 - 09:53
Viðskiptabankarnir þrír hækka allir vexti
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa allir hækkað vexti í þessari viku í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í seinustu viku. Íslandsbanki tilkynnti um vaxtahækkun í dag, en áður höfðu Arion banki og Landsbanki gert slíkt hið sama.
26.11.2021 - 14:39
Spegillinn
Íslensk og útlend verðbólga
Veirufaraldurinn hægði á hagkerfum um allan heim og nú þegar þau fara aftur á skrið, herjar margs konar vandi, til dæmis vöru- og hráefnisskortur, skortur á vinnuafli og svo verðbólga. En ástæður verðbólgu skipta máli, sem skýrir af hverju Englandsbanki hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum en Seðlabankinn hækkað vexti. Í viðbót glímir Bretland svo við sérbreskan vanda sem er Brexit-kostnaðurinn. 
05.11.2021 - 17:46
Engin merki þess að verðbólga hjaðni í bráð
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir engin merki þess að verðbólga hjaðni á næstunni. Verðbólga mælist nú 4,5 prósent og er meiri en hún mældist í síðasta mánuði. Jón Bjarki segir að einkum sé það hækkun á húsnæðisverði sem auki verðbólgu. Þá hafi þjónusta hækkað í verði og einnig hafi verðlag hækkað erlendis sem hér birtist til að mynda í hærra bensínverði.  
28.10.2021 - 09:17
Stýrivaxtahækkunin ógn við húsnæðisöryggi, segir Drífa
Hækkun stýrivaxta er ógn við húsnæðisöryggi fólks að mati forseta ASÍ. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkunina hafa verið mildari en gert var ráð fyrir. Vextir hafa tvöfaldast síðan í vor.
Telja sig hafa reist nægilega háar girðingar
Stjórnendur Seðlabankans telja að snörp hækkun fasteignaverðs á undanförnum misserum sé tímabundin og að þær girðingar sem bankinn hefur reist muni kæla markaðinn.
Hagfræðingar telja framtíð bjarta fyrir stjórn Støres
Norskir hagfræðingar álíta framtíðina bjarta fyrir nýja ríkisstjórn Jónasar Gahr Støre formanns Verkamannaflokksins. Efnahagurinn sé á uppleið, bæði í Noregi og helstu viðskiptalöndum og kórónuveirusmitum sé jafnframt tekið að fækka.
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi en óvissa um framhaldið
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi mældist 2,8 prósent á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í morgun. Sérfræðingar óttast talsverðan samdrátt á þriðja fjórðungi en spá bata og vaxtahækkunum í kjölfarið.
Spá óbreyttum stýrivöxtum fram í október
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum að minnsta kosti fram í október. „Undir eðlilegum kringumstæðum væri nefndin eflaust að íhuga næsta skref í hækkunarferlinu. Nýjasta Covid-bylgjan hefur hins vegar sett strik í reikninginn og líklegt er að efnahagsbatinn næstu mánuði verði hægari en ella,“ segir í nýjustu Hagsjá hagfræðideildarinnar. 
Örskýring
Af hverju er fólk að svitna yfir föstum vöxtum?
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í maí en hækkunin var sú fyrsta frá árinu 2018. Í kjölfarið hækkuðu bankarnir vexti húsnæðislána og fólk sem hefur gengið um í draumalandi sílækkandi breytilegra vaxta byrjaði að velta fyrir sér hvort það væri loksins komið að því: Hvort fleygja þurfi út akkerinu og festa vextina.
08.07.2021 - 13:55
Gæti orðið högg fyrir mörg heimili
Hætt er við því að þeir sem tóku óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum fái högg þegar vextir taka að hækka á ný segir hagfræðingur. Afborganir gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði.
Einn vildi enn meiri vaxtahækkun
Einn af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vildi hækka stýrivexti meira en gert var um miðjan maí.
Fasteignamarkaður á fullu vélarafli
Spáð er áframhaldandi hækkunum á fasteignaverði og hraðri fjölgun ferðamanna í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem birt var í morgun.
Spá fjölgun ferðamanna og auknum hagvexti næstu ár
Landsbankinn og Íslandsbanki eru nokkuð á sama máli um verðbólguþróun næstu missera og ára. Hagdeildir beggja banka telja hámark verðbólgu vera að nást og að verðbólgumarkmið Seðlabanka náist áður en langt um líður.
Seðlabankastjóri segir draga úr verðbólgu á næstunni
Seðlabankastjóri segir ekki áhyggjuefni þótt verðbólga hafi farið yfir efri vikmörk Seðlabankans í janúar því að það muni draga úr henni á ný. Peningastefnunefnd ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum í 0,75%. Útflutningshorfur eru hins vegar verri á þessu ári en áður var spáð, segir hann, og gerir bankinn til dæmis ráð fyrir því að ferðaþjónustan fari í gang á þriðja fjórðungi ársins. 
Spegillinn
Hætt við freistnivanda hjá stjórnvöldum
Seðlabankastjóri hefur áhyggjur af að lífeyrissjóðir taki meiri áhættu í fjárfestingum til að uppfylla ávöxtunarviðmið sjóðanna, sem nú er 3,5%. Framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segist ekki sjá fyrir sér að viðmiðið verði lækkað vegna lágvaxtaumhverfis sem sé til skamms tíma. Hætt sé við því að það sé einhver freistnivandi hjá stjórnvöldum að ætla að nýta lífeyrissparnað til að fjármagna ríkisskuldir. Sjóðirnir meti fjárfestingakosti út frá hagsmunum sjóðfélaga.
Skuldsetning ríkisins gæti leitt af sér skattahækkanir
Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir íslenska ríkið þurfa meiri skattheimtu, niðurskurð eða hagvöxt til að grynnka á skuldum í framtíðinni.
16.12.2020 - 04:02