Færslur: Vetur

Allmikil úrkoma um tíma á Norðaustur- og Austurlandi
Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag og fram eftir mánudagsmorgni verði leiðindaveður á norðvestanverðu landinu með hvassviðri og sums staðar stormi.
20.12.2020 - 07:26
Suðaustlæg átt, slydda eða snjókoma
Í dag er spáð suðaustlægri átt, 3-10 m/s og dálítilli slyddu eða snjókomu með köflum. Rigning verður við suðurströndina, en hægara og yfirleitt bjartviðri eystra. Suðaustan 8-15 og bætir í úrkomu suðvestantil í kvöld. Frost yfirleitt 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en frostlaust við suðurströndina.
08.12.2020 - 06:33
Myndskeið
Snjóþyngsli gera landanum erfitt fyrir
Snjóþyngsli og ófærð síðustu vikur hafa gert landsmönnum víða um land erfitt fyrir. Á Grenivík hafa snjókmoksturstæki verið á ferðinni um bæinn frá því í desember.
19.03.2020 - 11:48
„Þeir hörðustu labba yfir í byl til að fara í pottana“
Snjó hefur kyngt niður á Vestfjarðakjálka líkt og víðar eins og sjá má á myndum sem hafa verið sendar fréttastofu. Hrafnhildur Skúladóttir er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík norður á Ströndum. Hún segir það ekki einfalt að reka útisundlaug í þeim veðrum sem geisað hafa.
18.03.2020 - 17:10
„Hef ekki séð út um glugga í þrjár vikur“
Nokkur hús á Ólafsfirði eru bókstaflega á bólakafi eftir verðurofsa síðustu vikna og fólk orðið langþreytt á ástandinu. Kona á Ólafsfirði lítur þó á björtu hliðarnar og segist eiginlega sjálfkrafa vera í einangrun.
18.03.2020 - 14:56
Snjómoksturspeningar ársins í Dalvíkurbyggð að klárast
Þeir fjármunir sem áætlaðir voru til snjómoksturs í Dalvíkurbyggð árið 2020 eru að verða búnir. Kostnaður við mokstur í desember var nærri helmingur af öllum snjómoksturskostnaði sveitarfélagsins árið 2019.
06.03.2020 - 17:16
Gæti orðið 15 stiga frost fyrir norðan
Austlæg átt í dag, gola eða kaldi. Snjókoma með köflum við suðurströndina og á Reykjanesi fram eftir degi og dálítil él austanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Það verður víða þurrt í öðrum landshlutum. Frostlaust syðst á landinu, en frost niður í 15 stig í innsveitum á Norðurlandi.
03.02.2020 - 06:34
Innlent · Norðurland · Veður · Frost · Vetur