Færslur: Vetrarhörkur

Bíða með snjómokstur vegna veðurs
Beðið er eftir því að veður gangi niður svo hægt verði að hefja snjómokstur á Norðausturlandi. Þetta segir Magnús Jóhannsson verkstjóri hjá Vegagerðinni í Fellabæ. Vetrarfærð er þar á vegum, þar er hvasst, éljagangur og skafrenningur. Ófært er á Hólasandi á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Hófaskarði og í Bakkafirði.
04.12.2020 - 08:06
Vindkæling magnar frostið upp í allt að 30 stig
Kalt heimskautaloft er yfir landinu og spáð er allt að 12 stiga frosti. Lágar hitatölur segja ekki alla söguna því við bætist vindur sem eykur á kælinguna. Veðurfræðingur segir að þar sem þessara áhrifa gætir mest á landinu verði kælingin á við 30 stiga frost.
03.12.2020 - 09:55
Fræ og feitmeti í metum hjá smáfuglum
Óvenju margir farfuglar hafa nú vetursetu hér á landi vegna hlýinda að undanförnu. Veturinn hefur hins vegar minnt á sig síðustu daga og þá reynir á mannanna hjálp við að finna æti.
23.12.2016 - 11:29
Vetrarhörkur - Hildur Knútsdóttir
Bók vikunnar er Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur en í henni segir af fjölskyldu sem kemst lífs af eftir árás geimvera á Ísland, geimvera sem eru sólgnar í mannakjöt.