Færslur: Vesturport

Þáttaröð um fyrstu fimmtíu ár Vigdísar í smíðum
Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Hann segir í samtali við fréttastofu að honum finnist verulega spennandi að fá þetta tækifæri til að gera fyrstu árunum í lífi Vigdísar skil.
„Það var bara unnið, drukkið og djammað“
„Þetta er átta þátta sería sem heitir Verbúðin og gerist frá '83 til '91, þegar kvótakerfið er sett á og svo framsal kvótans gefið frjálst,“ segir Björn Hlynur Haraldsson einn leikstjóri Verbúðarinnar, sjónvarpsþáttar sem leikhópurinn Vesturport framleiðir í samstarfi við RÚV.
04.07.2020 - 09:45
Tökur hafnar á spennuþáttum um kvótakerfið
Tökur eru hafnar á spennuþáttunum Verbúðinni og standa yfir næstu 14 vikur. Tekið verður upp á höfuðborgarsvæðinu og vestur á fjörðum. Verbúðin er sjónvarpsþáttaröð í átta hlutum og verður þáttaröðin frumsýnd á RÚV fyrri hluta árs 2021.
21.05.2020 - 09:59
Gagnrýni
Leiksigur Nínu Daggar í áhrifamiklu verki
Nína Dögg Filippusdóttir vinnur leiksigur í áhrifamiklu verki sem talar beint inn í samtímann, segir Bryndís Loftsdóttir, gagnrýnandi Menningarinnar, um leikritið Fólk, staðir og hlutir, sem var frumsýnt í samvinnu við Vesturport í Borgarleikhúsinu um helgina.
18.04.2018 - 10:59
Þættir um kvótakerfið verðlaunaðir á Berlinale
Handrit af þáttaröð Vesturports, Verbúð eða Black Port, sem fjallar um afleiðingar kvótakerfisins fyrir lítið þorp á Íslandi, var í gær valið það áhugaverðasta á CoPro Series samframleiðslumarkaðnum á Berlínale kvikmyndahátíðinni í Þýskalandi. RÚV er meðframleiðandi Verbúðar og hefur tekið þátt í að þróa og fjármagna verkefnið með Vesturporti.
22.02.2018 - 14:26
Fangar á RÚV
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur hlotið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tökur eru fyrirhugaðar um mitt næsta ár. Framleiðendur eru Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson fyrir Mystery Productions (Á annan veg, Málmhaus, Bakk) og Vesturport.
„Virkilega útpælt, kúl sýning!“
Brynja Þorgeirsdóttir ræðir við Hlín Agnarsdóttur og Arnar Eggert Thoroddsen um nýja sýningu Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company, Í hjarta Hróa hattar þar sem Hrói og liðsmenn hans ræna hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku.
Menningarveturinn - Þjóðleikhúsið
Halla Oddný Magnúsdóttir kíkti á æfingu á sýningunni Í hjarta Hróa hattar þar sem hún spjallaði við leikstjóra sýningarinnar, Selmu Björnsdóttur og Gísla Örn Garðarson, og Ara Matthíasson leikhússtjóra.