Færslur: Vesturland

Bíða eftir sérsmíðuðum vélbúnaði frá Danmörku í Baldur
Smíða þarf sérstakan vélbúnað í Danmörku til að gera við ferjuna Baldur. Það er svokallaður dísuhringur sem tengist túrbínunni og standa vonir til að hann verði tilbúinn í næstu viku. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, lofar þó engu um hvenær Baldur sé tilbúinn til siglinga á ný.
02.07.2020 - 16:32
Vilja slökkvibíl í Skorradal vegna eldhættu
Skorrdælir vilja byggja aðstöðu fyrir slökkvibíl í dalnum. Með því vilja þeir tryggja styttri viðbragðstíma ef gróðureldar kvikna í dalnum.
30.05.2020 - 20:10
Leit að Andris Kalvans hafin að nýju
Leit að Andris Kalvans, göngumanni sem talið er að hafi týnst í Hnappadal á Snæfellsnesi 30. desember, hófst að nýju í síðustu viku. Frá þessu er greint í Skessuhorni. Hætta þurfti leit í byrjun janúar vegna veðurs og ekki hefur verið unnt að leita síðan.
26.05.2020 - 21:53
Myndskeið
Drengurinn brattur en var kátur að sjá mömmu sína
Yfir 200 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á fjórða tímanum í dag til að leita að tíu ára dreng sem varð viðskila við foreldra sína við Hreðavatn. Hann fannst nokkrum tímum seinna við fjallið Grábrók eftir ábendingar frá almenningi, um 5 kílómetrum frá þeim sem stað þar sem byrjað var að leita að honum. „Hann var nokkuð brattur en var sérstaklega kátur að sjá mömmu sína,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg.
23.04.2020 - 19:19
Landinn
Heilsuátak með óhefðbundnum hætti
„Það er mjög gott, bæði fyrir líkama og sál að gera eitthvað annað en að hlaupa á eftir rollum,“ segir Vilberg Þráinsson, sauðfjárbóndi á Hríshóli í Reykhólasveit. Hann, og hans fjölskylda eru meðal þeirra sem taka þátt í heilsuátaki á vegum Reykhólahrepps sem nú stendur yfir.
01.04.2020 - 15:29
 · mannlíf · Vesturland · íþróttir · Heilsa · COVID-19
5 í gæsluvarðhaldi eftir handtökur í Hvalfjarðargöngum
Fimm, fjórir karlar og ein kona, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 13. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fíkniefnamáli. Fólkið var handtekið í og við Hvalfjarðargöngin í gærmorgun en lagt var hald á talsvert magn af fíkniefnum. Fólkið er á þrítugs-,fertugs-og fimmtugsaldri.
01.03.2020 - 11:37
Gæsluvarðhald stytt yfir bílþjófi og friðarspilli
Landsréttur stytti í dag tvo gæsluvarðhaldsúrskurði, annan yfir manni sem grunaður um að stela bíl af bílaleigu á Suðurnesjum en hinn yfir manni sem er talinn hafa brotið sér leið inn í íbúð konu á Vesturlandi.
12.02.2020 - 14:25
FM útsendingar liggja niðri á Vestur- og NV-landi
Vegna rafmagnsleysis liggja FM útsendingar niðri á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi að svo stöddu. Útsendingar langbylgju á tíðninni LW189KHZ frá Gufuskálum nást á þessu svæði. Öll Húnavatnssýslan, dalirnir, Fellsströnd, Skarðsströnd og Skógarströnd urðu rafmagnslaus um tíma í morgun vegna bilunar.
15.12.2019 - 14:09
 · Innlent · Vesturland · Fjarskipti
Myndskeið
„Framtíðin er mjög björt á Vesturlandi“
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi eru 50 ára. Á afmælisráðstefnu í Borgarnesi  voru málefni ungs fólks, umhverfismál og atvinnuhorfur framtíðar í forgrunni. 
17.11.2019 - 20:50
Viðtal
Mikilvægt að haustrigningarnar klikki ekki
Slökkviliðsmenn hafa þurft að skjótast með vatn til bænda svo þeir geti brynnt kúnum. Laxveiðimenn hafa skriðið með stangirnar að bakkanum til að styggja ekki lax í vatnslitlum ám. Sveitarfélög hafa mælst til þess að íbúar spari vatn og sums staðar hafa vatnsból tæmst. Sandfok af hálendinu hefur spillt skyggni á Suðurlandi. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum og neistar frá flugeldum kveiktu í skraufþurrum gróðri á blómstrandi dögum í Hveragerði.
23.08.2019 - 16:01
Viðtal
„Náttúran má bara fá að sjá um þetta“
Hátt í fimmtíu grindhvalir sem strönduðu á Gömlueyri á Löngufjörum á sunnanverðu Snæfellsnesi eru á ábyrgð landeiganda. Einn þeirra segir að næstu skref séu í höndum náttúrunnar. 
19.07.2019 - 19:00
„Ekki í vafa um að málið vinnist“
Verkalýðsfélag Akraness hyggst stefna Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir brot á kjarasamningi sem félagið gerði við sambandið 5. febrúar árið 2016. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ekki í vafa um að málið vinnist og að það eigi eftir að hafa fordæmisgildi fyrir aðra starfsmenn í sömu stöðu vítt og breytt um landið.
03.07.2019 - 13:58
Áfram þurrt á Vesturlandi
Enn er ekki útlit fyrir að rigni neitt að ráði á Vesturlandi fyrr en á föstudaginn. Mjög þurrt er á svæðinu og brýnt að fara varlega með eld á ferð þar um. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
24.06.2019 - 06:43
Hvalfjarðargöng opnuð á ný
Hvalfjarðargöng hafa verið opnuð fyrir umferð á ný. Þeim var lokað um klukkan 15:30 í dag þar sem mjólkurbíll bilaði inni í göngunum. Loka þurfti fyrir umferð á meðan hann var dreginn í burtu. Töluverð bílaröð myndaðist við göngin og var fólki ráðlagt að aka Hvalfjörðinn.
05.10.2018 - 16:46
Bilaður mjólkurbíll teppir Hvalfjarðargöng
Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað þar sem verið er að draga í burt mjólkurbíl sem bilaði þar inni. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða göngin líklega lokuð þar til um klukkan 16:30.
05.10.2018 - 15:52
Viðtal
Vel gengur að rétta í Kaldárbakkarétt
Vel gekk að smala Fagraskógarfjall í Hítardal í gær, þrátt fyrir berghlaupið sem varð í fjallinu sumar en skriðan breytti landslagi dalsins töluvert og stíflaði meðal annars ána. Fyrstu réttir ársins voru í gær og í dag er réttað í Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi. Safnið telur um þrjú til fjögur þúsund fjár. Kristján Ágúst Magnússon, á Snorrastöðum, var að draga í dilka rétt fyrir hádegi.
02.09.2018 - 14:40
Ganga ekki að tilboði í Laugar
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að taka ekki tilboði Arnarlóns ehf. um kaup á Laugum. Ólga hafði verið meðal hluta íbúa vegna mögulegrar sölu því að til greina kom að sveitarfélagið myndi lána kaupandanum fyrir tæpum helmingi kaupverðsins. 213 íbúar skrifuðu í vor undir ályktun þar sem lánveitingu Dalabyggðar til Arnarlóns var mótmælt.
17.07.2018 - 10:57
Ólga í Dalabyggð vegna mögulegrar sölu Lauga
Fyrsti varamaður í sveitarstjórn Dalabyggðar hvetur stjórnina, í opnu bréfi í Skessuhorni í dag, til að taka ekki til umræðu erindi fyrirtækisins Arnarlóns um kaup á Laugum. Eina tilboðið í húseignir að Laugum, í helmingshlut sveitarfélagsins í jörð þar og jarðhitaréttindi, kom frá Arnarlóni.
Eini listinn dregur framboð til baka
H-listi Betri byggðar í Eyja- og Miklaholtshreppi hefur dregið til baka framboð sitt til sveitarstjórnarkosninga í vor. Frá þessu er greint í Skessuhorni. Þar er haft eftir Eggerti Kjartanssyni að þar sem ekki hafi komið fram annað framboð í sveitarfélaginu hafi verið ákveðið að draga framboðið til baka.
Gul veðurviðvörun á Breiðafirði
Gul viðvörun er í gildi á Breiðafirði til klukkan 13:00 í dag. Þar hvessti í gær og samkvæmt spánni dregur ekki úr vindi að ráðu fyrr en um hádegi. Einnig fer að rigna og því má búast við lélegu skyggni og erfiðum aksursskilyrðum fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
11.04.2018 - 07:05
Versnandi ferðaveður fyrir vestan
Búist er við versnandi ferðaveðri á Snæfellsnesi og Vestfjörðum í kvöld og í fyrramálið. Ferðalangar á þessum slóðum ættu því að huga að veðri áður en lagt er í hann. Fjölmargir verja páskunum á Vestfjörðum á tónlistarhátíðinni, Aldrei fór ég suður.
01.04.2018 - 11:31
Betur fór en á horfðist þegar rúta valt
Mun betur fór en á horfðist þegar rúta með 28 frönskum skólakrökkum fauk út af og valt á Borgarfjarðarbraut síðdegis í dag. Það bjargaði þeim að bílstjórinn var nýbúinn að fara yfir með þeim hvað þau ættu að gera ef rútan ylti.
25.02.2018 - 19:45
Salerni vantar fyrir ferðamenn á Snæfellsnesi
Salernismál eru í ólestri á Snæfellsnesi. Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grundarfirði, segir að þegar hafi skapast vandræði vegna þess. Meir en hálf milljón ferðamanna koma á Snæfellsnes á hverju ári.
25.02.2018 - 12:51
Fimm slösuðust í árekstri á Snæfellsnesvegi
Fimm slösuðust í tveggja bíla árekstri á Snæfellsnesvegi, á móts við Haukatungu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi virðist á þessari stundu sem fólkið sé ekki alvarlega slasað. Veginum var lokað um stund en nú er búið að opna hann á ný.
08.02.2018 - 11:25
Mygla hjá Veitum á Akranesi
Hús Veitna á Akranesi verður rýmt á næstu dögum vegna myglu. Nú er verið að setja upp skrifstofugáma þar sem starfsfólk fær vinnu- og kaffiaðstöðu.
19.01.2018 - 13:32