Færslur: Vesturbær

Kötturinn Eldur birtist óvænt í blárri peysu
Kötturinn Eldur er ársgamall mann- og barnavinur sem býr í Vesturbænum. Að sögn eigandans hefur hann líka sterka tískuvitund og veit alveg hverju hann vill klæðast. Nýverið birtist hann óvænt í glænýrri peysu.
14.10.2021 - 20:00
Heitavatnslaust í Vesturbænum í nótt og á morgun
Ekkert heitt vatn verður í Vesturbænum á milli klukkan 03 í nótt, aðfaranótt þriðjudags og klukkan 16 á morgun. Heitavatnsleysið nær yfir afmarkaða svæðið á myndinni hér fyrir ofan eða vestan við Læk og Vesturmýri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.
16.08.2021 - 10:46
35 fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhring, en alls voru 35 manns fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19. Þar af voru tólf fluttir vegna COVID-19 í nótt.
Kanye West verður ekki tákn Vesturbæjar
Ekkert verður af því að stytta af bandaríska tónlistarmanninum Kanye West verði sett upp við Vesturbæjarlaug. Aron Kristinn Jónasson lagði þá hugmynd inn í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt í janúar.
30.03.2021 - 12:35
Kemur brátt í ljós hvort kosið verður um Kanye West
Reykvíkingar fá á næstu dögum og vikum að velja milli þeirra hugmynda sem fengust í hugmyndasöfnun meðal borgarbúa og metnar hafa verið framkvæmanlegar innan þess ramma sem verkefninu Hverfið mitt hefur verið skapaður. Í lok vikunnar kemur í ljós hvaða hugmyndir sérfræðingar Reykjavíkurborgar telja tækar fyrir hverfin Grafarvog og Kjalarnes. Á fimmtudag verður síðan líklega ljóst hvort tillaga um að reist verði stytta af Kanye West fái að fara í kosningu.
17.03.2021 - 15:24
Myndskeið
Rýma fyrir 83 íbúðum í Vesturbænum
Undirbúningur að byggingu áttatíu og þriggja nýrra íbúða á Byko-reitnum til móts við JL-húsið í Vesturbæ Reykjavíkur er hafinn. Fyrstu íbúðirnar verða tilbúnar eftir um það bil tvö ár.
Ráðist að fólki á Hringbraut
Maður vopnaður hnífi réðist fyrir stundu að pari sem sat í bifreið sinni kyrrstæð á rauðu ljósi við Hringbraut. Konan greinir frá þessu á síðu vesturbæinga á Facebook.
Tvö þeirra sem fórust í eldsvoðanum voru í Eflingu
Tvö af þeim þremur sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðustu viku voru félagsmenn í Eflingu, segir í tilkynningu frá félaginu. Þau hafi verið verkafólk af erlendum uppruna og komið hingað til lands til að vinna verkamannastörf. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að þeir atvinnurekendur sem ekki geti tryggt öryggi starfsmanna sinna eigi að finna sér eitthvað annað að gera í lífinu en fást við atvinnurekstur.
30.06.2020 - 08:59
Myndskeið
Sýndu samstöðu á Austurvelli og við Bræðraborgarstíg
Hundruð komu saman við Austurvöll í dag til að heiðra minningu þeirra sem létu lífið í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í vikunni. Aðstandendur fundarins krefjast þess að húsnæðismál innflytjenda verði bætt.
28.06.2020 - 20:21
Skoða kynþáttafordóma í Vesturbæjarlaug
Mannréttindaráð Reykjavíkur fer yfir það þegar lítið barn varð fyrir kynþáttafordómum í Vesturbæjarlauginni í Reykjavík í síðustu viku.
04.06.2020 - 14:16
Samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur
Reykjavíkurborg hefur efnt til samkeppni um gerð útilistaverks í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkeppnin er haldin í kjölfar íbúakosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020. Á meðal þess sem Vesturbæingar kusu var að halda samkeppni um gerð útilistaverks í hverfinu. 
04.04.2020 - 09:33
Nemendur í þremur bekkjum í Melaskóla í sóttkví
Starfsmaður í Melaskóla og frístundaheimilinu Selinu hefur verið greindur með COVID-19 og því þurfa nokkrir starfsmenn nemendur í þremur bekkjum sem hittu hann í lok síðustu viku að fara í 14 daga sóttkví. Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla, sendi öllum foreldrum nemenda við skólann tölvupóst um málið.
22.03.2020 - 16:50
Hin freka borg
Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt fjallar um vindana sem leika um borgina, saltfisk, lýsi og uppbyggingu.
11.03.2018 - 13:15