Færslur: Vestmannaeyjar

Mjaldrar með magakveisu
Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít kljást við væga magakveisu. Fyrirhugað var að flytja mjaldrana í vikunni úr innanhússlaug þar sem þeir hafa haft aðstöðu síðustu mánuði, og á framtíðarheimilið í Klettsvík. Vegna kveisunnar hefur flutningum verið frestað um nokkrar vikur. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Sealife Trust í Vestmannaeyjum.
01.07.2020 - 18:22
Sérstakt ástand og þjóðhátíð er þar ekki undanskilin
Ákveðið hefur verið að goslokahátíðin sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina verði smærri í sniðum en áætlað var, vegna nýrra kórónuveirusmita hér á landi. Hefðbundin Þjóðhátíð er einnig út úr myndinni.
30.06.2020 - 22:00
Varp hefur minnkað verulega í Eyjum og á Breiðafirði
Stofnvöktun lunda hefur lokið skoðun á lundavarpi í tólf byggðum. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir varp áberandi minna en í fyrra á Breiðafirði og Vestmannaeyjum. 
25.06.2020 - 07:00
Harðar aðgerðir skiluðu árangri í Vestmannaeyjum
Aðgerðastjórn vegna Covid lauk störfum í Vestmannaeyjum í gær, en hún hefur fundað daglega í rúmlega 2 mánuði. Ekkert smit hefur greinst í Eyjum síðan 20. apríl.
26.05.2020 - 09:30
Ætla að halda stórmótin í Vestmannaeyjum í sumar
TM mótið og Orkumótið, knattspyrnumót fyrir börn og unglinga sem haldin eru árlega í Vestmannaeyjum, verða haldin í sumar, þrátt fyrr kórónuveirufaraldurinn. Þetta kemur fram í tilkynningum sem birtar voru á heimasíðum mótanna í dag. Þúsundir fara árlega til Vestmannaeyja í tengslum við mótin.
Dauðir olíublautir fuglar fundust í Vestmannaeyjum
27 dauðir fuglar fundust í Stafnesi, á norðvestanverði Heimaey í gær og voru 14 þeirra olíublautir, líklega af svartolíu, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Að sögn Erps Snæs Hansen, líffræðings hjá náttúrustofunni, er þetta mest megnis æðarfugl en líka ein langvía og ein álka. Hann segir að þeir olíublautu fuglar sem skili sér á land séu aðeins brotabrot þeirra fugla sem hljóta þau örlög við landið.
04.05.2020 - 15:36
Viðtöl
Hópsýkingin í Eyjum „kom algjörlega aftan að fólki“
Vestmannaeyingar segja að hópsýkingin þar hafi algjörlega komið aftan að fólki. Allir þekki einhvern sem hafi smitast. Samkomubann í Eyjum miðaðist við 10 manns í mánuð sem bæjarstjórinn segir að hafi tekið á.
25.04.2020 - 18:53
Herjólfur sigldi í hjarta til að sýna þakklæti
Herjólfur lagði lykkju á leið sína milli lands og Vestmannaeyja í gær þegar ferill skipsins myndaði hjarta. Það var gert til þess að þakka þeim einstaklingum sem starfa í framlínunni hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins.
24.04.2020 - 06:27
Rúmar 80 milljónir í tilraunaverkefni í Landeyjahöfn
„Tilraunaverkefninu er lokið að sinni a.m.k. en það gekk út á að fá það afkastamikið skip til dýpkunar að ef höfnin lokast þá myndi það taka mjög skamman tíma að opna aftur,“ segir í skriflegu svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn fréttastofu um tilraunaverkefni Vegagerðarinnar og danska dýpkunarfyrirtækisins Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn í febrúar og mars. Verkefnið kostaði rúmar 80 milljónir og á samningstímanum voru fjarlægðir um 90.000 rúmmetrar af efni úr höfninni.
20.04.2020 - 09:51
„Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara“
Arnar Richardsson er nú á batavegi eftir að hafa orðið nokkuð alvarlega veikur af COVID-19. Veikindin hafa varið í tæpan mánuð og er hann vongóður um að verða kominn til fullrar heilsu eftir eina til tvær vikur. Arnar hvetur fólk til að hlýða Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavörnum, og vera heima um páskana. „Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara,“ segir hann í færslu á Facebook.
08.04.2020 - 12:05
Yfir 100 staðfest smit í Eyjum
Fjöldi þeirra Vestmannaeyinga sem greinst hafa með kórónuveiruna er kominn yfir 100, eftir að sjö til viðbótar greindust með COVID-19 sjúkdóminn síðasta sólarhringinn. 
06.04.2020 - 18:17
14 smit greinst það sem af er eftir í skimun í Eyjum
Í dag barst niðurstaða vegna hluta skimunar Íslenskrar erfðagreiningar í Vestmannaeyjum. Í ljós kom að 14 sýni greindust jákvæð fyrir COVID-19. Af þeim var helmingur í sóttkví. Heildarfjöldi smitaðra er orðinn 83 í Eyjum.
Enn bætist í hóp smitaðra í Vestmannaeyjum
Þrjú kórónuveirusmit hafa bæst við í Vestmannaeyjum í dag og eru staðfest smit þar nú orðin 66 talsins. Einn af þremur nýgreindum var þegar í sóttkví, samkvæmt tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í Eyjum.
01.04.2020 - 23:25
Hertar aðgerðir í Eyjum fram yfir páska, hið minnsta
Hertar aðgerðir í Vestmannaeyjum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar verða í gildi fram yfir páska, hið minnsta, að því er fram kemur í tilkynningu aðgerðastjórnar á Facebook-síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar mega ekki fleiri en tíu manns koma saman og líkt og víðar um land hefur líkamsræktarstöðvum og allri annarri starfsemi þar sem nánd er mikil, verið lokað.
30.03.2020 - 17:47
Fjarkennsla í Grunnskóla Vestmannaeyja
Kennsla við Grunnskóla Vestmannaeyja verður í formi fjarkennslu frá og með morgundeginum og þar til annað verður tilkynnt. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem verið er að grípa til í Eyjum til að hefta útbreiðslu COVID-19. Á vef bæjarfélagsins segir að miðað við reglur um fjöldatakmarkanir sé ekki hægt að manna hefðbundna kennslu. Þar mega ekki fleiri en tíu manns koma saman.
22.03.2020 - 18:39
Grunnskólabörn sungu fyrir eldri borgara
Nemendur í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum sungu fyrir íbúa Hraunbúða, sem er dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða, í morgun.
18.03.2020 - 10:44
Enn skerðing á rafmagni til Vestmannaeyja
Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti hefur ekki tekist að koma Hellulínu 1 í gagnið og frekari bilanaleit stendur yfir. Það gerir það að verkum að áfram verða takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.
15.02.2020 - 09:37
Neyðast til að taka rafmagn af að hluta í Eyjum
Búið er að taka rafmagnið af að hluta í Vestmannaeyjum vegna álags, en varaaflstöðvar ná ekki að sinna bænum í heild sinni.
14.02.2020 - 13:56
„Þetta eru hetjur“
„Þetta var svolítið svakalegt. Ef maður leitaði ekki skjóls þá fauk maður bara,“ segir Katrín Laufey Rúnarsdóttir, ritstjóri bæjarfjölmiðilsins Tíguls í Vestamannaeyjum. Hún var á fréttavaktinni í nótt.
14.02.2020 - 07:45
Rafmagnið í Eyjum hangir á bláþræði
Mjög lítið þarf til svo að rafmagnið detti út í Vestmannaeyjum, þar sem nú er stjörnuvitlaust veður að sögn Ívars Atlasonar hjá HS Veitum. Búið er að ræsa varaafl til öryggis til þess að tryggja stöðugan rekstur. Það dugir þó ekki til þess að keyra allt rafmagn í kaupstaðnum.
14.02.2020 - 07:42
Lengja dýpkunartímabil í Landeyjahöfn með nýrri aðferð
Vegagerðin hefur samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn í febrúar og mars. Með því er verið að lengja dýpkunartímabilið, en fyrirtækið Björgun ehf. er með samning um að sinna dýpkun í höfninni að vori og hausti til 2021 samkvæmt útboði.
04.02.2020 - 14:24
Myndskeið
Mjaldrasystur bregða á leik
Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít virðast una sér vel í Vestmannaeyjum. Þær voru fluttar hingað til lands frá Kína með flugvél á síðasta ári. Þær hafa verið í sóttkví síðan þær komu til landsins en stefnt er að því að flytja þær í hvalalaug með vorinu.
03.02.2020 - 23:46
Myndskeið
Mjaldrasysturnar þurfa að venjast steinum og þara
Eftir um sjö mánuði í sóttkví eru mjaldrasysturnar í Vestmannaeyjum að verða tilbúnar í saltan sjó. Fyrst þurfa þær að venjast helmingi kaldara vatni. Þær flytja í hvalalaugina með vorinu.
02.02.2020 - 22:03
Gömul fallbyssukúla fannst í Vestmannaeyjum
Starfsmenn Byggðasafns Vestmannaeyja fundu á dögunum fallbyssukúlu í kjallara safnsins, innan um aðra muni. Ekki var vitað hvort hún væri virk, né hvernig hún hafi endað þar.
Herjólfur fellir niður ferðir í kvöld og fyrramálið
Mjög hvasst er orðið í Vestmannaeyjum. Lögregla og björgunarsveitir þar hafa þó ekki fengið neina tilkynningu um fok.
07.01.2020 - 15:26