Færslur: Vestmannaeyjar

Mánaðar fangelsi fyrir að sigla Herjólfi réttindalaus
Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla skipinu þegar skipstjórnarréttindi hans voru útrunnin. Hann var að auki dæmdur fyrir að gefa upp rangar upplýsingar um mönnun skipsins.
Íris bæjarstjóri - Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar
Eyjalistinn og Fyrir Heimaey hafa komist að samkomulagi um áframhaldandi meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Páll Magnússon tekur við sem forseti bæjarstjórnar.
20.05.2022 - 11:28
Myndskeið
Meirihlutaviðræður hefjast í Eyjum í dag
Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey og Eyjalistinn hittast í dag og hefja samtal um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Flokkarnir tveir fengu samtals fimm fulltrúa á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.
16.05.2022 - 11:46
Krafa um betri samgöngur
Samgöngur milli lands og Eyja brenna á Vestmannaeyingum. Siglingaleiðin sé lífæð þeirra og óþolandi sé að geta ekki treyst á hana. Öll afkoma byggist á góðum reglulegum samgöngum, fólks- og vöruflutningar og heilbrigðisþjónustan.
Páll Magnússon skipar oddvitasæti í Eyjum
Páll Magnússon, fyrrum alþingmaður Sjálfstæðisflokksins og útvarpsstjóri, mun leiða framboðslista Fyr­ir Heim­a­ey í Vest­mann­a­eyj­um fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann segist ekki hættur að vera Sjálfstæðismaður þrátt fyrir að leiða annan lista. Páll tilkynnti þetta í færslu á Facebook. 
Þörf sé á ríkisstyrktu flugi til Vestmannaeyja
Í janúar 2022 fór Herjólfur aðeins 34 ferðir til Landeyjahafnar en hann fór 286 sinnum í janúar árið áður. Höfnin hefur verið full af sandi síðan í byrjun árs, það viðraði ekki til að dýpka höfnina fyrr en í lok mars. Á þriggja mánaða tímabili, frá því að mælingar sýndu að höfnin væri of grunn til að hægt væri að sigla þangað á Herjólfi, gafst aðeins tvisvar veður til að dýpka höfnina.
03.04.2022 - 17:56
Veður óhagstætt til siglinga í Landeyjahöfn í vetur
Herjólfur hefur lítið getað siglt til Landeyjahafnar það sem af er ári. Í janúar voru ferðirnar 34 en 286 í janúar í fyrra. Rannsakað hefur verið hvernig megi bæta aðstæður í höfninni og hvernig megi fjölga dögum sem hægt verður að sigla þar um. Forsendur ríkisstyrks áætlunarflugs til Vestmannaeyja eru einnig í skoðun.
Eyþór hafði betur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í eyjum
Eyþór Harðarson hafði betur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær en Hildur Sólveig Sigurðardóttir, núverandi oddviti flokksins í bæjarstjórn, hafnaði í öðru sæti.
Landinn
Sá ýmislegt þegar hann ræsti fólk til vinnu
Loðnuvertíðin í Vestmannaeyjum gengur vel. Það gefst ekki mikill tími fyrir fyllerí eins og áður var en vertíðin breytir andanum í bænum og rífur upp stemninguna að sögn Benonýs Þórissonar, framleiðslustjórna hjá Vinnslustöðinni.
Skólahúsnæðið orðið kalt í Eyjum vegna rafmagnsleysis
Vestmannaeyjabær hefur verið keyrður á varaafli síðan klukkan 9 í morgun, þegar rafmagn fór af í eynni. Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi frá því að ekki yrði hægt anna aflþörf í eynni að fullu á meðan viðgerðir á rafstöð standa yfir.
22.02.2022 - 14:33
Björgunarsveitir aðstoðuðu farþega í Herjólfi
Óveður og ófærð valda enn vandræðum á landinu og horfur eru ófagrar næstu daga. Björgunarsveitarfólk hefur verið önnum kafið að aðstoða strandarglópa. Björgunarsveitir þurftu að aðstoða farþega og áhöfn Herjólfs að komast frá borði.
20.02.2022 - 13:48
Fyrri ferð Herjólfs féll niður, óljóst með framhaldið
Fyrri ferð Herjólfs féll niður í dag vegna ofsaveðurs. Þetta kemur fram á heimasíðu Herjólfs. Ferjan átti að leggja í hann klukkan sjö en hún liggur bundin við bryggju og fer hvergi.
20.02.2022 - 08:01
Íbúar í Vestmannaeyjum beðnir að halda sig heima
Lögreglan í Vestmannaeyjum biðlar til íbúa í eynni að vera ekki á ferðinni að óþörfu, en þar er mjög slæmt skyggni og þungfært á vegum. Vindhraði á Stórhöfða mælist nú yfir 30 metra á sekúndu.
19.02.2022 - 22:08
Allt í skralli á golfvellinum í Eyjum eftir óveður
Miklar skemmdir urðu á golfvellinum í Vestmannaeyjum í storminum sem gekk yfir landið fyrir rúmri viku. Vallarstjóri segir að það muni taka margar vikur að laga völlinn.
17.02.2022 - 11:30
Íris sækist eftir endurkjöri
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, ætlar að gefa kost á sér til endurkjörs í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þetta kemur fram í Facebook-færslu.
Ellefu sagt upp störfum hjá Vinnslustöðinni í Eyjum
Fiskvinnslan Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sagði um mánaðamótin upp ellefu fastráðnum starfsmönnum og þrettán vertíðarstarfsmönnum til viðbótar var tilkynnt að ekki væri hægt að tryggja þeim vinnu við lok vertíðar. Öllum fastráðnum starfsmönnunum var boðin vaktavinna í staðinn. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
02.02.2022 - 14:07
Reikna með að skipstjórinn snúi aftur til starfa
Skipstjóri Herjólfs sem sigldi skipinu án endurnýjaðra réttinda fær að snúa aftur til starfa að loknu tímabundnu leyfi. Einn skipstjóri og fjórir stýrimenn Herjólfs hafa nýverið sagt upp störfum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að kurr sé í starfsfólki. 
30.01.2022 - 18:52
Skipstjóri á Herjólfi sigldi eftir að réttindi runnu út
Skipstjóri hjá Herjólfi hefur fengið áminningu í starfi og verið lækkaður í tign, eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Þetta staðfestir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. við fréttastofu. Lögskráningu skipsins var ábótavant, þar sem skipstjórinn hélt áfram að sigla eftir að atvinnuréttindi hans runnu út fyrir jól.
21.01.2022 - 15:54
Tryggja hafnir fyrir væntanlegri lægð
Veðurfræðingar vara við djúpri lægð sem vænta má að gangi yfir landið annað kvöld. Veðrið verður verst um suðvestanvert landið. Starfsmenn hafna fylgjast með veðurspá og gera ráðstafanir í samræmi við hana.
04.01.2022 - 16:02
Hópsmit á hjúkrunarheimilinu í Vestmannaeyjum
Fjórir heimilismenn og átta starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Þrír til viðbótar bíða enn eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
Hefja flug til Vestmannaeyja á ný
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur samið við flugfélagið Erni um svokallað lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1.júní 2022. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum. Flugáætlun verður þó með frábrugðnum hætti yfir hátíðarnar en fyrsta flugið til Eyja verður á fimmtudag, á Þorláksmessu. Hefðbundin lágmarksflugáætlun tekur gildi í upphafi nýs árs.
21.12.2021 - 15:32
Auknum hagvexti spáð vegna loðnuveiðiráðlegginga Hafró
Mikil gleði ríkir í útgerðarbæjum vegna ráðlegginga Hafrannsóknastofnunar um veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu á komandi vertíð. Hagfræðingur spáir auknum hagvexti í kjölfarið.
Telur óásættanlegt að ekki verði áætlunarflug til Eyja
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir óásættanlegt að ekki verði áætlunarflug til Eyja en reglulegt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja leggst af um mánaðamót. Icelandair sem séð hefur um þjónustuna síðan í vor hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi vegna lítillar eftirspurnar.
29.08.2021 - 15:47
Hætta flugi til Vestmannaeyja um mánaðamót
Reglulegt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja leggst af um mánaðamót. Icelandair hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi vegna lítillar eftirspurnar.
29.08.2021 - 08:08
Mjög góður varpárgangur lundans í sumar
Þyngsta lundapysja sem mælst hefur á Íslandi náðist á dögunum í Vestmannaeyjum. Árgangurinn í ár er stærsti árgangur lunda í 20 ár, segir forstöðumaður Náttúrustofnunar Suðurlands en stofninn hefur þó minnkað um 45% frá 2003 til 2020.
16.08.2021 - 09:43