Færslur: Vestmannaeyjar

Æðrulausir Eyjamenn skemmta sér innan takmarkana
Annað árið í röð var Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum aflýst og engin formleg dagskrá. Bæjarstjórinn segir Eyjamenn taka þessu af æðruleysi og reyna að skemmta sér innan marka þeirra takmarkana sem nú eru við lýði.
31.07.2021 - 12:45
Væsir ekki um fjölskyldu í einangrun í Eyjum
Sumarfrí fjögurra manna fjölskyldu í Hafnarfirði breyttist snögglega eftir að bræðurnir Elvis og Flóki greindust með covid-smit þegar þeir voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Vestmannaeyjum. Stór hluti fjölskyldunnar smitaðist í kjölfarið en Eyjamenn hafa séð til þess að gera einangrunina bærilega.
29.07.2021 - 09:20
Segir ÍBV þurfa aðstoð eftir frestun þjóðhátíðar
Þjóðhátíðarnefnd íhugar að óska eftir ríkisstyrk vegna þess fjárhagslega skaða sem hlýst af frestun Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Barna- og unglingastarf ÍBV sé að miklu leyti rekið með tekjum af Þjóðhátíð og það hafi mikil áhrif á samfélagið að henni hafi verið slegið á frest.
Skipverjar Kap VE II í sóttkví í Grundarfjarðarhöfn
Grunur leikur á um að skipverjar í áhöfn Kap VE II séu smitaðir af kórónuveirunni.
27.07.2021 - 13:14
Þjóðhátíðarnefnd liggur enn undir feldi
Þjóðhátíðarnefnd fundar enn um afdrif Þjóðhátíðar 2021 að sögn Harðar Orra Grettissonar formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina hafa fundað stíft yfir helgina og muni hittast aftur í dag.
Ætla að sannreyna undirskriftir til stuðnings Ingó
Líkt og venjan er verður Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum haldin um verslunarmannahelgina í ár og eflaust margir skemmtanaþyrstir landsmenn sem gleðjast yfir því eftir að hátíðin í fyrra féll niður sökum samkomubanns og heimsfaraldurs. Undanfarna daga hefur skipulag Þjóðhátíðar verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að afbóka tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson.
07.07.2021 - 14:28
Segir ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar hafa komið á óvart
Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, segist vera ósáttur við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar og að hún hafi komið honum á óvart. Hann segist ætla að ráðfæra sig við fólk í kringum sig hvort hann krefji nefndina um bætur. „Ég þarf að bregðast við á einhvern hátt.“
05.07.2021 - 16:03
Ingó kemur ekki fram á Þjóðhátíð í Eyjum
Ingólfur Þórarinsson mun hvorki stýra brekkusöngnum í Herjólfsdal né koma fram á hátíðinni í ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd. „Þessi ákvörðun svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu.“
05.07.2021 - 11:56
Fjöldi ásakana á hendur Ingó og nefndin svarar engu
Aðgerðarhópurinn Öfgar birti um helgina nafnlausar frásagnir yfir tuttugu kvenna þar sem þær greina frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu þekkts tónlistarmanns. Sá tónlistarmaður er Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð. Hann er aldrei nafngreindur í frásögnunum. Formenn Þjóðhátíðarnefndar hafa ekki látið ná í sig alla helgina, en Ingólfur á að stjórna brekkusöngnum á næstu þjóðhátíð í Eyjum.
04.07.2021 - 14:45
Yfir 130 konur krefjast þess að Ingó spili ekki í Eyjum
Undirskriftarlisti með yfir 130 nöfnum íslenskra kvenna var sendur til Þjóðhátíðarnefndar ÍBV þar sem því er mótmælt að Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, stjórni brekkusöngnum á Þjóðhátíð. Konurnar krefjast þess að nefndin svari því hvernig það sé réttlætanlegt að ráða „meinta kynferðisbrotamenn” til að spila á Þjóðhátíð. Ingólfur segist vita hver hann er og ætli að halda sínu striki.
02.07.2021 - 16:02
Kuldi veldur því að makríll hefur ekki fundist
Kalt veður í vor og sumar veldur því að makríllinn finnst seinna á miðunum en undanfarin ár, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Hann kveðst þó engar áhyggjur hafa af stöðunni. Frá sjómannadeginum í upphafi mánaðar hafa tveir leiðangrar haldið út á miðin í leit að makríl en árangur leitarinnar hefur látið á sér standa.
19.06.2021 - 12:43
Herjólfur tefst í Eyjum vegna bilunar
Bilun í tjakki í Vestmannaeyjahöfn varð þess valdandi klukkan níu í morgun að bílagangur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs bilaði sem veldur nokkrum töfum á ferðum ferjunnar.
10.06.2021 - 10:12
Lundastofninn í hættu vegna hlýnunar sjávar
Hlýnun sjávar virðist hafa valdið verulegri fækkun í íslenska lundastofninum á síðustu áratugum.
Sjónvarpsfrétt
Eyjamenn vongóðir og hefja brátt miðasölu á Þjóðhátíð
Skipuleggjendur fjölmennra viðburða í sumar eru mis vongóðir um að afléttingaráætlun stjórnvalda standist. Stórum tónleiknum og hátíðum hefur þegar verið aflýst en miðasala á Þjóðhátíð hefst á næstu dögum.
Landinn
„Það eru bara rugludallar um borð“
„Já, örugglega bara síðan ég fór fyrsta túrinn minn þá hefur mig alltaf langað að verða sjómaður,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson, jafnan kallaður Huginn, sem er líklega yngsti sjómaður landsins.
Landinn
Kona í Vestmannaeyjum rekur heilsugæslu í Gambíu
Í janúar í fyrra tók Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir við rekstri heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu og draumurinn er að byggja þar fæðingastofu. Reksturinn fjármagnar hún með sölu á notuðum fötum og hlutum frá Eyjamönnum.
Íbúi í Vogum viðbúinn þurfi að hverfa á brott í flýti
Jakob Jónsson, hafnsögumaður sem búsettur er í Vogum á Vatnsleysuströnd, kveðst nokkuð rólegur þrátt fyrir stöðuga jarðskjálfta og umfjallanir um mögulegt eldgos á Reykjanesskaga. Fjölskyldan hefur þó búið sig undir að bregðast við fari allt á versta veg.
Landinn
Heillaðist af Keikó og elti drauminn
Marga dreymdi um að vinna með höfrungum eftir að myndin um hinn íslenska Keikó, Free Willy, sló í gegn 1993. Flestir létu þar við sitja en ekki Kristín Viðja Harðardóttir sem reri að því öllum árum að landa draumastarfinu.
21.02.2021 - 20:00
Síðdegisútvarpið
Loðnunni tekið fagnandi í Eyjum
Loðnu var landað í Vestmannaeyjum í gær í fyrsta sinn í þrjú ár. Benóný Þórisson, framleiðslustjóri í Vinnslustöðunni, segir að vinnslu við fyrsta farminn hafi lokið í nótt. Svo er von á öðrum nú klukkan 21:00.
17.02.2021 - 20:46
Hvetja til að bátnum Blátindi verði bjargað frá förgun
Stjórn Hollvina Húna II á Akureyri og stjórn Hollvina Magna í Reykjavík skora á stjórn Minjastofnunar Íslands og framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja að falla frá því að farga bátnum Blátindi.
Björgunarsveitir kallaðar út vegna veðurs
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út nokkrum sinnum í morgun vegna veðurs í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ.
27.12.2020 - 10:23
Flug hefst á ný milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja
Flug hefst á ný milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í næstu viku og búast má við að tvær ferðir verði farnar í hverri viku. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið að semja við Icelandair um að tryggja lágmarksfjölda ferða á flugleiðinni. Samningurinn gildir til 1. maí á næsta ári.
16.12.2020 - 15:03
Með öllu óviðunandi og ógnar íbúum Vestmannaeyja
Almannavarnanefnd Vestmannaeyja hefur lýst yfir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Á morgun verður engin þyrla til taks hjá Gæslunni í að minnsta kosti tvo daga vegna viðhalds.
Enn verið að endurskipuleggja rekstur Herjólfs
Ekki liggur endanlega fyrir hvernig starfsemi farþegaferjunnar Herjólfs verður háttað þegar uppsagnarfrestur allra 68 starfsmanna Herjólfs rennur út um næstu mánaðamót. Öllum starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp 1. september.
16.11.2020 - 14:50
Skilorð fyrir kynferðislega áreitni á þjóðhátíð
Karlmaður á sjötugsaldri var í gær dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir að áreita 18 ára gamla konu kynferðislega á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. Auk þess var honum gert að greiða henni 300 þúsund krónur í miskabætur.