Færslur: Vestmannaeyjar

Forstjóri Ernis: „Okkur er bara að blæða út á þessu“
Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir að fækkun farþega og hörð samkeppni við ríkisstyrktar siglingar liggi að baki ákvörðun um að hætta flugi til Vestmannaeyja. Hann segir öruggt að ríkið tryggi samgöngur til Eyja.
02.09.2020 - 12:27
Óeðlilegt að beita starfsfólki ef sækja á fé til ríkis
Bæjarráð Vestmannaeyja fundar nú í hádeginu um stöðu Herjólfs eftir að öllum starfsmönnum fyrirtækisins, 68 manns, var sagt upp í gær. Stjórn Herjólfs telur að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning við ríkið og sér fram á 400 milljóna króna halla á rekstri félagsins á árinu. Samgönguráðherra segir að félaginu hafi þegar hafi verið veittur einhver fjárstuðningur og segir samtal hafið um að leysa ágreiningsmál um þjónustusamning.
Myndskeið
Lundapysjuveiðitímabilið í hámarki í Vestmanneyjum
Lundapysjuveiðitímabilið stendur nú sem hæst í Vestmannaeyjum. Vaskt björgunarfólk hefur nú bjargað yfir fimm þúsund lundapysjum sem villast til byggða á Heimaey.
31.08.2020 - 19:20
Öllum 68 starfsmönnum Herjólfs ohf. sagt upp
Öllum 68 starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp störfum. Guðbjartur Ellert Jónsson, forstjóri Herjólfs, segir uppsagnirnar varúðarráðstafanir því stjórn félagsins telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu.
Myndskeið
Hátt í þrjú þúsund pysjur skráðar í pysjueftirlitinu
Alls hafa 2.693 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum og 1.778 vigtaðar síðan sást til fyrstu pysjunnar í Eyjum þann 14. ágúst. Eftirlitið hefur verið starfrækt undanfarin 17 ár en er með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins og er eingöngu rafrænt.
Alvarleg líkamsárás í Eyjum - árásarmaðurinn ófundinn
Framin var alvarleg líkamsárás í Vestmannaeyjum í nótt. Ráðist var á mann á fertugsaldri og hlaut hann alvarlega áverka. Í tilkynningu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum í Facebook segir að árásarmaðurinn hafi beitt einhvers konar áhaldi við verknaðinn. Árásarmaðurinn hafði hulið andlit sitt og óskar lögregla eftir upplýsingum frá vitnum.
25.08.2020 - 16:15
Fararsnið komið á lundann
Fararsnið er nú komið á lundann sem virðist ætla að fljúga af landi brott frá Eyjum á hefðbundnum tíma þetta árið, eftir að hafa verið seinna á ferðinni undanfarin ár.
18.08.2020 - 14:10
Fundað á ný í Herjólfsdeilu
Samninganefndir Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. hittust á samningafundi í morgun. Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
79 í sóttkví í Vestmannaeyjum
79 eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum og tveir eru í einangrun, en einn einstaklingur hefur lokið sóttkví. 75 voru í sóttkví í gær og þrír í einangrun.
09.08.2020 - 14:08
Smit í Eyjum eftir verslunarmannahelgi – 48 í sóttkví
Alls hafa nú 48 íbúar í Vestmannaeyjum verið sendir í sóttkví eftir að fólk sem var þar gestkomandi um síðustu helgi greindist smitað af COVID-19. Smitrakningarteymi almannavarna rekur nú ferðir þeirra smituðu og búist er við að fólki í sóttkví fjölgi eftir því sem líður á daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum.
07.08.2020 - 10:46
Mjaldrasysturnar eru klárar og kunna á þjálfarana sína
„Þær eru mjög klárar og mjög skynsamar. Þær þekkja okkur öll í sundur og vita alveg hvernig á að plata okkur og svona,“ segir Vignir Skæringsson einn þeirra sem sér um mjaldrasysturnar Litlu-Gráa og Litlu-Hvíta í Vestmannaeyjum. Hann segir starfið tvímælalaust það skemmtilegasta og fjölbreyttasta sem hann hefur sinnt.
04.08.2020 - 12:33
Skemmtanahald helgarinnar í heimahúsum og görðum
Verslunarmannahelgin fór víðast vel fram að sögn lögreglu. Þó nokkuð var um að fólk væri á ferðinni þó hefðbundnum hátíðarhöldum hafi verið aflýst.
Landgangurinn við Herjólf hrundi
Landgangurinn við Herjólf í Vestmannaeyjum hrundi í dag þegar hann losnaði af festingum við afgreiðsluhúsið við höfnina. Landgangurinn er nýr og var settur upp í síðustu viku. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir í samtali við fréttastofu að engan hafi sakað og engar skemmdir orðið á eignum. Eyjafréttir greindu frá í dag.
01.08.2020 - 18:44
Myndskeið
„Grunaður njósnari“ gæti orðið vinur mjaldrasystra
Þær Litla-grá og Litla-hvít, mjaldrarnir í Vestmannaeyjum, gætu innan tíðar fengið félagsskap í kvínna í Klettsvík. Einmana en þó afar vinalegur mjaldur leitar að félagsskap með framtíðarsamband í huga.
25.07.2020 - 19:19
Vilja að ráðherra banni verkfallsbrot Herjólfs
Sjómannafélag Íslands krefst þess að ráðherra, ríkisstjórn og þingmenn banni stjórnendum Herjólfs að nota skip og hafnaraðstöðu í ríkiseigu til verkfallsbrota. Þetta kemur fram í opnu bréf til samgönguráðherra sem sjómannafélagið sendi frá sér nú síðdegis.
Myndskeið
Ákvörðun Herjólfs „hleypir illu blóði í fólk“
Gamli Herjólfur sigldi til og frá Vestmannaeyjum í dag mannaður starfsfólki sem ekki er í Sjómannafélagi Íslands og þar með ekki í verkfalli. Formaður Sjómannafélagsins segir félagsmenn furðu lostna og að ákvörðunin hleypi illu blóði í fólk.
15.07.2020 - 18:59
Sakar bæjarstjórn í Eyjum um lögbrot
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, segir að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafi brotið grunnréttindi launafólks. Útgerð Herjólfs ohf, sem sé í eigu bæjarins noti eigur ríkisins til að beita launafólk ofríki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jónas sendi frá sér.
Gamli Herjólfur farinn að sigla eftir seinkun í morgun
Gamli Herjólfur lagði úr höfn í Eyjum skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Brottför var áætluð klukkan hálf tíu en seinkaði um tæplega þrjá og hálfan tíma. Herjólfur ohf. tilkynnti að gamli Herjólfur, Herjólfur III, myndi sigla þrjár ferðir fram og til baka frá Vestmannaeyjum í dag.
Enginn grundvöllur fyrir viðræðum í Herjólfsdeilunni
Verkfall Herjólfs, sem hófst á miðnætti og lýkur á miðnætti annað kvöld, veldur miklu tjóni í ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum. Þetta segir hóteleigandi í Eyjum sem segist hafa orðið fyrir miklu tapi vegna þess og á von á að það verði meira. Hann biðlar til deiluaðila um að finna lausn. Talsmenn þeirra segja engan grundvöll fyrir viðræðum.
Allt útlit fyrir að verkfall hefjist á miðnætti
Engir fundir eru boðaðir í kjaradeildu undirmanna á Herjólfi í dag. Að óbreyttu hefst verkfall því á miðnætti og stendur í tvo sólarhringa.  Deilan er í hnút og samningsaðilar ræddust ekkert við um helgina. 
13.07.2020 - 12:22
Segist bjartsýnn á lausn Herjólfsdeilunnar
Stjórn Herjólfs situr nú á fundi með fulltrúum skipverja ferjunnar og Sjómannafélags Íslands til að leita lausna á kjaradeilu þeirra. Sólarhrings vinnustöðvun skipverja lauk á miðnætti og önnur er fyrirhuguð í tvo sólarhringa frá miðnætti 14. júlí. Sú þriðja verður tveimur vikum síðar, í þrjá sólarhringa, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Fyrir fundinn sagðist Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs bjartsýnn á að samkomulag næðist.
Herjólfur siglir aukaferð - fundað um stöðuna á morgun
Stjórn Herjólfs ohf. hefur boðið fulltrúum starfsmanna og Sjómannafélags Íslands til viðræðna á morgun til að reyna finna lausn á kjaradeilu skipverja Herjólfs.
07.07.2020 - 20:40
Mjaldrar með magakveisu
Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít kljást við væga magakveisu. Fyrirhugað var að flytja mjaldrana í vikunni úr innanhússlaug þar sem þeir hafa haft aðstöðu síðustu mánuði, og á framtíðarheimilið í Klettsvík. Vegna kveisunnar hefur flutningum verið frestað um nokkrar vikur. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Sealife Trust í Vestmannaeyjum.
01.07.2020 - 18:22
Sérstakt ástand og þjóðhátíð er þar ekki undanskilin
Ákveðið hefur verið að goslokahátíðin sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina verði smærri í sniðum en áætlað var, vegna nýrra kórónuveirusmita hér á landi. Hefðbundin Þjóðhátíð er einnig út úr myndinni.
30.06.2020 - 22:00
Varp hefur minnkað verulega í Eyjum og á Breiðafirði
Stofnvöktun lunda hefur lokið skoðun á lundavarpi í tólf byggðum. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, segir varp áberandi minna en í fyrra á Breiðafirði og Vestmannaeyjum. 
25.06.2020 - 07:00