Færslur: Vestmannaeyjabær

Herjólfur siglir hvorki á morgun né á þriðjudag
Herjólfur siglir ekki á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á morgun eða á þriðjudag vegna yfirvofandi ofsaveðurs. Rauð viðvörun verður í gildi á suðvestanverðu landinu í nótt og í fyrramálið og má þá gera ráð fyrir að vegir verði lokaðir til og frá Þorlákshöfn. Eins er spáð að ölduhæð verði ansi há á meðan óveðrinu stendur.
06.02.2022 - 16:50
Íris sækist eftir endurkjöri
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, ætlar að gefa kost á sér til endurkjörs í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þetta kemur fram í Facebook-færslu.
Fær tækifæri til að bæta fyrir dómgreindarbrestinn
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hafið rannsókn á máli skipstjórans sem sigldi Herjólfi um jólin eftir að réttindi hans runnu út. Þrátt fyrir að stjórn Herjólfs telji málið grafalvarlegt fær skipstjórinn annað tækifæri til að bæta fyrir misgjörðir sínar segir framkvæmdastjóri.
Rólegheit í Vestmannaeyjum
Aðfararnótt frídags verslunarmanna var óvenju kyrrlát í Vestmannaeyjum, annað árið í röð. Lögreglan í Vestmannaeyjum sagði þó nokkuð af fólki í eynni, en allt hefði gengið vel þrátt fyrir samkomur í heimahúsum.
Fiskeldi fyrirhugað í Viðlagafjöru við Heimaey
Samkomulag hefur tekist með Vestmannaeyjabæ og fyrirtækinu Sjálfbært fiskeldi í Vestmannaeyjum ehf. að byggja upp fiskeldi í Viðlagafjöru á Heimaey.
17.06.2021 - 03:23
Öllum boðið að halda störfum sínum þegar HSU tekur við
Öllu starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmanneyjum býðst að halda störfum sínum og sömu kjörum og verið hefur þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) tekur við rekstri þess 1. maí.
Störf 130 manns á hjúkrunarheimilum tryggð í lögum
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja og tryggja þannig réttindi og störf rúmlega 130 starfsmanna hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum.
12.03.2021 - 13:12
„Kemur ekki á óvart en er mjög sérstakt“
Bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum kemur saman til fundar nú í hádeginu, til þess að ræða uppsagnir á flugvellinum í Eyjum. Bæjarstjórinn gagnrýnir framferði Isavia í málinu og segir að félagið grípi hvert tækifæri sem gefist til þess að skerða þjónustu flugvalla úti á landi.
Engir fundir í Herjólfsdeilu
Engir fundir hafa verið hjá forsvarsmönnum Herjólfs og Sjómannafélags Íslands eftir að þriggja daga verkfalli félagsmanna þar var aflýst 20. júlí en þá náðist samkomulag um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Þeim viðræðum á að vera lokið næstkomandi mánudag og Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir að vonandi hittist aðilar innan tíðar, tíminn sé skammur.
Gagnrýnir áform um að flytja Ólaf Helga til Eyja
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, gagnrýnir meint áform Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um að færa Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, til Vestmannaeyja.
Herjólfur siglir ekki þriðjudag og miðvikudag
Herjólfur siglir ekki 14. og 15. júlí vegna verkfalls undirmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar er því beint til farþega sem þurfa að ferðast til eða frá Vestmannaeyjum að gera ráðstafanir.
10.07.2020 - 14:36
Segist bjartsýnn á lausn Herjólfsdeilunnar
Stjórn Herjólfs situr nú á fundi með fulltrúum skipverja ferjunnar og Sjómannafélags Íslands til að leita lausna á kjaradeilu þeirra. Sólarhrings vinnustöðvun skipverja lauk á miðnætti og önnur er fyrirhuguð í tvo sólarhringa frá miðnætti 14. júlí. Sú þriðja verður tveimur vikum síðar, í þrjá sólarhringa, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Fyrir fundinn sagðist Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs bjartsýnn á að samkomulag næðist.
Aukafundur í bæjarráði vegna verkfalls Herjólfs
Bæjarráð Vestmannaeyja kemur saman til aukafundar nú í hádeginu til að fjalla um kjaradeilu skipverja í Herjólfi. Sólarhrings verkfall þerna og háseta hófst á miðnætti. Margir eru fastir í Eyjum eða komast ekki þangað. Fullbókað var á Hótel Vestmannaeyjum í kvöld en gestir hafa nú afbókað vegna verkfallsins. 
Myndskeið
Skoða að skipta dalnum í minni svæði fyrir þjóðhátíð
Formaður ÍBV segist ekki vilja bera ábyrgð á því að velja þann helming Vestmannaeyinga sem má fara á þjóðhátíð. Leitað er allra leiða til að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Til skoðunar er að skipta Herjólfsdal upp í minni svæði til að hægt sé að virða fjöldatakmarkanir.
26.04.2020 - 18:55
Varnarmúrarnir
„Aðgerðaleysið er það versta sem kemur fyrir fólk“
„Víðir talaði um veirufrían klukkutíma en við tökum eiginlega meiripartinn af deginum í að hugsa um annað,“ segir eldri borgari í Vestmannaeyjum. Annar eldri borgari í Eyjum hefur tekið upp á því að kenna félögum sínum í Félagi eldri borgara að hlaða niður púsl-appi. Báðir telja þeir að Kórónuveirufaraldurinn eigi eftir að breyta heiminum.