Færslur: vestfjarðavegur
Áætlað að framkvæmdum ljúki árið 2024
Gangi allt að óskum verður hægt að aka til og frá suðurhluta Vestfjarða á malbikuðum vegi árið 2024. Vegagerðin og landeigendur Grafar í Þorskafirði hafa náð samkomulagi um veglagningu í Gufudalssveit á sunnanverðum Vestfjörðum og segir samgönguráðherra mjög ánægjulegt að sjá fyrir endann á verkefninu.
24.07.2021 - 12:35
Athuga hvort fornleifar leynist í Teigsskógi
Vegagerðin heggur nú leið í gegnum birkið í Teigsskógi í Gufudalssveit, þar sem nýr Vestfjarðavegur á að liggja. Það er gert til þess að leita af sér allan grun um að þar leynist fornleifar.
14.04.2021 - 08:57
Áætlað að þverun Þorskafjarðar hefjist innan skamms
Ráð er fyrir gert að framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar hefjist í mars eða apríl. Vestfjarðavegur tengir sunnanverða Vestfirði við aðra landshluta en áætlað er að verkið taki um þrjú ár. Fergja þarf botn Þorskafjarðar sem er tímafrekt viðfangsefni.
23.03.2021 - 16:31
Náðu niður hættulegum bjargbrotum í Bröttubrekku
Starfsmenn Vegagerðarinnar réðust í það verkefni í síðustu viku að ná niður tveimur bjargbrotum í Bröttubrekku sem höfðu valdið þeim og vegfarendum hugarangri. Brotin höfðu smám saman mjakast nær bjargbrúninni. Var því hætta á að þau féllu fram, niður á Vestfjarðaveg og jafnvel á eða fyrir bíl.
27.11.2020 - 17:58
Fyrsti hluti nýs Vestfjarðavegar boðinn út
Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu Vestfjarðavegar í Gufufirði. Það eru 6,6 kílómetra vegarkafli frá Gufudalsá að Skálanesi. Einungis um 1,2 kílómetrar verða þó hluti af Vestfjarðavegi í framtíðinni.
14.07.2020 - 16:35
Framkvæmdir við veg um Teigsskóg verða ekki stöðvaðar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði fyrr í mánuðinum kröfu Landverndar um að framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Gufudalssveit yrðu stöðvaðar. Vegagerðin hefur endurskipulagt framkvæmdaferlið og vill byrja á þeim köflum sem minnstur ágreiningur er um.
22.06.2020 - 13:15
Fá framkvæmdaleyfi fyrir Þ-H leið en búast við kæru
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir Þ-H leið um Teigsskóg í Gufudalssveit. Samningar hafa ekki nást við alla landeigendur og líklegt er að framkvæmdaleyfið verði kært.
26.02.2020 - 12:02
Vonar að Dynjandisheiði gangi betur en Teigsskógur
Heilsársvegur um Dynjandisheiði á Vestfjörðum með tengingu í Bíldudal mun stórbæta samgöngur á Vestfjörðum. Umhverfisáhrif framkvæmdarinnar gætu hins vegar verið umtalsverð, samkvæmt frummatsskýrslu Vegagerðarinnar.
02.01.2020 - 12:46
Hafna Þ-H leið um Teigskóg
Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, og Karl Kristjánsson, sem situr í sveitarstjórn, mynduðu meirihluta í skipulagsnefnd hreppsins og höfnuðu Þ-H leið Vestfjarðavegar sem felur í sér lagningu vegs um Teigsskógs. Þeir leggja R leiðina til, þar sem vegur er lagður um Reykhóla og þverar Þorskafjörð. Greidd verða atkvæði um skipulagsbreytingar sem gera ráð fyrir Þ-H leið á sveitarstjórnarfundi á þriðjudag.
13.10.2019 - 18:10
Meirihluti athugasemda á móti Þ-H leið
44 athugasemdir bárust vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Athugasemdirnar snúast um legu nýs Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, svokallaða Þ-H leið. Með þeirri leið yrði lagður vegur um Teigsskóg og Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður þveraðir. Meirihluti athugasemda er gegn Þ-H leiðinni og kallað eftir því að leið D2, jarðgöng, verði fremur valin.
06.09.2019 - 15:53