Færslur: Vestfirðir

Auknar takmarkanir á Vestfjörðum
Á Vestfjörðum líkt og víðar á landinu hefur verið gripið til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Heimsóknarbann hefur nú verið sett á dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð í Reykhólahreppi.
Örsýning í Bolungarvík um verslunarmannahelgi
Aðstandendur Takk - örsýningar í Bolungarvík láta ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir ástandið í landinu. Sýningin verður opin í Listastofunni Bakka alla verslunarmannahelgina.
Grindhvalirnir komust á haf út af sjálfsdáðum
Vaða grindhvala, sem síðdegis í gær strandaði á skeri í Þernuvík í Mjóafirði, er nú komin á haf út, að því er virðist af sjálfsdáðum.
31.07.2020 - 09:10
Útköll vegna vélarvana báta fyrir vestan og norðan
Björgunarskipin Kobbi Láka í Bolungarvík og Gísli Jóns á Ísafirði hafa verið boðuð vegna vélarvana strandveiðibáts austur af Horni sem rekur í átt að landi.
29.07.2020 - 16:12
Skriður féllu víða um helgina 
Skriður féllu á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í óveðrinu um helgina. Veðurstofan og Vegagerðin höfðu varað við hættu á skriðum og grjóthruni á vegum og ráðið vegfarendum frá því að ferðast um tiltekna fjallvegi. 
20.07.2020 - 15:23
Áframhaldandi úrkoma á Tröllaskaga þar til annað kvöld
Gul veðurviðvörun verður í gildi á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra og Suðausturlandi á morgun. Samkvæmt Veðurstofu Íslands á enn eftir að falla töluverð úrkoma á Norðurlandi og norðan til á Vestfjörðum og mun halda áfram að rigna þar fram eftir morgni. 
17.07.2020 - 21:53
Vindur hvass og hviðóttur fram eftir kvöldi
Á Siglufirði hefur úrkoman síðasta sólarhringinn mælst 117 mm og á Flateyri hefur hún mælst 91,7 mm. Veðurstofan gaf nú undir kvöld út gula viðvörun fyrir suðuausturland á morgun. Búast má við allhvassri vestanátt austan Öræfa. Þar getur vindur farið yfir 25 m/s í hviðum og er slíkt varasamt fyrir  ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Bátar losnuðu frá bryggju og lömb lentu í sjálfheldu
Tveir bátar losnuðu frá bryggju í Bolungavík í veðurofsanum í morgun og þá hefur vatn flætt inn í kjallara á Suðureyri þar sem ræsi hafa ekki haft undan.
17.07.2020 - 14:06
Hætta á vatnavöxtum og skriðuföllum
Mikilli úrkomu er spáð áfram á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Í Hvalá í Ófeigsfirði stefnir í metflóð í fyrramálið haldi úrkoman áfram af sama krafti. Yfirborð árinnar hefur hækkað um heilan metra undanfarinn sólarhring.
Myndskeið
Haglél og úrhelli í Árnesi
Haglél og úrhelli var í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á Suðurlandi í kvöld. Gestur í sumarbústað á staðnum kvaðst aldrei hafa upplifað aðra eins úrkomu. Hlýtt er á staðnum og kom haglélið því fólki mjög á óvart.
Nýir vegir á Vestfjörðum geta haft áhrif á verndarsvæði
Miklar samgöngubætur fyrir víðfeðmt svæði felast í lagningu nýrra vega um Dynjandisheiði og frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Umhverfisáhrif veglagningarinnar geta þó verið veruleg.
Sóttu slasaða göngukonu í Traðarvík
Björgunarsveitir voru kallaðar út klukkan tvö vegna göngukonu sem slasaðist á fæti í Traðarvík undir Sellátrafjalli í utanverðum Tálknafirði.
03.07.2020 - 15:49
Hafa tínt 36 tonn af rusli á Hornströndum
Árlegri ruslatínslu í friðlandinu á Hornströndum lauk í gær. Gauti Geirsson, einn skipuleggjenda fjörutínslunnar, segir að 2,6 tonn hafi verið tínd í ár. Alls 36 tonn hafa verið tínd síðan tínslan hófst 2014.
24.06.2020 - 08:29
Göngumaðurinn fundinn heill á húfi
Göngumaður sem leitað var við Skálavík í gærkvöld og í nótt fannst rétt fyrir klukkan 6 í morgun heill á húfi. Áhöfn þyrlunnar TF-EIR fann manninn þar sem hann hafði lent í sjálfheldu við Kroppstaðahorn í Skálavík. Hann hafði hrasað og var með minniháttar áverka á höfði. Maðurinn var einsamall á ferð og ekki með síma á sér.
19.06.2020 - 06:46
Myndskeið
Íslenskir tannlæknar áhugalausir um starf á Vestfjörðum
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir eftir tannlæknum til starfa á Vestfjörðum á nýstárlegan hátt í dag. Stofnunin birti myndband á samfélagsmiðlum í þar sem Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, ávarpar tannlækna á ensku, auglýsir starfið og kosti þess að búa á Vestfjörðum.
11.06.2020 - 17:36
Varað við hafís undan Vestfjörðum
Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum. Síðustu daga hefur hafísröndin fært sig nær landi og var ísröndin klukkan 21 á föstudagskvöld í um 30 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi.
09.05.2020 - 13:15
Landinn
Gamaldags gardína getur orðið flottur gjafapoki
„Margir tengja við það að kannski mamma þeirra eða amma hafi gert nákvæmlega þetta. Að sauma til dæmis úr gardínum ný föt. Þannig að við erum að mörgu leyti að fara „back to the basics,“ - nýta það sem til er," segir Marta Sif Ólafsdóttir sem hannar vörur undir merkjum Litlu Sifjar á Ísafirði.
27.04.2020 - 17:14
COVID-sjúklingur á fimmtugsaldri fluttur frá Ísafirði
Maður á fimmtugsaldri, veikur af COVID-19, var fluttur frá Ísafirði til Reykjavíkur með þyrlu Landhælgisgæslunnar seint í gærkvöld. Hann var lagður inn á smitsjúkdómadeild Landspítala. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að flutningurinn sé ekki merki um að veikindi mannsins hafi verið mjög alvarleg.
19.04.2020 - 12:30
Leituðu tveggja fjórhjólamanna á Vestfjörðum
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar að tveimur mönnum á fjórhjólum við Drangajökul eftir miðnætti í nótt. Talið var að þeir hefðu farið frá Steingrímsfjarðarheiði í átt að Drangajökli fyrr um daginn. Eftir tæplega klukkustundarleit fundust mennirnir.
09.04.2020 - 13:30
Myndskeið
Gætu ekki haldið úti þjónustu án liðsauka frá bakvörðum
Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir skipta öllu máli að hafa fengið liðsauka úr bakvarðasveit heilbrigðisstarfsólks í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tíu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vestur í dag.
06.04.2020 - 19:22
Staðfest smit í Bolungarvík og grunur um fleiri
Eitt tilfelli Kórónuveiru hefur verið staðfest í Bolungarvík og grunur er um fleiri. Kennsla á mið- og unglingastigi Grunnskólans í Bolungarvík verður felld niður frá og með morgundeginum vegna þessa og öllum kennurum og nemendum verður gert að fara í úrvinnslusóttkví á meðan sýni eru greind.
31.03.2020 - 19:59
Göt á sjókví í Ísafjarðardjúpi
Þrjú göt komu á nótarpoka tveggja sjókvía Sjávareldis í Ísafjarðardjúpi og fékk Matvælastofnun tilkynningu um málið 20. mars. Götin uppgötvuðust við neðansjávareftirlit 19. mars og er búið að gera við þau. Matvælastofnun hefur kallað eftir gögnum og upplýsingum um viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. 
27.03.2020 - 16:10
Myndband
Vetrarríki á Vestfjörðum
Veturinn hefur verið snjóþungur á Vestfjörðum og ekkert lát virðist vera þar á. Róbert Hlífar Ingólfsson tók þessar myndir af föður sínum, Ingólfi Benediktssyni, þar sem hann var við störf að ryðja snjó í Árneshreppi, af veginum á milli Djúpavíkur og Gjögurs, í gær.
26.03.2020 - 23:50
„Svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi“
„Verði Ísafjarðardjúp opnað fyrir eldi frjórra laxa verður það svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi. Landssamband veiðifélaga mun leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það nái fram að ganga,“ segir í yfirlýsingu frá Landssambandi veiðifélaga, í tilefni af því að Hafrannsóknastofnun lagði í gær til að laxeldi á Vestfjörðum verði aukið um 14.500 tonn. Þar af stendur til að leyfa 12.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi, en hingað til hefur eldi ekki verið leyfilegt þar.
20.03.2020 - 11:52
Landinn
Borða diskósúpu í Umhverfislestinni
„Þetta er Diskósúpa. Í þessari súpu er bara grænmeti og gúmmulaði sem var á leiðinni í ruslið, einhverra hluta vegna, í búðum hérna á svæðinu. Þetta er bragðgóð leið til að vekja athygli á vandamáli sem er gríðarlega stórt í heiminum, það er að segja matarsóun," segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumaður sem ferðaðist með Umhverfislestinni um Vestfirði á dögunum.
20.03.2020 - 09:07