Færslur: Vestfirðir

Laxeldi hafið í Ísafjarðadjúpi
Fyrstu laxaseiðin voru sett í kvíar í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í gær. Seiðin eru á vegum Háafells ehf. sem sótti fyrst um leyfi fyrir laxeldi í Ísafjarðardjúpi árið 2011 og undirbúningur því staðið yfir í rúman áratug.
Eyddi rúmum klukkutíma í að moka sig út úr húsi
Þegar Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, ætlaði sér út úr húsi á Bolungarvík í morgun blasti við honum snjóveggur fyrir utan útidyrahurðina.
23.03.2022 - 21:44
Olíublautir æðarfuglar aflífaðir eftir mengunarslys
Dýralæknir aflífaði í gær meirihluta æðarfugla sem sinnt hefur verið á fuglabjörgunarstöð á Suðureyri. Níu þúsund lítrar af olíu fóru í sjó frá olíutanki Orkubús Vestfjarða og telja Súgfirðingar að minnst hundrað æðarfuglar hafi þegar drepist.
Eigandi Arnarlax vill eignast meirihluta í Arctic Fish
Norska laxeldisfyrirtækið SalMar hefur gert tilboð í laxeldisfyrirtækið NTS fyrir 1,5 milljarð evra, en NTS á meira en helming fyrirtækisins Arctic Fish.
15.02.2022 - 15:24
Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á öllum Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði og Patreksfirði. Mikið hefur snjóað á Vestfjörðum í norðlægum og austlægum áttum frá því um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Átta íbúðarhús voru rýmd á Patreksfirði í gær og tveir sveitabæir nærri Ísafirði og í Bolungarvík.
Opna fjöldahjálparstöð í Súðavík
Súðavíkurhlíð var lokað vegna snjóflóðahættu klukkan þrjú. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir fjöldahjálparstöð opna síðdegis til þess að taka á móti þeim sem komast ekki leiðar sinnar til Ísafjarðar.
30.01.2022 - 16:16
Aldrei fór ég suður verði haldin um páskana
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði verður haldin í ár, en það hefur ekki verið mögulegt að halda hátíðina með hefðbundnu sniði síðastliðin tvö ár vegna samkomutakmarkana. Stjórnvöld kynntu í gær afléttingaráætlun og sögðust bjartsýn um að í mars yrði öllum samkomutakmörkunum aflétt.
Veginum um Súðavíkurhlíð lokað
Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því á Facebooksíðu sinni að veginum um Súðavíkurhlíð verði lokað klukkan 22:00 í kvöld vegna mögulegrar snjóflóðahættu.
16.01.2022 - 18:52
Leggja áherslu á að halda Innheimtustofnun í bænum
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur mikla áherslu á að starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga verði áfram tryggð í bænum. Þetta segir í ályktun bæjarstjórnar sem var samþykkt á fundi hennar í gær.
Gular viðvaranir taka gildi í fyrramálið
Gular veðurviðvaranir taka gildi í fyrramálið þegar suðaustanstormur skellur á. Veðurstofan spáir hviðum allt að 40 til 45 metrum á sekúndu frá því klukkan átta árdegis til fimm síðdegis á ut­an­verðu Kjal­ar­nesi, und­ir Hafn­ar­fjalli og á Snæ­fellsnesi.
Dýrafjarðargöng standa undir væntingum á árs afmælinu
Rúmt ár er nú liðið frá því Dýrafjarðargöng voru opnuð. Þau stytta Vestfjarðarveg um rúma 27 kílómetra og hlífa vegfarendum við snjóþungri Hrafnseyrarheiðinni. Vegagerðin hefur fylgst vel með því hvernig göngin hafa verið nýtt. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri á umferðardeild, segir að frá áramótum og fram til 25. október hafi að meðaltali 197 bílar ekið um göngin, þá í aðra hvora áttina, á sólarhring.
28.10.2021 - 14:34
Gagnrýna skiptingu úthlutunar úr Fiskeldissjóði
Vesturbyggð fékk úthlutað til tveggja verkefna af þeim fimm sem sótt var um í Fiskeldissjóð og fékk aðeins brot þeirra fjármuna sem sóst var eftir. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir þess fyrstu úthlutun endurspegla aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga.
Myndskeið
Þór stefnir á stórtæka hvalhræjaförgun
Varðskipið Þór ætlar að sigla norður á Strandir, sækja fimmtíu grindhvalahræ, sigla með þau út á sjó og kasta þeim þar fyrir borð. Aðgerðin er sú stærsta í sögu gæslunnar þegar kemur að förgun hvalhræja.
07.10.2021 - 19:13
Björgunarstarf gekk vel þrátt fyrir hvassviðri
Magnús Pálmar Jónsson, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, segir að björgunarstarf hafi gengið mjög vel í Ísafjarðardjúpi í nótt, þar sem skúta strandaði við Æðey laust eftir miðnætti. Áhöfnin hafi borið sig vel þegar þau voru hífð um borð í þyrlu Landhelgisgæslununar.
05.10.2021 - 12:04
Landhelgisgæslan bjargaði áhöfn skútu í Ísafjarðardjúpi
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ kom fjórum skipverjum skútu sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi til bjargar um klukkan tvö í nótt.
Fyrstu nýbyggingarnar á Flateyri síðan 1997
14 stúdíóíbúðir í tveimur samtengdum húsum munu rísa við Hafnarstræti sem hluti af nemendagörðum Lýðskólans á Flateyri. Færri komast að en vilja í námið sem er um margt óvenjulegt.
Fólksbíll eyðilagðist í bruna á Kleifaheiði
Lítill fólksbíll er ónýtur eftir að eldur kviknaði í honum á þjóðveginum á Kleifaheiði nærri Patreksfirði í kvöld. Slökkvilið Patreksfjarðar fékk tilkynningu um eldinn á tólfta tímanum og sendi einn slökkvibíll á vettvang.
Fjögurra fermetra gat á sjókví Arnarlax
Matvælastofnun hefur til rannsóknar hvort eldislaxar hafi sloppið úr sjókví Arnarlax við Haganes í Arnarfirði, eftir að gat fannst á nótarpoka einnar sjókvíar. Tilkynning um það barst stofnuninni á mánudag, að því er fram kemur á heimasíðu MAST.
01.09.2021 - 13:17
Átta fyrstu bekkingar smitaðir á Ísafirði
Fjórir nemendur til viðbótar í 1. bekk í Grunnskólanum á Ísafirði hafa greinst með kórónuveiruna. Smitin eru því orðin átta alls, öll í 1. bekk. Umfangsmikil sýnataka fór fram á Ísafirði í gær og lágu niðurstöður fyrir í dag. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að há gildi séu í sýnunum og að búist sé við að smitum fjölgi.
30.08.2021 - 16:03
Príluðu eftir berjatínslufólki í sjálfheldu í Hlíðardal
Björgunarsveitin Blakkur var kölluð út í gær til að aðstoða berjatínslufólk í Hlíðardal á Vestfjörðum. Fólkið hafði verið í berjamó en lent í sjálfheldu í brattlendi og lausu grjóti.
23.08.2021 - 11:18
Kjúklingur skóganna kominn í Árneshrepp
Áhugi landsmanna á sveppum og sveppatínslu virðist fara vaxandi og sveppategundum í náttúru Íslands fjölgar. Sveppafræðingur fylgist vel með myndum sem meðlimir í sveppahópnum Funga Íslands birta, stundum finnur fólk nefnilega sveppi sem aldrei hafa sést á Íslandi áður. Appelsínuguli sveppurinn Brennisteinsbarði, er einn þeirra, en glöggur vegfarandi fann hann í byrjun ágústmánaðar og gerði sér mat úr. 
08.08.2021 - 16:31
Fjörutíu og fimm í sóttkví eftir heimsókn til Hesteyrar
Fjörutíu og fimm eru í sóttkví eftir að hafa sótt eyðiþorpið Hesteyri á Jökulfjörðum heim að sögn Súsönnu B. Ástvaldsdóttur umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum. Fólkið er í sóttkví úti um allt land.
Viðvarandi vandi með sjúkraflutninga í Vestfjarðagöngum
Sjúkraflutningamenn tefjast um allt að þrjár mínútur við það eitt að keyra í gegnum Vestfjarðagöng. Þetta segir lögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Það munar um mínúturnar þrjár þegar flytja þarf bráðaveikt fólk eða ef slys verða á fólki. Göngin eru einbreið og því ekki mikið rými til þess að víkja.
29.07.2021 - 19:50
Áætlað að framkvæmdum ljúki árið 2024
Gangi allt að óskum verður hægt að aka til og frá suðurhluta Vestfjarða á malbikuðum vegi árið 2024. Vegagerðin og landeigendur Grafar í Þorskafirði hafa náð samkomulagi um veglagningu í Gufudalssveit á sunnanverðum Vestfjörðum og segir samgönguráðherra mjög ánægjulegt að sjá fyrir endann á verkefninu. 
24.07.2021 - 12:35
„Þetta er ekki dagur til að vera að ferðast“
Fólki ætti ekki að vera á ferðinni í norðvesturhluta landsins í dag, frá Breiðafirði að Norðurlandi eystra. Vonskuveður er við það að skella á. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vind lægi ekki fyrr en í fyrramálið. „Þetta er ekki dagur til að vera að ferðast. Þetta er bara vonskuveður. Þetta er ekki góður dagur til ferðalaga og alls ekki til að vera í fjallgöngum,“ segir hann.