Færslur: Vertu úlfur

Gríman
Vertu úlfur átti sviðið á Grímuverðlaunahátíðinni
Leiksýning Þjóðleikhússins, Vertu úlfur, hlaut öll sjö verðlaun sem sýningin var tilnefnd til á Grímuverðlaunahátíðinni í kvöld.
10.06.2021 - 21:37
Viðtal
„Allir byrjuðu að baula og öskra í salnum“
„Við gerðum allt vitlaust,“ segir leikarinn Björn Thors sem var fenginn til að kynna á uppistandskeppni á skemmtistaðnum Nasa sáluga ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttur í gervi kærustuparsins Romarios og Silvíu Nætur. Gaukur Úlfarsson samstarfsmaður hans og einn skapari Silvíu Nætur sagði Birni að vera, sem Romario, eins óþægilegur og ófyndinn og hann gæti. Leikarinn hlýddi og vakti síður en svo kátínu áhorfenda.
14.03.2021 - 09:00
Gagnrýni
Metnaðarfull sýning sem heppnast ágætlega
Sýningin Vertu úlfur veltir upp spurningum um hvort yfirhöfuð sé hægt að líta á geðsjúkdóma sem sjúkdóma, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Það væri manískt verkefni að reyna að svara öllu þessu í einni uppfærslu. Leiksýningar eru líka hentugri miðill til að spyrja en að svara með skýrum hætti.“
Viðtal
Grét á leiksýningu um sjálfan sig
Vertu úlfur í leikstjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur verður frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins á föstudag. Björn Thors, eiginmaður Unnar, fer með eina hlutverk sýningarinnar sem byggist á samnefndri bók Héðins Unnsteinssonar. Bókin segir frá reynslu hans af falli og upprisu manns sem greindist með geðhvörf.
Viðtal
„Þetta var ótrúlega erfitt tilfinningalega“
Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir eiginmanni sínum, Birni Thors, í einleiknum Vertu úlfur sem frumsýndur verður bráðlega í Þjóðleikhúsinu. „Við vorum öll eins og skurnlaust egg. Af því að ég vildi að þessi sýning væri á hnífsblaði, á hættulegum stað,“ segir Unnur.