Færslur: Vertu úlfur
Metnaðarfull sýning sem heppnast ágætlega
Sýningin Vertu úlfur veltir upp spurningum um hvort yfirhöfuð sé hægt að líta á geðsjúkdóma sem sjúkdóma, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Það væri manískt verkefni að reyna að svara öllu þessu í einni uppfærslu. Leiksýningar eru líka hentugri miðill til að spyrja en að svara með skýrum hætti.“
29.01.2021 - 18:00
Grét á leiksýningu um sjálfan sig
Vertu úlfur í leikstjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur verður frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins á föstudag. Björn Thors, eiginmaður Unnar, fer með eina hlutverk sýningarinnar sem byggist á samnefndri bók Héðins Unnsteinssonar. Bókin segir frá reynslu hans af falli og upprisu manns sem greindist með geðhvörf.
21.01.2021 - 11:41
„Þetta var ótrúlega erfitt tilfinningalega“
Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir eiginmanni sínum, Birni Thors, í einleiknum Vertu úlfur sem frumsýndur verður bráðlega í Þjóðleikhúsinu. „Við vorum öll eins og skurnlaust egg. Af því að ég vildi að þessi sýning væri á hnífsblaði, á hættulegum stað,“ segir Unnur.
15.01.2021 - 13:13