Færslur: Verslunarmannahelgin

Endurskoðar ekki ákvörðun um kynferðisbrot
Ákvörðun um að upplýsa fjölmiðla ekki um kynferðisbrot sem kunna að koma upp í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina verður ekki endurskoðuð, segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Tvöfalt fleiri lögreglumenn en venjulega eru á vakt í Vestmannaeyjum um helgina.
Umferðin þyngist jafnt og þétt
„Umferðin hér hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem liðið hefur á daginn og er orðin töluvert mikil hér í gegnum Selfoss," sagði Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, í fréttum útvarps klukkan fjögur.
31.07.2015 - 16:27
Mýrarbolti, kirkjutröppuhlaup og sæludagar
Fjölbreytt dagskrá verður víða um land um verslunarmannahelgina og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt verður að taka þátt í Evrópumeistaramóti í mýrarbolta á Ísafirði, kirkjutröppuhlaupi á Akureyri og brekkusöng í Herjólfsdal svo að eitthvað sé nefnt.
29.07.2015 - 12:02
Milljón í Þjóðhátíðarham
Þátturinn Milljón klæddi sig í nýjan búning í tilefni Verslunarmannahelgarinnar, Guðrún Sóley Gestsdóttir sá um umsjón þáttarins ásamt Jóni Þór og meðal gesta voru skáldhneigði veðurathugunarmaðurinn Kristján Klausen, Björn Malmquist fréttamaður og Youtube-stórstjarnan Róbert Torfason.
02.08.2014 - 19:29
Fóstbræður á fimm mínútum
Seinna lag Róberts Torfasonar í þættinum Verslunarmannahelgin á Rás 2 var hin svokallaða Fóstbræðrasyrpa. Þar er mörgum af eftirminnilegustu lögum Fóstbræðraþáttanna fléttað saman.
02.08.2014 - 18:14
Tók eitt lag í Eyjum og sló í gegn
Róbert Torfason flutti lagið "Ég kyssi þig á augun" eftir Benna Hemm Hemm við texta Hugleiks Dagssonar á Þjóðhátíð í Eyjum fyrir 5 árum. Flutningurinn sló í gegn, var tekinn upp á myndband og hefur síðan fengið rúm 52.000 áhorf á Youtube. Róbert mætti í hljóðver Rásar 2 og flutti lagið í beinni.
02.08.2014 - 17:55
  •