Færslur: Verslunarmannahelgin

Blautt og löng röð í Herjólf í alla nótt
Margir Þjóðhátíðargestir leituðu skjóls frá regninu inni í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í nótt, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Eyjum. Hvasst var í Herjólfsdal í gærkvöld þannig að tjöld fuku en í nótt lægði og engar tilkynningar bárust lögreglu tengdar veðri þótt áfram væri blautt. Herjólfur hóf að sigla klukkan tvö í nótt og síðan hefur verið löng biðröð í ferjuna – sumir eiga miða en aðrir freista þess að komast í fyrst lausu pláss upp á land, að sögn varðstjóra.
06.08.2018 - 06:49
Ekkert varð af ferðum Ribsafari til Eyja
Forsvarsmenn Ribsafari hafa orðið við tilmælum Samgöngustofu um að hætta við ferðir milli Landaeyjarhafnar og Heimaeyjar um helgina. Þetta staðfestir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu.
Þjóðhátíðardressið
Fatnaður er líklega með mikilvægari hlutum sem þarf að hafa með sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. En hvað er nauðsynlegt að taka með sér á eyjuna grænu?
02.08.2018 - 15:44
Saga Verslunarmannahelgarinnar
Fram undan er líklegast ein uppáhalds helgi landsmanna, verslunarmannahelgin sjálf. Þá er algengt að fólk skelli sér í frí eða á einhverja af þeim ótal úti- og bæjarhátíðum sem haldnar eru. En hvert er upphaf þessarar helgar og hvernig hófst útihátíðin margrómaða, Þjóðhátíð?
02.08.2018 - 11:32
Þjóðhátíðarnefnd ógildir svikna miða
Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum hefur ógilt að minnsta kosti 22 miða á hátíðina vegna þess að þeir voru keyptir út á stolin greiðslukort á vefsíðu hátíðarinnar og seldir áfram.
23.07.2018 - 16:32
Verðlaunahafar í Húsdýragarði..
Í þættinum Konsert í kvöld rifjum við það upp þegar Stuðmenn og Nýdönsk spiluðu í Húsdýragarðinum um verslunarmannahelgi fyrir áratug.
15.03.2018 - 17:47
Erilsöm helgi: 252 lögreglumál á Suðurlandi
Alls rötuðu 252 mál í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi um nýliðna verslunarmannahelgi, frá 4. til 7. ágúst. Þrjár líkamsárásir og tvö kynferðisbrot voru þar á meðal. Þetta segir í Facebook færslu frá lögreglunni á Suðurlandi í kvöld. Helgin hafi verið erilsöm enda mikill fjöldi fólks sem sótti suðurlandið heim. Þá telur lögregla upp 15 minniháttar umferðaróhöpp, 28 ökumenn sem voru stöðvaðir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og 35 ökumenn sem voru kærðir fyrir hraðakstur.
Erilsöm helgi: 252 lögreglumál á Suðurlandi
Alls rötuðu 252 mál í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi um nýliðna verslunarmannahelgi, frá 4. til 7. ágúst. Þrjár líkamsárásir og tvö kynferðisbrot voru þar á meðal. Þetta segir í Facebook færslu frá lögreglunni á Suðurlandi í kvöld. Helgin hafi verið erilsöm enda mikill fjöldi fólks sem sótti suðurlandið heim. Þá telur lögregla upp 15 minniháttar umferðaróhöpp, 28 ökumenn sem voru stöðvaðir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og 35 ökumenn sem voru kærðir fyrir hraðakstur.
Engin kynferðisbrot til Neyðarmóttöku í nótt
Mun rólegra var á tjaldsvæðum á Suðurlandi í nótt en næturnar á undan. Fimm gistu fangageymslur í Eyjum í nótt. Engar tilkynningar um kynferðisbrot hafa borist neyðarmóttöku í Reykjavík, það sem af er degi, en verkefnastjóri tekur fram að hugsanlegt sé að þolendur eigi eftir að hafa samband.
07.08.2017 - 12:38
Talsverður erill í höfuðborginni
Talsverður erill var hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu, ef marka má dagbók lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás í Austurstræti um hálfeitt í nótt og hafði maður verið stunginn með eggvopni. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar með áverka á handlegg. Árásaraðili var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Þá reyndi maður í Álftamýri að endurheimta stolna vespu í gærkvöldi þegar meintur þjófur stakk hann. Árásarmaðurinn gisti fangaklefa. 
06.08.2017 - 07:38
Ísafjörður: rólegasta helgi í minnum lögreglu
Lögreglan á Ísafirði segir að nóttin hafi verið hin rólegasta og hafði ekki frá neinum merkjanlegum tíðindum að segja, þrátt fyrir að hátíðarhöld séu mikil á Vestfjörðum um helgina. Lögreglumaður sem fréttastofa ræddi við sagði að nú væri rólegasta verslunarmannahelgi sem hann hafði nokkurn tímann séð í starfi og kvaðst himinlifandi yfir því.
Hálf milljón vegna aukins viðbúnaðar
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita hálfrar milljóna króna styrk vegna aukins viðbúnaðar á tjaldsvæðum bæjarins nú um verslunarmannahelgina, ef ske kynni að kalla þurfi út aukinn mannskap. Fréttablaðið segir frá þessu í dag. Fulltrúi frá bænum verður skipaður til samráðs um framkvæmd greiðslunnar. 
05.08.2017 - 06:21
„Kvöldið fer yndislega af stað“
Fyrsta kvöld verslunarmannahelginnar fer „yndislega“ af stað. Þetta sagði lögreglan í Vestmannaeyjum þegar fréttastofa hringdi rétt fyrir miðnætti. Var þá brennan á Þjóðhátíð rétt að hefjast. Engin mál höfðu verið tilkynnt lögreglu um kvöldið. Þá hafði ekkert verið tilkynnt lögreglunni á Akranesi og Ísafirði og varðstofa Neyðarlínunnar hafði frá engum merkjanlegum tíðindum af kvöldinu að segja.
05.08.2017 - 00:14
„Sumt of ógeðslegt til að segja upphátt“
Það blasir við ljót sjón á tjaldsvæðinu á Flúðum nú þegar fólk er tekið að tínast í burtu. Gríðarlegt magn af rusli er á tjaldsvæðinu þrátt fyrir fría ruslapoka og ruslatunnur víða um tjaldsvæðið. Starfsfólk tjaldsvæðisins er langþreytt á sóðaskap gesta. Gestir skilji eftir sig alls konar rusl og sumt sé of ógeðslegt til að segja upphátt.
31.07.2016 - 19:00
Íslensku sumarleikarnir í hámarki - myndir
Mikil stemning hefur verið á Akureyri yfir helgina. Í gærkvöldi fóru fram tónleikar í Skátagili þar sem margir þekktir tónlistarmenn stigu á svið.
31.07.2016 - 17:44
Jörðin hristist af gleði í eyjum - myndband
Það var greinilega mikið fjör í Vestmannaeyjum í nótt, en gleðskapurinn mældist á jarðskjálftamæli Veðurstofunnar á staðnum. Þetta kemur fram á Facebook síðu Veðurstofu Íslands. Lætin náðu hámarki rétt fyrir miðnætti en þá var FM95blö á sviðinu. Sighvatur Jónsson, fréttaritari RÚV í Vestmannaeyjum, náði myndbandi af herlegheitunum sem sjá má í spilaranum að ofan.
31.07.2016 - 12:42
Tvö kynferðisbrotamál í nótt - fjögur samtals
Vitað er um fjögur kynferðisbrot það sem af er Verslunarmannahelgi. Tvö kynferðisbrotamál komu til neyðarmóttöku Landspítalans í nótt líkt og í fyrrinótt. Þrjú þeirra hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á þjóðhátíð í Eyjum í nótt.
Líf og fjör um allt land
Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína á hinar ýmsu útihátíðir og fjölskylduskemmtanir um helgina.
30.07.2016 - 21:00
Sandkastalar og drulla fyrir vestan
Í dag fer fram Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta á Ísafirði. 26 lið eru skráð til leiks og eru oftast fimmtán manns í hverju liði. Gríðarmikil stemning er á svæðinu og allir glaðir og misdrullugir – sumir eru með drulluna í eyrum og augum.
30.07.2016 - 15:48
Fólk á faraldsfæti um verslunarmannahelgina
Landsmenn leggja gjarnan land undir fót um verslunarmannahelgi og á því er engin breyting í ár. Víða um land er boðið upp á skipulagða skemmtidagskrá og ættu flestir að geta fundið hátíð við sitt hæfi. Fréttastofan kíkti á Selfoss, Vestmannaeyjar, Siglufjörð og Súðavík.
29.07.2016 - 19:32
Þjóðhátíð sett í brakandi blíðu
Fjöldi fólks var saman kominn í brakandi blíðu í Herjólfsdal á setningarathöfn Þjóðhátíðar 2016 í dag. Mikil gleði og spenna er í loftinu fyrir komandi helgi. Eftir setningarathöfnina buðu heimamenn gestum upp á bakkelsi og kaffi í hvítu tjöldunum.
29.07.2016 - 15:18
Skyldi ætla að neyðarmóttaka héldi trúnað
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, veltir því upp hvort starfsmenn neyðarmóttöku fyrir kynferðisbrot hafi ekki virt trúnað með því að veita upplýsingar um fjölda þeirra sem leituðu til þeirra vegna kynferðisbrota í Vestmannaeyjum um helgina.
Búnir að stöðva yfir 700 bíla
„Við byrjuðum þetta eftirlit okkar strax og fyrsti bátur fór að sigla úr Vestmannaeyjum í nótt og höfum haldið þessu eiginlega í allan dag. Við erum búnir að stöðva væntanlega hátt í 700 til 800 bíla,“ sagði Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, um eftirlit lögreglu með ökumönnum.
Aldrei fleiri fíkniefnamál á Þjóðhátíð
Aldrei hafa fleiri fíkniefnamál komið til kasta lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en nú. Alls komu upp um 70 fíkniefnamál um helgina og var langmest tekið af amfetamíni og kókaíni en mun minna af kannabisefnum en á fyrri hátíðum. Flest málin snúa að sölu fíkniefna.
Þúsundir fljúga innanlands um helgina
Flugfélögin gera ráð fyrir að þúsundir ferðist innanlands á þeirra vegum um verslunarmannahelgina. Sem fyrr eru Akureyri og Vestmannaeyjar vinsælustu áfangastaðirnir.
31.07.2015 - 20:17