Færslur: Verslunarmannahelgin

Rólegheit í Vestmannaeyjum
Aðfararnótt frídags verslunarmanna var óvenju kyrrlát í Vestmannaeyjum, annað árið í röð. Lögreglan í Vestmannaeyjum sagði þó nokkuð af fólki í eynni, en allt hefði gengið vel þrátt fyrir samkomur í heimahúsum.
„Við erum bara með kakó úr Múmíndalnum“
Veðrið lék við gesti Atlavíkur í gærkvöldi og nótt þar sem fólk skemmti sér með vinum og fjölskyldu þó djammið væri lágstemmdara en árið 1984 þegar Ringo Starr tróð upp. Sumir skáluðu í kakóglundri úr Múmíndalnum en aðrir létu bjórinn duga. 
01.08.2021 - 19:29
Covid-smitaðir ferðamenn í Herjólfi í gær 
Fimmtán manna hópur af er­lend­um ferðamönnum sem fór um borð í Herjólf áleiðis til Vestmannaeyja í gær reyndist all­ur smitaður af COVID-19 þegar til Heimaeyjar kom. Þetta staðfestir lögreglan í Vestmannaeyjum.
01.08.2021 - 14:03
Verulega erfið nótt á tjaldsvæðum á Akureyri
Talsvert var um það síðustu nótt að fólk í leit að gleðskap reyndi að komast inn á tjaldsvæði sem voru orðin full og þar af leiðandi lokuð fyrir frekari gestagangi í samræmi við fjöldatakmarkanir. Tryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðanna á Akureyri, segir nóttina hafa tekið á. 
01.08.2021 - 13:06
Langflestir fara að sóttvarnartilmælum 
Óánægja með sóttvarnarreglur verður stöðugt sýnilegri í þjóðfélaginu og í dag fóru fram mótmæli á Austurvelli gegn sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru. Langflestir fara þó að tilmælum, segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Gleðinni ekki aflýst þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Landsmenn hafa víða náð að skemmta sér ærlega þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Hart var barist á mýrarboltamóti Í Árneshreppi og sólin bakaði fjallahlaupara á Akureyri.
31.07.2021 - 18:37
Þung umferð og fólk ekkert að láta veiruna stöðva sig
Sævar Þór Sigmarsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir kórónuveirufaraldurinn ekki raska ferðaplönum landsmanna. Umferðin út úr borginni hefur verið þung í dag en gengið vel, ef frá er talið óhapp í Hvalfjarðargöngum á öðrum tímanum. 
Tjaldsvæði á góðviðrissvæðum vel sótt og sum hótel full
Starfsmaður tjaldsvæðanna í Fjallabyggð hyggst sýna útsjónarsemi um helgina til að halda djammi í skefjum og fjölskyldufólki ánægðu. Tjaldsvæðin á Siglufirði eru vel sótt og öll herbergi á Hótel Sigló uppbókuð. Töluverð aðsókn er líka á tjaldsvæðið í Tungudal á Ísafirði.
30.07.2021 - 16:10
Nábrókin heldur velli og búist við rífandi stemmningu
Smáhátíðin Nábrókin í Trékyllisvík á Ströndum er ein örfárra sem fara fram um verslunarmannahelgina þrátt fyrir veirutakmarkanir. Þau sem mæta á fjárhústónleika í kvöld þurfa að skrá sig í stíu. Skipuleggjandinn býst ekki við holskeflu vestur.
30.07.2021 - 15:49
Viðbúnaður í Vestmannaeyjum og víðar um land
Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum á von á því að stórir hópar brottfluttra Eyjamanna flykkist heim um helgina auk gesta. Þó að Þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst komi fjölskyldur og vinahópar saman og haldi í hefðina. Aukinn viðbúnaður verður hjá lögreglu um helgina og þrefalt fleiri á vakt en alla jafna. Flestar hátíðir hafa verið blásnar af og víða býst lögregla við rólegri verslunarmannahelgi, viðbúnaður hefur þó verið aukinn á sumum stöðum og bætt í umferðareftirlit.
Þjóðhátíðarnefnd liggur enn undir feldi
Þjóðhátíðarnefnd fundar enn um afdrif Þjóðhátíðar 2021 að sögn Harðar Orra Grettissonar formanns nefndarinnar. Hann segir nefndina hafa fundað stíft yfir helgina og muni hittast aftur í dag.
Sæludögum í Vatnaskógi aflýst
Fjölskylduhátíðinni Sæludögum í Vatnaskógi hefur verið aflýst, eins og flestum stærri viðburðum öðrum. Í tilkynningu frá Skógarmönnum KFUM segir að í ljósi nýjustu samkomutakmarkana stjórnvalda sé það þeirra mat, að ekki sé forsvaranlegt að halda hátíðina í ár. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá 1992, en féll líka niður í fyrra vegna COVID-19 faraldursins.
Búið að aflýsa hátíðinni Flúðir um versló
Búið að er aflýsa hátíðinni Flúðir um versló sem halda átti um verslunarmannahelgina. Er það gert vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Bergsveinn Theodórsson er skipuleggjandi hátíðarinnar.
Morgunútvarpið
Gríðarlegur skellur þyrfti að blása Þjóðhátíð af
Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að enn sé óhikað stefnt að því að halda hátíðina. Ekki hefur enn verið gripið til samkomutakmarkana vegna aukinnar útbreiðslu smita í landinu undanfarna daga. Það yrði þungur skellur ef til þess kæmi.
Segir að fjöldinn segi ekki alla söguna
25 konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu um verslunarmannahelgina, þar af leituðu fjórar konur þangað um helgina. Sigþrúður Guðmundsdóttir verkefnastýra Kvennaathvarfsins segir ekki hægt að fullyrða neitt um tíðni heimilisofbeldis um helgina út frá þessum fjölda, algengt sé að konur leiti í athvarfið eftir að nokkuð er liðið frá ofbeldinu.
Örsýning í Bolungarvík um verslunarmannahelgi
Aðstandendur Takk - örsýningar í Bolungarvík láta ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir ástandið í landinu. Sýningin verður opin í Listastofunni Bakka alla verslunarmannahelgina.
Myndskeið
Tómur dalur á föstudegi á þjóðhátíð ekki sést í 105 ár
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það létti að búið hafi verið að taka ákvörðun um að aflýsa Þjóðhátíð með fyrirvara. Það sé þó mjög skrýtin tilfinning að brekkan í Herjólfsdal sé tóm.
„Biðla til allra að vera heima hjá sér“
Hertar aðgerðir innanlands þýða að hátíðahöld helgarinnar eru víðast hvar í uppnámi og mörgum viðburðum hefur verið frestað. Skipuleggjandi Einnar með Öllu á Akureyri hvetur fólk til að halda sig heima og heimsækja bæinn síðar.
Bæjarhátíðum víða aflýst
Í ljósi hertra samkomutakmarkanna hafa skipulögðum bæjarhátíðum víða um land verið aflýst. Búið er að aflýsa „Einni með öllu“ á Akureyri, Sæludögum í Vatnaskógi, Berjadögum í Ólafsfirði og Innipúkanum í Reykjavík. Í Vestmannaeyjum ætlar bæjarstjórn að hittast eftir hádegi og meta næstu skref.
30.07.2020 - 11:30
„Maður rennir svolítið blint í sjóinn“
Lögreglan á Suðurlandi verður með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina, en erfitt er að áætla hversu mikill hann þarf að vera eða hvar þar sem engar skipulagðar útihátíðir verða haldnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hvetur fólk til að virða sóttvarnarreglur, telji fólk sig vera í aðstæðum þar sem þær eru ekki virtar, beri það sjálft ábyrgð á að koma sér út úr þeim.
Víða vætusamt um verslunarmannahelgina
Veðurstofa Íslands spáir vætu í öllum landshlutum um komandi helgi og breytilegum áttum. Hlýjast verður sunnanlands, en hiti verður á bilinu 8 til 15 stig. Veðurstofa ráðleggur fólki að skoða veðurspár vel áður en haldið er í ferðalög um helgina.
Búist við talsverðum fjölda fólks til Eyja um helgina
Búist er við talsverðum fjölda fólks til Vestmannaeyja næstu helgi. Þjóðhátíð fer ekki fram í Eyjum um verslunarmannahelgina líkt og fyrri ár en hún var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, fundaði með Víði Reynissyni og almannavarndanefnd Vestmannaeyja í gær vegna komandi helgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að búist sé við talsverðum fjölda fólks til Eyja á næstu dögum.
Sjálfsprottnar útihátíðir á tjaldsvæðum áhyggjuefni
Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta á Akureyri, segir að óformlegar útihátíðir á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina séu áhyggjuefni. Fleiri hafa verið á tjaldsvæðunum fyrir norðan, nú þegar Íslendingar gista þar, en á sama tíma í fyrra þegar meirihluti gesta var útlendingar.    
Þjóðhátíð í Eyjum aflýst
Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að aflýsa hátíðinni í ár. ÍBV ætlar ekki að standa fyrir „einum einasta viðburði um verslunarmannahelgina, hvort um sé að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í tilkynningu.
Tíu kærðir fyrir akstur undir áhrifum
Tíu ökumenn á leið frá Landeyjahöfn hafa verið kærðir fyrir ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna frá því klukkan þrjú í nótt, þótt lögregla bjóði öllum ökumönnum að blása í áfengismæla áður en haldið er af stað heim á leið. Búist er við mikilli umferð til höfuðborgarsvæðisins í dag.