Færslur: Verslunarmannahelgin

Segir að fjöldinn segi ekki alla söguna
25 konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu um verslunarmannahelgina, þar af leituðu fjórar konur þangað um helgina. Sigþrúður Guðmundsdóttir verkefnastýra Kvennaathvarfsins segir ekki hægt að fullyrða neitt um tíðni heimilisofbeldis um helgina út frá þessum fjölda, algengt sé að konur leiti í athvarfið eftir að nokkuð er liðið frá ofbeldinu.
Örsýning í Bolungarvík um verslunarmannahelgi
Aðstandendur Takk - örsýningar í Bolungarvík láta ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir ástandið í landinu. Sýningin verður opin í Listastofunni Bakka alla verslunarmannahelgina.
Myndskeið
Tómur dalur á föstudegi á þjóðhátíð ekki sést í 105 ár
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það létti að búið hafi verið að taka ákvörðun um að aflýsa Þjóðhátíð með fyrirvara. Það sé þó mjög skrýtin tilfinning að brekkan í Herjólfsdal sé tóm.
„Biðla til allra að vera heima hjá sér“
Hertar aðgerðir innanlands þýða að hátíðahöld helgarinnar eru víðast hvar í uppnámi og mörgum viðburðum hefur verið frestað. Skipuleggjandi Einnar með Öllu á Akureyri hvetur fólk til að halda sig heima og heimsækja bæinn síðar.
Bæjarhátíðum víða aflýst
Í ljósi hertra samkomutakmarkanna hafa skipulögðum bæjarhátíðum víða um land verið aflýst. Búið er að aflýsa „Einni með öllu“ á Akureyri, Sæludögum í Vatnaskógi, Berjadögum í Ólafsfirði og Innipúkanum í Reykjavík. Í Vestmannaeyjum ætlar bæjarstjórn að hittast eftir hádegi og meta næstu skref.
30.07.2020 - 11:30
„Maður rennir svolítið blint í sjóinn“
Lögreglan á Suðurlandi verður með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina, en erfitt er að áætla hversu mikill hann þarf að vera eða hvar þar sem engar skipulagðar útihátíðir verða haldnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hvetur fólk til að virða sóttvarnarreglur, telji fólk sig vera í aðstæðum þar sem þær eru ekki virtar, beri það sjálft ábyrgð á að koma sér út úr þeim.
Víða vætusamt um verslunarmannahelgina
Veðurstofa Íslands spáir vætu í öllum landshlutum um komandi helgi og breytilegum áttum. Hlýjast verður sunnanlands, en hiti verður á bilinu 8 til 15 stig. Veðurstofa ráðleggur fólki að skoða veðurspár vel áður en haldið er í ferðalög um helgina.
Búist við talsverðum fjölda fólks til Eyja um helgina
Búist er við talsverðum fjölda fólks til Vestmannaeyja næstu helgi. Þjóðhátíð fer ekki fram í Eyjum um verslunarmannahelgina líkt og fyrri ár en hún var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, fundaði með Víði Reynissyni og almannavarndanefnd Vestmannaeyja í gær vegna komandi helgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að búist sé við talsverðum fjölda fólks til Eyja á næstu dögum.
Sjálfsprottnar útihátíðir á tjaldsvæðum áhyggjuefni
Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta á Akureyri, segir að óformlegar útihátíðir á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina séu áhyggjuefni. Fleiri hafa verið á tjaldsvæðunum fyrir norðan, nú þegar Íslendingar gista þar, en á sama tíma í fyrra þegar meirihluti gesta var útlendingar.    
Þjóðhátíð í Eyjum aflýst
Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að aflýsa hátíðinni í ár. ÍBV ætlar ekki að standa fyrir „einum einasta viðburði um verslunarmannahelgina, hvort um sé að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í tilkynningu.
Tíu kærðir fyrir akstur undir áhrifum
Tíu ökumenn á leið frá Landeyjahöfn hafa verið kærðir fyrir ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna frá því klukkan þrjú í nótt, þótt lögregla bjóði öllum ökumönnum að blása í áfengismæla áður en haldið er af stað heim á leið. Búist er við mikilli umferð til höfuðborgarsvæðisins í dag.
„Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna“
Fyrsti hluti óperunnar La Traviata eftir Verdi var fluttur á  tónlistarhátíðinni Berjadögum í Ólafsfirði við mikla hrifningu tónleikagesta. Listrænn stjórnandi segir að fagnaðarlátum hafi aldrei ætlað að linna. 
05.08.2019 - 12:39
Þjóðhátíðargestir lagðir af stað heim
Herjólfur byrjaði að sigla frá Eyjum klukkan tvö í nótt og telur lögregla að tæplega tvö þúsund þjóðhátíðargestir hafi þegar haldið heim á leið frá því í nótt. Gera má ráð fyrir að vel yfir tíu þúsund gestir hafi sótt Vestmannaeyjar heim um helgina. 
Metaðsókn í strandblaki á Unglingalandsmótinu
Metaðsókn var í strandblaki á Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, á Höfn í Hornafirði sem er nú í fullum gangi. Aðsóknin var svo mikil að setja þurfti upp nýjan völl fyrir strandblak á innan við sólarhring fyrir mótið. Alls 99 lið tóku þátt í 200 leikjum í strandblaki, það er um 100 prósent aukning frá því í fyrra þegar 52 lið spiluðu.
Skemmtanahald til fyrirmyndar
Mikill fjöldi fólks er kominn til Vestmannaeyja þar sem þjóðhátíð fer nú fram. Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, segir nóttina hafa gengið vel fyrir sig. Hann segist aldrei hafa séð annan eins fjölda í dalnum og í gær.
Segir fólk hafa lagt fyrr af stað í fríið
Umferðin út úr bænum hefur gengið vel fyrir sig í dag að sögn Árna Friðleifssonar aðalvarðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að samkvæmt mælingum hafi verið 44 prósentum meiri umferð í gær heldur en á fimmtudaginn fyrir viku. Það sé merki um það að fólk hafi lagt fyrr af stað í fríið.
02.08.2019 - 18:42
Myndskeið
Þjóðhátíð sett í Eyjum
Þjóðhátíð var sett í Vestmannaeyjum í dag. Bjartmar Guðlaugsson frumflytur þjóðhátíðarlag sitt í kvöld. Fjöldi tónlistarmanna stígur á stokk ásamt Bjartmari, svo sem GDRN, Stjórnin, Flóni og Herra Hnetusmjör. Fjöldi fólks er í Eyjum og góð stemning á svæðinu.
Átti að passa en endaði á sviði
Þegar rithöfundurinn Auður Jónsdóttir var táningur fékk hún það verkefni að passa dóttur Röggu Gísla yfir verslunarmannahelgi. Einhvern veginn endaði hún í staðinn á sviði með Stuðmönnum.
Tuttugu lög sem liggja til allra átta
Eflaust eru þeir margir sem ætla að nota tækifærið og bregða undir sig betri fætinum um verslunarmannahelgina. Hvort sem fólk stefnir nú í ferðalag, á útihátíð, tjaldbúskap eða bara að rölta fram í eldhús þá er mikilvægt að fara varlega, brosa framan í aðra og umfram allt að hafa skemmtilega tónlist í eyrunum.
02.08.2019 - 15:10
Þessi lög skaltu hafa á hreinu í brekkunni
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er rétt handan við hornið og þá er betra að rifja upp lögin sem maður þarf að hafa á hreinu í brekkunni þetta árið.
Ekki klikka á þessu um verslunarmannahelgina
Nú gengur verslunarmannahelgin senn í garð og ágætis veðri er spáð um allt land. Þá má búast við að fólk hætti sér í ferðalög eða útilegur og hvort sem þú ætlar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Mýrarboltann í Bolungarvík, Eina með öllu á Akureyri eða Neistaflug í Neskaupstað er ýmislegt sem þarf að hafa í huga.
31.07.2019 - 11:24
Spáin fyrir verslunarmannahelgina lítur vel út
Fyrstu veðurspár fyrir eina mestu ferðahelgi ársins líta vel út að sögn Haralds Eiríkssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Á föstudag og laugardag má gera ráð fyrir hægum vindi eða hafgolu og björtu veðri víða um land. Ekki verði miklar breytingar á sunnudeginum.
29.07.2019 - 13:30
Umferð um Selfoss þung og hreyfist hægt
Umferð í gegnum Selfoss og vestureftir er þung og hreyfist hægt, segir lögregla. Umferðin hafi sennilega náð hámarki núna um fimmleytið. Ökumenn hafa verið til fyrirmyndar í umferðinni þrátt fyrir að nokkrir hafi farið of snemma af stað eftir skemmtun helgarinnar, skrifar lögreglan á Suðurlandi á Facebook.
Grunur um tvö kynferðisbrot í Eyjum í nótt
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tvö mál til rannsóknar eftir nóttina þar sem grunur er um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þá leitaði ein kona aðstoðar lögreglunnar í Eyjum vegna kynferðisbrots sem hún varð fyrir í fyrra á höfuðborgarsvæðinu. Hún hyggst leggja fram kæru hjá lögreglunni í Reykjavík.
Fluttur með sjúkraflugi frá Eyjum eftir árás
Ein alvarleg líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöld og var þolandinn fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með innvortis meiðsl. Árásin hafði raunar átt sér stað nóttina áður – aðfaranótt sunnudags – en þolandinn leitaði sér ekki aðhlynningar fyrr en í gærkvöld. Lögreglu tókst að hafa uppi á gerandanum sem játaði sök. Ekki er grunur um að vopni hafi verið beitt.