Færslur: Verslunarmannahelgi

Fóru í innilegu í stað útilegu
Sex fjölskyldur fóru í innilegu á Ólafsfirði um helgina vegna slæmrar veðurspár. Einn þátttakandi innilegunnar segir stemninguna hafa verið alveg jafn góða og í hefðbundinni útilegu og vel hafi farið um fólkið í 500 fermetra þyrluskýlinu.
Myndskeið
Lífið er yndislegt í dalnum
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur farið vel fram, veður hefur verið ágætt og stemmning góð. Dalurinn tók vel undir þegar hið þekkta þjóðhátíðarlag Lífið er yndislegt var flutt.
Kökuskreytingakeppni vinsælasta keppnisgreinin
Unglingalandsmót UMFÍ er haldið á Selfossi um helgina, þar eru kökuskreytingarkeppni og strandblak vinsælustu keppnisgreinarnar. Guðríður Aadnegard, formaður héraðssambandsins Skarphéðins og keppnisstjóri á Unglingalandsmóti, segir veðrið hafa leikið við gesti.
31.07.2022 - 14:13
Innipúkinn á nýjum stað um verslunarmannahelgina
Þeir sem vilja vera í Reykjavík um komandi verslunarmannahelgi þurfa ekki að örvænta. Tónlistarhátíðin Innipúkinn snýr nú aftur eftir tveggja ára hlé og á dagskrá hátíðarinnar má finna nokkra af fremstu tónlistarmönnum landsins. Hátíðin verður nú haldin í miðbæ Reykjavíkur en ekki úti á Granda eins og undanfarin ár.
12.07.2022 - 10:33
Umferð á Suðurlandi farið rólega af stað
Viðbúið er að margir verði á faraldsfæti í dag, og eins og venjulega um verslunarmannahelgi mun straumurinn að líkindum liggja til höfuðborgarsvæðisins, bæði að sunnan og norðan.
Rólegheit í Vestmannaeyjum
Aðfararnótt frídags verslunarmanna var óvenju kyrrlát í Vestmannaeyjum, annað árið í röð. Lögreglan í Vestmannaeyjum sagði þó nokkuð af fólki í eynni, en allt hefði gengið vel þrátt fyrir samkomur í heimahúsum.
Æðrulausir Eyjamenn skemmta sér innan takmarkana
Annað árið í röð var Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum aflýst og engin formleg dagskrá. Bæjarstjórinn segir Eyjamenn taka þessu af æðruleysi og reyna að skemmta sér innan marka þeirra takmarkana sem nú eru við lýði.
31.07.2021 - 12:45
Fjórtán daga nýgengi gæti náð nýjum hæðum um helgina
Fjórtán daga nýgengi smita hérlendis verður orðið það mesta frá upphafi faraldursins áður en helgin er úti ef álíka mörg smit greinast á morgun og hinn og verið hefur síðustu daga. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.
30.07.2021 - 17:03
Þjóðhátíð í garðinum heima 
Sem kunnugt er verður Þjóðhátíð ekki haldin í Vestmannaeyjum nú um Verslunarmannahelgina, mörgum Eyjapeyjum og -meyjum til sárrar mæðu. En ef fólk kemst ekki á Þjóðhátið þá kemur Þjóðhátíð bara til þeirra. Að minnsta kosti lítur Eyjamaðurinn Magnús Júlíusson svo á, en hann býr í Reykjavík.
Vertu á vappi yfir verslunarmannahelgina
Í ljósi hertra takmarkanna hafa áform fólks um allt land raskast. Margur ætlar þó að ferðast um landið og njóta náttúrunnar. Spáð er blíðviðri víðs vegar um landið yfir helgina og kjörið að grípa gæsina þegar hún gefst og eyða samverustundum úti.
30.07.2021 - 13:40
Einhvers konar ein með ýmsu um helgina
Eins og aðrar hátíðir hefur fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verið slegin af. Skipuleggjandi hátíðarinnar þakkar fyrir að henni hafi verið aflýst með lengri fyrirvara en í fyrrasumar.
30.07.2021 - 13:22
Hefur ekki áhyggjur af verslunarmannahelginni
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, hefur ekki teljandi áhyggjur af skemmtanahaldi um verslunarmannahelgina. Hann segir nóg hægt að gera þótt allt meiriháttar skemmtanahald hafi verið blásið af.
Skemmtanahald helgarinnar í heimahúsum og görðum
Verslunarmannahelgin fór víðast vel fram að sögn lögreglu. Þó nokkuð var um að fólk væri á ferðinni þó hefðbundnum hátíðarhöldum hafi verið aflýst.
Segir að fjöldinn segi ekki alla söguna
25 konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu um verslunarmannahelgina, þar af leituðu fjórar konur þangað um helgina. Sigþrúður Guðmundsdóttir verkefnastýra Kvennaathvarfsins segir ekki hægt að fullyrða neitt um tíðni heimilisofbeldis um helgina út frá þessum fjölda, algengt sé að konur leiti í athvarfið eftir að nokkuð er liðið frá ofbeldinu.
23 á neyðarmóttöku í júlí - eitt meint brot um helgina
Eitt meint kynferðisbrot kom inn á borð Neyðarmóttöku Landspítala fyrir þolendur kynferðisbrota um helgina. Í júlí leituðu þangað 23 sem brotið hafði verið á. Hrönn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á neyðarmóttökunni segir að það sé meira en þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Fimm þeirra sem leituðu á neyðarmóttökuna í júlí hafa nú lagt fram kæru.
Ögn rólegra en vanalega um verslunarmannahelgi
Svolítill erill var hjá lögreglunni á Akureyri einkum um miðbik nætur. Mest var um drykkjulæti og hávaða.
Örsýning í Bolungarvík um verslunarmannahelgi
Aðstandendur Takk - örsýningar í Bolungarvík láta ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir ástandið í landinu. Sýningin verður opin í Listastofunni Bakka alla verslunarmannahelgina.
Appelsínugul viðvörun og hætta á skriðuföllum
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland vegna mikils hvassviðris. Viðvörunin tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið og varir til hádegis. Gul viðvörun er í gildi frá hádegi til miðnættis. Á vef Veðurstofu Íslands segir að búist sé við stormi á svæðinu, austan og norðaustanátt 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast verður vestan Öræfa.
30.07.2020 - 15:58
Víða vætusamt um verslunarmannahelgina
Veðurstofa Íslands spáir vætu í öllum landshlutum um komandi helgi og breytilegum áttum. Hlýjast verður sunnanlands, en hiti verður á bilinu 8 til 15 stig. Veðurstofa ráðleggur fólki að skoða veðurspár vel áður en haldið er í ferðalög um helgina.
Hlýjast á Suðausturlandi í dag
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag, en vestan 5-10 m/s við suðurströndina seinni partinn. Hiti gæti farið upp í 18 stig á Suðausturlandi.
28.07.2020 - 06:27
Spá rigningu um verslunarmannahelgina
Veðurstofan spáir rólegu veðri næstu daga og nokkuð hlýju. Á föstudag færist svo lægð yfir landið úr suðri með blautri austanátt.
27.07.2020 - 07:09
Skipuleggjandi harmar umræðu um tónleika á Egilsstöðum
Fernir tónleikar hafa verið auglýstir á hótelinu Valaskjálf á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir það á samfélgsmiðlum að engar konur skuli koma fram. Þráinn Lárusson, eigandi hótelsins, segir í samtali við fréttastofu að sér finnist afskaplega leiðinlegt að tónleikarnir hafi raðast niður með þessum hætti og segist sammála því að það sé vont að engin kona stígi á svið þessa helgi.