Færslur: Verslun og viðskipti

Færeyingar og Bandaríkjamenn stofna viðskiptaskrifstofu
Viðskipti milli Færeyja og Bandaríkjanna hafa aukist verulega á síðustu árum og frekari breytingar eru í sjónmáli. Sendiherrar Bandaríkjanna og Japans í Danmörku heimsóttu Færeyinga í síðustu viku.
Kínversk hugveita gagnrýnir núllstefnu stjórnvalda
Kínversk hugveita dregur í efa gildi harðrar stefnu þarlendra stjórnvalda til að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Harla óvenjulegt þykir að slík gagnrýni beinist að stjórninni í Peking.
Vöruðu Alþingi við afnámi leyfisveitinga og trygginga
Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandið vöruðu Alþingi við því að fella niður skilyrði um leyfisveitingu og starfsábyrgðartryggingu fyrir sölu notaðra bíla. Það gæti leitt af sér að sviksamlegt athæfi færðist í aukana.
Úkraína hættir útflutningi undirstöðuafurða
Öllum útflutningi á rúgi, höfrum, byggi, hirsi, sykri, salti, kjöti, búfénaði og fleiri undirstöðuafurðum frá Úkraínu hefur verið hætt. Úkraínuskrifstofa Interfax-fréttastofunnar greindi frá þessu í gær og vísar í yfirlýsingu stjórnvalda.
Enn fjölgar fyrirtækjum sem hætta starfsemi í Rússlandi
Greiðslukortarisarnir Visa og Mastercard tilkynntu á laugardag að þau ætli að hætta allri starfsemi í Rússlandi. Þar með bætast þau í stóran og vaxandi hóp bandarískra og evrópskra fyrirtækja, sem hafa hætt starfsemi og viðskiptum í og við Rússland eða boðað slíka stöðvun vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Svisslendingar kjósa um nær algert tóbaksauglýsingabann
Svissneskir kjósendur ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag, sunnudag þar sem þeim er meðal annars ætlað að ákvarða um nánast algert bann við tóbaksauglýsingum.
Fasteignir halda áfram að hækka í verði
Verð á fasteignum hækkaði um 1,5% á landinu öllu í desember miðað við vísitölu söluverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Hækkun á einu ári nemur 16,6 prósentum en það er sérbýli á höfuðborgarsvæðinu sem mest áhrif hefur á hana. Greinendur gera ráð fyrir hækkun stýrivaxta Seðlabankans.
Mótmæli í Kanada
Krefjast opnunar vegartálma við landamærin
Samtök atvinnurekenda í Bandaríkjunum og Kanada krefjast þess að flutningabílstjórar og stuðningsmenn þeirra opni vegartálma sem settir hafa verið upp á mikilvægri leið sem tengir löndin tvö.
Verð notaðra bíla hefur hækkað mjög í Bandaríkjunum
Eigendur notaðra bifreiða í Bandaríkjunum hafa undanfarið getað selt þær fyrir jafnmikið eða jafnvel meira en þeir upphaflega borguðu fyrir þá. Meðal ástæðna er samdráttur í framleiðslu nýrra farartækja.
Metár að baki hjá Rolls Royce
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert mörgum fyrirtækjum skráveifu og jafnvel svipt þau rekstrargrundvellinum á meðan önnur hafa plumað sig ágætlega og sum meira að segja betur en áður. Eðalvagnaframleiðandinn Rolls Royce fellur í seinni flokkinn. Fyrirtækið seldi nær helmingi fleiri bíla í fyrra en árið á undan og raunar fleiri en nokkru sinni fyrr í 117 ára sögu fyrirtækisins.
Um 35% fleiri nýskráðir bílar 2021 en 2020
Ríflega tólf þúsund nýjar fólksbifreiðar voru nýskráðar í landinu frá áramótum og til jóla. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem fyrir lágu á jóladag fjölgaði nýskráningum milli áranna 2020 og 2021 um 35,5%.
02.01.2022 - 07:30
Kínverjar ásakaðir um atlögu að flutningaskipum
Stjórnvöld á Filippseyjum saka kínversku strandgæsluna um að hafa sprautað vatni á fley sem flytja vistir til hermanna á Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Ríki deila mjög um yfirráð á hafsvæðinu.
Musk spyr fylgjendur sína ráða um sölu hlutafjár
Stofnandi Tesla og SpaceX, frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk spurði fylgjendur sína í dag á Twitter hvort hyggilegt væri af honum að selja tíu prósent hlutafjár síns í bílaframleiðslunni.
07.11.2021 - 00:27
Atlanta tekur sjö nýjar flutningavélar í notkun
Eftirspurn eftir fraktflugi hefur aukist mjög samhliða samdrætti í farþegaflugi. Flugfélagið Atlanta bætir á næstu mánuðum sjö nýjum Boeing og Airbus flutningaþotum í flota sinn en þegar hefur það á níu þotum að skipa.
Bílaframleiðsla dregst saman á Bretlandseyjum
Bílaframleiðsla á Bretlandi í ágústmánuði dróst saman um 27 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Helst má kenna samdráttinn skorti á hálfleiðurum sem hefur hægt á bílaframleiðslu um allan heim.
Norðmenn hagnast á olíu og gasi sem aldrei fyrr
Verðmæti útflutningsvara Noregs hefur sjaldan verið meira en í ágúst síðastliðnum og það stefnir í met í september. Þar munar mest um hátt verð á olíu og ekki síst á jarðgasi.
Hagnaður af álverinu að nýju
Umskipti hafa orðið í rekstri álversins í Straumsvík með hækkandi álverði og nýjum raforkusamningi við Landsvirkjun. Álverið skilar því hagnaði og er keyrt áfram á fullum afköstum.
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi en óvissa um framhaldið
Hagvöxtur á Nýja Sjálandi mældist 2,8 prósent á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í morgun. Sérfræðingar óttast talsverðan samdrátt á þriðja fjórðungi en spá bata og vaxtahækkunum í kjölfarið.
Að jafnaði 50 breskum verslunum lokað hvern dag
Breskar verslunarkeðjur hættu starfsemi meira en 8.700 versluna fyrstu sex mánuði ársins. Það jafngildir því að næstum 50 verslunum hafi verið lokað á hverjum degi.
Merkel: Samtal milli Rússlands og Þýskalands mikilvægt
Þrátt fyrir andstæð viðhorf þurfa Þjóðverjar og Rússar halda áfram að ræða saman. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í heimsókn sinni til Rússlands, þeirrar síðustu á valdatíð hennar.
Þúsundir starfsfólks Quantas sendar í launalaust leyfi
Ástralska flugfélagið Qantas tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að senda vel á þriðja þúsund starfsmanna í launalaust leyfi. Ástæðan er sögð vera sú að mjög hefur dregið úr eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar víða um landið.
Dómur staðfestur í ævintýralegu flóttamáli
Dómstóll í Tókíó staðfesti í gær fangelsisdóma í máli bandarísku feðganna Michael og Peter Taylor sem aðstoðuðu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Nissan bílaframleiðandans, við að flýja land í desember 2019.
29.07.2021 - 06:33
Sækist eftir tollfrjálsum aðgangi með sjávarafurðir
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, leggur áherslu á betri aðgang Íslands að mörkuðum með fisk og sjávarafurðir í viðræðum við æðstu stjórnendur Evrópusambandsins. 
Verðbólga á uppleið í takt við hækkandi hrávöruverð
Verði hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði varanleg þykir ljóst að verðbólga aukist í heiminum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem segir að hrávöruverð hafi ekki verið jafnhátt í tæp tíu ár. Mikil óvissa ríki þó um framhaldið.
Pútín: Sjampanskoje hið eina sanna kampavín í Rússlandi
Brotist hefur út kampavínsstríð milli Rússa og Frakka. Það var Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sem kastaði stríðshanskanum með yfirlýsingu um að hér eftir megi aðeins rússneskt „kampavín" bera það heiti en franskt kampavín skuli færast í hinn „óæðri flokk" freyðivína.
07.07.2021 - 07:42

Mest lesið