Færslur: Verslun og viðskipti

Áhyggjur af kaupum Storytel á Forlaginu
Rithöfundasamband Íslands telur ástæðu til að hafa áhyggjur af fákeppni í bókaútgáfu eftir kaup Storytel AB á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Rithöfundar og bókaútgefendur hafa lýst yfir áhyggjum af samningnum um kaupin og hélt Rithöfundasambandið fund um málið í morgun.
Kaupendur notaðra bifreiða bera ábyrgð á tryggingum
Vátryggingar bifreiða eru tryggðar með lögveði samkvæmt lögum sem tóku gildi um áramót. Kaupandi notaðrar bifreiðar getur því borið ábyrgð á vangoldnum iðgjöldum fyrri eiganda í allt að tvö ár.
Færri fyrirtæki gjaldþrota í maí í ár en í fyrra
Tuttugu og tvö virk fyrirtæki urðu gjaldþrota í maí. Það er 42% minna en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru 38. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Flest voru fyrirtækin í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á ökutækjum, en þau voru átta. Fimm fyrirtæki voru í ferðaþjónustu.
Kortavelta í maí jókst á milli ára
Kortavelta innanlands í maí var 3,3% meiri en í sama mánuði í fyrra.  Kortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um 63,3% og viðsnúningur varð í neyslu landsmanna í maí eftir samdrátt mánuðanna á undan.  Þetta kemur fram í Hagsjá, sem er rit Hagfræðideildar Landsbankans. Kortavelta Íslendinga á innlendum gististöðum í maí jókst um 60% á milli ára.
Guðmundur er hættur við að hætta
Náðst hefur samkomulag um að Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, starfi áfram sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu, en 30. apríl síðastliðinn var tilkynnt um að hann hefði óskað eftir að láta þar af störfum.
12.06.2020 - 21:19
Kortavelta orðin jafn mikil og fyrir faraldur
Kortavelta íslenskra greiðslukorta er þegar orðin jafn mikil og hún var áður en samkomubannið vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi 13. mars.
Spegillinn
Miðborgin að rumska af sex vikna blundi
Miðborg Reykjavíkur er að rumska. Veðrið var ekki jafn gott og það hefur verið síðustu daga, en um hádegisbil var samt slæðingur af fólki á Laugaveginum. Vindurinn sópaði rykugar gangstéttirnar og á stöku stað mátti sjá bláan hanska, samankuðlaðan, eitt af merkjum tíðarandans. Vegfarendur drukku kaffi eða snæddu á veitingahúsum. Tónlist barst frá opnum verslunum. Starfsmenn borgarinnar hirtu sorp. Hárskerar tóku á móti kúnnum eftir langt hlé og söfn borgarinnar opnuðu dyr sínar á ný.
04.05.2020 - 18:30
„Hefur haft gríðarleg áhrif“
Velta fríhafnarinnar í Leifsstöð hefur dregist saman um níutíu prósent miðað við sama tíma í fyrra. Aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli í dag.
03.04.2020 - 18:56
Verð á kjötvöru hækkar við gengisfall krónunnar
Nokkrar afurðastöðvar hafa undanfarið tilkynnt um allt að fimm prósenta verðhækkun á kjötvörum til verslana. Aðalástæðan er sögð lækkun íslensku krónunnar og aukinn framleiðslukostnaður þess vegna.
25.03.2020 - 18:02
Met slegið í Vínbúðunum á Þorláksmessu
Aldrei hafa fleiri viðskiptavinir komið í verslanir Vínbúðanna og á Þorláksmessu segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR. Þeir voru um 46 þúsund talsins en áður höfðu mest 44 þúsund verslað þar á einum degi.
27.12.2019 - 16:38
Myndband
Ný búð á Drangsnesi fimm dögum eftir að sú gamla lokaði
Verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Drangsnesi á Ströndum var lokað í byrjun desember eftir tæplega 70 ára rekstur. Íbúar brugðust við í snatri og opnuðu nýja verslun fimm dögum síðar.
09.12.2019 - 22:25
Styrkja verslanir í strjábýli um 15 milljónir
Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar þess efnis að veita skuli styrki til verslanna í stjálbýli. Tæpum 15 milljónum var úthlutað úr sjóði á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
13.11.2019 - 15:52
Fréttaskýring
Kælimiðlar losa álíka mikið og alþjóðaflugið
Þú ert í matvöruverslun, þú skimar eftir ákveðnum vörum sem þig vantar, virðir fyrir þér úrvalið en hugsar kannski minna um innviðina. Þú hefur kannski aldrei velt því fyrir þér hvernig mjólkinni er haldið kaldri eða hvort frystikistan heitir Valentini 17, hvort kælinum er bara stungið í samband eða hvort það liggja pípur frá honum inn í vegginn. Þú hefur kannski aldrei tekið eftir skynjurunum sem eiga að láta vita, ef gösin sem notuð eru til að kæla vörurnar leka út.
Verðsamanburður eina leiðin á svörtum fössara
Neytendur ættu að gera verðsamanburð þegar þeim bjóðast góð tilboð á sérstökum tilboðsdögum eins og svörtum föstudegi sem er í dag. Verslunarmenn bjóða margir sérstök tilboð í tilefni dagsins.
23.11.2018 - 06:06
Opna göngugötur á aðventunni
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að gera umferðargötur í miðborg Reykjavíkur að göngugötum á aðventunni, líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Götum verður lokað fyrir bílaumferð frá og með 13. desember en opna aftur 24. desember. Það er sama tímabil og lengdur opnunartími verslana í miðbænum stendur yfir í aðdraganda jóla.
22.11.2018 - 17:00
Grasker víða uppseld
Sífellt fleiri hér á landi halda hrekkjavöku hátíðlega og hafa tekið upp þann bandaríska sið að skera út grasker. Mun meira hefur selst af graskerjum í ár en í fyrra og eru þau því víða uppseld í matvöruverslunum.
29.10.2018 - 16:36
Einkaneysla jókst um rúm fimm prósent
Einkaneysla hér á landi jókst um 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Landsframleiðsla jókst um 7,2 prósent að raungildi á ársfjórðungnum. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestinga, um 6,6 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að helstu drifkraftar hagvaxtar séu einkaneysla og fjármunamyndun.
07.09.2018 - 12:09
Verslunarstörf að verða „karlastörf“
Körlum sem starfa í verslun hefur fjölgað að því er fram kemur í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur einnig fram að verslun á Íslandi sé í miklum blóma og vöxtur í greininni milli 2015 og 2016 sá mesti sem orðið hefur frá hruni.
Ár liðið frá opnun Costco: Breyttist eitthvað?
Líflegar umræður um verð og gæði í Facebook-hópum og hávær gagnrýni á það hvernig lambakjöt hefur verið skorið um árabil. Þetta er meðal þess sem Costco hefur haft í för með sér hér á landi. Nú er ár liðið síðan björgunarsveitir aðstoðuðu við opnun heildsölunnar við Kauptún í Garðabæ. Viðskiptavinir streymdu að, vopnaðir aðildarkortum, sumir töldu byltingu í aðsigi, aðrir voru bara forvitnir. 
24.05.2018 - 13:04