Færslur: Verslun og viðskipti

Fyrsta lífsmarkið frá Jack Ma um margra mánaða skeið
Kínverski auðkýfingurinn Jack Ma, stofnandi og eigandi netverslunarrisans Alibaba, kom fram á opinberum vettvangi í gær, í fyrsta skipti síðan kínversk yfirvöld tóku að rannsaka fyrirtækjasamsteypu hans og hlutast til um rekstur hennar í haust sem leið. Ma ávarpaði hóp kennara í gegnum fjarfundabúnað.
21.01.2021 - 01:55
Sala færeyska félagsins Magn hluti endurskipulagningar
Færeyska olíufélagið Magn, sem er að stærstum hluta í Skeljungs, hefur verið auglýst til sölu á markaði. Salan er talin hluti af endurskipulagningu Skeljungs en ekki liggur fyrir hverjir vilji kaupa.
Samruni skapar fjórða stærsta bílaframleiðanda heims
Ítalsk-bandaríska bílaframleiðslufyrirtækið Fiat/Chrysler og franski framleiðandinn PSA undirrituðu samrunasamning í dag. Samningaviðræður hafa staðið vel á annað ár.
16.01.2021 - 13:08
Sala á áfengi í Vínbúðum jókst um 18% milli ára
Sala á áfengum drykkjum í Vínbúðunum jókst um 18 prósent á liðnu ári miðað við 2019. Talsverð aukning varð í sölu á bjór og léttvíni.
05.01.2021 - 04:35
OPEC-ríkin ákveða hve mikið verði framleitt af olíu
Fulltrúar Samtaka olíuframleiðsluríkja og samstarfsríkja þeirra funda á mánudaginn til að ákveða hve mikið skulu framleiða af olíu í febrúar. Vonir standa til að eftirspurn eftir olíu fari vaxandi eftir mikinn samdrátt á síðasta ári.
02.01.2021 - 06:29
Kínversk yfirvöld sækja hart að viðskiptaveldi Jacks Ma
Fjármálayfirvöld í Kína fyrirskipuðu í gær að viðskipta- og tæknistórveldið Ant Group skuli leyst upp í smærri einingar. Ant Group er móðurfyrirtæki kínverksa póstverslunarrisans Alibaba og fjölda annarra fyrirtækja, stórra og smárra, á sviði verslunar og hátækni. Er þetta liður í glímu kínverskra yfirvalda við aðaleiganda Ant Group, milljarðamæringinn Jack Ma, einn auðugasta mann Kína, og viðskiptaveldi hans.
29.12.2020 - 03:41
Spá því að Kína verði mesta efnahagsveldi heims 2028
Kínverska hagkerfið verður orðið stærra en það bandaríska og Kína þar með stærsta efnahagsveldi heims árið 2028 ef svo fer fram sem horfir, fimm árum fyrr en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er mat bresku efnahagsrannsókna- og ráðgjafarmiðstöðvarinnar CEBR. Þetta skýrist fyrst og fremst af áhrifum COVID-19 heimsfaraldursins á efnahagskerfi heimsins og ólíkri getu stórveldanna tveggja til að takast á við kreppuna sem farsóttin hefur valdið.
27.12.2020 - 07:30
Icelandair selur tvær MAX-vélar og tekur þær á leigu
Icelandair skrifaði í gær undir samning um sölu á tveimur þeirra Boeing 737 MAX 9 flugvéla sem fyrirtækið pantaði hjá Boeingverksmiðjunum á sínum tíma. Kaupandinn er Sky Aero Management (SKY Leasing), fyrirtæki sem sérhæfir sig í útleigu og kaupleigu á flugvélum. Jafnframt var samið um að Icelandair myndi leigja vélarnar tvær af Sky Aero Management í tólf ár frá því að þær verða afhentar, sem að líkindum verður í vor.
25.12.2020 - 04:48
Vísbendingar um að Íslendingar gefi dýrar jólagjafir
Lausleg könnun Morgunblaðsins á vinsælum jólagjöfum þetta árið bendir til þess að Playstation 5-leikjatölva hafi notið einna mestra vinsælda. Hún er nú uppseld hér á landi eins og víðast hvar annars staðar.
Fasteignamarkaður líflegur á árinu
Sögulega lágir vextir, góðir lánamöguleikar og sterkur kaupmáttur skýrir lífleg fasteignaviðskipti að undanförnu. Ástandið mun þó aðeins tekist að róast og færri íbúðir skráðar til sölu enda mikið selst á árinu.
Um 22% samdráttur í nýskráningum bíla á árinu
Næstum fjórði hver nýskráður bíll á árinu 2020 er algerlega rafdrifinn og samtals yfir 55% eru að einhverju eða öllu leyti rafknúnir.
20.12.2020 - 04:57
Afnámi ívilnunar við kaup tengiltvinnbíla frestað
Alþingi hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa notið í formi lækkaðs virðisaukaskatts, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í dag.
17.12.2020 - 05:38
Meira en 100% aukning frá erlendum netverslunum
Fjöldi pakkasendinga til landsins á vegum DHL núna fyrir jólin hefur meira en tvöfaldast á milli ára og íslenskar netverslanir senda margfalt fleiri sendingar til útlanda nú en áður. Í þeim eru aðallega lundabangsar, lopapeysur og íslenskrar snyrtivörur.  
15.12.2020 - 11:21
Enn næst ekki samkomulag um TikTok
Ekki hefur enn náðst samkomulag milli núverandi eigenda smáforritsins TikTok og ríkisstjórnar Donalds Trump um sölu þess.
Fjármálamarkaðir vestra gætu lokast Kínverjum
Verðbréfa- og fjármálamarkaðir Bandaríkjanna gætu lokast kínverskum fyrirtækjum á næstunni.
Starfsfólk Amazon krefst margvíslegra umbóta
Starfsmenn Amazon hyggjast efna til mótmæla og verkfalla á starfstöðum fyrirtækisins víða um heim á morgun 27. nóvember. Starfsfólki finnst framkoma fyrirtækisins gagnvart sér óásættanleg og því hafa aðgerðirnar yfirskriftina „Látum Amazon borga“ eða „Make Amazon Pay“.
26.11.2020 - 17:25
Bjartsýnir kaupahéðnar komu Dow-Jones yfir 30.000 stig
Viðskipti í kauphöllum Wall Street í New York slógu öll met í gærkvöld þegar Dow-Jones vísitalan fór yfir 30.000 stig, í fyrsta skipti í sögunni. Svo virðist sem vísbendingar gærdagsins um að valdaskiptin í Washington muni að líkindum ganga nokkurn veginn snurðulaust fyrir sig, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, og jákvæðar fréttir af þróun og virkni nokkurra bóluefna gegn COVID-19 hafi blásið kaupsýslumönnum vestra bjartsýni í brjóst.
25.11.2020 - 02:38
Tilboðsvörur á svörtum föstudegi jafnvel ódýrari áður
Um 85% breskra tilboðsvara á svörtum föstudegi voru fáanlegar á sama eða lægra verði fyrr á árinu. Þetta kemur fram í könnun bresku neytendasamtakanna Which? sem greint er frá í dag.
24.11.2020 - 13:32
Hækkun hrávöru merki um að botni kórónukreppu sé náð
Sérfræðingar álíta að kórónuveirufaraldurinn hafi náð hámarki. Hækkandi hrávöruverð sé til marks um aukna bjartsýni eftir að greint var frá árangri við þróun þriggja bóluefna við kórónuveirunni.
24.11.2020 - 06:17
Stærsti fríverslunarsamningur heims undirritaður
Fulltrúar Kína, Japans, Ástralíu og tólf annarra þjóða í Asíu og Eyjaálfu undirrituðu í morgun fríverslunarsamning sem að líkindum er sá stærsti sem gerður hefur verið, þegar horft er til landsframleiðslu ríkjanna sem eiga aðild að honum.
15.11.2020 - 08:08
Telur hægar tilslakanir hafa veruleg áhrif á atvinnulíf
Hætt er við því að þær tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum sem kynntar voru í dag hafi afgerandi áhrif á starfsemi verslunarfyrirtækja nú þegar háannatíminn í atvinnugreininni er að renna upp.
13.11.2020 - 14:08
Myndskeið
Huga þarf að líðan og atvinnutækifærum ungs fólks
Huga þarf sérstaklega að líðan og hagsmunum ungs fólk í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga á fundinum. Tryggja þarf atvinnutækifæri fyrir ungt fólk, þannig mætti sporna við kosnaðarsömum félagslegum afleiðingum til framtíðar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði á fundinum að meirihluti eigenda fyrirtækja telji að þau verði enn starfandi að ári. 
Þriðja bylgjan hefur minni áhrif á neyslu en sú fyrsta
Þriðja bylgja heimsfaraldurs kórónuveirunnar virðist hafa minni áhrif á neyslu Íslendinga en sú fyrsta gerði. Neyslan er nú svipuð og var á sama tíma í fyrra en dróst tímabundið saman um tuttugu af hundraði í fyrstu bylgju.
Byssur og skotfæri aftur í hillur Walmart
Byrjað var að raða byssum og skotfærum aftur í hillur verslana bandaríska smásölurisans Walmart í gær, aðeins degi eftir að þær voru fjarlægðar úr hillunum af ótta við uppþot, rán og rupl.
31.10.2020 - 04:53
Walmart fjarlægir byssur úr hillum verslana til öryggis
Öll skotvopn og tilheyrandi skotfæri hafa verið fjarlægð úr hillum verslana Walmart-keðjunnar bandarísku, af ótta við óeirðir og átök í aðdraganda og eftirleik forsetakosninganna næsta þriðjudag. Viðskiptavinir verslanakeðjunnar geta áfram keypt byssur, en geta ekki gripið þær úr hillunum eins og venjan er, heldur þurfa að bera sig sérstaklega eftir þeim hjá afgreiðslufólki.