Færslur: Verslun

Sjónvarpsfrétt
Stefna á verslun án starfsfólks
Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Urriðaholti í Garðabæ í dag. Þar eru hvorki kassastarfsmenn né sjálfsafgreiðslukassar, aðeins app, og stofnandinn segir að það sé fyrirkomulag framtíðarinnar.
20.07.2022 - 18:42
Mesta aukning greiðslukortanotkunar frá því fyrir hrun
Innlend greiðslukortanotkun jókst um 25% í apríl, miðað við sama tíma í fyrra, eða úr 68 milljörðum króna í 79 milljarða. Þetta er mesta aukning sem mælst hefur milli ára frá því fyrir hrun, eða frá því mælingar hófust í nóvember 2007.
16.05.2022 - 12:05
Tíðarandi og umhverfið í huga við val á jólagjöf ársins
Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021. Þetta er niðurstaða rýnihóps Rannsóknaseturs verslunarinnar en forstöðumaður setursins segir bæði ástandið í samfélaginu og umhverfissjónarmið hafa ráðið för við valið.
15.12.2021 - 12:38
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál“
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál,“ segir Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Hann segir bættar samgöngur einnig mikilvægar fyrir ungt fólk svo það geti sætt sig við að setjast niður á stöðum úti á landi.
Dýrt og tímafrekt að þróa app sem talar íslensku
Heimsendingarþjónustan Aha.is hefur þróað innkaupaapp sem skilur íslensku. Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri Aha.is segir bætt aðgengi að raddgreiningarbúnaði á íslensku, forsendu þess að fyrirtæki sjái hag sinn í að hanna forrit sem tala og skilja íslenskt mál. 
13.02.2021 - 18:50
 · Innlent · Verslun · Smáforrit · tækni · Máltækni
Starfsmenn Geysisbúða fengu hluta launa greiddan
Öllum starfsmönnum Geysis-fataverslanana hefur verið sagt upp störfum og búðunum lokað. Starfsfólk fékk einungis hluta launa sinna fyrir janúarmánuð greiddan. 
02.02.2021 - 18:59
Öllum Geysis-búðunum lokað og starfsfólki sagt upp
Öllum starfsmönnum Geysis-verslanana hefur verið sagt upp störfum og búðunum lokað. Verslanirnar eru í eigu félagsins Artic Shopping og eru sex talsins - þrjár á Skólavörðustíg, ein í Kringlunni, ein á Akureyri og ein í Haukadal.
02.02.2021 - 11:10
Lélegustu janúarútsölur í 19 ár auka verðbólgu
Mikil verðbólga skýrist meðal annars af því að janúarútsölur hafa ekki verið lélegri í nítján ár. Hagfræðideild Landsbankans telur að verslanir hafi lækkað verð minna en í meðalári, vegna þess að Íslendingar séu nú háðari því að kaupa föt og skó hér á landi í faraldrinum. 
26.01.2021 - 17:50
Óvæntur 20% tollur á ávaxtasafa í sölu á Íslandi
Fyrirtækið Íslensk ameríska (ÍSAM) þarf nú að greiða 20% toll af vinsælum ávaxtasafa sem það flytur til landsins. Ástæðan er útganga Breta úr Evrópusambandinu. Samtök verslunar og þjónustu hafa heyrt af fleiri svipuðum dæmum.
18.01.2021 - 15:13
Sala á áfengi í Vínbúðum jókst um 18% milli ára
Sala á áfengum drykkjum í Vínbúðunum jókst um 18 prósent á liðnu ári miðað við 2019. Talsverð aukning varð í sölu á bjór og léttvíni.
05.01.2021 - 04:35
Myndskeið
„Líður eins og maður eigi ekki að vera hérna“
Í dag var fyrsti almenni opnunardagur margra verslana frá því fyrir jól, en frestur til þess að skila og skipta jólagjöfum er í mörgum tilvikum aðeins til áramóta eða fyrstu daga nýs árs.
27.12.2020 - 19:30
Vísbendingar um að Íslendingar gefi dýrar jólagjafir
Lausleg könnun Morgunblaðsins á vinsælum jólagjöfum þetta árið bendir til þess að Playstation 5-leikjatölva hafi notið einna mestra vinsælda. Hún er nú uppseld hér á landi eins og víðast hvar annars staðar.
Bandaríkjamenn búast við hugmyndauðgi í jólagjöfum
Sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum búast við að fá „hugmyndaríkari“ gjafir um þessi jól en áður. Þetta sýnir ný könnun á vegum OnePoll þar sem sjónum var beint að kauphegðun fyrir jólin á þessu óvenjulega ári.
16.12.2020 - 02:58
Meira en 100% aukning frá erlendum netverslunum
Fjöldi pakkasendinga til landsins á vegum DHL núna fyrir jólin hefur meira en tvöfaldast á milli ára og íslenskar netverslanir senda margfalt fleiri sendingar til útlanda nú en áður. Í þeim eru aðallega lundabangsar, lopapeysur og íslenskrar snyrtivörur.  
15.12.2020 - 11:21
Segir Krónuna vilja styðja við nýja verslun á Klaustri
Framkvæmdastjóri Krónunnar, sem rekur verslunina Kjarval á Kirkjubæjarklaustri, segir fyrirtækið vilja vinna með þeim sem opni verslun á staðnum eftir að Kjarval verði lokað. Auk þess muni íbúunum bjóðast að kaupa matvöru í netverslun Krónunnar.
28.11.2020 - 12:33
Einu matvöruversluninni á Kirkjubæjarklaustri lokað
Einu matvöruversluninni á Kirkjubæjarklaustri verður lokað um áramót þegar verslunin Kjarval verður lögð niður. Oddviti Skaftárhrepps segir þetta mikið högg fyrir samfélagið og færi þjónustustigið mörg ár aftur í tímann.
27.11.2020 - 15:49
Vonbrigði að smit séu rakin til verslunarmiðstöðva
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir það vonbrigði, sem fram kom i máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag, að kórónuveirusmit hafi verið rakin til stórra verslunarmiðstöðva síðustu daga.
26.11.2020 - 12:58
Myndskeið
Margir í miðbænum en enginn í jólagjafakaupum
Miðborg Reykjavíkur iðaði af lífi í dag og ljóst að hugsanir um kórónuveirufaraldurinn eru ekki lengur einvaldur. Margir kíktu í búðir eða að minnsta kosti í búðarglugga en hins vegar fór lítið fyrir því að fólk væri í jólagjafahugleiðingum. Það var algengara var að tilefnið væri heilsubótarganga.
21.11.2020 - 20:52
Myndskeið
Verður gríman jólagjöfin í ár?
Jólin byrja fyrr í ár og jólaverslun fer vel af stað, segir verslunarfólk og viðskiptavinir. Margir ætla að flýta jólainnkaupum, til að forðast mannmergð og jólaös í desember. 
14.11.2020 - 20:00
Myndskeið
Huga þarf að líðan og atvinnutækifærum ungs fólks
Huga þarf sérstaklega að líðan og hagsmunum ungs fólk í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga á fundinum. Tryggja þarf atvinnutækifæri fyrir ungt fólk, þannig mætti sporna við kosnaðarsömum félagslegum afleiðingum til framtíðar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði á fundinum að meirihluti eigenda fyrirtækja telji að þau verði enn starfandi að ári. 
Byssur og skotfæri aftur í hillur Walmart
Byrjað var að raða byssum og skotfærum aftur í hillur verslana bandaríska smásölurisans Walmart í gær, aðeins degi eftir að þær voru fjarlægðar úr hillunum af ótta við uppþot, rán og rupl.
31.10.2020 - 04:53
Walmart fjarlægir byssur úr hillum verslana til öryggis
Öll skotvopn og tilheyrandi skotfæri hafa verið fjarlægð úr hillum verslana Walmart-keðjunnar bandarísku, af ótta við óeirðir og átök í aðdraganda og eftirleik forsetakosninganna næsta þriðjudag. Viðskiptavinir verslanakeðjunnar geta áfram keypt byssur, en geta ekki gripið þær úr hillunum eins og venjan er, heldur þurfa að bera sig sérstaklega eftir þeim hjá afgreiðslufólki.
Spegillinn
Verslun upp og ofan í faraldri
Verslunarrekstur á Íslandi hefur farið misjafnlega út úr Covid-faraldrinum. Búðir sem reiða sig hvað mest á að selja erlendum ferðamönnum varning eiga um sárt að binda. Aðrar verslanir hafa notið góðs af því að utanlandsferðum Íslendinga hefur snarfækkað á árinu og peningur sem hefði farið í vasa búðareigenda úti í heimi varð eftir hér heima.
15.10.2020 - 13:14
Áfengisfrumvarp ýmist sagt menningarauki eða meinvaldur
Dómsmálaráðherra er ýmist hvattur til að láta frumvarp sitt til breytinga á áfengislögum niður falla eða því er fagnað sem mikilli réttarbót og menningarauka.
11.10.2020 - 14:35
Engin búð í Reykhólahreppi frá og með morgundeginum
Í dag er síðasti opnunardagur verslunarinnar Hólabúðar á Reykhólum. Nýr rekstraraðili hefur ekki fengið en héðan af þurfa hreppsbúar að keyra í Búðardal til að kaupa í matinn.
30.09.2020 - 12:30

Mest lesið