Færslur: Verslun

Tvö verslunarsvæði, mismunandi þarfir
Um 85% höfuðborgarbúa hafa sótt verslun og þjónustu á Laugavegi undanfarið ár. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og birtast í blaðinu í dag.
30.07.2020 - 06:22
Tíminn gerist naumur í Brexit-viðræðum
Bresk stjórnvöld og Evrópusambandið eiga enn eftir að ná samkomulagi um mikilvæga þætti varðandi útgöngu Breta úr sambandinu.
Verslunarkjarni í Sjafnarhúsinu á Akureyri
Sjafnarhúsinu við Austursíðu á Akureyri verður breytt í verslunarkjarna ef áform Norðurtorgs ehf., sem keypt hefur húsið, ganga eftir. Áætlað er að opna þar næsta sumar.
07.07.2020 - 16:38
Færri fyrirtæki gjaldþrota í maí í ár en í fyrra
Tuttugu og tvö virk fyrirtæki urðu gjaldþrota í maí. Það er 42% minna en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru 38. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Flest voru fyrirtækin í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á ökutækjum, en þau voru átta. Fimm fyrirtæki voru í ferðaþjónustu.
Kortavelta í maí jókst á milli ára
Kortavelta innanlands í maí var 3,3% meiri en í sama mánuði í fyrra.  Kortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um 63,3% og viðsnúningur varð í neyslu landsmanna í maí eftir samdrátt mánuðanna á undan.  Þetta kemur fram í Hagsjá, sem er rit Hagfræðideildar Landsbankans. Kortavelta Íslendinga á innlendum gististöðum í maí jókst um 60% á milli ára.
Verslanir opnaðar á Englandi í dag
Þúsundir verslana og skemmtigarða á Englandi munu opna dyr sínar og hlið fyrir viðskiptavinum í dag í fyrsta sinn síðan í lok mars.
15.06.2020 - 04:32
Samfélagið
Kreppan bjargaði bókabúðum
Þegar Eiríkur Ágúst Guðjónsson flutti til Reykjavíkur árið 1981 voru 14 fornbókaverslanir í miðbænum, nú starfar hann í þeirri einu sem eftir er, Bókinni við Hverfisgötu.
26.05.2020 - 13:51
Myndskeið
Bjóða VHS-spólur á kostakjörum
Dauð vídjóspóla í hillu er eins og dauð bók í hillu segir kaupmaðurinn á horninu sem er líklega sá eini á landinu sem enn býður VHS-spólur til sölu. Þótt nærri tveir áratugir eru liðnir síðan ný tækni ruddi VHS spólunni af markaði seljast spólurnar ennþá.
11.05.2020 - 19:37
Fleiri tölvur og færri hamborgarar
Neyslumynstur þjóðarinnar hefur gjörbreyst frá því kórónuveirunnar varð fyrst vart hér á landi. Sala tölvubúnaðar og raftækja hefur aukist miðað við sama tíma í fyrra og matvöruverslun sömuleiðis en sala veitinga og skyndibita hefur snarminnkað. Þetta kemur fram í gögnum sem Meniga tók saman fyrir fréttastofu og byggjast á ópersónugreinanlegum, innlendum kortafærslum. 
04.04.2020 - 20:15
Myndskeið
Margir í sjálfskipaðri sóttkví
Almenningur sér að mestu leyti um það sjálfur að tryggja að reglum samkomubanns sé fylgt, segja verslunareigendur sem eru að fóta sig við nýjar og framandi aðstæður. Stærri verslanir þurfa hins vegar að grípa til víðtækra ráðstafana.
26.03.2020 - 19:45
Matur, lyf og byggingavörur seljast vel - annað ekki
Kaupmenn og verslunareigendur finna fyrir þungu höggi vegna samkomubanns í landinu. 40 prósent minni sala er í þessari viku miðað við í fyrra. Þetta gildir þó ekki um matvöruverslanir, apótek og einstaka byggingavörur.
20.03.2020 - 15:21
Sérstakar verslanir fyrir eldri borgara og viðkvæma
Samkaup hefur ákveðið að opna tólf verslanir Nettó og fimmtán verslanir Kjörbúðarinnar eingöngu fyrir þá sem eldri eru, með undirliggjandi sjúkdóma eða viðkvæmir.
16.03.2020 - 09:44
Myndskeið
Nýjasta vegasjoppa landsins opnar á Möðrudal
Kjötsúpa, ástarpungar og hreindýrabollur verða helsta aðdráttarafl nýjustu vegasjoppu landsins sem opnuð verður á Möðrudal á fjöllum á næstu dögum. Nær allar innréttingar í henni eru smíðaðar úr lerki úr Hallormsstaðaskógi.
27.01.2020 - 19:45
Myndskeið
Tíundi hver Dani hugsar um umhverfið við jólainnkaup
Þrátt fyrir að næstum helmingur Dana vilji kaupa umhverfisvænni gjafir fyrir jólin, velur einungis tíundi hver Dani jólagjafir með umhverfissjónarmið í huga. Mörg kvarta undan skorti á merkingum á umhverfisvænni vörum.
24.12.2019 - 14:46
Super1 á Smiðjuvegi lokað
Ísborg verslanir ehf. hefur ákveðið að loka verslun Super1 við Smiðjuveg í Kópavogi en rekstur hennar hefur verið þungur. Framkvæmdastjóri verslunarinnar segir erfitt að keppa við stóru fyrirtækin á markaðnum.
01.11.2019 - 08:45
Enn von um einstaka grasker
Búið er að þurrka upp nánast öll grasker úr verslunum höfuðborgarsvæðisins fyrir hrekkjavökuhátíðina. Einstaka grasker gætu þó leynst í verslunum Bónuss og Krónunnar.
31.10.2019 - 12:21
Innlent · Neytendamál · Verslun · Hrekkjavaka · grasker · hagkaup · Bónus · krónan
Ókeypis burðarpokar bannaðir eftir viku
Bannað verður að afhenda ókeypis burðarpoka í verslunum hér á landi eftir 1. september. Bannið gildir um alla burðarpoka, óháð því úr hvaða efni þeir eru.
24.08.2019 - 06:31
Viðtal
100 ár á Laugavegi
Ein elsta verslun landsins fagnar 100 ára afmæli sínu um þessar mundir, það er verslunin Brynja sem er á miðjum Laugaveginum og þar hefur hún verið svo lengi sem elstu menn muna.
02.08.2019 - 10:12
Styrkja verslun í Norðurfirði um 7,2 milljónir
Byggðastofnun ætlar að styrkja verslunarverkefni á sex strjálbýlum svæðum. Alls eru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónum króna á árunum 2018-2021.
28.02.2019 - 06:58
Myndir
Verða varir við framkvæmdir á hótel mömmu
Postulínvaskar, sturtubotnar, hurðir og parket sem er enn í plastinu. Það stóð til að fleygja þessu öllu en þökk sé nýrri efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða í Reykjavík var það ekki gert. Dæmi eru um að viðskiptavinir hafi byggt skúra og nýtt nær eingöngu efnivið úr miðluninni. Starfsmenn ráða þeim sem vilja byggja húsnæði þó frá því að stóla alfarið á Góða hirðinn. Þeir verða aðeins varir við húsnæðisvandann fólk kaupi efni í þeim tilgangi að innrétta litla íbúð í bílskúr eða kjallara.