Færslur: Verkföll

17.500 manns í verkföll eftir hálfan mánuð
Rúmlega sautján þúsund manns fara í verkfall eftir tvær vikur náist ekki kjarasamningar milli hins opinbera og BSRB og Eflingar. Fjármálaráðherra segir að horfa verði á heildina, bæði þau launalægstu og þau með háskólanám í næsta þrepi.
23.02.2020 - 19:47
Kjaramál · Innlent · Verkföll · BSRB · Efling
Með gildan samning og kjósa um samúðarverkfall
Helmingur Eflingarfólks, sem greiðir atkvæði í næstu viku um ótímabundið verkfall, er með gildan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Greidd verða atkvæði um samúðarverkfall. Sveitarfélögin undrast að Efling hafi slitið kjaraviðræðum án þess að heyra sjónarmið þeirra.
Sólveig Anna: Göngum út með ekkert í höndunum
„Það var ýmislegt rætt. Það gekk ekki vel. Við göngum út eftir þennan dag með nákvæmlega ekkert í höndunum. Ótímabundið verkfall heldur áfram og við erum, já, bara sameinuðu í baráttuhug. En auðvitað bara sjokkeruð á því skilningsleysi sem ítrekað mætir okkur,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir fund félagsins með Reykjavíkurborg. Hún segir borgina ekki vilja heyra tillögur Eflingar og leggja fram lausnir sem Efling geti ekki samþykkt.
19.02.2020 - 18:53
Fundi slitið: Borgin hafnaði tilboðinu – verkföll áfram
Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara er lokið í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ekkert hafi gengið á fundinum, enginn annar fundur hefur verið boðaður og að Eflingarfólk haldi áfram í ótímabundnu verkfalli.
19.02.2020 - 16:29
Ástandið í Réttarholtsskóla óboðlegt – kennslu aflýst
Öll kennsla fellur niður í Réttarholtsskóla á morgun fimmtudag og á föstudag vegna óþrifnaðar í skólanum. Allir starfsmenn sem ræsta í skólanum eru félagsmenn í Eflingu og í ótímabundnu verkfalli.
19.02.2020 - 15:59
Telur að langt verkfall sé fram undan
Verkfall tæplega 2.000 félagsmanna í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst eftir 12 klukkustundir. Formaður Eflingar óttast að fram undan sé langt verkfall. Sorp er hirt víða í borginni í dag vegna verkfallsins.
16.02.2020 - 13:32
Um 1.850 manns fara í verkfall í borginni
Um 1.850 manns í Eflingu sem starfa hjá borginni hefja verkfall klukkan hálf eitt til miðnættis á fimmtudagskvöld. Verkfallið hefur áhrif á 129 starfsstöðvar hjá Reykjavíkurborg.
11.02.2020 - 12:29
Lítill launamunur gæti valdið ósætti
Fallist borgin á launakröfur Eflingar minnkar launamunur ófaglærðra og háskólamenntaðra starfsmanna á leikskólum talsvert. Sérfræðingur í vinnumarkaðsfræði segir að það geti auðveldlega valdið urgi, en markaðurinn sé kominn í erfiða stöðu.
08.02.2020 - 19:43
„Höfum ekki orðið vör við nein verkfallsbrot“
Starfsfólk Eflingar hefur ekki orðið vart við nein verkfallsbrot í morgun. Formaður Eflingar segir að verkfallsvörðum hafi verið vel tekið á vinnustöðum það sem af er degi. Starfsemi fjölda leikskóla og hjúkrunarheimila í Reykjavík raskast mikið í dag, vegna verkfalls Eflingar. Einhverjir leikskólar eru alveg lokaðir og á öðrum geta börn aðeins verið í hálfan dag. Leikskólastjóri á leikskóla sem er lokaður í dag nýtir daginn meðal annars í þrif og frágang.
06.02.2020 - 11:49
Óttast að verkföll komi niður á öðru Eflingarfólki
Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segist óttast að verkföll Eflingar sem hefjast á hádegi í dag komi verst niður á öðrum félagsmönnum Eflingar, sem ekki eru í verkfalli.
04.02.2020 - 08:09
Skikkan að komast á almenningssamgöngur í Frakklandi
Starfsmenn almenningssamgangna í Frakklandi snúa aftur til vinnu í dag eftir 6 vikna verkfall. Þeir lögðu niður vinnu til þess að mótmæla áætlunum stjórnvalda um að einfalda eftirlaunakerfið í landinu. Þar eru nú í gildi 42 ólík eftirlaunakerfi en stjórnvöld hugðust steypa þeim öllum í eitt og sama formið.
20.01.2020 - 10:34
Myndskeið
Leikskólastarfsmenn greiða atkvæði um verkfallsboðun
Nærri tvö þúsund félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg leggja niður störf í febrúar, verði verkfallsaðgerðir samþykktar. Formenn BSRB ákvaðu í dag að kanna vilja baklandsins til að fara í verkfall.
10.01.2020 - 22:16
Enginn Félagsdómur starfandi
Enginn Félagsdómur er starfandi og því ekki hægt að taka fyrir stefnu Blaðamannafélagsins á hendur Samtökum atvinnulífsins. Átta stunda verkfall félaga í Blaðamannafélaginu, sem hefur áhrif á stærstu fjölmiðla landsins, er boðað á morgun takist ekki að semja í dag.
14.11.2019 - 12:37
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfall
Blaðamenn í Blaðamannafélagi Íslands greiða atkvæði í dag um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða, en samningar við Samtök atvinnulífsins hafa ekki náðst eftir 10 mánaða samningaumleitanir.
Draga af þeim sem voru í fríi í verkföllum
Icelandair hótelin hafa dregið laun af félagsmönnum Eflingar og VR sem voru í vaktafríi þá daga sem verkföll stóðu yfir. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, veit ekki til að þess að slíkt hafi verið gert hjá öðrum fyrirtækjum.
08.04.2019 - 18:35
Verkfall hefst að óbreyttu á miðnætti
Næsta verkfall Eflingar og VR hefst að óbreyttu á miðnætti og stendur í þetta sinn í tvo sólarhringa. Hótelstjóri á Hótel Sögu segist ekki geta borgað laun á réttum tíma vegna þess að bókhaldið sé í verkfalli.
27.03.2019 - 12:02
Myndskeið
„Við erum að tala saman og það er jákvætt“
„Við erum að tala saman og það er jákvætt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins. Fundur samningsaðila hjá ríkissáttasemjara stóð í allan gærdag, frá klukkan 10 og fram á kvöld.
22.03.2019 - 15:18
Myndskeið
Fyrsta raunverulega samtalið var í gær
„Það má alveg segja að samtalið í gær hafi verið fyrsta raunverulega samtalið sem við höfum átt, þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann ávarpaði samstöðufund rútubílstjóra í Vinabæ í dag.
22.03.2019 - 14:33
Ríkissáttasemjari vísaði fjölmiðlum út
Fjölmiðlafólki var vísað úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem nú stendur yfir fundur samninganefnda Eflingar, VR, Framsýnar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins. Ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um ástæður þess.
21.03.2019 - 11:01
Eflingu og SA greinir á um verkalýðslöggjöfina
Samtök atvinnulífsins telja að fullyrðingar um að verkföll nái til starfsmanna utan þeirra stéttarfélaga sem hafa boðað verkföllin geti ekki staðist. Öllum ágreiningi um framkvæmd verkfalla verður vísað til félagsdóms, segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
20.03.2019 - 17:41
Viðtal
Segir samning þurfa að vera boðlegan
Efling hafði slegið af kröfum sínum áður en upp úr kjaraviðræðum slitnaði, að sögn Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttafélagsins. Hann segir samninganefnd Eflingar þurfa að meta hvort enn frekar verði slegið af kröfunum.
10.03.2019 - 19:51
92% samþykktu verkföll
Mikill meirihluta þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Eflingar samþykkti verkfallsaðgerðir, eða 92 prósent. Verkföllin ná til starfsfólks á hótelum, í rútufyrirtækjum og hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr undanfarna daga.
10.03.2019 - 16:13
Verkfallskosningu lýkur á miðnætti
Kosningu félagsmanna Eflingar um verkföll í mars, apríl og maí lýkur á miðnætti. Kosið er um tvenns konar verkföll, annars vegar hefðbundin verkföll í einn til þrjá daga í senn, á tímabilinu 22. mars til 1. maí, þegar allsherjarverkfall tekur við.
09.03.2019 - 19:38
„Menn verða að skilja alvarleika málsins”
Ferðaþjónustan gæti borið óafturkræfan skaða af frekari verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar. Þetta segir hótelstjóri á Hótel Holt. Hún segir fyrirtæki hafa skaðast af aðgerðum gærdagsins en hún þreif sjálf herbergin á hótelinu og bauð gestum ókeypis drykk vegna skertrar þjónustu. Atkvæðagreiðslu um frekari verkföll lýkur á miðnætti.
09.03.2019 - 12:34
Ætlum að þvinga þá til að verða við kröfunum
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð í ræðu sinni á samstöðufundi Eflingar á Lækjartorgi í hádeginu. Hún sagði að verkafólk myndi ekki búa við það lengur að sitja í aftursætinu, áhrifalaus í stjórnmálum og efnahagslífi og myndi þvinga viðsemjendur til að mæta kröfum sínum. Kröfuganga á vegum Eflingar hófst við Gamla bíó klukkan fjögur.
08.03.2019 - 16:13