Færslur: Verkfall

Tekist á um lögmæti verkfalls
Samtök atvinnulífsins (SA) fara fram á að fyrirhugað samúðarverkfall starfsmanna Eflingar hjá Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK) verði úrskurðað ólögmætt. Með því séu starfsmenn hjá SSSK orðnir beinir þátttakendur í verkfalli smeð það að markmiði að bæta eigin kjör.
03.03.2020 - 18:38
Efling gerir borgarstjóra tilboð
Efling hefur boðist til að fresta verkfallsaðgerðum í tvo sólarhringa gegn því að borgin samþykki hækkun grunnlauna Eflingarfélaga hækki á bilinu 100 til 110 þúsund krónur á mánuði.
03.03.2020 - 11:42
Eiga von á fundarboði í dag
Ekki hefur enn verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en samningsaðilar eiga þó von á því að það verði gert í dag, enda hafa báðir samningsaðilar lýst yfir vilja til að setjast aftur að samningaborðinu.
25.02.2020 - 08:09
Undanþágur fyrir viðkvæmustu þjónustuna
Sviðsstjórar velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar lýsa áhyggjum af áhrifum verkfalls Eflingar á starfsemi skóla og velferðarþjónustu.
17.02.2020 - 19:31
Boðað til fundar í fyrramálið
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í fyrramálið.
17.02.2020 - 17:14
Verkfallsbrot og börn heima á föstudag
Verkfallsverðir Eflingar ætla að tilkynna eitt verkfallsbrot frá því í morgun til Reykjavíkurborgar. Búast má við að skólahad í grunnskólum borgarinnar raskist á föstudaginn þótt verkfalli ljúki annað kvöld. Í Grandaskóla til dæmis fellur kennsla niður hjá flestum árgöngum því skólastofur hafa ekki verið þrifnar.
12.02.2020 - 12:39
Bæjarstarfsmenn vilja grípa til aðgerða
Bæjarstarfsmenn eru tilbúnir til að fara í verkfallsaðgerðir. Þetta er niðurstaða landsfundar stéttarfélaga bæjarstarfsmanna. Öll aðildarfélög BSRB funda í dag og ræða næstu skref.
06.02.2020 - 12:48
Sólarhringsverkfall: Engin baðþjónusta og lítið þrifið
Sáttafundur Eflingar og borgarinnar í dag var stuttur og árangurslaus, því brestur á sólarhings verkfall á miðnætti. Á þeim tíma er öryggi vistmanna ekki ógnað, segir forstöðumaður. 
05.02.2020 - 19:15
„Ber svolítið á milli“ borgarinnar og Eflingar
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir kröfur Eflingar aldrei ná fram að ganga, til dæmis gagnvart lærðum leikskólakennurum. Ef ekki semst á sáttafundi í dag, brestur á sólarhrings verkfall á miðnætti.
05.02.2020 - 14:19
Myndskeið
3500 börn heim í hádeginu
Um eitt þúsund og átta hundruð starfsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg leggja niður störf á morgun. Veruleg röskun verður á starfsemi leikskóla borgarinnar og verða um þrjú þúsund og fimm hundruð börn send heim í hádeginu.
03.02.2020 - 19:46
Hópar leikskólabarna þurfa að vera heima
Verkfall félagsmanna í Eflingu mun hafa veruleg áhrif á starfsemi leikskóla Reykjavíkurborgar. Ljóst er að hópar barna munu þurfa að verða heima þá daga sem verkfallið stendur yfir.
31.01.2020 - 15:02
Fundur BÍ og SA stendur enn – Félagsdómur starfar
Samningafundur í deilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins stendur enn hjá ríkissáttasemjara, en fundurinn hófst klukkan hálf tvö. Takist ekki samningar fara félagsmenn Blaðamannafélagsins á vefmiðlunum Mbl.is, Fréttablaðið, Vísir og RÚV í verkfall, sem og ljósmyndarar og myndatökumenn þessara miðla sem eru í félaginu.
14.11.2019 - 18:10
SA og BÍ greinir á um framkvæmd verkfalls blaðamanna
Í dag hefst fyrsta verkfall blaðamanna síðan árið 1978. Fréttamenn á vefmiðlum, ljósmyndarar og myndatökumenn Ríkisútvarpsins, Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og Sýnar, sem eru í Blaðamannafélagi Íslands, leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan 10 í dag. Blaðamannafélagið og Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð miðlanna, greinir á um framkvæmd verkfallsins.
Myndband
Víðtæk verkföll samgöngustarfsmanna í París
Ófremdarástand skapaðist í París í dag vegna víðtækra verkfalla fólks sem starfar við almenningssamgöngur. Verkföllin eru vegna umdeildra breytinga Emmanuels Macron Frakklandsforseta á lífeyrisréttindum.
13.09.2019 - 22:15
Myndskeið
Auka framlög um milljarða í fjármálaáætlun
Fjárframlög til samgöngu-, nýsköpunar- og velferðarmála verða aukin um marga milljarða á næstu árum samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Markmið nást um að reka ríkissjóð með góðum afgangi og að halda áfram að greiða skuldir, segir fjármálaráðherra. Óvissa um þróun á flugmarkaði og niðurstöður kjaraviðræðna getur þó sett strik í reikninginn.
23.03.2019 - 19:39
Stjórnandinn ók rútu og segir tapið mikið
Ferðaþjónustufyrirtækin sem verkfallið náði til voru í hægagangi í dag. Tapið er mikið fyrir ferðaþjónustuna, segir stjórnarformaður Gray Line, sem sjálfur ók flugrútunni til og frá Keflavíkurflugvelli í dag.
22.03.2019 - 19:33
Myndskeið
„Þeir eru mjög kurteisir og við á móti“
Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu og rútubílstjóri, segir verkfallsvörðum vel tekið í þeim fyrirtækjum sem heimsótt voru í morgun. Bílstjórar vilja ekki vera í þessari stöðu, frekar en atvinnurekendur.
22.03.2019 - 14:05
Sáttafundur stendur enn – verkföll á miðnætti
Sáttafundur Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VR, verkalýðsfélaganna á Húsavík, Grindavík og Akranesi stendur enn. Fundurinn hófst klukkan 10 og nú er búist við að fundurinn standi fram á kvöld.
21.03.2019 - 17:41
Áhrif verkfalla á Strætó
Verkföll Eflingar og VR sem hefjast á næstu dögum hafa áhrif á ferðir Strætó. Allur akstur. Verkföllin koma ekki niður á akstursþjónustu fyrir fatlaða. Í tilkynningu frá Strætó kemur fram að röskun á starfseminni verði eftirfarandi:
19.03.2019 - 13:19
52,25% samþykktu verkfall hjá VR
Félagsmenn í VR samþykktu verkfallsaðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þetta var tilkynnt nú eftir hádegi í höfuðstöðvum VR í Kringlunni.
12.03.2019 - 13:10
92% samþykktu verkföll
Mikill meirihluta þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Eflingar samþykkti verkfallsaðgerðir, eða 92 prósent. Verkföllin ná til starfsfólks á hótelum, í rútufyrirtækjum og hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart, hún hafi fundið fyrir miklum meðbyr undanfarna daga.
10.03.2019 - 16:13
„Ekki hægt að hlakka til verkfalla,“ segir SA
Það er ekki hægt að hlakka til verkfalla, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem segir verkfallið á morgun áfall fyrir hagkerfið.
07.03.2019 - 18:58
Farþegar gætu átt rétt á bótum
Svo getur verið að farþegar sem urðu fyrir töfum og óþægindum vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair eigi rétt á bótum. Ef aðstæður verða metnar þannig eiga þeir rétt á 50 þúsund krónum vegna flugs til Evrópu og 75 þúsund krónum vegna lengra flugs t.d. til Bandaríkjanna. 64 flug voru felld niður vegna verkfallsins.
19.12.2017 - 17:00
Enginn árangur á fundi flugvirkja
Fundi flugvirkja með Icelandair hjá Ríkissáttasemjara var að ljúka. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands segir að hann hafi verið með öllu árangurslaus. Boðað hefur verið til fundar á morgun klukkan 15:30.
12.12.2017 - 18:30
Verkfalls gætir víða á Suðurlandi
„Við höfum dregið úr þjónustu í heimahjúkrun, á hjúkrunardeildum og á sjúkradeildum. En við reynum að tryggja öryggi eins og okkur er framast unnt og höfum sótt um undanþágur. Það hefur gengið vel“, segir Anna María Snorradóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
  •