Færslur: Verkalýðsfélög

Google þarf að svara fyrir uppsögn starfsmanna
Bandaríska tæknifyrirtækið Google hefur tvær vikur til að bregðast við ásökunum um njósnir um þá starfsmenn sína sem hafa staðið í andófsaðgerðum við fyrirtækið.
03.12.2020 - 07:06
Vanskil hafa viðamiklar afleiðingar
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vill að ríkisstjórnin leggi áherslu á stuðningsaðgerðir fyrir heimilin og fólk sem lendi í vanda með að standa við skuldbindingar sínar. Aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins hafi ekki beinst nægilega að almenningi og heimilum í landinu.
Launaþjófnaður vaxandi vandi á íslenskum vinnumarkaði
Heildarupphæð vangoldinna launa sem Efling krafði launagreiðendur um nam 345 milljónum á síðasta ári. Að sögn Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Eflingar er algengast að starfsfólk í veitinga- og ferðageiranum þurfi að leita réttar síns.
Hafa aldrei greitt meiri dagpeninga úr sjúkrasjóði
Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna hafa aukist mikið undanfarið og greiðslur vegna þjónustu sálfræðinga og geðlækna eru þar áberandi. Eining Iðja á Akureyri hefur aldrei greitt meiri dagpeninga úr sjúkrasjóði félagsmanna en nú í september.
Myndskeið
Deilur innan LIVE vegna hlutafjárútboðs Icelandair
Ágreiningur er innan stjórnar lífeyrissjóðs verzlunarmanna út af þeirri ákvörðun að taka ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Formaður VR lýsti í dag yfir vantrausti á varaformann stjórnar sjóðsins. Fjármálaeftirlit Seðlabankans ætlar að skoða aðkomu lífeyrissjóðanna að útboðinu.
ASÍ og SA meta hvort kjarasamningar hafi staðist
Markmið lífskjarasamninganna, sem gerðir voru í apríl og maí 2019, um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun hafa náðst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í föstudagspistli Drífu Snædal forseta ASÍ í dag.
11.09.2020 - 14:10
Styrkja þarf öryggisnetið, segir Drífa Snædal
Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna, segir Drífa Snædal forseti ASÍ. „Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt.“
Seðlabankastjóri vill tryggja sjálfstæði stjórnarmanna
Seðlabankinn mun beita sér fyrir því að sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða verði tryggt til frambúðar og eyða öllum grunsemdum um skuggastjórnun.
Þurftu að tjalda í stofunni til að skapa sér einkarými
Erlent starfsfólk í ferðaþjónustu á Íslandi er oft hrætt við að leita réttar síns vegna brota á kjarasamningum. Eftirliti stjórnvalda er einnig ábótavant, en atvinnurekendur sem stunda brot sín af ásetningi forðast samtök sem standa vörð um rétt launafólks, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vill efla heimildir til að beita viðurlögum
Velferðarnefnd Alþingis kom sérstaklega saman í morgun til að ræða aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi, í ljósi eldsvoðans á Bræðraborgarstíg síðastliðinn fimmtudag. Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, segir að efla þurfi heimildir verkalýðsfélaga og eftirlitsstofnana til að koma í veg fyrir hörmungar sem þessar.
Morgunútvarpið
Aðstæður sem líkjast meira mansali en ráðningarsambandi
Efling aðstoðar í auknum mæli félagsmenn sem eiga húsnæði sitt undir vinnuveitanda. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að fólk sem kemur hingað til lands sé oft dregið inn í aðstæður, „sem ég myndi treysta mér til að segja eiga meira skylt við mansal en eðlilegt ráðningarsamband,“ sagði Viðar í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
29.06.2020 - 08:58
Segir lífskjarasamninginn að óbreyttu fallinn
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir lífskjarasamningana vera fallna og að VR muni ekki verja samningana miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Ríkisstjórnin hafi  ekki staðið við fyrirheit um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána, né loforð um hlutdeildarlán.
Spegillinn
Hótel og veitingageirinn hvarf bara
Kristján Bragason, framkvæmdastjóri Evrópusamtaka verkalýðsfélaga starfsmanna í matvælaframleiðslu , landbúnaði og á hótelum og veitingahúsum, segir að áætla megi að af þeim 12 milljónum sem starfa í hótel- og veitingageiranum í Evrópu hafi 10 til 11 milljónir misst vinnuna vegna COVID-19. Atvinnugreinin sé hreinlega horfin og ekki verið hægt að koma henni aftur í gang nema með verulegum ríkisstyrkjum á næstu árum.
23.03.2020 - 17:00
Spegillinn
„Menn verða að halda sínu striki í samningaviðræðum“
Áhrifa COVID-19 faraldursins í atvinnulífinu gætir nærri alls staðar og óveðursblikur eru á lofti víða um heim. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, hefur vakið athygli á því að aðstæður fólks til að takast á við sóttkví og einangrun eru misjafnar og þá er ekki öllum létt að vinna heima. Minni yfirvinna og samdráttur í tekjum getur komið sumum verr en öðrum.
17.03.2020 - 19:00
Ekki allir á sama báti í baráttunni við veiruna
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að ekki séu allir á sama báti í baráttunni gegn kórónaveirunni. Hún segir að sumir hafi borð fyrir báru þegar kemur að orlofsdögum, veikindarétti og sparifé, á meðan lítið megi bregða út af hjá öðrum. Drífa bendir á að viðbrögð stjórnvalda, til að tryggja afkomu fólks, geti ráðið úrslitum um hvort hægt sé að hægja á útbreiðslu veirunnar.
Viðtal
Milljónum stolið af erlendu launafólki
Atvinnurekendur stela árlega mörghundruð milljónum úr vösum starfsfólks síns og beinast brotin mest að ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþýðusambands Íslands um umfang brota á vinnumarkaði. Drífa Snædal, forseti sambandsins, segir nýja stéttaskiptingu vera að festa sig í sessi. Bráðnauðsynlegt sé að stjórnvöld standi við loforð sem þau gáfu í tengslum við kjarasamninga í vor og herði viðurlög við brotum. Atvinnurekendur eigi ekki að geta grætt á stuldi.
13.08.2019 - 14:59
„Við viljum fá að bjóða fram, ekkert annað“
Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur veitt B-lista Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sjómanns og lögfræðings til framboðs í formennsku félagsins, frest til 10. júní að leggja fram nýjan framboðslista vegna annmarka á honum. Í samtali við fréttastofu segir hún að krafa framboðsins sé að þessi niðurstaða verði endurskoðuð.
07.06.2019 - 22:00
Staða WOW hafi áhrif á launaviðræður
Fundi Samtaka atvinnulífsins og sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, var frestað annan daginn í röð vegna óvissu með WOW air. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir að óvissan geti ekki tafið kjaraviðræður endalaust. 
26.03.2019 - 12:40
„Atkvæðagreiðsla gæti byrjað í næstu viku“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR reiknar með að atkvæðagreiðsla um fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins hefjist í næstu viku. Unnið er að aðgerðarplani og skipulagningu aðgerða um helgina.
24.02.2019 - 12:16
Viðtal
Sakna skattsins úr vinnustaðaeftirliti
Mjög slæmt er að skattayfirvöld taki ekki lengur þátt í vinnustaðaeftirliti með verkalýðsfélögum, að mati Adams Kára Helgasonar, vinnustaðaeftirlitsmanns hjá Rafiðnaðarsambandinu. Fyrir nokkrum árum hafi verkalýðsfélögin, ásamt Vinnueftirliti, Vinnumálastofnun og skattinum farið reglulega í heimsóknir á vinnustaði. Það eftirlit hafi verið mun skilvirkara en það er í dag.
Ragnar svarar Fjármálaeftirlitinu fullum hálsi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer hörðum orðum um Fjármálaeftirlitið í færslu á Facebook nú í kvöld. „Ekki heyrðist mikið í FME þegar sjóðirnir okkar voru notaðir sem opin veski útrásarinnar!“ segir hann meðal annars í hugleiðingu sem fær yfirskriftina „Hagsmunir sjóðfélaga og FME“. Þannig svarar Ragnar tilkynningu sem birt var á vef eftirlitsins í dag og öðrum viðbrögðum við ummælum Ragnars í Kveik í gær, sem komið hafa ýmsum í opna skjöldu.
28.11.2018 - 19:57
Viðræðum um sameiningu sjómannafélaga slitið
Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir félagið ekki lengur í viðræðum um sameiningu fimm sjómannafélaga í eitt. Félagið hafi dregið sig út úr viðræðunum um leið og Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn í Vesrmannaeyjum.
Skýringar Sjómannafélags Íslands dugi ekki til
Á meðan stjórnendur Sjómannafélags Íslands geta ekki hrakið með óyggjandi hætti alvarlegar ásakanir á hendur félaginu verður viðræðum um sameiningu við það ekki haldið áfram. Þetta segir formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, sem ásamt Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum hafa slitið viðræðum um sameiningu fimm sjómannafélaga í eitt.
18.10.2018 - 15:22
Gylfi hættir sem forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í dag að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í embætti forseta á 43. þingi ASÍ í október.
20.06.2018 - 15:30
Vill ójöfnunarvísitölu á forstjórana
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill að komið verði á ójafnaðarvísitölu eða -stuðli til að sporna við ofurlaunum. Litið yrði á ofurhækkanir, t.d. forstjóra, sem forsendubrest. Ábyrgðin, að viðhalda stöðugleika, væri auðstéttarinnar.
05.06.2018 - 11:04