Færslur: Verkalýðsfélög

Vill lögleiða jafnaðarkaup
Formaður Atvinnufjelagsins, félags einyrkja, lítilla og meðalstóra fyrirtækja segir óréttlátt að hlutastarfsmenn fái hærri laun fyrir kvöld- og helgarvinnu og vill að lögleitt verði jafnaðarkaup. Verkalýðshreyfingin segir hugmyndina slæma og að hún komi ekki til greina.
02.06.2022 - 12:43
Myndskeið
Ekki sjálfgefið að eiga frjálsa verkalýðshreyfingu
Göngufólk í kröfugöngu dagsins segir tíma til kominn að samstaða ríki innan verkalýðshreyfingarinnar. Gott sé að geta loks gengið fylktu liði á baráttudegi verkalýðsins eftir tveggja ára hlé.
Erfiðar illdeilur og fordæmalausar uppsagnir
Lektor í sagnfræði segir engin fordæmi fyrir því að öllu starfsfólki íslensks stéttarfélags sé sagt upp á einu bretti. Illdeilurnar innan verkalýðshreyfingarinnar séu óvenjumiklar í sögulegu samhengi.
12.04.2022 - 18:21
Segir nýjan formann þurfa að leggja áherslu á frið
Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins vonar að eftirmaður hans leggi áherslu á að lægja öldur innan verkalýðshreyfingarinnar. Þing sambandsins verður sett á Akureyri í dag.
23.03.2022 - 15:59
Sjónvarpsfrétt
Segir úttekt notaða sem vopn gegn sér og Sólveigu Önnu
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir að sú mynd sem dregin er upp af stjórnarháttum hans og fyrrverandi formanns félagsins í úttekt sé röng og vopn í höndum andstæðinga þeirra. Hann hafi ekki vitað af þeim ásökunum sem á hann eru bornar fyrr en úttektin var gerð opinber.
03.02.2022 - 18:29
Úttekt sýnir einelti og kvenfyrirlitningu hjá Eflingu
Fyrrverandi formaður Eflingar segir starfsfólk skrifstofu félagsins hafa verið á ofurlaunum og að það hafi breytt verkalýðshreyfingunni í sjálftökumaskínu.   Varaformaður félagsins segir það fjarri lagi. Ný úttekt sýnir að einelti og kvenfyrirlitning viðgekkst á skrifstofu Eflingar.
Starfsmannamál kostuðu Eflingu um 130 milljónir
Kostnaður Eflingar vegna ýmissa starfsmannamála í þriggja ára formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur var hátt í 130 milljónir króna. 80% starfsmanna félagsins létu af störfum á meðan hún var formaður. Sólveig Anna er ein þriggja sem nú sækist eftir formennsku í félaginu.
Þrjú vilja verða formaður Eflingar
Þrjú bjóða sig fram til formennsku í Eflingu en framboðsfrestur rann út  klukkan níu nú í morgun.
Nýr formaður Eflingar segir svindlara afar hugmyndaríka
Agnieszka Ewa Ziólkowska nýr formaður Eflingar segir atvinnurekendur telja auðveldara að svindla á erlendu verkafólki en innlendu. Þó segir hún ekki hægt að alhæfa um það, því svindlað hafi verið á íslensku starfsfólki þar sem hún starfaði seinast. Það hafi hreinlega ekki áttað sig á því.
Segir seðlabankastjóra breiða yfir eigin mistök
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að seðlabankastjóri ráðist á launafólk og verkalýðsforystuna til að breiða yfir eigin hagstjórnarmistök. Hann gagnrýnir harðlega ákvörðun bankans um að hækka stýrivexti.
17.11.2021 - 16:15
Launahækkanir úr takti við veruleikann
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentur í morgun. Hluti hækkunarinnar er rakinni til launahækkana í kjarasamningum sem Seðlabankinn segir á skjön við efnahagslegan veruleika.
Silfrið
Segir fáa hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur
Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar segir starfsfólk félagsins hafa hrakið sig úr starfi. Farið hafi verið fram gegn henni með ofsakenndum hætti, fáir hafi orðið fyrir jafn grófum árásum. Þetta sagði Sólveig í Silfrinu í morgun.
07.11.2021 - 13:00
Sólveig Anna segir af sér vegna vantrausts starfsfólks
Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér formennsku í stéttarfélaginu Eflingu vegna þess sem hún segir afdráttarlausa vantraustsyfirlýsingu á hendur sér frá starfsfólki Eflingar.
Stjórnarmaður vill ályktun trúnaðarmanna Eflingar
Stjórnarmaður í Eflingu hefur áhyggjur af framkomu stjórnenda Eflingar gagnvart starfsfólki. Hann hefur ítrekað reynt að fá ályktun trúnaðarmanna um starfsmannamál í hendur en segir stjórnendur standa í vegi fyrir því.
29.10.2021 - 20:00
Myndskeið
Stuðningsfundur með brottreknum trúnaðarmanni
Trúnaðarmenn og félagsfólk í úr öllum starfsgreinum innan stéttarfélagsins Eflingar söfnuðust saman við Reykjavíkurflugvöll á sjötta tímanum í dag. Tilgangurinn var að sýna samstöðu með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, brottreknum trúnaðarmanni í hlaðdeild Icelandair á flugvellinum.
Forstjóri segir réttlætanlegt að segja óbólusettum upp
Scott Kirby forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines segir fullkomlega réttlætanlegt að segja því starfsfólki upp störfum sem hafnar bólusetningum við COVID-19. Á sjö vikum er nánast allt starfsfólk fyrirtækisins bólusett.
Samtök kennara í Hong Kong lögð niður
Fagkennarasambandið, fjölmennasta verkalýðsfélag Hong Kong tilkynnti í dag að það yrði leyst upp. Kínversk stjórnvöld segja kennara hafa verið í fararbroddi mótmæla í landinu fyrir tveimur árum.
10.08.2021 - 12:35
Gagnrýnir tillitsleysi við starfsfólk verslana
„Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Þökkum því fyrir að standa vaktina og gegna þessu mikilvæga og ómissandi hlutverki í okkar samfélagi,“ skrifar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í tilefni af frídegi verslunarmanna í dag.
Skylda starfsfólk til bólusetningar við COVID-19
Bandarísk stórfyrirtæki, alríkið, einstök ríki og borgir ætla eða hafa þegar tekið upp bólusetningarskyldu starfsmanna. Verkalýðsfélög og fleiri telja það brot á persónuréttindum fólks.
Gagnrýndi Play í ávarpi á formannafundi ASÍ
Drífa Snædal, forseti ASÍ, gagnrýndi hið íslenska flugstéttarfélag, ÍFF, og flugfélagið Play í ávarpi forseta á formannafundi Alþýðusambands Íslands sem hófst klukkan 11 í dag. Drífa sagði aldrei hafa verið mikilvægara að vera með sterka verkalýðshreyfingu, sterk stéttarfélög og sterk heildarsamtök nú þegar harðnað hefur á dalnum.
15.06.2021 - 14:59
Starfslok miðist við áhuga, færni og getu en ekki aldur
Einfalda þarf flókið og sundurleitt lagaumhverfi í málefnum eldri borgara og gera það skilvirkara. Lágmarkslífeyrir skal aldrei vera lægri en umsamin lágmarkslaun á vinnumarkaði. Endurskoða ber reglur um starfslok. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áhersluatriðum eldra fólks fyrir komandi Alþingiskosningar.
Drífa Snædal leggur áherslu á samtryggingu í ávarpi
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í 1. maí ávarpi sínu að skilningsleysi felist í þeim orðum stjórnvalda og viðsemjenda verkalýðshreyfingarinnar að laun séu of há og að auka þurfi aga á vinnumarkaði.
01.05.2021 - 10:52
Segir ákvæðum smyglað í frumvarp
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að fjármálaráðherra sé að smygla atriðum inn í frumvarp um breytingar á iðgjöldum í lífeyrissjóði og villa um fyrir þinginu undir yfirvarpi samráðs við verkalýðshreyfinguna. 
Efling innheimti 35 milljónir vegna vangoldinna launa
Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna kröfu 103 félagsmanna um að fá vangoldin laun sín greidd. Nýjum launakröfum af því tagi hefur fækkað undanfarið.
Spegillinn
Loftslagsaðgerðir mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa
Verkalýðshreyfingin leggur til að stofnaður verði sérstakur vinnuhópur innan Þjóðhagsráðs til að tryggja að umskipti yfir í kolefnislaust Ísland verði réttlát. Aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum núna séu hlutfallslega mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa og ívilnanirnar gagnist helst fólki í efri tekjuhópum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkalýðshreyfingin kynnti í dag. 
18.03.2021 - 16:08