Færslur: Verkalýðsfélag Akraness

Spegillinn
Háar launakröfur og desemberuppbót nærri 400 þúsund
Efling fer fram á að desemberuppbót verði tæpar 400 þúsund krónur og vill að laun félagsmanna sinna hjá Reykjavíkurborg hækki talsvert meira en samið var um í lífskjarasamningnum í vor. Einn viðmælandi Spegilsins segir að ef kröfur félagsins næðu fram að ganga myndi launamarkaðurinn springa í loft upp.
Sömdu í anda Lífskjarasamningsins
Verkalýðsfélag Akraness undirritaði á föstudag samning við Samband íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör félagsmanna sem vinna hjá Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit. Samningurinn er í meginatriðum í anda Lífskjarasamningsins sem gerður var á almennum markaði, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Félagar í VLFA fá eingreiðsluna
Verkalýðsfélag Akraness, VLFA, og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa samið um endurskoðun viðræðuáætlunar. Félagar í verkalýðsfélaginu fá því eingreiðslu að upphæð 105.000 króna í ágúst. Sambandið hefur ákveðið að ekki eigi að greiða starfsfólki Eflingar og Starfsgreinasambands Íslands sem vinnur hjá sveitarfélögum, öðrum en Akranesbæ og Reykjavíkurborg, slíka innágreiðslu þar sem kjaradeila þeirra sé nú á borði ríkissáttasemjara.
Áfram fundað vegna kjaradeilu í dag
Fundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins við VR, Eflingu og fjögur önnur stéttarfélög heldur áfram í hádeginu í dag. Fulltrúar þeirra eru í fjölmiðlabanni og mega því ekki tjá sig um gang viðræðnanna.
31.03.2019 - 09:29
Myndskeið
Fyrsta raunverulega samtalið var í gær
„Það má alveg segja að samtalið í gær hafi verið fyrsta raunverulega samtalið sem við höfum átt, þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann ávarpaði samstöðufund rútubílstjóra í Vinabæ í dag.
22.03.2019 - 14:33
Tilboð SA upp á 20.000 króna hækkun á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar, samkvæmt heimildum fréttastofunnar, upp á að mánaðarlaun hækki um 20.000 krónur á hverju ári samningsins. Gert er ráð fyrir þriggja ára samningi og að laun hærri en 600.000 krónur hækki um 2,5 prósent á ári.
Krefjast afturvirkra samninga
Stéttarfélögin þrjú sem á dögunum hættu samstarfi við Starfsgreinasambandið og vísuðu kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara gera kröfu um að samningar þeirra við Samtök atvinnulífsins gildi frá og með 1. janúar næstkomandi, óháð því hvenær samningar nást. Dragist samningar á langinn verði þeir einfaldlega afturvirkir til þess dags.
27.12.2018 - 05:38
Krefjast laga um leigufélög í kjaraviðræðum
Efling, VR og Verkalýðsfélags Akraness munu krefjast þess í komandi kjarasamningum að lög verði sett til að tryggja með afgerandi hætti réttindi leigutaka. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún hefur rætt þessa kröfu við Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR.
30.04.2018 - 15:19