Færslur: Verkalýðsbarátta

Kosningabaráttan í Brasilíu hefst formlega í dag
Kapphlaupið um forsetastólinn í Brasilíu hefst formlega í dag, þriðjudag. Sósíalistinn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasilíuforseti, heldur enn forskoti á núverandi forseta, frjálshyggjumanninn Jair Bolsonaro samkvæmt skoðanakönnunum.
Vilja Evrópureglur um hámarkshita á vinnustað
Evrópusamband verkalýðsfélaga, ETUC, vill að settar verði reglur um hámarkshita á vinnustað og hafa sent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins erindi þar að lútandi. Tilefnið er andlát þriggja verkamanna sem létust við störf sín í Madríd, höfuðborg Spánar, þegar mikil hitabylgja gekk þar yfir í liðinni viku.
Félagsmenn Eflingar funda um umdeilda hópuppsögn
Félagsmenn Eflingar halda til fundar með stjórn félagsins í kvöld. Þá verða ræddar skipulagsbreytingar innan skrifstofu stéttarfélagsins og umdeild hópuppsögn allra starfsmanna.
Varaformanni Eflingar sagt upp störfum
Agnieszka Ewa Ziółkowska, varaformaður Eflingar, hefur lýst undrun sinni á að hafa borist uppsagnarbréf í pósti í nótt. Agniezska var kosin í embætti varaformanns af félagsmönnum Eflingar og starfar einnig á skrifstofu félagsins.
13.04.2022 - 16:07
Trúnaðarmenn Eflingar segja formann fara með rangt mál
Trúnaðarmenn Eflingar segja að fullyrðing Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félagsins, um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar sé með öllu röng.
13.04.2022 - 15:14
Útvarpsviðtal
Telur hópuppsögn ekki fara gegn gildum verkalýðsbaráttu
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið faglega og óhjákvæmilega ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu félagsins. Hún telji sig hafa fullan stuðning félagsmanna. Auðvelt verði að fá fagfólk til starfa.
Uppsagnarbréfið sem barst starfsfólki Eflingar í nótt
Öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar barst uppsagnarbréf í tölvupósti klukkan tvö í nótt. Fréttastofu hefur borist afrit af einu bréfanna.
Sólveig Anna segir hópuppsögn óhjákvæmilega
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið óhjákvæmilegt að öllu starfsfólki stéttarfélagsins yrði sagt upp. Hún segir öllum ráðningarsamningum verði sagt upp, en starfsfólk verði hvatt til þess að sækja um störf að nýju. Í viðtali við fréttastofu sagðist Sólveig Anna ekki telja að ákvörðunin hefði nein áhrif á stuðning sem hún njóti meðal félagsfólks.
Sjónvarpsviðtal
Drífa Snædal fordæmir hópuppsögn á skrifstofu Eflingar
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segist fordæma fyrirhugaða hópuppsögn á skrifstofu Eflingar.
12.04.2022 - 11:14
Boðað til starfsmannafundar hjá Eflingu
Starfsfólk á skrifstofu Eflingar hefur boðað til starfsmannafundar í dag. Starfsmaður skrifstofu Eflingar staðfesti þetta við fréttastofu.
Spegillinn
Fær kaldan hroll þegar auðvaldið talar um lítið svigrúm
Vilhjálmur Birgisson var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins í morgun. Hann segir að það sé ekkert launungamál að deilur og klofningur sé innan verkalýðshreyfingarinnar og þau sjónarmið þurfi að sætta með einhverjum hætti. Framundan séu kjaraviðræður við flóknar aðstæður þar sem afleiðingar heimsfaraldurs, stríðs og verðbólgu séu ekki ákjósanlegar til kjaraviðræðna. 
Krefst skýringa á töfum við stjórnarskipti í Eflingu
Sólveig Anna Jónsdóttir, sem í vikunni var kjörinn formaður Eflingar stéttarfélags í annað sinn, furðar sig á því að ekki sé búið að boða til aðalfundar svo stjórnarskipti geti farið fram. Trúnaðarráð Eflingar samþykkti í nóvember ályktun um að bæði kosningum og aðalfundi yrði flýtt.
Formaður Eflingar segir Sólveigu málsvara sundrungar
Agnieszka Ewa Ziółkowska, starfandi formaður Eflingar, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur fyrrum formann félagsins vera orðna málsvara sundrungar sem hlusti ekki á gagnrýni og kalli eftir blindri hollustu. Stjórnarhættir hennar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, hafi kostað félagið gífurlegar fjárhæðir og mannauð.
Sjónvarpsfrétt
Segir úttekt notaða sem vopn gegn sér og Sólveigu Önnu
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir að sú mynd sem dregin er upp af stjórnarháttum hans og fyrrverandi formanns félagsins í úttekt sé röng og vopn í höndum andstæðinga þeirra. Hann hafi ekki vitað af þeim ásökunum sem á hann eru bornar fyrr en úttektin var gerð opinber.
03.02.2022 - 18:29
Úttekt sýnir einelti og kvenfyrirlitningu hjá Eflingu
Fyrrverandi formaður Eflingar segir starfsfólk skrifstofu félagsins hafa verið á ofurlaunum og að það hafi breytt verkalýðshreyfingunni í sjálftökumaskínu.   Varaformaður félagsins segir það fjarri lagi. Ný úttekt sýnir að einelti og kvenfyrirlitning viðgekkst á skrifstofu Eflingar.
Starfsmannamál kostuðu Eflingu um 130 milljónir
Kostnaður Eflingar vegna ýmissa starfsmannamála í þriggja ára formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur var hátt í 130 milljónir króna. 80% starfsmanna félagsins létu af störfum á meðan hún var formaður. Sólveig Anna er ein þriggja sem nú sækist eftir formennsku í félaginu.