Færslur: Verðtrygging

„Þessi fídus getur verið hættulegur“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að verðtryggð lán, eins og þau eru sett upp hér á landi, geti skapað forsendur fyrir áhættusækni. Lánastofnanir þurfi að taka tillit til þess þegar fólki sé ráðlagt um lántöku.
Sögulega lítið af húsnæði til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi einbýlishúsa og fjölbýlishúsaíbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu er í sögulegu lágmarki. Fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu sem er rúmlega 20% minna en var um það bil mánuði fyrr. Hlutfall óverðtryggðra lána við íbúðarkaup fer vaxandi.
Þriðjungur seldist yfir ásettu verði
Nærri þriðjungur íbúða sem voru á sölu í maí á landinu öllu seldust yfir ásettu verði. Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að þetta sé methlutfall frá upphafi mælinga sem hófust í janúar 2013.
Lág verðbólga dragi úr þörf á verðtryggingu
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur rétt að verðtrygging verði heimil áfram sérstaklega á lengri lánum þar sem hún sé hagkvæmust. Langbest væri að draga úr vægi verðtryggingar með því að efna loforðið um lága verðbólgu og stöðugleika.
07.09.2016 - 08:55
Frumvarp um verðtryggingu kynnt í dag
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, halda blaðamannafund eftir hádegi. Þar kynna þeir nýtt frumvarp um að draga úr vægi verðtryggingarinnar. Frumvarpið er byggt á tillögum sérfræðinganefndar sem lagði meðal annars til að óheimilt yrði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri en 25 ára.
15.08.2016 - 11:01
Þingið ákveði hvort afnema eigi verðtryggingu
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, vill að lagt verði fram þingmannafrumvarp á haustþingi um afnám verðtryggingar. Sjálfstæðismenn hafi stöðvað málið í ríkisstjórn.
30.07.2016 - 14:30
Vinna við afnám verðtryggingar af stað
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir vinnu við húsnæðismál og afnám verðtryggingar komna á skrið. Einnig að landbúnaður muni búa við öryggi á meðan þessi ríkisstjórn sitji. Hann segir ótrúlega mikið umburðarlyndi fyrir bulli og rangfærslum hér á landi.
21.11.2015 - 19:07
Lagaleg álitaefni verðtryggingar leyst
Með dómi sínum í gær hefur Hæstiréttur leyst úr öllum helstu lagalegu álitaefnunum varðandi verðtrygginguna. Þetta segir lögmaður Íslandsbanka, sem vann mál um réttmæti verðtryggingarinnar í gær.
14.05.2015 - 18:21