Færslur: Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs 2015

Dj. flugvél og geimskip skemmti í Hörpu
Dj. flugvél og geimskip kom fram á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs, sem fram fór í Hörpu 27. október.
GusGus á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs
GusGus og Reykjavík Dance Production komu fram á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs, sem fór fram í Eldborgarsal Hörpu, 27. október. Atriðið er úr samstarfsverkefni þessara tveggja hópa sem nefnist „Á vit...“.
Eivør á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs
Eivør Pálsdóttir flutti tónlist á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs. Hátíðin fór fram í Eldborgarsal Hörpu, 27. október.
Norðurljós á hátíð Norðurlandaráðs
Páll á Húsafelli, Eivör Pálsdóttir og Kammerkór Suðurlands, undir stjórn Hilmars Arnar Hilmarssonar, fluttu tónverkið „Norðurljós“ á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs. Hátíðin fór fram í Eldborgarsal Hörpu, 27. október.
Uppistand Ara í Hörpu - myndskeið
Ari Eldjárn kitlaði hláturtaugar gesta í Eldborgarsal Hörpu fyrr í kvöld þegar hann kom fram á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs. Uppstand Ara má sjá hér að ofan en hann gerði meðal annars grín að talanda Skandinava og staðalímyndum.
Verðlaunaféð fer í skattinn
Dagur Kári Pétursson, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar Fúsa sló á létta strengi í þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í kvöld. Mynd hans, Fúsi fékk kvikmyndaverðlaunin í ár. Dagur Kári sagði meðal annars að verðlaunaféð kæmi sér vel, hann skuldaði skattinum peninga.
Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs
Útsending frá Hörpu í tengslum við þing Norðurlandaráðs þar sem hin árlegu menningarverðlaun verða veitt. Verðlaun verða afhent í fimm flokkum; á sviði fullorðins og barnabókmennta, tónlistar, kvikmynda og náttúru- og umhverfismála. Kynnar: Charlotte Böving og Ólafur Egill Egilsson.