Færslur: Verðhjöðnun

Viðtal
Býst ekki við kreppu heldur dýrtíð
Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur ekki að verðbólga verði hér til langs tíma. Gústaf Steingrímsson hagfræðingur segir að verðbólgan nú komi ekki niður á þeim sem tekið hafa verðtryggð lán eða lán með föstum vöxtum. Öðru máli gegni um þau sem greiði af lánum sem bera breytilega vexti. Ólíkt ýmsum öðrum löndum blasi kreppa ekki við hér heldur einungis dýrtíð.
06.05.2022 - 08:06
Örlítil hjöðnun í maí en verðbólgan er samt þrálát
Tólf mánaða verðbólga mælist 4,4% í maí gangi spá greiningardeildar Íslandsbanka eftir en hún var 4,6% í apríl. Það byggir á spá bankans um 0,4% lækkun vísitölu neysluverðs í mánuðinum.
Verðhjöðnun í Japan
Vísitala neysluverðs í Japan heldur áfram að lækka. Lítill sem enginn hagvöxtur hefur verið í landinu undanfarna áratugi. Nýjar tölur um þróun neysluverð í Japan voru birtar í síðustu viku og staðfestu að verðhjöðnun hefði verið tíunda mánuðinn í röð. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, lýsti stríði á hendur verðhjöðnun þegar hann tók við völdum 2012. Hingað til hefur sá hernaður borið lítinn sem engan árangur.
29.01.2017 - 17:55