Færslur: Verðhækkanir

Aldrei fleiri þurft á aðstoð að halda við skólabyrjun
Hjálparstarf kirkjunnar hefur aldrei fengið jafn margar umsóknir um neyðaraðstoð í upphafi skólaárs og í haust. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segist sjá fram á þungan vetur. Margir eigi erfitt með að ná endum saman í samfélaginu vegna verðhækkana og mikillar verðbólgu.
Virðist sjá fyrir endann á hækkun fasteignaverðs
Nú virðist sjá fyrir endann á þeim miklu verðhækkunum sem einkennt hafa íbúðamarkaðinn á Íslandi nánast frá upphafi heimsfaraldurs snemma árs 2020. Árshækkun á verði íbúða hefur þó ekki verið meiri frá árinu 2006.
Enginn hvati til að halda verði niðri
Enginn hvati er fyrir fyrirtæki til að halda verði niðri og tækifæri til verðhækkana eru næg vegna umræðu um mikla verðbólgu, að sögn Auðar Ölfu Ólafsdóttur sem annarst verðlagseftirlit hjá ASÍ.
23.08.2022 - 09:55
Sjónvarpsfrétt
Flest sumarnámskeið fyrir börn dýrari en í fyrra
Gjald fyrir flest sumarnámskeið fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað frá því í fyrra. Mörg hafa hækkað meira en almennt verðlag. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir áhyggjuefni ef börn efnalítilla foreldra komast ekki á námskeið í sumar.
27.06.2022 - 08:15
Sjónvarpsfrétt
Áttatíu þúsund króna hækkun á greiðslubyrði heimila
Rúmlega áttatíu þúsund krónur hafa bæst við greiðslubyrði fjögurra manna fjölskyldu á einu ári. Matur, bensín og vaxtagreiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum hafa hækkað mikið undanfarið ár. Verðhækkanir sem dynja á landsmönnum eru sársaukafullar og erfiðar fyrir stóran hóp, segir deildarstjóri hjá Íslandsbanka. Búist er við áframhaldandi verðhækkun.
Át á bjúgum og fiskibollum í dós gæti fylgt verðbólgu
Viðbúið er að fólk fari að leita í ódýrari matvöru eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt er við frekari verðhækkunum. Bændur, afurðarfyrirtæki og neytendur þurfa að taka á sig tvo og hálfan milljarð króna vegna aukins rekstrarkostnaðar í landbúnaði. Þetta kemur fram í skýrslu svonefnds Spretthóps matvælaráðherra.
Sinnepsskortur blasir við Frökkum
Frakkar standa frammi fyrir sinnepsskorti í sumar. Ástæðan er margþætt. Miklir þurrkar í Kanada, léleg uppskera innanlands og stríðið í Úkraínu valda því að varla er mustarðskorn að fá.
22.05.2022 - 06:30
„Ætti að vera hægt að skila til baka til samfélagsins“
Formaður Neytendasamtakanna segir að stórfyrirtæki á matvælamarkaði þurfi að sýna samfélagslega ábyrgð og skila til baka til samfélagsins, í stað þess að greiða eigendum milljarða í arð. Formaður Starfsgreinasambandsins segir að verkalýðshreyfingin eigi að beita sér fyrir verðlækkunum til neytenda.
07.05.2022 - 23:00
Sjónvarpsfrétt
Mun meiri verðhækkun á mjólk en innfluttri matvöru
Verð á mjólkurvörum og kjöti hefur hækkað mun meira en á innfluttri matvöru síðastliðið hálft ár. Hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu segir íslensk fyrirtæki virðast nýta hverja smugu til að hækka verð. 
Matvælaverðshækkun talin geta aukið verulega á fátækt
David Malpass forseti Alþjóðabankans varar við því að gríðarleg matvælaverðshækkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu geti aukið á fátækt hundraða milljóna manna um allan heim.
Verðbólga nær hámarki í júní
Samkvæmt verðbólguspá Landsbankans nær verðbólga hámarki í júní, gert er ráð fyrir að hún mælist þá um sjö prósent. Ljóst er að verulegar verðhækkanir verða á mat og drykk.
13.04.2022 - 12:10
Færeyingar óttast ekki matvælaskort
Ólíklegt þykir að innrás Rússa í Úkraínu hafi áhrif á matvælaöryggi í Færeyjum. Stjórnvöld þar telja að áfram verði unnt að flytja inn þær matvörur sem landsmenn þarfnist og óttast ekki að birgðakeðjur bresti.
Verðhækkana að vænta hjá drykkjarfangaframleiðanda
Danski ölframleiðandinn Carlsberg varar viðskiptavini sína við að verðhækkana sé að vænta á árinu. Með því er brugðist við mikilli hækkun nauðsynlegra hráefna við framleiðsluna.
Áframhaldandi spennu spáð á fasteignamarkaði
Hætt er við að raunhækkun fasteignaverðs geti orðið á bilinu ellefu til tólf prósent aukist framboð ekki næstu þrjú ár. Eins gæti það orðið raunin vaxi ferðaþjónusta kröftuglega að nýju. Þetta er meðal þess sem fullyrt er í nýrri skýrslu Jakobson Capital um fasteignamarkaðinn á Íslandi.
Verð notaðra bíla hefur hækkað mjög í Bandaríkjunum
Eigendur notaðra bifreiða í Bandaríkjunum hafa undanfarið getað selt þær fyrir jafnmikið eða jafnvel meira en þeir upphaflega borguðu fyrir þá. Meðal ástæðna er samdráttur í framleiðslu nýrra farartækja.
Forstjóri Norðurorku biður fólk að sóa ekki orku
Norðurorka hefur kynnt hækkanir á allri verðskrá sinni og tóku þær gildi nú um áramótin. Sífellt er kallað eftir aukinni orku og forstjóri fyrirtækisins segir mikilvægt að almenningur líti ekki á vatn og rafmagn sem óþrjótandi auðlind.
05.01.2022 - 15:59
Fasteigna- og eldsneytisverð keyrir verðbólguna
Matvælaverð er hærra á heimsvísu en verið hefur í meira en áratug að því er fram kemur í nýrri úttekt Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verð á matvælum hérlendis hefur hækkað um tæplega níu prósent á árinu og á eldsneyti um tuttugu prósent. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að húsnæðis- og eldsneytisverð séu helsti drifkraftur verðbólgunnar en áhrif heimsfaraldursins á vöruverð fari minnkandi.
Hagsmunasamtök taki ekki þátt í umræðu um verðlagningu
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsfólki hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu eða markaðshegðun fyrirtækja. Í tilkynningu eftirlitsins er slík umfjöllun hagsmunasamtaka vegna yfirvofandi verðhækkana sökum hækkunar hrávöruverðs gagnrýnd. Hækkun aðfanga eigi ekki sjálfkrafa að hækka vöruverð.
Verðhækkanir, vöruskortur og bensín í hæstu hæðum
Vöruskortur í heiminum af völdum kórónuveirufaraldursins á eftir að valda verðhækkunum til skamms tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Álverð hefur ekki verið eins hátt í þrettán ár og hagfræðingur hjá Landsbankanum segir líklegt að eldsneytisverð hér verði í næsta mánuði fjórðungi hærra en það var fyrir ári. 
Morgunútvarpið
Hvað útskýrir núverandi vöruskort og verðhækkanir?
Hækkanir á ýmiss konar vöru og þjónustu hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga. Bensínverð hefur rokið upp, húsnæðisverð helst hátt og vart hefur orðið við margs konar verðhækkanir á almennri þjónustu. Þá hefur vöruskortur líka áhrif á verð, en ýmis vandamál varðandi aðföng og flutninga á tímum heimsfaraldurs hafa komið upp.
Aðgerða þörf vegna dýrtíðar og bensínverðs
Stjórnvöld hafa tæki í hendi til að tryggja að verðbólga komi ekki hart niður á þeim sem síst skyldi. Lækkun á olíugjaldi og öðrum lífsnauðsynjum er þar á meðal segir forseti ASÍ. Forseti ASÍ segir stjórnvöld þurfa að llíta á álögur á lífsnauðsynjar og þar með talið olíu og grípa til aðgerða til að aukin dýrtíð komi ekki niður á þeim sem síst skyldi.  
17.10.2021 - 10:19
Launahækkanir leiða til dýrari póstsendinga
Launahækkanir og minna magn pósts í flokki bréfa sem eru 0 til 2000 grömm að þyngd eru meðal ástæðna þess að gjaldskrá Póstsins hækkar um 15 prósent um áramótin.
22.12.2020 - 07:00
Spegillinn
Verðlag hækkar í COVID og eftirspurn eykst
Töluverðar verðhækkanir hafi orðið á ýmsum vörum í faraldrinum. Síðastliðið ár hefur verð á innfluttu og innlendu grænmeti hækkað um 12,5 prósent og innflutt mat- og drykkjarvara hefur hækkað um tæp 11%. Bensín hefur hins vegar lækkað um 7%. Frá því faraldurinn braust út hefur eftirspurn eftir raf- og heimilistækjum aukist um rösklega 50%. Þetta meðal þess sem kemur fram í samantekt sem verðlagseftirlit ASÍ vann fyrir Spegilinn.
11.11.2020 - 10:26