Færslur: Verðbólgan

Sjónvarpsfrétt
Mikil eftirspurn eftir rútum og verð hækkað
Verð á rútuferðum hefur hækkað vegna aukinnar eftirspurnar. Dæmi eru um að ferðakostnaður íþróttafélaga úti á landi hafi aukist um 30 prósent frá því sem var fyrir faraldurinn.
13.09.2022 - 19:38
Spá áframhaldandi verðbólguhjöðnun
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan hafi náð hámarki í júlí og að við taki mjög hæg hjöðnun næstu mánuði. Hagstofan greindi í morgun frá því að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,29% milli mánaða í ágúst og verðbólga á ársgrundvelli lækkað úr 9,9% í 9,7%.
Segir varasamt að draga ályktanir af verðbólguhjöðnun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir varasamt að draga of miklar ályktanir af því að ársverðbólga hafi hjaðnað í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, sem birtar voru í morgun, stendur verðbólga á ársgrundvelli í 9,7 prósentum. Hún var í 9,9 prósent í síðasta mánuði.
Ríkisstjórnin muni leita aðgerða til að verja heimilin
Hagnaður stóru bankanna þriggja á árinu nemur samtals um 32,2 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur bankanna hafa aukist mikið á milli ára vegna hærra vaxtastigs í landinu. Viðskiptaráðherra segir forgangsmál að verja heimilin í landinu.
29.07.2022 - 12:14
Sjónvarpsfrétt
Hátt verðlag ekki komið ferðamönnum á óvart
Ferðamönnum hefur fjölgað hratt í ár, eins og spár gerðu ráð fyrir. Brottfarartölur erlendra ferðamanna eru svipaðar og fyrir faraldurinn. Hótel eru víða uppbókuð og mikið mannlíf er í bænum. Flestir segjast ánægðir með dvölina hér á landi, þrátt fyrir mjög hátt verðlag.
24.07.2022 - 21:33
Svakalegar tölur segir forseti ASÍ
Verðbólgan er komin í 9,9 prósent og hefur ekki mælst svo mikil í tæp þrettán ár. Forseti ASÍ segir stjórnvöld verða að beita sér til að milda höggið. Þetta sé mun meiri verðbólga en búist var við og nú þurfi að fylgjast náið með að verðbólgan fari ekki út í verðhækkanir á nauðsynjum.
22.07.2022 - 17:47
Kanna hvort íslensk heimili greiði meira
Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, hefur skipað starfshóp til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum.
Efnahagslífið öflugra og verðbólga gæti enn aukist
Hætt er við að verðbólga aukist enn frekar ef þeir sem ákveða verð og kaup og kjör gera ráð fyrir mikilli verðbólgu í ákvörðunum sínum, segir Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri. Öflugri gangur í efnahagslífinu en gert var ráð fyrir í vor þýðir að verðbólga gæti orðið enn meiri en spáð hefur verið.
13.06.2022 - 17:50
Mikilvægt að lífeyrissjóðir tryggi virka samkeppni
Mikilvægt er að stórir lífeyrissjóðir beiti sér fyrir því að virk samkeppni ríki á sem flestum mörkuðum. Þetta sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.  
Telja að verðbólga nái hámarki í haust
Gert er ráð fyrir því að verðbólga nái hámarki seinnipart árs 2022 og verði að meðaltali um 7,4% í ár. Einnig eigi stýrivextir eftir að hækka talsvert á árinu og talið er að þeir verði um 6% í lok árs. Á næsta ári gætum við farið að sjá vaxtalækkanir. 
Mikil óvissa um hvernig efnahagslífið þróast
Mikil óvissa ríkir um þróun efnahagsmála á næstunni. Útlitið er gott í raunhagkerfinu en staða peningamála öllu erfiðari. Hagvöxtur verður fimm prósent, verðbólga hátt í átta prósent og atvinnuleysi næstum fjögur og hálft prósent í ár samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Greiningardeildar Íslandsbanka.
18.05.2022 - 05:00
Spáir verulegri stýrivaxtahækkun
Flest bendir til þess að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti í fyrramálið. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að það sé einungis spurning hve mikil hækkunin verður. 
03.05.2022 - 12:44
Kominn tími til að stjórnvöld hysji upp um sig buxurnar
Stjórnvöld verða að átta sig á að ástandið vegna verðbólgunnar er komið í óefni og bregðast verður við, segir forseti Alþýðusambandsins. Verðbólgan er sú mesta sem mælst hefur í tólf ár. Verðbólgan og dýrtíðin bitnar mest á þeim sem síst skyldi
28.04.2022 - 19:35
Enn eykst verðbólgan
Verðbólgan er komin í 7,2 prósent og hefur farið vaxandi í hverjum mánuði frá því í ágúst. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí árið 2010. Neysluverðsvísitalan sem mælir verðbólgu hækkaði um 1,25 prósent í síðasta mánuði. Það er mesta hækkun í einum mánuði frá því í febrúar árið 2013. Húsnæðiskostnaður, flugfargjöld og verðhækkanir á mat- og drykk, einkum mjólk, ráða mest um aukna verðbólgu.
28.04.2022 - 10:06