Færslur: Velkomin heim

Gagnrýni
Falleg, einlæg og rammpólitísk sýning
Velkomin heim er í senn fallegur og einlægur óður Maríu Thelmu Smáradóttur leikkonu til móður sinnar en um leið rammpólitísk og ögrandi sýning með djúpar samfélagslegar skírskotanir, að mati Karls Ágústs Þorbergssonar, gagnrýnanda Menningarinnar.
„Kristallinn er sá að við erum öll mennsk“
Velkomin heim er nýtt íslenskt leikverk úr smiðju leikhópsins Trigger warning þar sem María Thelma Smáradóttir segir sögu sína og móður sinnar, sem flutti frá Tælandi til Íslands fyrir 26 árum.