Færslur: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Brýnt að lengja tímabil atvinnuleysisbóta
Yfirmaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vill að tímabil atvinnuleysisbóta verði lengt enda lækki fólk í tekjum þegar það missir bætur og fær í staðinn fjárhagsaðstoð. Á fjórða þúsund manns hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Hópastarfsemi leggst af en félagsmiðstöðvar enn opnar
„Nýju reglurnar hafa aðallega áhrif á starfið með eldri borgurum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu.
Fleiri starfsmenn velferðarsviðs með COVID-19
Tólf starfsmenn á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hafa greinst með COVID-19. Sjö af þeim starfa á þremur íbúðakjörnum í Reykjavík og greint var frá því í gær að einn íbúi hefði greinst með smit. 55 eru í sóttkví vegna smitanna, þar af 49 starfsmenn og 6 íbúar á íbúðakjörnum. Þetta segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu.
10 starfsmenn á velferðarsviði smitaðir
Tíu starfsmenn á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, meðal annars á þremur íbúðakjörnum fyrir fólk með fötlun, hafa greinst með COVID-19. Á annað hundrað manns hafa verið skimaðir vegna þess og í kringum 40 eru í sóttkví. Enginn íbúi hefur greinst smitaður. Þetta segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu.
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna smitaðir
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna í Grafarvogi fyrir fólk með þroskahamlanir og einhverfu hafa greinst með kórónuveirusmit.. Verið er að skima íbúa á heimilinu. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að þetta hafi mikil áhrif á starfsemina, en allt verði gert til að halda henni eins stöðugri og hægt er.