Færslur: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

Gætu leitað til aðstandenda vegna manneklu
200 starfsmenn velferðasviðs Reykjavíkurborgar eru ýmist í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19. Sviðsstjóri segist vonast til þess að ekki þurfi að óska liðsinnis aðstandenda, en það sé síðasta úrræðið ef ekki takist að manna heimaþjónustu.
Að óbreyttu þurfi að skerða heimaþjónustu í Reykjavík
Hætt er við því að skerða þurfi félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun í Reykjavík vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun eða sóttkví. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að reynt sé að halda allri starfsemi gangandi, en að óbreyttu þurfi bráðlega að forgangsraða þjónustunni vegna manneklu.
Virkja neyðarstjórn og stutt í forgangsröðun þjónustu
Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið virkjuð, en 64 starfsmenn sviðsins eru í einangrun og 77 í sóttkví. Langflestir vinna við umönnun af ýmsu tagi, svo sem í heimaþjónustu, búsetukjörnum og gistiskýlum.
Vilja létta álagi af heimilum fólks með heilabilun
Nýju þróunarverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er ætlað að létta álagi af heimilum fólks með heilabilun og bæta lífsgæði þess og aðstandenda sömuleiðis. Vonir standa til að fljótlega verði hægt að fjölga þeim sem njóta þjónustunnar. Tilgangurinn er að fólk geti búið á heimilum sínum sem lengst.
Borgin segir spítalann aðstoða við lögheimilisflutninga
„Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem búa í húsnæði fyrir fatlað fólk í Reykjavík hafa haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild og hafa með aðstoð Landspítalans breytt um lögheimili, í von um að fá viðeigandi húsnæði og þjónustu sem fyrst.” Svo segir í yfirlýsingu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem send var fjölmiðlum í dag. Allri gagnrýni um úrræðaskort á vegum borgarinnar er vísað á bug. Sviðsstjóri velferðarsviðs vill engu bæta við yfirlýsinguna.
Brýnt að lengja tímabil atvinnuleysisbóta
Yfirmaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vill að tímabil atvinnuleysisbóta verði lengt enda lækki fólk í tekjum þegar það missir bætur og fær í staðinn fjárhagsaðstoð. Á fjórða þúsund manns hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Hópastarfsemi leggst af en félagsmiðstöðvar enn opnar
„Nýju reglurnar hafa aðallega áhrif á starfið með eldri borgurum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu.
Fleiri starfsmenn velferðarsviðs með COVID-19
Tólf starfsmenn á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hafa greinst með COVID-19. Sjö af þeim starfa á þremur íbúðakjörnum í Reykjavík og greint var frá því í gær að einn íbúi hefði greinst með smit. 55 eru í sóttkví vegna smitanna, þar af 49 starfsmenn og 6 íbúar á íbúðakjörnum. Þetta segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu.
10 starfsmenn á velferðarsviði smitaðir
Tíu starfsmenn á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, meðal annars á þremur íbúðakjörnum fyrir fólk með fötlun, hafa greinst með COVID-19. Á annað hundrað manns hafa verið skimaðir vegna þess og í kringum 40 eru í sóttkví. Enginn íbúi hefur greinst smitaður. Þetta segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu.
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna smitaðir
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna í Grafarvogi fyrir fólk með þroskahamlanir og einhverfu hafa greinst með kórónuveirusmit.. Verið er að skima íbúa á heimilinu. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að þetta hafi mikil áhrif á starfsemina, en allt verði gert til að halda henni eins stöðugri og hægt er.

Mest lesið