Færslur: Velferðarmál

Leita aðstoðar hjá borginni meðan þeir bíða bóta
Töluvert er um að þeir sem bíða eftir að fá greiddar atvinnuleysisbætur leiti eftir fjárhagsstuðningi hjá Reykjavíkurborg. Þetta segir Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri og staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
03.07.2020 - 17:43
Breytingar á velferðarþjónustu með rýmra samkomubanni
Nokkrar breytingar hafa orðið á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar frá og með deginum í dag vegna rýmkunar á samkomubanni. Skert þjónusta og lokanir hafa verið í gildi á allmörgum starfstöðvum síðan að almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins í byrjun mars.
04.05.2020 - 16:56
Tilkynningum um börn í bráðri hættu hefur fjölgað
Tilkynningum um börn í yfirvofandi hættu hefur fjölgað verulega að undanförnu hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fleiri börn hafa tilkynnt um vanrækslu. Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af aukningu tilkynninga um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum. 
Umtalsverð fjölgun tilkynninga til barnaverndar í mars
Tilkynningum til Barnaverndar Reykjarvíkur fjölgaði umtalsvert í seinni hluta marsmánaðar, eftir fáar tilkynningar framan af mánuði. Tölurnar sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi.
Myndskeið
Hefur áhyggjur af einmanaleika eldri borgara
Einmanaleiki eldri borgara er að verða dálítið djúpstæður, sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hún segir tæknina skipta sköpum nú þegar margir eldri borgarar geti ekki hitt ástvini sína.
Myndskeið
Biður um þolinmæði í skertri velferðarþjónustu
Stór hluti þeirra sem fær velferðarþjónustu í landinu hefur fengið skerta þjónustu síðan neyðarstig var sett á fyrir þremur vikum. Velferðarstjóri segir að það gæti vaxandi spennu og þreytu og biður fólk um að sýna þolinmæði.
780 skráðir á útkallslista velferðarþjónustunnar
Um 780 manns hafa skráð sig á útkallslista velferðarþjónustunnar. Félagsþjónustufulltrúi segir að erfitt geti verið að manna þjónustu við viðkvæma hópa og það sé eitt helsta áhyggjuefnið hjá sveitarfélögunum.
Undanþágur fyrir viðkvæmustu þjónustuna
Sviðsstjórar velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar lýsa áhyggjum af áhrifum verkfalls Eflingar á starfsemi skóla og velferðarþjónustu.
17.02.2020 - 19:31
Verkfallið í dag: Hefur áhrif á helming leikskólabarna
Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti eftir stuttan og árangurslausan sáttafund í gær. Verkfallið hefur áhrif á starfsemi leikskóla Reykjavíkurborgar, velferðarþjónustu og sorphreinsun. Í næstu viku er boðað verkfall í tvo og hálfan sólarhring. Ef ekki semst fyrir 17. febrúar hefst ótímabundið verkfall.
06.02.2020 - 06:56
Spegillinn
„Úrræði fyrir lágtekjuhópa eru oft fátækleg“
Íslenska barnabótakerfið er sérkennilega útfærð fátæktarhjálp. Það er flókið og erfitt að greina í því heildstæða hugsun. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði, vann fyrir BSRB og var kynnt í morgun. Fram kemur að barnabótakerfið hér stingi í stúf við kerfi annars staðar á Norðurlöndunum því það gagnist nær eingöngu tekjulægstu fjölskyldunum.
04.12.2019 - 18:16
Skólinn réttir Álfrúnu björgunarhring
Kona sem fær ekki fæðingarorlofsstyrk vegna starfsnáms sem hún fór í vonast til að mál hennar fái farsælan endi eftir að Myndlistarskólinn í Reykjavík ákvað að meta starfsnámið til eininga. Þingmaður segir það óásættanlegt að fólk sem hafi greitt skatta sína og skyldur á Íslandi falli á milli skips og bryggju í kerfinu.
14.10.2019 - 19:25
Fatlað fólk í meiri hættu á einelti og áreitni
Rúmlega tveir af hverjum níu hafa orðið fyrir einelti á vinnustað hér á landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Um 16 prósent þátttakenda höfðu þá orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnuferli sínum og einn af hverjum tíu upplifað kynbundna áreitni. Fatlað fólk og fólk með erlent ríkisfang er frekar í hættu á að verða fyrir einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað.
Viðtal
„Dagarnir mínir eru hættir að vera einsleitir“
Brandur Bjarnason Karlsson er frumkvöðull og listmálari á fertugsaldri. Hann hefur meðal annars vakið athygli á aðgengismálum og komið að ýmsum frumkvæðisverkefnum sem miða að því að bæta samfélagið. Brandur hefur verið með NPA í um hálft ár en hann hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Spegillinn ræddi við Brand um lífið með NPA, það að vera verkstjóri allan sólarhringinn og hvort hægt sé að biðja starfsfólk um aðstoð við hvað sem er.
Segir skóla án aðgreiningar umdeilda hugmynd
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er hlynnt áformum meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að börn hælisleitenda sæki nám í Vogaskóla. Tillagan hefur hlotið þónokkra gagnrýni, meðal annars frá deildarstjóra við Vogaskóla, sem segir hugmyndina í algjörri andstöðu við íslenskt skólastarf, og jafnvel í andstöðu við lög.
14.02.2019 - 07:10
Myndskeið
Mikilvægt að börnin geti verið áhyggjulaus
Mikilvægt er að börn hælisleitenda á Íslandi geti verið áhyggjulaus börn, segir Ásthildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Hún ræddi áform Reykjavíkurborgar um að veita öllum börnum sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi menntun í Vogaskóla í Kastljósi í kvöld.
13.02.2019 - 20:35
Fréttaskýring
Dæmi um að konur sæki ekki þjónustu á meðgöngu
Að fæða barn á Íslandi getur ef upp koma alvarlegir fylgikvillar auðveldlega kostað ósjúkratryggða konu tvær milljónir króna. Ljósmóðir í Efra-Breiðholti segir dæmi um að ósjúkratryggðar konur sleppi mikilvægum rannsóknum á meðgöngu. Hún óttast að einhverjar gætu brugðið á það ráð að fæða heima án aðstoðar. 
09.01.2019 - 18:39
Snjalltæki: Hvernig mörk á að setja?
Ekki hafa verið skilgreind opinber viðmið hér á landi um skjátíma barna á grunnskólaaldri. Ólíkar skoðanir eru um hvers konar mörk skuli setja notkuninni og á hvaða forsendum. Félagsráðgjafi segir marga foreldra óörugga gagnvart því hvernig skuli taka á snjalltækjanotkun barna.
Myndskeið
Ísland „svolítið á eftir öðrum þjóðum“
Heiðurstengt ofbeldi hefur aukist á Íslandi og Íslendingar eru enn að átta sig á merkjum þess að slíkt viðgangist. Þetta sagði Ásta Kristín Benediktsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, í Kastljósi í kvöld.
21.11.2018 - 20:58
„Óskuðu þess að hún myndi deyja“
Ung kona með lítið barn leitaði verndar hér vegna þess að hún var beitt ofbeldi. Hún var gift til Íslands og bjó í algerri einangrun. Hún var í mikilli hættu vegna þess að eiginmaður hennar og fjölskylda hans sátu um hana og óskuðu þess að hún myndi deyja. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag.
21.11.2018 - 16:31
Barnavernd verður efld fyrir 90 milljónir
Stöðugildum hjá Barnavernd Reykjavíkur verður fjölgað um fjögur og tvær fagskrifstofur verða settar á laggirnar. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu velferðaráðs og barnaverndarnefndar um að styrkja starfsemi Barnaverndar. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar verður aukið um leið.
15.11.2018 - 18:39
Fjögur rými í dagþjálfun og 18 á biðlista
Fjögur rými eru í Garðabæ í dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun en átján eru á biðlista. Níu einstaklingar nýta þessi fjögur rými sem eru í þjónustumiðstöðinni Ísafold. Þar til um síðustu áramót voru engin slík úrræði í bæjarfélaginu.
Fréttaskýring
„Matskerfið úrelt og hvatarnir óheppilegir“
„Þetta er gamalt kerfi og úrelt og óljóst hvort það mælir það sem það á að mæla.“ Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um það kerfi sem stjórnvöld nota til þess að meta gæði þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum. Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar segir fjárhagslega hvata í kerfinu óheppilega. SFV vilja ekki framlengja rammasamning ríkisins við hjúkrunarheimili í núverandi mynd og gagnrýna meðal annars ósamræmi í kröfum eftirlitsaðila til þjónustunnar.
Vonir bundnar við hreysti framtíðaröldunga
Öldruðum á eftir að fjölga mikið á næstu áratugum. Áhersla á heimaþjónustu, heilsueflingu og þjálfun fer vaxandi en dugar það til? Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, telur ekki raunhæft að útgjöld til hjúkrunarheimila verði stóraukin á næstu áratugum en hvað þýðir það? Þarf þá að skerða þjónustuna?
Breytingar á bótakerfinu í bígerð
Formaður Öryrkjabandalagsins er ánægður með að félagsmálaráðherra hafi skipað samráðshóp um að einfalda almannatryggingakerfið og efla atvinnuþátttöku öryrkja. Vinnumarkaðurinn sé þó ekki tilbúinn til að taka á móti fólki með skerta starfsgetu og lykilatriði sé að afnema krónu á móti krónu skerðinguna.
21.04.2018 - 12:11
Öryrkjum fjölgar um á annað þúsund á ári
Páll Magnússon, formaður allsherjarnefndar Alþingis, lýsti áhyggjum á Alþingi í dag af fjölgun öryrkja hér á landi samkvæmt upplýsingum sem fjárlaganefnd hafi fengið á dögunum.
21.03.2018 - 18:30