Færslur: Veitur

Allt stefnir í metnotkun á heitu vatni um helgina
Allt stefnir í metnotkun á heitu vatni hér á landi um helgina. Orkumálastjóri segir að Veitur þurfi að fara yfir hverjar takmarkanir á kerfum þeirra séu. Veitur telja að kórónuveirufaraldurinn, metsala á heitum pottum og kalt árferði skýri að hluta hvers vegna notkun á heitu vatni hefur aukist.
03.12.2020 - 13:30
Myndskeið
Svona er hægt að spara heita vatnið í frosthörkum
Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun vegna frosthörku sem er framundan og er fólk hvatt til þess að spara heita vatnið eins og kostur er. Verði of mikið heitt vatn notað gæti komið til skömmtunar. Upplýsingafulltrúi Veitna sýndi fréttastofu hvernig best sé að spara heita vatnið í kuldan sem er framundan.
02.12.2020 - 19:18
Viðbragðsáætlunin verður í gildi a.m.k. fram á helgi
Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu Veitna segir að ýmissa leiða sé leitað þegar útlit er fyrir að rennsli heitavatns fari yfir viðmiðunarmörk. Viðbragðsáætlun Veitna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi hefur nú verið virkjuð, en það gerðist síðast fyrir um ári síðan.
02.12.2020 - 08:16
Mesta kuldakast í 7 ár – Veitur virkja viðbragðsáætlun
Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun í rekstri hitaveitunnar í ljósi þess að næstu daga stefnir í eitt mesta kuldakast á suðvesturhorni landsins undanfarin sjö ár. Í áætluninni felst meðal annars að hvetja fólk til þess að fara sparlega með heita vatnið svo öll hafi nægt vatn til húshitunar.
02.12.2020 - 07:03
Kuldi í húsakynnum fólks vegna uppfærslu á dælustöð
Íbúar í vesturhluta Reykjavíkurborgar gætu fundið fyrir lægri þrýstingi á heitu vatni vegna uppfærslu á dælustöð Veitna í Öskjuhlíð. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá íbúum í miðbænum sem ná ekki að kynda híbýli sín.
19.11.2020 - 18:38
Borhola gengur í endurnýjun lífdaga
Endurborun stendur yfir á borholu Veitna við Bolholt 5 milli Kauphallarhússins og Valhallar.
31.10.2020 - 21:10
Talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur fyrirtæki til að kanna ástand olíuskilja og tryggja það að slíkur búnaður virki sem skildi, eftir að talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna í Klettagörðum fyrir helgi.
Hávaði og rask í Bolholti næstu vikurnar
Jarðborinn Nasi var settur í gang í dag í framkvæmdum við heitavatnsborholu við Bolholt í Reykjavík. Borholan hefur þjónað borgarbúum í hátt í sextíu ár en nú er þrenging í henni og því hefur dregið úr afköstum holunnar.
10.09.2020 - 16:31
Lagfæra gjöfula borholu með risabor
Dregið hefur úr afköstum borholu við Bolholt 5 í Reykjavík og því hefst viðgerð á morgun. Á vef Reykjavíkurborgar segir að við verkið verði notaður stærri jarðbor en notaður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í áratugi. Röskun verður á umferð hjólandi og gangandi vegfarenda vegna framkvæmdanna.
31.08.2020 - 21:01
Hár brennisteinsstyrkur í heitu vatni vegna viðhalds
Íbúar víða á höfuðborgarsvæðinu finna nú meiri lykt af heitu vatni en venjulega. Lyktin skýrist af óvenjuháum brennisteinsstyrk í vatninu. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum stafar fólki engin hætta af brennisteinsstyrknum og starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Kópavogs og Hafnarfjarðar staðfesti það í samtali við fréttastofu.
28.08.2020 - 11:40
Myndskeið
Heita vatnið komið á - fóru í kalda sturtu eftir púlið
Byrjað er að hleypa heitu vatni aftur á þau svæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk og fyrirtæki hafa verið án hitaveitu síðan klukkan tvö í nótt. Fólk lét ekki heitavatnsleysið aftra sér í dag og hópuðust konur í kalda sturtu eftir líkamsræktina.
18.08.2020 - 19:26
Myndskeið
Fimmtíu þúsund manns án hitaveitu í næstu viku
Ekkert heitt vatn verður á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í 30 klukkustundir í næstu viku vegna framkvæmda hjá Veitum. Það hefur áhrif á 50 þúsund manns. Við Rauðavatn við gatnamót Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar þarf að tengja nýja stofnlögn hitaveitunnar.
13.08.2020 - 20:25
Loka fyrir heita vatnið í 30 tíma í næstu viku
Skrúfað verður fyrir heitavatnslagnir á afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudagsins í næstu viku og ekki opnað fyrir þær aftur fyrr en miðvikudagsmorguninn eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.
Rafmagnslaust í borginni vegna bilunar
Rafmagnslaust er í Kópavogi og í Reykjavík vegna bilunar. Hverfi sem detta út eru Hlíðahverfin, Lundur, og svæði í kringum Háskóla Íslands. Unnið er því að rekja bilunina og gera viðeigandi viðgerðir.
19.06.2020 - 15:56
Myndskeið
Þrjátíu bílhlöss af mengun
Þrjátíu bílfarmar af olíumenguðum jarðvegi reyndust vera við Elliðaárnar í Reykjavík. Talið er að sökudólgurinn sé olíutankur, sem rifinn var fyrir þrjátíu árum. Heilbrigðisfulltrúi segir vanta stað fyrir úrgang af þessu tagi. 
18.05.2020 - 19:37
Olíumengaður jarðvegur fannst í Elliðaárdal
Töluvert fannst af olíumenguðum jarðvegi í Elliðaárdal í Reykjavík á fimmtudaginn þegar verktaki á vegum Veitna var við framkvæmdir við Rafstöðvarveg. Jarðvegurinn fannst í steyptu mannvirki sem talið er að sé gamall olíutankur og er aðeins 15-20 metra frá bakka Elliðaáa.
17.05.2020 - 15:07
Rafmagnslaust í hluta Bergja og Hóla til morguns
Rafmagnslaust er í hluta Bergja og Hóla í Breiðholti í Reykjavík til klukkan sjö í fyrramálið. Veitur vinna þar að viðgerðum.
09.05.2020 - 00:24
Rafmagnslaust varð í hluta Kópavogs vegna bilunar
Rafmagnslaust varð um tíma í kvöld vegna háspennubilunar í hluta Kópavogs. Tilkynnt var um bilunina um klukkan hálf ellefu og rúmri klukkustund síðar áttu allir notendur að vera komnir með rafmagn að nýju, samkvæmt upplýsingum frá Veitum.
02.04.2020 - 22:35
Óhreinsað skólp streymir í sjó vegna blautklúta
Hreinsistöð fráveitu við Klettagarða er nú óstarfhæf og fer óhreinsað skólp í sjó. Ástæðan er gríðarlegt magn af blautklútum, til að mynda sótthreinsiklútum, í fráveitukerfi Veitna. 
23.03.2020 - 18:04
Íhugar flutning vegna hækkunar Veitna
Eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga segist ætla að færa starfsemina annað eða kynda stöðina með plasti og kolum vegna breytinga á gjaldskrá Veitna sem hefur í för með sér 97 prósenta hækkun fyrir stöðina.
Drykkjarvatn frá Grábrókarveitu mengað
Gerlamengun er staðfest í vatni frá Grábrókarveitu. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi, auk fjölda sumarhúsa og nokkurra húsa í Borgarfirði. Neytendur á þessum svæðum eru beðnir um að sjóða neysluvatn. E. coli og kólí gerlar fundust í sýninu.
11.10.2019 - 10:18
Rafmagn komið á í Vogahverfi
Uppfært kl.22.30: Rafmagn er nú komið á í Vogahverfi. Rafmagnslaust varðr vegna háspennubilunar í hluta Vogahverfis í kvöld. Viðgerð er nú lokið og rafmagn komið á öll hús.
21.09.2019 - 22:16
Vatnstjón í bílageymslu á Seltjarnarnesi
Hitaveituinntak fór í sundur í bílageymslu í stóru skrifstofuhúsnæði á Seltjarnarnesi fyrr í kvöld. Dælubíll frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var kallaður út. Aðgerðir slökkviliðsins tóku um einn og hálfan klukkutíma. 
Þurrkatímabilinu lýkur í næstu viku
Víða er orðið ansi vatnslítið, segir Ívar Örn Þórðarson, slökkviliðsstjóri í Dalasýslu á Vesturlandi. Slökkviliðið hefur þurft að færa kúabúinu á Miðskógi í Dölum vatn í þurrkatíð sumarsins. Þá viti hann til þess að fleiri hafi sjálfir sótt sér vatn. Slökkvilið Borgarbyggðar hefur þurft að fara með neysluvatn í veiðihús við Hvítá, segir Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri. Það sé óvanalegt. Staðan sé ekki góð. Þurrkatímabilinu fer að ljúka, segir veðurfræðingur Veðurstofunnar.
15.08.2019 - 15:45
Tómir pottar á Ylströndinni
„Margir heitir dagar í röð er versti ótti Ylstrandarinnar“ segir Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík. Sundgestir komu að tómum potti á Ylströndinni í morgun.
15.06.2019 - 17:02
Innlent · Veður · vatn · Veitur · Nauthólsvík