Færslur: Veitur

Rafmagnslaust í borginni vegna bilunar
Rafmagnslaust er í Kópavogi og í Reykjavík vegna bilunar. Hverfi sem detta út eru Hlíðahverfin, Lundur, og svæði í kringum Háskóla Íslands. Unnið er því að rekja bilunina og gera viðeigandi viðgerðir.
19.06.2020 - 15:56
Myndskeið
Þrjátíu bílhlöss af mengun
Þrjátíu bílfarmar af olíumenguðum jarðvegi reyndust vera við Elliðaárnar í Reykjavík. Talið er að sökudólgurinn sé olíutankur, sem rifinn var fyrir þrjátíu árum. Heilbrigðisfulltrúi segir vanta stað fyrir úrgang af þessu tagi. 
18.05.2020 - 19:37
Olíumengaður jarðvegur fannst í Elliðaárdal
Töluvert fannst af olíumenguðum jarðvegi í Elliðaárdal í Reykjavík á fimmtudaginn þegar verktaki á vegum Veitna var við framkvæmdir við Rafstöðvarveg. Jarðvegurinn fannst í steyptu mannvirki sem talið er að sé gamall olíutankur og er aðeins 15-20 metra frá bakka Elliðaáa.
17.05.2020 - 15:07
Rafmagnslaust í hluta Bergja og Hóla til morguns
Rafmagnslaust er í hluta Bergja og Hóla í Breiðholti í Reykjavík til klukkan sjö í fyrramálið. Veitur vinna þar að viðgerðum.
09.05.2020 - 00:24
Rafmagnslaust varð í hluta Kópavogs vegna bilunar
Rafmagnslaust varð um tíma í kvöld vegna háspennubilunar í hluta Kópavogs. Tilkynnt var um bilunina um klukkan hálf ellefu og rúmri klukkustund síðar áttu allir notendur að vera komnir með rafmagn að nýju, samkvæmt upplýsingum frá Veitum.
02.04.2020 - 22:35
Óhreinsað skólp streymir í sjó vegna blautklúta
Hreinsistöð fráveitu við Klettagarða er nú óstarfhæf og fer óhreinsað skólp í sjó. Ástæðan er gríðarlegt magn af blautklútum, til að mynda sótthreinsiklútum, í fráveitukerfi Veitna. 
23.03.2020 - 18:04
Íhugar flutning vegna hækkunar Veitna
Eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga segist ætla að færa starfsemina annað eða kynda stöðina með plasti og kolum vegna breytinga á gjaldskrá Veitna sem hefur í för með sér 97 prósenta hækkun fyrir stöðina.
Drykkjarvatn frá Grábrókarveitu mengað
Gerlamengun er staðfest í vatni frá Grábrókarveitu. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi, auk fjölda sumarhúsa og nokkurra húsa í Borgarfirði. Neytendur á þessum svæðum eru beðnir um að sjóða neysluvatn. E. coli og kólí gerlar fundust í sýninu.
11.10.2019 - 10:18
Rafmagn komið á í Vogahverfi
Uppfært kl.22.30: Rafmagn er nú komið á í Vogahverfi. Rafmagnslaust varðr vegna háspennubilunar í hluta Vogahverfis í kvöld. Viðgerð er nú lokið og rafmagn komið á öll hús.
21.09.2019 - 22:16
Vatnstjón í bílageymslu á Seltjarnarnesi
Hitaveituinntak fór í sundur í bílageymslu í stóru skrifstofuhúsnæði á Seltjarnarnesi fyrr í kvöld. Dælubíll frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var kallaður út. Aðgerðir slökkviliðsins tóku um einn og hálfan klukkutíma. 
Þurrkatímabilinu lýkur í næstu viku
Víða er orðið ansi vatnslítið, segir Ívar Örn Þórðarson, slökkviliðsstjóri í Dalasýslu á Vesturlandi. Slökkviliðið hefur þurft að færa kúabúinu á Miðskógi í Dölum vatn í þurrkatíð sumarsins. Þá viti hann til þess að fleiri hafi sjálfir sótt sér vatn. Slökkvilið Borgarbyggðar hefur þurft að fara með neysluvatn í veiðihús við Hvítá, segir Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri. Það sé óvanalegt. Staðan sé ekki góð. Þurrkatímabilinu fer að ljúka, segir veðurfræðingur Veðurstofunnar.
15.08.2019 - 15:45
Tómir pottar á Ylströndinni
„Margir heitir dagar í röð er versti ótti Ylstrandarinnar“ segir Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík. Sundgestir komu að tómum potti á Ylströndinni í morgun.
15.06.2019 - 17:02
Innlent · Veður · vatn · Veitur · Nauthólsvík
Viðtal
Rafbílar helmingur bílaflotans árið 2030
Rafbílar verða um helmingur allra bíla hér á landi árið 2030 ef spá Orkuveitu Reykjavíkur gengur eftir. Þá verða þeir orðnir um 100.000 talsins. Á heimsvísu eru rafbílarnir flestir í Noregi, sé miðað við höfðatölu en næst flestir hér á landi.
16.04.2019 - 15:43