Færslur: Veitur

Rekstrarhagnaður OR 10,2 milljarðar á fyrri hluta árs
Rekstrarhagnaður Orkuveitu Reykjavíkur nam 10,2 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs og jókst um fjóra milljarða miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri OR sem gefið var út í dag.
23.08.2021 - 18:32
Heitavatnslaust í Vesturbænum í nótt og á morgun
Ekkert heitt vatn verður í Vesturbænum á milli klukkan 03 í nótt, aðfaranótt þriðjudags og klukkan 16 á morgun. Heitavatnsleysið nær yfir afmarkaða svæðið á myndinni hér fyrir ofan eða vestan við Læk og Vesturmýri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.
16.08.2021 - 10:46
Rafmagnslaust í Borgartúni og nærliggjandi götum
Rafmagnslaust er vegna viðgerðar í nokkrum húsum við Borgartún, Mánatún og nágrenni frá klukkan eitt í nótt og til klukkan fimm í fyrramálið.
29.07.2021 - 01:30
Telja að neytendur hafi ofgreitt milljarða
Neytendasamtökin áætla að vatnsveitur landsins hafi ofrukkað viðskiptavini sína um milljarða króna frá því ný lög um vatnsveitur tóku gildi árið 2016.
Myndskeið
Gróðureldarnir ískyggilega nálægt vatnsbóli Reykvíkinga
Gróðureldarnir í Heiðmörk voru komnir ískyggilega nálægt vatnsbóli Reykjavíkur og Kópavogs segir rekstrarstjóri hjá Veitum. Vel er fylgst með hvort mengun berist í vatnsbólin, sem hann telur ólíklegt.  
05.05.2021 - 21:49
Geta allir á Íslandi farið í sturtu á sama tíma?
Þegar þú skrúfar frá krananum heima hjá þér, eða ferð í sturtu, hugsarðu einhvern tímann út í það hvernig allt þetta vatn streymir fram stríðum straumum eins og ekkert sé eðlilegra?
24.03.2021 - 10:45
Deila um ábyrgð á vatnstjóninu í Háskóla Íslands
Veitur og verkfræðistofuna Mannvit greinir á um hvort fyrirtækjanna beri ábyrgð á tjóni sem varð í Háskóla Íslands í janúar, þegar yfir tvö þúsund tonn af vatni fossuðu inn í byggingar skólans. Vitnaleiðslur hafa farið fram vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Viðgerðir í háskólanum hefjast ekki fyrr en greitt hefur verið úr ágreiningnum.
15.03.2021 - 15:54
Hafa áhyggjur af myglu og frekari skemmdum
Ekki verður gert við byggingar Háskóla Íslands fyrr en mat á áhrifum vatnstjóns sem varð á dögunum liggur fyrir. Á meðan liggur margt undir skemmdum. Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs hefur áhyggjur af myglu.
12.02.2021 - 18:45
VÍS gefur ekki upp fjárhæð vatnstjóns Veitna
Vátryggingafélag Íslands er búið að taka tillit til vatnstjóns Veitna í Háskóla Íslands í afkomuspá sinni fyrir árið sagði samskiptafulltrúi VÍS við Fréttastofu fyrir hádegi.
31.01.2021 - 13:50
Viðtal
Eyþór gagnrýnir drátt á framkvæmdum
Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir gott að Veitur hafi viðurkennt að mistök hafi valdið vatnstjóninu í Háskóla Íslands. Verst sé hins vegar að sjá aftur og aftur miklar tafir á framkvæmdum á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar. 
Myndskeið
Framkvæmdastjóri Veitna: „Það áttu sér stað mistök“
Framkvæmdastjóri Veitna harmar mannleg mistök sem leiddu til mörg hundruð milljóna króna tjóns í Háskóla Íslands í síðustu viku. Hann segir að fyrirtækið sé tryggt fyrir óhöppum af þessu tagi. Hugsanlegt er að utanaðkomandi verktaki beri ábyrgð á tjóninu.
26.01.2021 - 19:07
Tryggingafélag Veitna metur bótaskylduna
Fulltrúar Veitna eiga fund í dag með forsvarsmönnum Háskóla Íslands, um tjónið sem varð þegar mörg þúsund lítrar af vatni flæddu inn í byggingar skólans í síðustu viku. Veitur segja að tryggingafélag fyrirtækisins verði að meta bótaskylduna.
26.01.2021 - 12:36
Myndskeið
Háskólanemar í kennslu á Hótel Sögu
Stúdentar í Háskóla Íslands mæta í tíma á Hótel Sögu í stað fyrirlestrasalanna sem urðu fyrir tjóni í vatnsflóðinu um miðja síðustu viku.
25.01.2021 - 21:50
Myndskeið
Starfsemi Háskólans raskast til hádegis hið minnsta
Öll starfsemi Háskóla Íslands, kennsla, rannsóknir og þjónusta á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu liggur niðri að minnsta kosti til hádegis. Á þriðja þúsund tonna af vatni flæddi um háskólasvæðið í nótt þegar kaldavatnslögn við Suðurgötu gaf sig.
Allt stefnir í metnotkun á heitu vatni um helgina
Allt stefnir í metnotkun á heitu vatni hér á landi um helgina. Orkumálastjóri segir að Veitur þurfi að fara yfir hverjar takmarkanir á kerfum þeirra séu. Veitur telja að kórónuveirufaraldurinn, metsala á heitum pottum og kalt árferði skýri að hluta hvers vegna notkun á heitu vatni hefur aukist.
03.12.2020 - 13:30
Myndskeið
Svona er hægt að spara heita vatnið í frosthörkum
Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun vegna frosthörku sem er framundan og er fólk hvatt til þess að spara heita vatnið eins og kostur er. Verði of mikið heitt vatn notað gæti komið til skömmtunar. Upplýsingafulltrúi Veitna sýndi fréttastofu hvernig best sé að spara heita vatnið í kuldan sem er framundan.
02.12.2020 - 19:18
Viðbragðsáætlunin verður í gildi a.m.k. fram á helgi
Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu Veitna segir að ýmissa leiða sé leitað þegar útlit er fyrir að rennsli heitavatns fari yfir viðmiðunarmörk. Viðbragðsáætlun Veitna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi hefur nú verið virkjuð, en það gerðist síðast fyrir um ári síðan.
02.12.2020 - 08:16
Mesta kuldakast í 7 ár – Veitur virkja viðbragðsáætlun
Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun í rekstri hitaveitunnar í ljósi þess að næstu daga stefnir í eitt mesta kuldakast á suðvesturhorni landsins undanfarin sjö ár. Í áætluninni felst meðal annars að hvetja fólk til þess að fara sparlega með heita vatnið svo öll hafi nægt vatn til húshitunar.
02.12.2020 - 07:03
Kuldi í húsakynnum fólks vegna uppfærslu á dælustöð
Íbúar í vesturhluta Reykjavíkurborgar gætu fundið fyrir lægri þrýstingi á heitu vatni vegna uppfærslu á dælustöð Veitna í Öskjuhlíð. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá íbúum í miðbænum sem ná ekki að kynda híbýli sín.
19.11.2020 - 18:38
Borhola gengur í endurnýjun lífdaga
Endurborun stendur yfir á borholu Veitna við Bolholt 5 milli Kauphallarhússins og Valhallar.
31.10.2020 - 21:10
Talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur fyrirtæki til að kanna ástand olíuskilja og tryggja það að slíkur búnaður virki sem skildi, eftir að talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna í Klettagörðum fyrir helgi.
Hávaði og rask í Bolholti næstu vikurnar
Jarðborinn Nasi var settur í gang í dag í framkvæmdum við heitavatnsborholu við Bolholt í Reykjavík. Borholan hefur þjónað borgarbúum í hátt í sextíu ár en nú er þrenging í henni og því hefur dregið úr afköstum holunnar.
10.09.2020 - 16:31
Lagfæra gjöfula borholu með risabor
Dregið hefur úr afköstum borholu við Bolholt 5 í Reykjavík og því hefst viðgerð á morgun. Á vef Reykjavíkurborgar segir að við verkið verði notaður stærri jarðbor en notaður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í áratugi. Röskun verður á umferð hjólandi og gangandi vegfarenda vegna framkvæmdanna.
31.08.2020 - 21:01
Hár brennisteinsstyrkur í heitu vatni vegna viðhalds
Íbúar víða á höfuðborgarsvæðinu finna nú meiri lykt af heitu vatni en venjulega. Lyktin skýrist af óvenjuháum brennisteinsstyrk í vatninu. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum stafar fólki engin hætta af brennisteinsstyrknum og starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Kópavogs og Hafnarfjarðar staðfesti það í samtali við fréttastofu.
28.08.2020 - 11:40
Myndskeið
Heita vatnið komið á - fóru í kalda sturtu eftir púlið
Byrjað er að hleypa heitu vatni aftur á þau svæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk og fyrirtæki hafa verið án hitaveitu síðan klukkan tvö í nótt. Fólk lét ekki heitavatnsleysið aftra sér í dag og hópuðust konur í kalda sturtu eftir líkamsræktina.
18.08.2020 - 19:26