Færslur: Veitur

Mikið álag á fráveitukerfi vegna vatnavaxta
Vegna mikilla vatnavaxta síðustu vikur og mikilla leysinga hefur óhreinsað skólp verið leyst út í sjó. Ólöf Sæhólm Baldursdótti, upplýsingafulltrúi Veitna, segir þetta það eina sem hægt sé að gera við umfram skólp ef fólk vill ekki fá það aftur inn til sín.
29.03.2022 - 13:25
Rafmagn komið á í Kópavogi
Rafmagn er komið á í Kórahverfi og Hvörfum í Kópavogi en bilun í háspennukerfi olli því að rafmagn fór þar af á öðrum tímanum í nótt.
Rafmagnslaust í Kórahverfi og hvörfum
Rafmagnslaust er í Kórahverfi og hvörfum í Kópavogi og unnið að staðsetningu bilunar að því er fram kemur á vef Veitna.
15.03.2022 - 01:55
Myndskeið
Tugmilljóna tjón og veður hamlar viðgerðum
Óveðrinu hefur fylgt nokkuð víðtækar rafmagnstruflanir á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Frá því klukkan fjögur í gær hafa um tuttugu línur Landsnets farið út og sumar þeirra nokkrum sinnum. Sjö línur eru enn bilaðar eftir nóttina og viðgerðir að hefjast. Tjón hleypur á tugum milljóna.
22.02.2022 - 11:45
Rafmagnslaust varð í hluta miðborgarinnar
Rafmagnslaust varð vegna háspennubilunar við hluta miðbæjar Reykjavíkur klukkan 18.25 í kvöld.
12.01.2022 - 19:02
Íbúar hvattir til að spara heitt vatn vegna bilunar
Bilun kom upp í dælu í Rangárveitum í gær sem sér Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi fyrir heitu vatni. Því er lægri þrýstingur á kerfinu á öllu veitusvæðinu, segir í tilkynningu frá Veitum.
02.01.2022 - 10:56
Rafmagnslaust við Barónstíg, Njáls- og Bergþórugötu
Rafmagnslaust verður í nótt við Barónsstíg, Bergþórugötu og Njálsgötu í Reykjavík vegna viðgerðar. Rafmagnið var tekið af laust eftir miðnætti og búist er við að rafmagnsleysið vari til klukkan fjögur í fyrramálið.
17.12.2021 - 01:19
Rafmagn fór af RÚV og nálægum húsum
Rafmagn fór af höfuðstöðvum RÚV við Efstaleiti og fjölbýlishúsum og öðrum byggingum við Jaðarleiti, Lágaleiti, og þar um kring á fyrsta tímanum í nótt. Varaaflstöð RÚV rauk í gang innan nokkurra sekúndna og engin truflun varð á útsendingu útvarps og sjónvarps. UPPFÆRT: Rafmagni var komið á að nýju um klukkan tvö í nótt.
10.12.2021 - 00:44
Fjórar bilanir á háspennukerfinu síðasta mánuðinn
Fjórar bilanir hafa orðið á háspennukerfinu á höfuðborgarsvæðinu síðasta mánuðinn með tilheyrandi rafmagnsleysi í heilu hverfunum. Tvær þeirra hafa orðið eftir að grafið hefur verið í strengi og tvær voru háspennubilanir. Þetta segir í svari Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, við fyrirspurn fréttastofu.
17.11.2021 - 13:06
Rafmagnslaust eftir að strengur var grafinn í sundur
Rafmagn fór af í miðbæ Reykjavíkur, í Skerjafirði og á Hlíðarenda rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Strengur var óvart grafinn í sundur með þessum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist mikill hvellur og nærliggjandi hús hristust. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, þá er vitað nákvæmlega hvar þetta gerðist og ekki er búist við að viðgerð taki langan tíma.
21.10.2021 - 10:17
Sjónvarpsfrétt
Óhreinsað skólp frá tugþúsundum heimila fer beint í sjó
Óhreinsað skólp frá tugþúsundum heimila á höfuðborgarsvæðinu mun renna út í Faxaflóa næstu þrjár vikurnar vegna viðgerðar á röri. Fólk er beðið um að forðast fjörur og sjóböð við norðanverða strönd Reykjavíkur vegna kólígerlamengunar. Óvíst er hvort mengunin mun dreifa úr sér.
20.10.2021 - 17:07
Skólp grófhreinsað meðan á viðgerð stendur
Viðgerð á safnlögn í hreinistöð fyrir skólp við Ánanaust hefst á morgun og búist er við að hún taki um þrjár vikur. Ætla má að magn kólígerla í fjörum aukist umfram viðmiðunarmörk meðan á viðgerðinni stendur.
19.10.2021 - 12:38
Viðgerð lokið eftir að óhreinsað skólp lak í sjó
Óhreinsað skólp rennur ekki lengur í sjóinn við Ánanaust í Reykjavík.
02.10.2021 - 08:52
Spegillinn
Sveitarfélög með loftslagsmál í fanginu
Mikið hvílir á sveitarfélögum vegna loftslagsbreytinga og í nýrri stefnu ríkis um aðlögun að breytingunum eru þau þungamiðjan. Losun frá úrgangi, fráveitumál, skipulagsmál, fræðsla, búsetuúrræði fyrir loftslagsflóttamenn, allt eru þetta dæmi um verkefni sveitarfélaga í loftslagsmálum. Þau eru sem sagt fjölbreytileg og flókin. Spegillinn hefur undanfarið fjallað um þessi verkefni.
Óhreinsað skolp rennur út í sjó og fjörur vaktaðar
Óhreinsað skolp rennur nú út í sjó eftir að bilun kom upp í hreinsistöð Veitna við Ánanaust.
01.10.2021 - 15:24
Rekstrarhagnaður OR 10,2 milljarðar á fyrri hluta árs
Rekstrarhagnaður Orkuveitu Reykjavíkur nam 10,2 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs og jókst um fjóra milljarða miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri OR sem gefið var út í dag.
23.08.2021 - 18:32
Heitavatnslaust í Vesturbænum í nótt og á morgun
Ekkert heitt vatn verður í Vesturbænum á milli klukkan 03 í nótt, aðfaranótt þriðjudags og klukkan 16 á morgun. Heitavatnsleysið nær yfir afmarkaða svæðið á myndinni hér fyrir ofan eða vestan við Læk og Vesturmýri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.
16.08.2021 - 10:46
Rafmagnslaust í Borgartúni og nærliggjandi götum
Rafmagnslaust er vegna viðgerðar í nokkrum húsum við Borgartún, Mánatún og nágrenni frá klukkan eitt í nótt og til klukkan fimm í fyrramálið.
29.07.2021 - 01:30
Telja að neytendur hafi ofgreitt milljarða
Neytendasamtökin áætla að vatnsveitur landsins hafi ofrukkað viðskiptavini sína um milljarða króna frá því ný lög um vatnsveitur tóku gildi árið 2016.
Myndskeið
Gróðureldarnir ískyggilega nálægt vatnsbóli Reykvíkinga
Gróðureldarnir í Heiðmörk voru komnir ískyggilega nálægt vatnsbóli Reykjavíkur og Kópavogs segir rekstrarstjóri hjá Veitum. Vel er fylgst með hvort mengun berist í vatnsbólin, sem hann telur ólíklegt.  
05.05.2021 - 21:49
Geta allir á Íslandi farið í sturtu á sama tíma?
Þegar þú skrúfar frá krananum heima hjá þér, eða ferð í sturtu, hugsarðu einhvern tímann út í það hvernig allt þetta vatn streymir fram stríðum straumum eins og ekkert sé eðlilegra?
24.03.2021 - 10:45
Deila um ábyrgð á vatnstjóninu í Háskóla Íslands
Veitur og verkfræðistofuna Mannvit greinir á um hvort fyrirtækjanna beri ábyrgð á tjóni sem varð í Háskóla Íslands í janúar, þegar yfir tvö þúsund tonn af vatni fossuðu inn í byggingar skólans. Vitnaleiðslur hafa farið fram vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Viðgerðir í háskólanum hefjast ekki fyrr en greitt hefur verið úr ágreiningnum.
15.03.2021 - 15:54
Hafa áhyggjur af myglu og frekari skemmdum
Ekki verður gert við byggingar Háskóla Íslands fyrr en mat á áhrifum vatnstjóns sem varð á dögunum liggur fyrir. Á meðan liggur margt undir skemmdum. Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs hefur áhyggjur af myglu.
12.02.2021 - 18:45
VÍS gefur ekki upp fjárhæð vatnstjóns Veitna
Vátryggingafélag Íslands er búið að taka tillit til vatnstjóns Veitna í Háskóla Íslands í afkomuspá sinni fyrir árið sagði samskiptafulltrúi VÍS við Fréttastofu fyrir hádegi.
31.01.2021 - 13:50
Viðtal
Eyþór gagnrýnir drátt á framkvæmdum
Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir gott að Veitur hafi viðurkennt að mistök hafi valdið vatnstjóninu í Háskóla Íslands. Verst sé hins vegar að sjá aftur og aftur miklar tafir á framkvæmdum á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar.