Færslur: Veitingahús

Segir að ásakanir um launaþjófnað byggi á rangfærslum
Lögmaður eigenda veitingastaðanna Flame og Bambus segir að ásakanir um stórfelldan launaþjófnað séu að hluta til byggðar á rangfærslum. Háar launakröfur hafa verið sendar eigendunum.
Ökumaður ákærður fyrir tilraun til manndráps
Maður, sem á föstudag ók sendibíl sínum á fólk sem sat að snæðingi utandyra við veitingahús í Brussel, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Enginn grunur er uppi um að maðurinn hafi ætlað að fremja hryðjuverk.
28.08.2022 - 02:00
Sjónvarpsfrétt
Starfsfólkið kom til landsins á vegum vinnuveitanda
Starfsmenn veitingastaðanna tvegga sem grunaðir eru um stórfelldan launaþjófnað komu til landsins á vegum vinnuveitenda sinna og bjuggu í íbúðum á þeirra vegum. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, segir ljóst að það hafi verið að brjóta illa á þeim í marga mánuði.
Getur verið dýrt að gleyma að afpanta
Það færist í vöxt að veitingastaðir rukki fyrir ef fólk pantar borð og mætir ekki. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og fyrirspurnir. Veitingamenn kvíða haustinu vegna hækkandi vaxta og aukinnar verðbólgu.
25.07.2022 - 17:54
Óx veitingahús fær Michelin-stjörnu
Veitingahúsið Óx á Laugavegi hlaut í dag Michelin-stjörnu. Þetta er annar veitingastaðurinn á Íslandi sem fær stjörnu frá Michelin Guide.
04.07.2022 - 17:09
Reyna að draga úr drykkjulátum ferðamanna á Mallorca
Fjöldi veitingahúsa á spænsku eyjunni Mallorca hefur tekið upp strangar reglur um klæðaburð viðskiptavina, til þess reyna að draga úr drykkjulátum ferðamanna.
21.06.2022 - 03:38
Dregur úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum
Störfum er tekið að fjölga að nýju í Bandaríkjunum en 431 þúsund ný störf bættust við í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneyti Bandaríkjanna.
Eitrun álitin banamein veitingahúsgests
Rúmlega fimmtugur maður er látinn og sjö voru fluttir á sjúkrahús eftir heimsókn á veitingastað í miðbæ Weiden í Bæjaralandi. Lögregla óttast að fólkið hafi orðið fyrir eitrun.
14.02.2022 - 04:10
Eldur í veitingahúsi ógnaði Norræna safninu
Tuttugu sveitir Slökkviliðs Stokkhólmsborgar börðust í nótt við eld í veitingahúsi á eynni Djurgården. Óttast var um tíma að eldurinn teygði sig yfir í Norræna safnið sem stendur þar nærri.
14.02.2022 - 03:27
Sjötta dauðsfallið af völdum COVID-19 á Grænlandi
Sjúklingur á efri árum lést um helgina af völdum COVID-19 á sjúkrahúsi í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Því hafa sex látist af völdum sjúkdómsins þar frá því faraldurinn skall á. Strangar samkomutakmarkanir gilda í landinu.
Veitingamenn kalla eftir „beinum stuðningi tafarlaust“
Samtök fyrirtækja í veitingarekstri fagna fyrstu skrefum afléttinga á samkomubanni en harma að ekki skuli gengið lengra í frelsisátt. Samtökin kalla eftir beinum stuðningi tafarlaust.
Grænland
Samkomutakmarkanir auknar og áfengissölubanni komið á
Samkomutakmarkanir voru enn hertar á Grænlandi í gær auk þess sem tímabundið bann var sett við sölu áfengis í þremur sveitarfélögum. Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í landinu.
Slakað á sóttvarnatakmörkunum í Hollandi
Hollensk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á sóttvarnareglum í ljósi þess að sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað þrátt fyrir mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Sjónvarpsfrétt
Veitingamenn komnir á ystu nöf
Veitingamenn sjá fram á hópuppsagnir og lokanir um næstu mánaðamót verði tekjufall sem þeir hafa orðið fyrir vegna samkomutakmarkana ekki bætt á allra næstu vikum.
Sjónvarpsfrétt
Keppni sem eflir hugvit og ástríðu veitingamanna
Keppni í matreiðslu og kokteilagerð fór fram á veitingahúsinu Strikinu á Akureyri. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi keppni er haldin og er henni ætlað að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi.
11.01.2022 - 10:10
Michelinstjörnustaður í fámennu þorpi á Grænlandi
Fámennt þorp á vesturströnd Grænlands eignast sinn eigin Michelin-stjörnu veitingastað næsta sumar. Eigendur tveggja stjörnu veitingastaðarins Koks hafa ákveðið að hætta starfsemi í Færeyjum og flytja reksturinn til þorpsins Ilimanaq sunnan bæjarins Ilulissat.
05.01.2022 - 06:58
Sjónvarpsfrétt
Verði að styðja við veitingageirann tafarlaust
Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður, segir það sé ljóst að fjöldi fólks muni missa vinnuna, ef stjórnvöld grípi ekki til aðgerða til stuðnings við viðburðahaldara og veitingamenn. „Það sem vantar upp á núna eru konkret viðbrögð frá stjórnvöldum við þessu“ segir Ólafur.
Kastljós
Segir miðasölu á tónleika í frosti
Forsvarsmenn samtaka fyrirtækja á tónleika- og veitingamarkaði segja geirann búinn að vera í sárum í rúma tuttugu mánuði vegna faraldursins. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, og Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri bandalags íslenskra tónleikahaldara, segja reksturinn lamast af endurteknum boðum og bönnum og það verði að leita hófsamra og öruggra lausna.
Færeyingar herða reglur guls viðbúnaðarstigs
Grunnskólanemendur í Færeyjum fara snemma í jólafrí í ár, grímuskylda er tekin upp og dregið úr þeim fjölda sem koma má saman hverju sinni án bólusetningarvottorðs. Allt er þetta til að komast hjá að færa landið upp á rautt viðbúnaðarstig.
Veitingamenn ósáttir við stöðuna — „Viðbúin vonbrigði“
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði lýsa yfir vonbrigðum með að engin úrræði hafi verið kynnt sem mótvægisaðgerðir vegna sóttvarnatakmarkana sem nú eru í gildi og framlengdar voru í gær. Formaður samtakanna segir framlenging takmarkana hafa valdið viðbúnum vonbrigðum.
08.12.2021 - 15:47
Reglur hertar á gjörvöllu Grænlandi
Hertar reglur vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taka gildi á gjörvöllu Grænlandi í dag. Sambærilegar takmarkanir hafa verið í gildi á nokkrum stöðum, til að mynda í höfuðstaðnum Nuuk.
Noregur
Rannsaka bruna í veitingahúsi sem íkveikju
Lögreglan í Ósló höfuðborg Noregs rannsakar bruna í veitingahúsi í gamla miðbænum í nótt sem íkveikju. Engan sakaði en lögregla leitar nú mögulegs brennuvargs dyrum og dyngjum í nágrenninu.
07.11.2021 - 04:05
Skora á sóttvarnalækni að skýra strangar aðgerðir
Framtíðarsýn sóttvarnalæknis er eins og blaut tuska framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, segir í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Markaðurinn hafi verið nánast óstarfhæfur frá því í upphafi faraldursins og þurfi áfram að lúta ströngum sóttvarnaaðgerðum án þess færð séu fyrir því séu haldbær rök að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Samtökin skora á sóttvarnalækni að skýra þessar ströngu aðgerðir.
Myndskeið
Rúmlega 60 ára sögu lýkur í lok júlí
Þetta er partur af lífinu við þjóðveginn, segir einn fastagesta Litlu kaffistofunnar. Viðskiptin hafa minnkað mikið í faraldrinum og kaffistofunni verður að óbreyttu lokað í lok júlí. Þar með lýkur rúmlega 60 ára sögu veitingasölu á staðnum.
18.06.2021 - 19:25
Öllu skellt í lás við skemmtistaðagötu í Álaborg
Jomfru Ane Gade í Álaborg verður lokuð um hálfsmánaðar skeið svo draga megi úr útbreiðslu kórónuveirusmita í borginni. Sóttvarnarnefnd danska þingsins ákvað þetta í dag.
02.06.2021 - 13:03