Færslur: Veitingahús

Skora á sóttvarnalækni að skýra strangar aðgerðir
Framtíðarsýn sóttvarnalæknis er eins og blaut tuska framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, segir í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Markaðurinn hafi verið nánast óstarfhæfur frá því í upphafi faraldursins og þurfi áfram að lúta ströngum sóttvarnaaðgerðum án þess færð séu fyrir því séu haldbær rök að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Samtökin skora á sóttvarnalækni að skýra þessar ströngu aðgerðir.
Myndskeið
Rúmlega 60 ára sögu lýkur í lok júlí
Þetta er partur af lífinu við þjóðveginn, segir einn fastagesta Litlu kaffistofunnar. Viðskiptin hafa minnkað mikið í faraldrinum og kaffistofunni verður að óbreyttu lokað í lok júlí. Þar með lýkur rúmlega 60 ára sögu veitingasölu á staðnum.
18.06.2021 - 19:25
Öllu skellt í lás við skemmtistaðagötu í Álaborg
Jomfru Ane Gade í Álaborg verður lokuð um hálfsmánaðar skeið svo draga megi úr útbreiðslu kórónuveirusmita í borginni. Sóttvarnarnefnd danska þingsins ákvað þetta í dag.
02.06.2021 - 13:03
Tilslakanir breyta litlu fyrir veitingamenn
Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur segja að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að slaka á sóttvörnum hafi ekki mikil áhrif á rekstur þeirra. Þeir vona að hægt verði að taka stærri skref í tilslökunum á næstu vikum. 
Vertar ósáttir við tveggja metra regluna
Eigendur veitingastaða og kráa segja að rýmkaðar samkomutakmarkanir og lengri opnunartími hafi takmörkuð áhrif á rekstur minni staða á meðan tveggja metra reglan er enn í gildi. Þeir vilja að gengið verði lengra í tilslökunum.
23.02.2021 - 15:18
Morgunútvarpið
Segja veitingastaði geta gætt sóttvarna betur en búðir
Samtök fyrirtækja í veitingarekstri skora á stjórnvöld að bregðast við erfiðri stöðu veitingageirans tafarlaust áður en fleiri veitingastaðir gefast upp. Þau hvetja til meiri gagnsæis í sóttvarnaaðgerðum og að jafnræðis sé gætt. 
Stjórnvöld sýni veitingahúsum fullkomið skilningsleysi
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVF, lýsa yfir sárum vonbrigðum með það sem þau segja fullkomið skilningsleysi stjórnvalda á aðstæðum veitingastaða í yfirlýsingu í dag. Skilningsleysið raungerist enn og aftur í nýjum sóttvarnarreglum sem tóku gildi þann 13. janúar. segir í tilkynningunni.
13.01.2021 - 19:44
Færeysk veitinga- og öldurhús fá að hafa opið lengur
Veitingahúsum, börum og næturklúbbum í Færeyjum er ekki lengur gert að loka klukkan tíu að kvöldi. Tilskipun Helga Abrahamsen iðnaðar- og viðskiptaráðherra þess efnis sem tók gildi um miðjan desember rann út 4. janúar og ekki er útlit fyrir að nauðsyn sé að framlengja henni.
05.01.2021 - 01:42
Tuga milljarða samdráttur í veitingageiranum
Kortavelta í veitingageiranum var 22 milljörðum króna minni á tímabilinu mars til október á þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Þar munar mestu um 19 milljarða samdrátt í kortaveltu erlendra ferðamanna.
10.12.2020 - 06:42
Erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Nokkuð annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglu er að finna áttatíu og fjórar skráningar og alls gista ellefu manns fangageymslur.
Margir horfa til ríkisins vegna tekjutaps
Framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta segir að tekjugrunnur stærstu íþróttafélaga landsins hafi nánast horfið í faraldrinum. Hann segir lífsnauðsynlegt að ríkið komi til hjálpar.
22.10.2020 - 22:10
Lokun vínveitingastaða aflétt með skilyrðum
Öllum vínveitingastöðum verður gert að ábyrgjast að sæti séu fyrir alla gesti frá og með mánudeginum 28. september. Tímabundinni lokun verður aflétt með því skilyrði að gestir sitji kyrrir í sætum sínum líkt og tíðkast á veitinga- og kaffihúsum.
Hertar reglur en fjöldi smita nær óbreyttur í Danmörku
Ekki er útilokað að næturlífið í Danmörku þurfi að þola frekari takmarkanir ef ekki dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.
13.09.2020 - 17:14
Danskir veitingamenn lítt hrifnir af samkomutakmörkunum
Hertar samkomutakmarkanir taka gildi í Danmörku á morgun. Nú mega aðeins fimmtíu koma saman í stað hundrað áður.
Michelin-stað lokað tímabundið í Færeyjum vegna Covid19
Veitingastaðurinn Koks í Færeyjum verður lokaður næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að starfsmaður hefur greinst með Covid-19 og næstum allir starfsmenn aðrir þurfa að sæta sóttkví.
Einn af 47 þurfti að gera úrbætur
Einn af þeim 47 skemmti- og veitingastöðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með í gærkvöld var ekki með fullnægjandi ráðstafanir og eftirlit varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu.
Tjaldsvæði full og veitingastaðir uppbókaðir
Margir eru á faraldsfæti og vísa þurfti fólki frá tjaldsvæðum í dag vegna nýrra fjöldatakmarkana. Veitingahús á Akureyri eru mörg fullbókuð um helgina. Fólk er beðið um að sýna þolinmæði.
31.07.2020 - 19:24
Eigum að forðast eldfim umræðuefni við matarborðið
„Við eigum bara að matast þannig að það sullist ekkert niður,“ segir Albert Eiríksson. Þrátt fyrir servíettur hafi hér áður fyrr aðeins verið upp á punt, þjóna þær í dag margvíslegum tilgangi í samskiptum þjóna og veitingagesta, sem senda ýmis merki með notkun þeirra.
20.07.2020 - 11:52
Þórólfur: 500 manna hámark út sumarið
Hámarksfjöldi á samkomum út ágúst verður líklega ekki meiri en 500 manns. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna.
Segir íslenska gesti byrja kvöldið fyrr eftir COVID
Íslenskir viðskiptavinir vín- og smáréttabarsins Tíu sopa eru farnir að heimsækja staðinn fyrr á kvöldin en þeir gerðu áður en COVID-19 faraldurinn skall á. Bragi Skaftason, einn eigenda staðarins, segir það jákvætt merki og vonar að Íslendingar haldi áfram að fá sér í glas fyrr á kvöldin eftir að takmarkanir á opnunartíma vínveitingastaða verða afnumdar.
09.06.2020 - 07:00
Spegillinn
Hótel og veitingageirinn hvarf bara
Kristján Bragason, framkvæmdastjóri Evrópusamtaka verkalýðsfélaga starfsmanna í matvælaframleiðslu , landbúnaði og á hótelum og veitingahúsum, segir að áætla megi að af þeim 12 milljónum sem starfa í hótel- og veitingageiranum í Evrópu hafi 10 til 11 milljónir misst vinnuna vegna COVID-19. Atvinnugreinin sé hreinlega horfin og ekki verið hægt að koma henni aftur í gang nema með verulegum ríkisstyrkjum á næstu árum.
23.03.2020 - 17:00
„Í mestu óveðrum hafa verið fleiri kúnnar“
„Gærkvöldið var rólegasta kvöld í bænum sem ég man eftir frá 2004, síðan ég gerðist sjálfur eigandi,“ segir Arnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Lebowski bars, Kalda bars, Enska barsins, The Irishman Pub og Dönsku kráarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Samkomubann tók gildi í gær vegna COVID-19 veirunnar og ljóst er að það mun hafa mikil áhrif á rekstur veitingahúsa á meðan það varir.
Langar í aðra Michelin stjörnu
„Tilfinningin er mjög góð. Við erum ótrúlega ánægð og glöð með lífið og tilveruna,“ segir Gunnar Karl Gíslason, eigandi veitingastaðarins Dill sem í kvöld endurheimti Michelin stjörnuna sem staðurinn missti í fyrra.
17.02.2020 - 20:03
Veitingahús Bocuse missir þriðju stjörnuna
Tæplega tveimur árum eftir að franski veitingamaðurinn Paul Bocuse lést missir veitingastaður hans Auberge du Pont de Collonges þriðju Michelin-stjörnuna. Staðurinn var skreyttur þremur störnum í 55 ár, lengur en nokkur annar í heiminum.
17.01.2020 - 15:08
Fækkun ferðamanna dregur úr bjórsölu
Samdráttur er í sölu bjórs vegna fækkunar ferðamanna. Stærri ferðamannastaðir eru augljóslega að kaupa minna, segir Gunnar B. Sigurgeirsson aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar.
14.06.2019 - 11:41