Færslur: Vegir

Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál“
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál,“ segir Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Hann segir bættar samgöngur einnig mikilvægar fyrir ungt fólk svo það geti sætt sig við að setjast niður á stöðum úti á landi.
Ástand vega á höfuðborgarsvæðinu gott miðað við árstíma
Ástand þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu virðist nokkuð gott miðað við árstíma. Miklu minna er nú um holur og skemmdir vegna samspils frosta og þíðu enda hefur veðurfar ekki verið með þeim hætti.
22.02.2021 - 09:14
„Þetta er það versta sem ég hef séð í vetur“
Mikil hálka er nú á höfuðborgarsvæðinu og verið er að salta helstu aðalleiðir. Þröstur Víðisson, yfirverkstjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar biðlar til vegfarenda að fara með gát. „Þetta er stórhættulegt, sérstaklega vegna þess að þetta sést svo illa,“ segir Þröstur.
14.01.2021 - 06:25
Vetrarfærð víða og snjóflóðahætta á Vestfjörðum
Vetrarfærð er nú í flestum landshlutum og reikna má með erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í dag. Veðurstofa Íslands varar við mögulegri snjóflóðahættu á veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar og þar hefur óvissustig verið í gildi síðan klukkan hálf sjö í morgun. Siglufjarðarvegur og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og í Ljósavatnsskarði er óvissustig vegna snjóflóðahættu.
20.12.2020 - 08:07
Stíf og leiðinda norðanátt og ekkert hægt að ryðja
Afar slæm færð er nú víða á Austfjörðum. Vegurinn um  Fagradal hefur verið ófær síðan í gær. „ Hérna á svæðinu er stíf og leiðinda norðanátt og það hefur ekki verið hægt að ryðja,“ segir Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi. „En mér skilst að það eigi að lægja fljótlega eftir hádegi.“
04.12.2020 - 10:01
Bíða með snjómokstur vegna veðurs
Beðið er eftir því að veður gangi niður svo hægt verði að hefja snjómokstur á Norðausturlandi. Þetta segir Magnús Jóhannsson verkstjóri hjá Vegagerðinni í Fellabæ. Vetrarfærð er þar á vegum, þar er hvasst, éljagangur og skafrenningur. Ófært er á Hólasandi á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Hófaskarði og í Bakkafirði.
04.12.2020 - 08:06
Þjóðvegi 1 lokað við Öræfi
Vegagerðin hefur lokað Þjóðvegi 1 við Öræfi vegna hvassviðris. Áformað er að vegurinn verði opnaður fyrir umferð klukkan 12.
31.07.2020 - 11:29
Umferðartafir í uppsveitum Árnessýslu á morgun
Búast má við töfum á umferð í uppsveitum Árnessýslu á morgun á meðan hjólreiðakeppnin Kia Gullhringurinn fer fram. Vegagerðin varar við umferðartöfum á Laugarvatnsvegi, Biskupstungnavegi, Þingvallavegi og Lyngdalsheiði frá klukkan 18:00.
10.07.2020 - 16:07