Færslur: Vegir

Vegamál mikilvæg ferðaþjónustunni
Til að hægt sé að halda úti ferðamennsku um allt land, allan ársins hring þarf að taka vegakerfið til gagngerrar endurskoðunar að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.
09.03.2022 - 11:50
Vegurinn um Kjalarnes opinn fyrir umferð að nýju
Vegurinn um Kjalarnes hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju. Hann var meira og minna lokaður í dag og í nótt vegna fannfergis og ófærðar.
Ósamið um yfirtöku sveitarfélaga á rekstri skilavega
Nokkur sveitarfélög og Vegagerðin eiga enn ósamið um svokallaða skilavegi sem eru ákveðnir stofnvegir í þéttbýli. Árið 2007 var ákveðið með lagasetningu að sveitarfélög tækju við þeim vegum sem yrðu þá ekki lengur í umsjón Vegagerðarinnar heldur sveitarfélaganna.
Rýmingum aflétt að hluta í Skagafirði
Tekin hefur verið ákvörðun um afléttingu rýmingar á fimm af þeim húsum sem höfðu verið rýmd í Varmahlíð í Skagafirði vegna skriðuhættu.
30.06.2021 - 20:31
Eyjafjarðarbraut eystri lokað eftir að gat kom í veginn
Lögreglan á Akureyri hefur lokað Eyjafjarðarbraut eystri eftir að gat kom í veginn við brúnna yfir Þverá.
30.06.2021 - 20:14
Hafa áhyggjur af frekari skriðum
Svæði nærri þeim stað þar sem skriða féll í Varmahlíð í dag hefur verið girt af vegna hættu á frekari skriðuföllum. Sveitarfélagið Skagafjörður hafði í dag áætlað að framkvæmda jarðvegsskipti á veginum sem hrundi niður í aurskriðu um klukkan 16 í dag.
29.06.2021 - 19:19
Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð
Aurskriða féll úr vegbrún á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði á fjórða tímanum í dag. Talsvert tjón varð á húsunum en enginn slasaðist að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
29.06.2021 - 17:52
Meiri umferð nú en í fyrra og mest aukning á sunnudögum
Umferðin á Hringveginum, þjóðvegi 1, jókst í maí um 8,4% samanborið við sama tíma í fyrra. Hins vegar minnkaði umferð um veginn í maí 2020 svo nam tíu af hundraði sem kenna má áhrifum kórónuveirufaraldursins.
10.06.2021 - 18:13
Augu fólks að opnast fyrir uppbyggingu vega á hálendinu
Með því að byggja upp hálendisvegi gætu fleiri skoðað og notið hálendisins. Jafnframt kæmi það í veg fyrir utanvegaakstur, skemmdir á bílum og rykmengun. Stofnvegir á hálendinu eru fjórir; Kjalvegur, Sprengisandsleið, Fjallabaksleið nyrðri og Kaldidalur, samtals 480 kílómetrar.
Umferð á Suðurstrandarvegi jókst um 484% eftir gos
Umferð um Suðurstrandarveg jókst um 484% allt frá því hann var opnaður eftir að gosið hófst í Geldingadölum og til 15. apríl. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar en umferðartölur fyrri ára auðvelda áætlanir um hver venjubundin umferð hefði verið á þessum tíma.
Ekki gildir lengur einstefna um Suðurstrandarveg
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að aflétta reglum um einstefnuakstur eftir Suðurstrandarvegi til austurs frá Grindavík. Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerð á veginum upp með Festarfjalli.
Viðtal
Malbikun fjölfarinna leiða kæmi í veg fyrir vegblæðingu
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir að fjölfarnir vegir á borð við þjóðveg eitt norður í land ættu fremur að vera malbikaðir en lagðir bundnu slitlagi. 
17.03.2021 - 09:45
Öflugra vegakerfi drægi verulega úr flutningskostnaði
Með öflugra vegakerfi mætti draga úr verulega kostnaði og kolefnisfótspor mætti grynnka með hagkvæmari tækjum. Þetta er meðal þess semf fram kom í máli Inga Þórs Hermannssonar, forstöðumanns Samskipa innanlands á morgunfundi Vegagerðarinnar.  
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál“
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál,“ segir Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Hann segir bættar samgöngur einnig mikilvægar fyrir ungt fólk svo það geti sætt sig við að setjast niður á stöðum úti á landi.
Ástand vega á höfuðborgarsvæðinu gott miðað við árstíma
Ástand þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu virðist nokkuð gott miðað við árstíma. Miklu minna er nú um holur og skemmdir vegna samspils frosta og þíðu enda hefur veðurfar ekki verið með þeim hætti.
22.02.2021 - 09:14
„Þetta er það versta sem ég hef séð í vetur“
Mikil hálka er nú á höfuðborgarsvæðinu og verið er að salta helstu aðalleiðir. Þröstur Víðisson, yfirverkstjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar biðlar til vegfarenda að fara með gát. „Þetta er stórhættulegt, sérstaklega vegna þess að þetta sést svo illa,“ segir Þröstur.
14.01.2021 - 06:25
Vetrarfærð víða og snjóflóðahætta á Vestfjörðum
Vetrarfærð er nú í flestum landshlutum og reikna má með erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í dag. Veðurstofa Íslands varar við mögulegri snjóflóðahættu á veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar og þar hefur óvissustig verið í gildi síðan klukkan hálf sjö í morgun. Siglufjarðarvegur og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og í Ljósavatnsskarði er óvissustig vegna snjóflóðahættu.
20.12.2020 - 08:07
Stíf og leiðinda norðanátt og ekkert hægt að ryðja
Afar slæm færð er nú víða á Austfjörðum. Vegurinn um  Fagradal hefur verið ófær síðan í gær. „ Hérna á svæðinu er stíf og leiðinda norðanátt og það hefur ekki verið hægt að ryðja,“ segir Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi. „En mér skilst að það eigi að lægja fljótlega eftir hádegi.“
04.12.2020 - 10:01
Bíða með snjómokstur vegna veðurs
Beðið er eftir því að veður gangi niður svo hægt verði að hefja snjómokstur á Norðausturlandi. Þetta segir Magnús Jóhannsson verkstjóri hjá Vegagerðinni í Fellabæ. Vetrarfærð er þar á vegum, þar er hvasst, éljagangur og skafrenningur. Ófært er á Hólasandi á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Hófaskarði og í Bakkafirði.
04.12.2020 - 08:06
Þjóðvegi 1 lokað við Öræfi
Vegagerðin hefur lokað Þjóðvegi 1 við Öræfi vegna hvassviðris. Áformað er að vegurinn verði opnaður fyrir umferð klukkan 12.
31.07.2020 - 11:29
Umferðartafir í uppsveitum Árnessýslu á morgun
Búast má við töfum á umferð í uppsveitum Árnessýslu á morgun á meðan hjólreiðakeppnin Kia Gullhringurinn fer fram. Vegagerðin varar við umferðartöfum á Laugarvatnsvegi, Biskupstungnavegi, Þingvallavegi og Lyngdalsheiði frá klukkan 18:00.
10.07.2020 - 16:07