Færslur: Veggjalist

Blæs nýju lífi í Flatus
Vegglistaverkið Flatus Lifir sem prýtt hefur steinsteypuvegg við Esjurætur síðustu áratugi, fer í nýjan búning á næstu dögum. Edda Karólína Ævarsdóttir, vegglistakonan sem fer fyrir verkinu, segist ætla að halda í hefðina og hafa textann eins og var en hafa vegginn þó litríkari en áður.
03.09.2021 - 15:22
Akureyrarstofa vill varðveita vegglistaverk Margeirs
Stjórn Akureyrarstofu hefur lýst yfir áhuga á að varðveita verk eftir listamanninn Margeir Dire á húsvegg í Listagilinu á Akureyri. Safnstjóra Listasafnsins á Akureyri hefur verið falið að ræða við aðstandendur og vini Margeirs auk KEA, sem á húsvegginn, um hugsanlegt samstarf. Margeir, sem ólst upp á Akureyri, lést aðeins 34 ára fyrir tveimur árum.
06.04.2021 - 13:56
Myndskeið
Neitaði að mála yfir listaverk í strætóskýli
Rúmlega þrjátíu ára gamalt strætóskýli var flutt úr Vatnsmýrinni í portið við Prikið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Borgarstarfsmaður neitaði að mála yfir listaverk í skýlinu fyrir nokkrum árum, og bjargaði því þar með.
10.03.2021 - 19:34
Lifandi veggjalist í undirgöngum
Þær Berglaug Petra Garðarsdóttir og Andrea Rán Jóhannsdóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Alvia, standa á fimmtudag fyrir áhugaverðum listviðburði í undirgöngum í Kópavogi þar sem í boði verður bæði lifandi tónlist og veggjalist.
10.07.2019 - 14:42