Færslur: Vegagerðin

Verja þarf stólpa Lagarfljótsbrúar
Hin þrjú hundruð metra langa Lagarfljótsbrú liggur undir skemmdum og ráðast þarf í mikar viðgerðir eigi hún að þjóna hlutverki sínu á næstu árum. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar hefur undanfarið skoðað ástand stólpanna sem halda brúnni uppi.
03.06.2020 - 15:25
Myndskeið
Lagfæringar á sjóvörnum kosta um 300 milljónir
Það kostar allt að 300 milljónir að gera við sjóvarnargarða á Sauðárkróki sem skemmdust í óveðrinu í desember. Hækka þarf garðana töluvert til að þeir standist breytt veðurfar og sjólag.
Kirkjan ekki í Borgarfirðinum
Röng kirkjumynd hefur líklega ratað á Borgarnesskilti sem Vegagerðin setti upp á gatnamótum Götuás við minni Lundareykjardals í Borgarfirði. Skiltið er, auk upplýsinga, prýtt myndum af fallegum stöðum, meðal annars af Hjarðarholtskirkju.
26.05.2020 - 13:31
Umferð að færast í eðlilegt horf
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er tekin að líkjast því sem var áður en samkomubann var sett á þann þrettánda mars síðastliðinn. Ökumenn á svæðinu hafa án efa ekki farið varhluta af því.
18.05.2020 - 14:32
Kærur vegna vegar um Teigsskóg komu ekki á óvart
G. Pétur Matthíasson, upplýsingarfulltrúi Vegagerðarinnar, segir kærur vegna framkvæmdaleyfa Reykhólahrepps vegna áforma um að leggja veg um Teigsskóg ekki hafa komið á óvart. Ásakanir í þeim varðandi Vegagerðina séu ósannar.
07.05.2020 - 14:05
28% minni umferð á höfuðborgarsvæðinu
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 28 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Aldrei hefur mælst svo mikill samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.
06.05.2020 - 09:19
Vilja að Vegagerðin komi að brunavörnum í jarðgöngum
Fjallabyggð vill að Vegagerðin taki þátt í kostnaði við brunvarnir í jarðgöngum í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn kvartar yfir áhugaleysi Vegagerðarinnar og undirstrikar að ekkert sveitarfélag hafi jafn mörg jarðgöng innan sinna marka. 
30.04.2020 - 12:53
Vegagerðin lokar vegum á hálendinu
„Ferðamannastaðir á hálendinu eru sérstaklega viðkvæmir á þessum árstíma. Því er mjög mikilvægt að þau svæði fái frið fyrir allri umferð á meðan frost er að fara úr jörðu, jarðvegur að þorna og gróður að vakna til lífsins,“ segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar, en Vegagerðin er byrjuð að loka vegum á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir og til þess að vernda náttúruna. Akstur inn á lokað svæði er óheimill og varðar sektum, að því fram kemur í fréttinni.
27.04.2020 - 22:56
Allt að fimmtán stiga hiti í dag og vorveður framundan
Í dag verður áframhaldandi suðaustan strekkingur og væta er ráðandi sunnan- og vestanlands, en annars hægari vindur og bjartviðri. Hlýtt er á landinu og hiti gæti náð allt að 15 stigum í dag, en hlýjast verður norðaustanlands.
21.04.2020 - 06:52
Gæslan skipti um vindhraðamæli við Hornbjargsvita
Landhelgisgæslan sinnti nokkuð óvenjulegu verkefni á dögunum þegar Vegagerðin óskaði eftir aðstoð vegna þess að vindhraðamælir bilaði við Hornbjargsvita á Vestfjörðum þegar ísing féll á hann.
16.04.2020 - 18:42
Segir mokstur ekki hafa verið erfiðari í aldarfjórðung
Vegurinn norður í Árneshrepp var opnaður í gær en ófært hafði verið síðan fyrir páska. Hann og fleiri vegir sem falla undir G-regluna svokölluðu lokast í þrjá mánuði á ári á meðan mokstur liggur niðri. Aðrir vegir sem falla undir regluna eru enn lokaðir.
16.04.2020 - 13:24
Myndskeið
500 til 1000 milljónir vantar í viðhald vega
Víða eru holur í vegum á Suðurlandi eftir veturinn. Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir að þó að bætt hafi verið í fjárveitingu dugi það ekki til. Hálfan til einn milljarð króna þurfi til viðbótar.
15.04.2020 - 18:42
Malbikað fyrir tæpan milljarð í borginni í sumar
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við malbikun í Reykjavík í sumar nemi um 991 milljónum króna í sumar. Áætlað er að malbika rúma 20 kílómetra, auk viðgerða.
03.04.2020 - 19:58
Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu
Ákveðið hefur verið að loka veginum um Súðavíkurhlíð frá og með þessari stundu vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.
01.04.2020 - 22:40
Hellisheiði hefur verið opnuð
Vetrarfærð er í flestum landshlutum. Hellisheiði var lokað fyrr í dag. Umferð var beint um Þrengsli, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Óvissustig er þó á Þrengslavegi frá 13:00 til 17:00 og gæti þurft að loka honum án fyrirvara. Óvissustig er á Mosfellsheiði á milli klukkan 13 og 17 og gæti veginum mögulega verið lokað fyrirvaralaust.
22.03.2020 - 14:19
10% minni umferð á höfuðborgarsvæðinu vegna COVID-19
Hratt hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu eftir að COVID-19 faraldurinn fór að breiðast út. Umferð dróst þar saman um 10,1 prósent fyrstu þrjár vikurnar í mars, sé miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að þessi samdráttur sé fáséður á höfuðborgarsvæðinu.
21.03.2020 - 21:32
Vetrarfærð í flestum landshlutum
Gular viðvaranir eru í gildi um landið allt í dag. Það er sunnan hvassviðri eða stormur, talsverð úrkoma sunnan- og vestan til og líkur á að færð spillist, sér í lagi á fjallvegum. Allt innanlandsflug til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið fellt niður í dag.
20.03.2020 - 13:53
Heimilt að semja við einkaaðila og innheimta veggjöld
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, sem heimilar Vegagerðinni að gera samning við einkaaðila um samvinnuverkefni um ákveðnar samgönguframkvæmdir. Tilgangurinn er meðal annars að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda. Heimilt verður að fjármagna verkefnin með veggjöldum. Áætlað er að verkefnin skapi allt að 4.000 ársverk.
18.03.2020 - 20:03
Myndskeið
Hátt í 40 bílar í biðröð fyrir vestan
Á fjórða tug bíla eru í röð í Skötufirði og hafa verið þar stopp síðan á þriðja tímanum í dag. Hátt í 30 fólksbílar og átta flutningabílar.
18.03.2020 - 17:28
Enn óvissustig og mokstur gengur hægt
Enn er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Óvissustigi hefur verið aflétt á suðurfjörðunum. Hættustig er enn á Flateyri en búið að aflétta rýmingu að hluta. Byrjað er að ryðja vegi fyrir vestan en það gengur hægt vegna snjóþyngsla.
18.03.2020 - 12:31
Ófært og hús rýmd vegna snjóflóðahættu fyrir vestan
Veðurspá er mjög slæm á Vestfjörðum en þar er appelsínugul viðvörun og óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Búið er að rýma tvö hús á Patreksfirði. Rúta keyrði inn í snjóflóð á Fagradal fyrir austan. Hún var að flytja starfsfólk Alcoa til vinnu á Reyðarfirði.
16.03.2020 - 12:23
Rúta keyrði inn í snjóflóð á Fagradal
Rúta keyrði inn í snjóflóð á Fagradal fyrir austan á áttunda tímanum í morgun. Í henni var starfsfólk Alcoa á leið frá Egilsstöðum til vinnu í álverinu á Reyðarfirði. Vegurinn var opinn í morgun en er nú lokaður vegna snjóflóðsins.
16.03.2020 - 10:16
Vetrarfærð í öllum landshlutum
Vetrarfærð er í öllum landshlutum. Gul veðurviðvörun vegna snjókomu er í gildi á austur- og suðausturhluta landsins til klukkan sex.
13.03.2020 - 16:33
Óvissustigi aflýst á Hellisheiði og í Þrengslum
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og þungfært eða þæfingsfærð er á nokkrum leiðum í uppsveitum Suðurlands, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Fyrr í dag var útlit fyrir að það þyrfti að loka Hellisheiði og Þrengslum í kvöld en óvissustigi þar var aflétt um klukkan 21:00.
12.03.2020 - 22:07
Gæti þurft að loka Hellisheiði og Þrengslum
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og nokkrir vegir eru þungfærir eða með þæfingsfærð. Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Suðurlandi. Þar snjóar talsvert og búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 
12.03.2020 - 19:11