Færslur: vegaframkvæmdir

Umferðin um göngin að komast að hættumörkum
Stutt er í að umferð í Hvalfjarðagöngum fari yfir leyfileg mörk. Ekki er ljóst hvernig brugðist verður við. Gjaldtöku í göngunum verður hætt á næst ári og þau afhent ríkinu. Formaður Spalar segir að ef ekkert verði aðgert þurfi að takmarka umferð um göngin.
08.03.2017 - 15:45
Loka þjóðveginum um Berufjörð í mótmælaskyni
Íbúar í Berufirði eru mjög óhressir með ákvörðun Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um að fresta því að malbika nokkurra kílómetra kafla á þjóðvegi 1 um botn Berufjarðar. Þeir hafa boðað til mótmæla og segjast ætla að loka veginum þar til stjórnvöld skipti um skoðun.
  •