Færslur: vegaframkvæmdir

Hafna Þ-H leið um Teigskóg
Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, og Karl Kristjánsson, sem situr í sveitarstjórn, mynduðu meirihluta í skipulagsnefnd hreppsins og höfnuðu Þ-H leið Vestfjarðavegar sem felur í sér lagningu vegs um Teigsskógs. Þeir leggja R leiðina til, þar sem vegur er lagður um Reykhóla og þverar Þorskafjörð. Greidd verða atkvæði um skipulagsbreytingar sem gera ráð fyrir Þ-H leið á sveitarstjórnarfundi á þriðjudag.
Myndskeið
Ólýsanlegt að fá malbik til Borgarfjarðar
Það er ólýsanlegt að fá malbikaðan veg á Borgarfjörð eystra, segja heimamenn. Sem hafa barist fyrir bættum vegsamgöngum í áratugi. Ferðatíminn styttist og ferðamenn séu öryggari.
30.09.2019 - 21:03
Viðtal
Álögur eiga ekki að þurfa að breytast
Álögur eiga ekki að þurfa að breytast þótt leiðir til fjármögnunar nýs samgöngukerfis breytist, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Málið snúist einnig um forgangsröðun í ríkisfjármálum.
27.09.2019 - 09:22
Myndskeið
Vinna við Dettifossveg í kappi við tímann
Verktakar við Dettifossveg vinna nú í kappi við tímann því stefnt er að því að vegurinn verði uppbyggður og fær öllum bílum fyrir veturinn. Tilkoma nýs vegar tengir Öxarfjörð við Mývatnssveit og hefur mikil áhrif á samfélagið.
02.09.2019 - 21:18
Umferðarljós á Sæbraut endurnýjuð á morgun
Á morgun verða umferðarljós á gatnamótum Sæbrautar og Snorrabrautar endurnýjuð. Vinna við ljósin hefst eftir klukkan níu. Á meðan á vinnu stendur er vinstri beygja af Sæbraut inn Snorrabraut bönnuð. Umferð verður beint um hjáleiðir um Borgartún, Katrínartún og Skúlagötu.
Langþráð vegagerð hafin á Langanesströnd
Hafnar eru framkvæmdir við nýjan veg á Langanesströnd milli Bakkafjarðar og Þórshafnar. Vegurinn er hluti af aðgerðum til að styrkja byggð á þessu landsvæði og sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að áratuga barátta fyrir bættum samgöngum sé loks að skila sér.
22.08.2019 - 12:30
Framkvæmdir á Reykjanesbraut á morgun
Ef veður leyfir er stefnt að malbikun á Reykjanesbraut frá Stekkjabakka að Mjódd á morgun, þann 4. júlí. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:30 til kl. 14:00.
03.07.2019 - 22:18
Útvarpsfrétt
Bæði kvartað yfir ástandi gatna og framkvæmdum
Lögregla fær jafnan nokkuð af kvörtunum á vorin vegna slæms ástands gatna. Þegar lagfæringar hefjast þá berst annað eins af kvörtunum, þá vegna umferðartafa sem verða vegna framkvæmdanna, að sögn Árna Friðleifssonar, varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rætt var við hann í hádegisfréttum.
Hverfisgata lokuð að hluta í sumar
Í sumar verða framkvæmdir á Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Lagnir verða endurnýjaðar í Ingólfsstræti milli Hverfisgötu og Laugavegs. Því verður hluti Hverfisgötu lokaður milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs í sumar.
10.05.2019 - 10:28
Nýtt slitlag á Suðurlandsvegi ónýtt
Hluti slitlags sem lagt var á Suðurlandsveg um síðustu helgi er ónýtt þar sem mistök voru gerð við blöndun efna. Skemmdirnar eru á tveimur stöðum; annars vegar rétt austan við Vík á tveggja og hálfs kílómetra kafla og hins vegar vestan við Hellu við Landvegamót. Þar er slitlag á eins og hálfs kílómetra löngum kafla ónýtt.
21.08.2018 - 15:39
Framkvæmdir fyrir 150 milljarða til skoðunar
Til skoðunar er innan samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis að stofna eitt eða eða fleiri félög utan um stórar framkvæmdir í samgöngumálum. Vegatollar og önnur gjöld yrðu innheimt af þeim sem nota mannvirkin en óljóst er á þessu stigi hvort að þau gjöld standi alfarið undir kostnaði eða hvort ríki leggi einnig eitthvað til. Hugmyndin er að fara í framkvæmdir fyrir 100 til 150 milljarða með þessum hætti á næstu fimm árum.
01.05.2018 - 06:00
4 milljarðar til viðbótar í vegaframkvæmdir
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjórum milljörðum króna til vegaframkvæmda á árinu. Fjármunirnir koma úr almennum varasjóði sem fjármála- og efnahagsráðherra fer með, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
28.04.2018 - 15:53
Skoðar að flýta vegaframkvæmdum með gjaldtöku
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir koma til greina að flýta mikilvægum framkvæmdum til að tryggja umferðaröryggi. Mönnum hafi orðið það ljóst eftir veturinn að vegakerfið sé ónýtt og illa statt.
08.04.2018 - 12:41
Brýnast að aðskilja akreinar á 6 km kafla
Bæjaryfirvöld í Grindavík fagna þeirri tillögu fjárlaganefndar Alþingis um að 200 milljónum króna verði varið til lagfæringa á Grindavíkurvegi á næsta ári. Tvö banaslys hafa orðið á veginum á þessu ári. Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir að brýnast sé að aðskilja akstursstefnu á vegarkaflanum frá Seltjörn að Bláa lóninu.
23.12.2017 - 12:48
Umferðin um göngin að komast að hættumörkum
Stutt er í að umferð í Hvalfjarðagöngum fari yfir leyfileg mörk. Ekki er ljóst hvernig brugðist verður við. Gjaldtöku í göngunum verður hætt á næst ári og þau afhent ríkinu. Formaður Spalar segir að ef ekkert verði aðgert þurfi að takmarka umferð um göngin.
08.03.2017 - 15:45
Loka þjóðveginum um Berufjörð í mótmælaskyni
Íbúar í Berufirði eru mjög óhressir með ákvörðun Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um að fresta því að malbika nokkurra kílómetra kafla á þjóðvegi 1 um botn Berufjarðar. Þeir hafa boðað til mótmæla og segjast ætla að loka veginum þar til stjórnvöld skipti um skoðun.
  •