Færslur: vegabréf

Ferðaskilríki í kortaformi væntanleg
Ferðaskilríki í kortaformi verða tekin upp hér á landi á næstunni nái breytingar á lögum um nafnskírteini fram að ganga. Með lögunum yrðu nafnskírteini uppfærð í samræmi við kröfur Evrópusambandsins og gætu þar með nýst í stað vegabréfs á ferðalögum innan Evrópska efnahagssvæðisins og raunar víðar.
Sameinast gegn því að leggja af vegabréfsáritanir Rússa
Þjóðverjar og Frakkar hafa sameinast í andstöðu við algert bann við vegabréfsáritunum fyrir rússneska ríkisborgara til ríkja Evrópusambandsins. Þeir telja að heldur ætti að finna skynsamlega leið til að ákveða hverjir fá áritun, segir í sameiginlegu bréfi til fulltrúa annarra ríkja sambandsins.
Ræða kröfu Úkraínumanna um algert ferðabann á Rússa
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræða í vikunni mögulegt bann við komu rússneskra ferðamanna þangað. Málið verður rætt að beiðni Úkraínumanna á tveggja daga fundi sem hefst á þriðjudag í Prag, höfuðborg Tékklands.
Úkraínumönnum heimiluð ótakmörkuð dvöl í Rússlandi
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun sem heimilar fólki með úkraínsk vegabréf sem til Rússlands kom eftir að innrásin hófst að búa þar og starfa án tímatakmarkana.
Spila úkraínska þjóðsönginn á vinsælum ferðamannastað
Yfirvöld finnsku borgarinnar Imatra hafa mótmælt innrás Rússa með sérstökum hætti frá því í lok júlí. Það er gert með aðstoð náttúruaflanna og tónlistar. Til stendur að draga úr útgáfu vegabréfsáritana fyrir rússneska ferðamenn.
14.08.2022 - 07:32
Eistar banna fjölda Rússa að koma inn í landið
Eistnesk stjórnvöld ákváðu í gær að banna fjölda rússneskra ríkisborgara með Schengen-vegabréfaáritun að koma til landsins. Nokkrar undantekningar verða þó frá þeirri reglu sem tekur gildi í næstu viku.
12.08.2022 - 06:20
Þrír Færeyingar á bannlista Rússa
Þrír Færeyingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og hefur þar með verið bannað að koma til Rússlands. Fréttir bárust af því á dögunum að níu Íslendingar væru í sömu stöðu.
Kynhlutlaus skráning í bandarískum vegabréfum
Útgáfa vegabréfa með kynhlutlausri skráningu hófst í Bandaríkjunum í gær. Vegabréfin eru ætluð kynsegin Bandaríkjamönnum, þeim sem hvorki flokka sig sem karl né konu.
12.04.2022 - 06:00
Svikahrappinum Önnu Sorokin vísað frá Bandaríkjunum
Bandarisk stjórnvöld hafa vísað Önnu Sorokin sem einnig er þekkt sem Anna Delvey úr landi til síns heima í Þýskalandi.
15.03.2022 - 06:15
Niðurstöðu að vænta í máli Djokovic
Málflutningi er nú lokið í máli serbneska tennisleikarans Novaks Djokovic sem verst því að verða vísað frá Ástralíu. Lögmenn hans sögðu kröfu stjórnvalda um brottrekstur hans svo skömmu fyrir upphaf Opna ástralska meistaramótsins ósanngjarna og órökrétta.
Danir taka upp hraðpróf að nýju
Danska ríkisstjórnin ákvað í gær að taka upp hraðpróf að nýju og efla möguleika á PCR-prófum eftir að kórónuveirusmitum tók að fjölga aftur í landinu. Smitsjúkdómafræðingur telur ekki það ekki nægja til að stemma stigu við útbreiðslunni.
30.10.2021 - 05:35
Samkomulag við Breta eykur líkur námsmanna á styrkjum
Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Íslenskir háskólanemar í Bretlandi segja stöðu sína þunga vegna hárra skólagjalda.
Uggur vegna framkomu við erlenda fréttamenn í Kína
Bandarísk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum vegna árása og hótana í garð erlendra fréttamanna sem fylgst hafa með miklum og mannskæðum flóðum í Kína. Fréttaveitur og samtök fréttamanna eru sama sinnis.
30.07.2021 - 04:48
Komast ekki út í nám án viðtalstíma hjá sendiráðinu
Íslensk ungmenni á leið í nám til Bandaríkjanna á íþróttastyrk hafa átt í vandræðum með að komast að hjá bandaríska sendiráðinu til þess að fá vegabréfsáritun en án hennar komast nemarnir ekki til Bandaríkjanna. Er þetta vegna mikilla anna hjá sendiráðinu í sumar. Ungmennin fengu þær skýringar að engir lausir tímar í viðtal væru í júlí og ágúst.
17.07.2021 - 17:01
Pakistönsk tengdafjölskylda fær ekki vegabréfsáritun
Umsókn pakistanskrar tengdafjölskyldu íslenskrar konu um vegabréfsáritun til Schengen og þar með til Íslands var hafnað í dag. Ástæðan sem gefin er, er að álitið sé að mikil hætta er talin á að fólkið gerðist ólöglegir innflytjendur og ákvæði að snúa ekki til heimalandsins.
59% færri vegabréf gefin út
Þjóðskrá Íslands gaf út mun færri íslensk vegabréf í júlí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Gefin voru út 2.947 vegabréf í júlí í fyrra en aðeins 1.218 í júlí í ár. Fækkunin er 59 prósent.
31.08.2020 - 21:28
Seldu glæpamönnum kýpverskan ríkisborgararétt
Kýpversk stjórnvöld hafa selt spilltum stjórnmálamönnum og dæmdum glæpamönnum kýpverskan ríkisborgararétt á síðustu árum. Samkvæmt reglum eiga aðeins fjárfestar með hreint sakarvottorð að geta keypt sér ríkisborgararétt. Annað hefur komið í ljós eftir að gögnum var lekið frá stjórnvöldum. Þau reyna að vinda ofan af hneykslinu, sem virðist vera víðtækt.
23.08.2020 - 13:27
Landslagsmyndir, heiðlóur og regnbogapappír
Heiðlóan, landslagsmyndir og regnbogapappír er meðal þess sem einkennir nýju íslensku vegabréfin sem tekin voru í notkun í byrjun febrúar. Útvarpsþátturinn Víðsjá fór í vettvangsferð í Þjóðskrá til að skoða nýju vegabréfin.
17.02.2019 - 10:05
Framlengd vegabréf falla úr gildi
Innanríkisráðuneyti og Þjóðskrá hafa gefið út tilkynningar með skömmum fyrirvara þar sem því er lýst yfir að framlengd vegabréf íslenskra ríkisborgara falli úr gildi þann 24. nóvember næstkomandi. Áætlað er að um 3000 manns séu með slík vegabréf en að sögn Þjóðskrár Íslands er óljóst hve stór hluti þeirra sé á ferðalögum erlendis. Bréf verða send út í dag á lögheimili einstaklinganna til að kynna þeim að undanþága til framlengingar sem Íslendingar hafa lengi nýtt sér sé fallin úr gildi.
19.11.2015 - 15:50

Mest lesið