Færslur: Veðurviðvörun

Innlyksa ferðamenn fengu inni á Borg í Grímsnesi
Beiðnum um aðstoð vegna veðurofsans rigndi yfir björgunarsveitir á Suðurlandi í nótt.  Enn er hvasst á svæðinu en Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að björgunarstörf hafi almennt gengið vel.
11.12.2019 - 09:17
Hátt í 600 beiðnir um aðstoð
Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa borist hátt í 600 beiðnir um aðstoð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að beiðnir séu enn að berast. Þá hafa aðgerðastöðvar verið virkjaðar á Austurlandi en þar verður hríðarveður áfram langt fram eftir degi.
11.12.2019 - 08:17
Lögreglan biður fólk um að halda sig innandyra
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi biður fólk að halda sig innandyra og vera ekki á ferðinni nema mjög brýna nauðsyn beri til. Búið er að loka fyrir alla umferð um Eiðið í Eyjum og allar leiðir á Suðurlandi austur að Þjórsá eru ófærar.
10.12.2019 - 19:14
Sjávarstaða há við Sæbraut
Spáð er norðan stormi eða roki á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Hvassast verður vestan til í Reykjavík, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ. Búast má við vindi um 20-28 m/s.
10.12.2019 - 16:57
Langbylgjan mikilvægt öryggistæki
Dagskrá Ríkisútvarpsins er send út á langbylgjunni og er hægt að hlusta á fréttatíma og áríðandi tilkynningar vegna óveðursins þar. Bilun er í útsendingum útvarps og sjónvarps í Bolungarvík frá Óshólavita þessa stundina vegna bilunar í búnaði, og talsverðar rafmagnstruflanir hafa verið um landið norðanvert. Hægt er að hlusta á útsendingar á netinu, í appi Rúv og í snjallhátölurum. 
10.12.2019 - 16:56
Mjög lítil umferð í borginni
Sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið að óskum eftir að óveðrið brast á. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Útköll hafa verið færri en venjan er, og mjög lítil umferð á götum borgarinnar.
10.12.2019 - 16:15
Norðanverðir Vestfirðir á varaafli
Norðanverðir Vestfirðir fá rafmagn úr varaflsvélum á meðan óveðrinu stendur. Elías Jónatansson, orkubússtjóri, segir að Landsnet hafi tekið þá ákvörðun í samráði við Orkubú Vestfjarða að keyra dísilvélar á Bolungarvík af stað í morgun, áður en rafmagni slægi út.
Myndskeið
Haglið eins og byssukúlur í Fnjóskadal
Það er örlítið flökt á rafmagni í Fnjóskadal og það gæti þurft að koma rafstöð af stað til þess að knýja mjaltabúnað í fjósinu í Dæli í Fnjóskadal, ef rafmagnið fer alveg af.
10.12.2019 - 15:20
Kaffihúsi á Dalvík lokað vegna veðurs í fyrsta sinn
„Það bætir mikið í vind og það er mjög hvasst úti,“ segir Kristín Aðalheiður Símonardóttir á Dalvík í samtali í útvarpsfréttum. „En það blautur snjór svo þetta skilur ekki mikið eftir sig, því miður. Við viljum endilega fara að fá góðan skíðasnjó.“
10.12.2019 - 14:40
Útköllum björgunarsveita að fjölga á Norðurlandi
Álag á björgunarsveitir á Norðurlandi er að aukast og verkefnum að fjölga. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Mest sé að gera á Tröllaskaga og í og við Skagafjörð. Davíð segir augljóst að veðrið á svæðinu sé að versna.
10.12.2019 - 14:19
Fylgst með snjóflóðahættu í byggð
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Norðurlandi og á utanverðum Tröllaskaga er sögð mikil hætta á snjóflóðum. Fylgst er með snjóflóðahættu í byggð en þar sem hættan er mest ofan byggðar hafa verið reistir snjóflóðavarnargarðar, eins og til dæmis á Siglufirði.
10.12.2019 - 14:19
Þakplötur fjúka á Ólafsfirði
Verulega er farið að hvessa á Ólafsfirði og þar hefur björgunarsveitin Tindur verið kölluð út til að hemja þakplötur sem farnar eru að fjúka. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni fuku plötur af húsi á vinnusvæði í bænum. Þar er „drasl út um allt“ og björgunarsveitarmenn að reyna að koma í veg fyrir frekara tjón.
10.12.2019 - 12:52
Réttnefni að kalla þetta kolvitlaust veður
„Veðurspár síðustu daga virðast vera að ganga eftir núna enn sem komið er,” sagði Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur í hádegisfréttum RÚV.
10.12.2019 - 12:45
Rafmagnslaust á Húsavík í „skítaveðri“
Rafmagn sló út á Húsavík á tólfta tímanum í dag. Kristján Þór Magnússon, sveitastjóri í Norðurþingi, segir að varaflstöðvar séu í gangi í ráðhúsinu og á sjúkrahúsinu. „Við áttum ekki von á því að rafmagnið myndi fara enda nýtur bærinn góðs af bæði Þeistareykjum og Laxárvirkjun. „Þetta var talið ólíklegt miðað við hvað við eigum að búa við betra öryggi.“
10.12.2019 - 12:36
Hætta á mesta óveðri á Beaufort-kvarðanum
Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru búnir að fara í eitt útkall í morgun. Bíll fauk út af veginum nærri flugvellinum þar. Engum varð meint af og bíllinn skemmdist ekki. Björgunarsveitarmennirnir eru komnir í hús og undirbúa verkefni næstu daga.
10.12.2019 - 10:10
BEINT
Öll nýjustu tíðindi af óveðrinu
Mikið eignatjón hefur orðið vegna óveðursins sem gengur yfir landið. Rauðar viðvaranir hafa verið felldar úr gildi og nú eru appelsínugular viðvaranir og gular viðvaranir í gildi.
10.12.2019 - 08:45
Samfélagið fer á hliðina í rauðri viðvörun
Hæsta veðurviðvörunarstigi – rauðu – hefur verið lýst yfir fyrir Norðurland vestra og Strandir á morgun. Það þýðir að áhrif á samfélagið verða mjög mikil, segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur.
09.12.2019 - 18:10
Björgunarsveit í Vík í viðbragðsstöðu
Vindhviður á Suðurlandi eru farnar að slá í fjörutíu metra á sekúndu og þar er gul veðurviðvörun í gildi til miðnættis. Slíkum hviðum er spáð undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall. Í Vík byrjaði að hvessa all verulega upp úr klukkan 15:00, að sögn Orra Örvarssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. Björgunarsveitin er í viðbragðisstöðu vegna veðursins.
15.10.2019 - 16:00
  •