Færslur: Veðurviðvörun

Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum til miðnættis
Appelsínugul viðvörun verður í gildi vegna mikillar úrkomu á Vestfjörðum til miðnættis í kvöld. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum, og samkvæmt Veðurstofunni mælist rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði yfir 200 ára flóðþröskuldi.
17.07.2020 - 06:57
Gul viðvörun á Vestfjörðum í dag
Gul veðurviðvörun er í gildi á miðhálendinu til klukkan 09:00 í dag. Á sunnan- og vestanverðu hálendinu er spáð hvassri suðaustanátt 13-18 m/s. Samkvæmt Veðurstofu Íslands gæti vindstyrkur náð allt að 25 m/s í hviðum, en slíkt er varasamt fyrir göngufólk og þá sem hafast við í tjöldum.
16.07.2020 - 07:20
Gul viðvörun á SA-landi frá miðnætti
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna snarpra vindhviða austan Öræfa frá miðnætti í kvöld og fram að hádegi á morgun, mánudaginn 6. júlí.
Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins
Það verður vaxandi norðaustanátt í dag, 15-25 m/s eftir hádegi og hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Gular vindviðvaranir eru í gildi fyrir sunnan- og vestanvert landið í dag og á morgun. Þetta kemur fram í textaspá frá Veðurstofu Íslands.
04.04.2020 - 07:59
Mokstri hætt þar til veðrið lagast
Vetur konungur minnir á sig enn á ný. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum um land allt frá því í gærkvöldi. Öxnadalsheiði er lokuð og mokstri á Norður- og norðaustanverðu landinu hefur verið hætt þar til veðrið lagast.
11.03.2020 - 12:22
Myndskeið
Veðurviðvaranir hafa gefist vel en auka álag
„Það er búið að vera alveg gríðarlega mikið álag á veðurvaktina síðan í desember,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofu Íslands. Álagið á vakt veðurfræðinga á Veðurstofu Íslands hefur aukist mjög mikið eftir að viðvörunarkerfið var tekið upp árið 2017.
29.01.2020 - 21:03
Nafn drengsins sem féll í Núpá
Pilturinn sem leitað er að í og við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði heitir Leif Magnús Grétarsson Thisland. Hann er 16 ára gamall, búsettur í Vestmannaeyjum og fæddur í Noregi árið 2003. Leifs hefur verið leitað frá því á miðvikudagskvöld. Hann var að aðstoða bónda í dalnum við að koma rafmagni aftur á í óveðrinu þegar krapaflóð hreif hann með sér.
13.12.2019 - 11:55
Ekki kafað í Núpá vegna hættu á krapaflóði
Leit að pilti sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði á miðvikudagskvöld verður haldið áfram af fullum krafti í dag með úthvíldum leitarmönnum. Um 200 leitarmenn og á þriðja tug tækja verða við leit, að því er fram kemur á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
13.12.2019 - 10:47
„Það er ekkert kósí og jólalegt við þetta óveður“
Óveðrið síðustu daga hefur haft víðtæk áhrif á Norðurlandi vestra og tjón þar er mikið. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, segir fólk ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðurofsans á líf fólks á svæðinu. Kósí myndir á samfélagsmiðlum gefi skakka mynd. Hún tók því saman Facebook stöðufærslur vina á svæðinu þar sem aðstæðum í rafmagnsleysi og veðurofsa er lýst. 
13.12.2019 - 10:32
Norskir fjölmiðlar fjalla um leitina í Núpá
Norskir fjölmiðlar hafa fjallað um leitina í Núpá. Í fjölmiðlum þar ytra er pilturinn sagður hálfnorskur. Þar kemur einnig fram að norska utanríkisráðuneytið hafi verið í sambandi við íslensk yfirvöld vegna leitarinnar.
13.12.2019 - 08:44
Myndskeið
Áhersla lögð á næsta umhverfi við slysstað
Björgunarsveitir leggja áherslu á að leita ungs pilts sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði í gærkvöld í næsta umhverfi við slysstað. Aftakaveður er á svæðinu.
12.12.2019 - 15:54
Viðtal
Grunnkerfið á ekki bara að þjóna stóriðju
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir mikla vinnu fram undan næstu daga við að koma rafmagni aftur á. Nauðsynlegt sé að styrkja flutningskerfið sem eigi að halda í öllum veðrum. Barist hafi verið fyrir því að leggja rafmagn í jörðu, fyrir daufum eyrum sumra landeigenda.
12.12.2019 - 12:30
Var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni
Unglingspiltur féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði í gærkvöld þegar hann var aðstoða bónda við að koma á rafmagni. Hann er enn ófundinn. Krapabylgja hreif piltinn með sér en bóndinn náði að koma sér undan bylgjunni.
12.12.2019 - 08:03
Maltflaska á flakki um Vestmannaeyjar
Maltflaska sem löngum hefur prýtt Umboðs- og heildverslun Karls Kristmannssonar í Vestmannaeyjum fór á flakk í óveðrinu í gær.
11.12.2019 - 16:38
Sauðfé bjargað úr fönn í Grímsnesi
24 ám sem hafði fennt í kaf var bjargað við Þóroddsstaði í Grímsnesi í dag. Jóhannes Þórólfur Guðmundsson, formaður í Hjálparsveitinni Tintron, segir að fimm björgunarsveitarmenn frá Tintron hafi sinnt beiðni bænda á Þóroddsstöðum um aðstoð. Þegar þá bar að höfðu bændurnir náð flestum ánum úr skaflinum en enn voru nokkrar ófundnar. Allar ærnar nema ein lifðu hremmingarnar af.
11.12.2019 - 15:59
Þrjú snjóflóð fallið það sem af er degi
Mikil snjókoma á norðanverðu landinu hefur fylgt vonskuveðrinu sem nú gengur yfir. Snjóflóðahætta er töluverð.  Þrjú snjóflóð hafa þegar fallið það sem af er degi, tvö í Súðavíkurhlíð og eitt í Langdal. Líklegt er að fleiri eigi eftir að finnast þegar vegir opna á ný og veðri slotar. Ófært er á svæðunum og því er ekki talin hætta á að nokkur hafi lent í flóðunum.
11.12.2019 - 15:23
Snjóflóð féll í Langadal
Snjóflóð féll á veginn í Langadal í Húnavatnssýslu norðan við brúna yfir Svartá. Flóðið er um fimmtíu metrar að breidd og tveggja metra djúpt. Ófært er í Langadal og allur snjómokstur í biðstöðu að sögn Vegagerðarinnar á Sauðárkróki.
11.12.2019 - 12:17
Innlyksa ferðamenn fengu inni á Borg í Grímsnesi
Beiðnum um aðstoð vegna veðurofsans rigndi yfir björgunarsveitir á Suðurlandi í nótt.  Enn er hvasst á svæðinu en Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að björgunarstörf hafi almennt gengið vel.
11.12.2019 - 09:17
Hátt í 600 beiðnir um aðstoð
Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa borist hátt í 600 beiðnir um aðstoð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að beiðnir séu enn að berast. Þá hafa aðgerðastöðvar verið virkjaðar á Austurlandi en þar verður hríðarveður áfram langt fram eftir degi.
11.12.2019 - 08:17
Lögreglan biður fólk um að halda sig innandyra
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi biður fólk að halda sig innandyra og vera ekki á ferðinni nema mjög brýna nauðsyn beri til. Búið er að loka fyrir alla umferð um Eiðið í Eyjum og allar leiðir á Suðurlandi austur að Þjórsá eru ófærar.
10.12.2019 - 19:14
Sjávarstaða há við Sæbraut
Spáð er norðan stormi eða roki á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Hvassast verður vestan til í Reykjavík, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ. Búast má við vindi um 20-28 m/s.
10.12.2019 - 16:57
Langbylgjan mikilvægt öryggistæki
Dagskrá Ríkisútvarpsins er send út á langbylgjunni og er hægt að hlusta á fréttatíma og áríðandi tilkynningar vegna óveðursins þar. Bilun er í útsendingum útvarps og sjónvarps í Bolungarvík frá Óshólavita þessa stundina vegna bilunar í búnaði, og talsverðar rafmagnstruflanir hafa verið um landið norðanvert. Hægt er að hlusta á útsendingar á netinu, í appi Rúv og í snjallhátölurum. 
10.12.2019 - 16:56
Mjög lítil umferð í borginni
Sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið að óskum eftir að óveðrið brast á. Þetta segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Útköll hafa verið færri en venjan er, og mjög lítil umferð á götum borgarinnar.
10.12.2019 - 16:15
Norðanverðir Vestfirðir á varaafli
Norðanverðir Vestfirðir fá rafmagn úr varaflsvélum á meðan óveðrinu stendur. Elías Jónatansson, orkubússtjóri, segir að Landsnet hafi tekið þá ákvörðun í samráði við Orkubú Vestfjarða að keyra dísilvélar á Bolungarvík af stað í morgun, áður en rafmagni slægi út.
Myndskeið
Haglið eins og byssukúlur í Fnjóskadal
Það er örlítið flökt á rafmagni í Fnjóskadal og það gæti þurft að koma rafstöð af stað til þess að knýja mjaltabúnað í fjósinu í Dæli í Fnjóskadal, ef rafmagnið fer alveg af.
10.12.2019 - 15:20