Færslur: Veðurviðvörun

Appelsínugul veðurviðvörun fyrir landið allt
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofsaveðurs, sem tekur gildi klukkan sjö annað kvöld. Teitur Arason veðurfræðingur, segir það mögulegt að viðvörunin verði hækkuð upp í rautt fyrir Suðurland.
20.02.2022 - 15:22
Viðtöl
Um 60 bílar festust á Sólheimasandi
Björgunarsveitir hafa haft í nægu að snúast í dag vegna þungrar færðar á vegum sunnanlands. Björgunarsveitir voru kallaðar að vegi um Sólheimasand nærri Jökulsá, þar sem um sextíu bílar sátu fastir í snjó.
19.02.2022 - 18:27
Veðurviðvörun orðin appelsínugul
Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun fyrir Suðurland, í gær var hún gul en er nú orðin appelsínugul.
Foreldrar meta hvort börn þurfi fylgd úr skóla
Appelsínugul viðvörun er í gildi víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur beint því til foreldra og annarra forráðamanna barna að vera tilbúnir að sækja þau í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.
21.09.2021 - 13:39
Lægðin dýpkaði og spárnar versnuðu
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir lægðina hafa dýpkað í nótt og veðurspárnar versnar. Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út víða á landinu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og fólk hvatt til að huga að lausum munum. „Þetta er veður sem getur til dæmis valdið talsverðum vindhviðum við há hús eins og í Skuggahverfinu, þar sem við vitum að veður hefur verið til vandræða,“ segir Elín.
21.09.2021 - 08:22
Gular viðvaranir taka aftur gildi á hádegi
Um hádegisbil taka gildi gular veðurviðvaranir á suðvestanverðu landinu og á miðhálendinu. Þar varar Veðurstofan við 15-23 m/s, slæmum akstursskilyrðum, hárri sjávarstöðu og áhlaðanda. Þær verða í gildi fram á kvöld.
01.12.2020 - 06:38
Áfram hríðarveður með dimmum og hvössum éljum
Flestar veðurviðvaranir frá því í gær detta úr gildi nú í morgunsárið en með morgninum taka þær aftur gildi víða á landinu og útlit er fyrir að suðvestanáttin haldi jafnvel fram á sunnudag.
26.11.2020 - 06:40
Hvassviðri, hálka og ekkert ferðaveður
Appelsínugul viðvörun tekur gildi á miðhálendinu og á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan átta í kvöld og verður í gildi til klukkan tíu í fyrramálið. Gul viðvörun verður í gildi víða á vestanverðu landinu frá kvöldinu í kvöld og fram á miðnætti annað kvöld. Veðurfræðingur segir að færð versni fljótt á fjallvegum.
25.11.2020 - 09:24
Gul viðvörun vegna austan storms
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna austan storms á Suðurlandi undir Eyjafjöllum og á Suðausturlandi, einkum í Öræfum og Mýrdal, í kvöld og í nótt. Spáð er austan 18-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s. Ökumönnum á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind er bent á að fara varlega.
22.10.2020 - 09:43
Tvær gular viðvaranir taka gildi í kvöld
Gular viðvaranir taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í kvöld og á Austfjörðum klukkan 21. Á báðum landsvæðum er talsverð rigning og búist við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.
Snjókoma, skafrenningur og lélegt skyggni
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra og Austurland að Glettingi í nótt. Spáð er norðan stinningskalda eða allhvössum vindi með snjókomu og skafrennningi og lélegu skyggni.
23.09.2020 - 15:14
Viðvaranir á norðaustanverðu landinu og miðhálendinu
Gular vindviðvaranir eru nú í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á miðhálendinu. Seinna í kvöld tekur einnig gildi gul viðvörun á Austfjörðum.
20.09.2020 - 18:16
Norðan hvassviðri og snjókoma til fjalla
Síðdegis í dag og í kvöld taka gildi gular veðurviðvaranir á Miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum vegna mikils hvassviðris. Í kvöld tekur svo gildi appelsínugul viðvörun á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Í fyrramálið bætist við gul viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra. Svo lægir smám saman á morgun.
03.09.2020 - 06:44
Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum til miðnættis
Appelsínugul viðvörun verður í gildi vegna mikillar úrkomu á Vestfjörðum til miðnættis í kvöld. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum, og samkvæmt Veðurstofunni mælist rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði yfir 200 ára flóðþröskuldi.
17.07.2020 - 06:57
Gul viðvörun á Vestfjörðum í dag
Gul veðurviðvörun er í gildi á miðhálendinu til klukkan 09:00 í dag. Á sunnan- og vestanverðu hálendinu er spáð hvassri suðaustanátt 13-18 m/s. Samkvæmt Veðurstofu Íslands gæti vindstyrkur náð allt að 25 m/s í hviðum, en slíkt er varasamt fyrir göngufólk og þá sem hafast við í tjöldum.
16.07.2020 - 07:20
Gul viðvörun á SA-landi frá miðnætti
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna snarpra vindhviða austan Öræfa frá miðnætti í kvöld og fram að hádegi á morgun, mánudaginn 6. júlí.
Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins
Það verður vaxandi norðaustanátt í dag, 15-25 m/s eftir hádegi og hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Gular vindviðvaranir eru í gildi fyrir sunnan- og vestanvert landið í dag og á morgun. Þetta kemur fram í textaspá frá Veðurstofu Íslands.
04.04.2020 - 07:59
Mokstri hætt þar til veðrið lagast
Vetur konungur minnir á sig enn á ný. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum um land allt frá því í gærkvöldi. Öxnadalsheiði er lokuð og mokstri á Norður- og norðaustanverðu landinu hefur verið hætt þar til veðrið lagast.
11.03.2020 - 12:22
Myndskeið
Veðurviðvaranir hafa gefist vel en auka álag
„Það er búið að vera alveg gríðarlega mikið álag á veðurvaktina síðan í desember,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu á Veðurstofu Íslands. Álagið á vakt veðurfræðinga á Veðurstofu Íslands hefur aukist mjög mikið eftir að viðvörunarkerfið var tekið upp árið 2017.
29.01.2020 - 21:03
Nafn drengsins sem féll í Núpá
Pilturinn sem leitað er að í og við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði heitir Leif Magnús Grétarsson Thisland. Hann er 16 ára gamall, búsettur í Vestmannaeyjum og fæddur í Noregi árið 2003. Leifs hefur verið leitað frá því á miðvikudagskvöld. Hann var að aðstoða bónda í dalnum við að koma rafmagni aftur á í óveðrinu þegar krapaflóð hreif hann með sér.
13.12.2019 - 11:55
Ekki kafað í Núpá vegna hættu á krapaflóði
Leit að pilti sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði á miðvikudagskvöld verður haldið áfram af fullum krafti í dag með úthvíldum leitarmönnum. Um 200 leitarmenn og á þriðja tug tækja verða við leit, að því er fram kemur á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
13.12.2019 - 10:47
„Það er ekkert kósí og jólalegt við þetta óveður“
Óveðrið síðustu daga hefur haft víðtæk áhrif á Norðurlandi vestra og tjón þar er mikið. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, segir fólk ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðurofsans á líf fólks á svæðinu. Kósí myndir á samfélagsmiðlum gefi skakka mynd. Hún tók því saman Facebook stöðufærslur vina á svæðinu þar sem aðstæðum í rafmagnsleysi og veðurofsa er lýst. 
13.12.2019 - 10:32
Norskir fjölmiðlar fjalla um leitina í Núpá
Norskir fjölmiðlar hafa fjallað um leitina í Núpá. Í fjölmiðlum þar ytra er pilturinn sagður hálfnorskur. Þar kemur einnig fram að norska utanríkisráðuneytið hafi verið í sambandi við íslensk yfirvöld vegna leitarinnar.
13.12.2019 - 08:44
Myndskeið
Áhersla lögð á næsta umhverfi við slysstað
Björgunarsveitir leggja áherslu á að leita ungs pilts sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði í gærkvöld í næsta umhverfi við slysstað. Aftakaveður er á svæðinu.
12.12.2019 - 15:54
Viðtal
Grunnkerfið á ekki bara að þjóna stóriðju
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir mikla vinnu fram undan næstu daga við að koma rafmagni aftur á. Nauðsynlegt sé að styrkja flutningskerfið sem eigi að halda í öllum veðrum. Barist hafi verið fyrir því að leggja rafmagn í jörðu, fyrir daufum eyrum sumra landeigenda.
12.12.2019 - 12:30