Færslur: Veðurstofan

Aukin hætta á skriðum og grjóthruni fyrir austan
Veðurstofan vekur athygli á því að spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á Suðausturlandi og Austfjörðum næstu daga. 
29.10.2020 - 10:35
Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga
Skjálftahrina er enn í gangi á Reykjanesskaga og varð skjálfti upp á 2,2 stig við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga um klukkan 20 mínútur yfir níu í gærkvöld. Um 2.000 eftirskjálftar hafa mælst síðan stór skjálfti, 5,6 að stærð, varð í fyrradag og , þar af um 30 yfir 3 að stærð.
Mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Yfir 900 jarðskjálftar, þar af hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð og mörg hundruð minni skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær.  Flestir eiga þeir upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli og á Núpsstaðahálsi, rétt eins og stóri skjálftinn í gær.
Víða léttskýjað í dag
Veðurstofan spáir suðaustlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s, og léttskýjuðu í dag. Hvassara og sums staðar væta við suðurströndina og vestast. Hiti verður á bilinu 4-10 stig.
15.10.2020 - 06:27
Hlýnandi veður og rigning í kortunum
Gert er ráð fyrir hægri breytilegri átt á landinu í dag og léttskýjuðu veðri, þó verður norð-vestan strekkingur og skýjað með austurströndinni fram undir hádegi.
10.10.2020 - 08:13
Um þúsund jarðskjálftar í síðustu viku
Mælar Veðurstofu Íslands greindu um 1.000 jarðskjálfta í síðustu viku. Það er talsvert færra en í vikunni á undan þegar þeir voru um 1.500. Mesta virknin var norðaustur af Grímsey, en þar hófst skjálftahrina 25. september og síðan þá hafa sjö skjálftar stærri en 3 mælst þar.
Haustar að: Hvassviðri, kuldi, snjókoma og slydduél
Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri með tilheyrandi vætu og hvassviðri að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
20.09.2020 - 07:16
Slydda og jafnvel snjókoma í veðurkortunum
Í dag segir Veðurstofa Íslands vera útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum, en þurrt verði í veðri á austanverðu landinu.
19.09.2020 - 07:10
Gular viðvaranir vegna rigningar og storms á sunnudag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir frá Breiðafirði, alveg norður fyrir og til Austfjarða, með miðhálendinu meðtöldu. 
18.09.2020 - 15:29
Jarðskjálfti 3,4 að stærð – 17.721 skjálfti á svæðinu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist um 12 kílómetra norður af Gjögurtá á tólfta tímanum í morgun. Skjálftinn fannst á Dalvík og í Ólafsfirði og á upptök í Tjörnesbrotabeltinu. Þar hefur mælst 17.721 skjálfti hefur síðan jarðskjálftahrina hófst þar 19. júní.
Hætta á næturfrosti áður en lægðir koma í röðum
Spáð er fremur aðgerðarlitlu veðri næstu daga. Væta á víð og dreif en hvergi í miklu magni. Sömuleiðis verður vindur það hægur að ekki ættu að verða nein teljandi vandræði, segir í færslu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
13.09.2020 - 07:46
Bjart með köflum en skúrir fyrir sunnan
Það verður norðlæg átt í dag, gola eða kaldi víðast hvar með skúrum sunnanlands, einkum við ströndina. Stöku skúrir á Norðausturlandi, en annars bjart með köflum. Hiti 4 til 12 stig, mildast sunnan heiða.
08.09.2020 - 06:27
Líkur á slyddu eða snjókomu til fjalla í kvöld
Lægðin sem gekk yfir landið í gær stjórnar veðrinu áfram í dag og á morgun. Hún er nú skammt norður af Melrakkasléttu og hreyfist lítið í dag, en þokast austur á morgun.
07.09.2020 - 06:55
Óvissustig og viðbúnaður vegna veðurspár
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna norðan hríðar sem spáð er að gangi yfir stóran hluta landsins í kvöld. Hjá Vegagerðinni og raforkufyrirtækjunum er fylgst grannt með þróun mála og sérstök vakt til taks ef á þarf að halda.
03.09.2020 - 12:53
Viðtal
Sumarið almennt gott en september hefst með hvelli
Tjón vegna veðurs virðist hafa minnkað eftir að Veðurstofan tók upp litakerfi til þess að vara við vondu veðri. Sumarið sem nú er að líða var nokkuð gott þegar litið er á landið í heild, en útlitið fyrir byrjun september er ekki glæsilegt.
01.09.2020 - 09:06
Minnkandi skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu
Þó talsvert hafi dregið úr skjáftavirkni fyrir mynni Eyjafjarðar er hrinan þar enn í gangi. Nú mælast aðeins smáskjálftar, um 100 á sólarhring. Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga þar sem þrír stórir jarðskjáftar urðu í gær.
Stormur og vatnsveður á Suðausturlandi og Austfjörðum
Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir Suðausturland og gul viðvörun fyrir Suðurland og Austfirði.
31.07.2020 - 05:43
14.000 jarðskjálftar hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu
Nokkuð hefur dregið úr skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Færri skjálftar mælast nú á sólarhring og þeir eru minni. Enn má þó búast við stærri skjálftum á svæðinu, jarðskjálfti af stærðinni 3 varð á níunda tímanum í morgun og frá miðnætti til klukkan hálf 12 í morgun mældust þar 74 skjálftar.
Herðir á norðanáttinni eftir hádegi
Hæg norðlæg eða breytileg  átt verður á landinu framan af degi og víða dálítil væta, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Eftir hádegi herðir síðan á norðanáttinni, sem virðist ætla að ríkja á landinu fram yfir helgi.
23.07.2020 - 06:47
Skýjað og skúrir en 16 stiga hiti
Fremur hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og dálitlar skúrir, einkum norðaustan til. Hiti verður á bilinu 9 til 16 stig. 
22.07.2020 - 06:59
Grindvíkingar vanir hristingi en hafa nú varann á sér
Frá því að jörð tók að skjálfa við Grindavík fyrr á árinu hafa íbúar varann á sér. Það segir Kristín María Birgisdóttir, kynningar og markaðsfulltrúi, sem búsett er í bænum í samtali við fréttastofu.
Jarðskjálfti 4,7 stig á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig mældist norð-norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt.
Tveir snarpir skjálftar við Grindavík
Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,2 og 4,1 riðu yfir með skömmu millibili laust fyrir klukkan sex í morgun.
Flæðir yfir flugvöllinn á Siglufirði
Flugvöllurinn á Siglufirði er umflotinn vatni og flætt hefur inn á flugbrautina.
18.07.2020 - 00:10
Hætta á vatnavöxtum og skriðuföllum
Mikilli úrkomu er spáð áfram á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Í Hvalá í Ófeigsfirði stefnir í metflóð í fyrramálið haldi úrkoman áfram af sama krafti. Yfirborð árinnar hefur hækkað um heilan metra undanfarinn sólarhring.