Færslur: Veðurstofan

Jarðskjálfti að stærð 3,3 í Bárðarbungu
Jarðskjálfti að stærð 3,3 varð í Bárðarbungu nú rétt eftir klukkan sjö, nánar tiltekið klukkan 19:02. Síðan hafa komið nokkrir minni eftirskjálftar en sá stærsti af þeim mældist 2,2. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir skjálftana svipaða þeim sem urðu á sama svæði nú síðast í júní og þar á undan í maí.
27.07.2021 - 19:44
Gosið vaknað að nýju eftir tólf tíma kríu
Litlar líkur eru á gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að gosið sjálft hafi haft hljótt um sig í nótt en vaknaði með morgninum.
Skýjað og súld vestanlands en allt að 25 stig eystra
Spáð er hægum vestan- og suðvestanáttum 3-10 metrum á sekúndu í dag en hvassara, allt að 18 metrum á sekúndu norðvestan til. Hvassast verður á Ströndum. Það getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
20.07.2021 - 06:42
Viðkvæmt fólk og börn vöruð við loftmengun frá gosinu
Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvetja fólk sem viðkvæmt er fyrir loftmengun til að fara varlega og vara við því að ung börn sofi utandyra. Gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og fréttastofa fékk í morgun fregnir af mengun austan úr Gnúpverjahreppi.
Móða frá gosinu mældist í Færeyjum í gær
Slæm loftgæði eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Náttúruvársérfræðingur telur rétt að vara viðkvæma við loftmengun. Gosmóða mældist í Færeyjum í gær.
Skýjað og væta vestanvert en annars léttskýjað að mestu
Næstu daga má búast við keimlíku veðri og verið hefur undanfarið. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að skýjað verði með dálítilli vætu af og til með suður- og vesturströndinni. Annars verði bjart veður og hlýtt einkum eystra en vindar eru tiltölulega hægir.
19.07.2021 - 06:42
Varað við gosmengun á höfuðborgarsvæðinu
Nú mælist nokkur gosmengun á höfuðborgarsvæðinu. Það eru bæði SO2 og súlfatagnir (SO4) sem valda gosmóðunni. Gildin eru ekki svo há að almenningur eigi að halda sig innandyra en sé fólk viðkvæmt fyrir loftmengun geti það fundið fyrir einkennum á borð við sviða í hálsi og auknum astmaeinkennum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.
18.07.2021 - 15:13
Áríðandi að fá sem flestar tilkynningar um loftsteininn
Prófessor í stjörnufræði segir líklegast að drunurnar yfir Suðurlandinu í gærkvöld hafi verið nokkuð stór loftsteinn sem brann yfir Íslandi. Hann segir mikilvægt að skrásetja allar tilkynningar til að greina ferð hans. 216 vígahnettir hafa verið skráðir síðustu 80 ár. Drunur sem minntu á herþotu, flugelda, eldgos, jarðskjálfta og aurskriðu dundu yfir suðurlandið í gærkvöld.
03.07.2021 - 12:18
Hraun rennur aftur í Geldingadölum
Hraun er farið að flæða upp á yfirborð í Geldingadölum á ný. Fyrr í dag var engin glóð sýnileg í gosinu og þóttu það nokkur tíðindi.
02.07.2021 - 16:18
Engin glóð í gosinu
Engin glóð er sýnileg í aðalgíg eldgossins í Geldingadölum. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir það nokkur tíðindi en þó sé ekki hægt að lýsa því yfir að gosi sé lokið. Hugsanlega er allt á fullu undir yfirborðinu.
Möguleiki á sólríkri helgi vestanlands
Frekar svalt er í veðri á vestanverðu landinu, en Veðurstofan spáir 8 til 13 stiga hita. Áfram verður sól og hlýtt austantil með hita allt að 26 stigum. Um helgina léttir til Vestanlands.
01.07.2021 - 08:00
Bjartviðri með köflum en dálítil væta austantil
Veðurstofan spáir hægri vestlægri eða breytilegri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu og bjartviðri með köflum. Dálítil væta verður þó á austanverðu landinu. Gasmengun úr Geldingadölum gæti borið yfir byggð í dag og á morgun.
20.06.2021 - 07:16
Að mestu skýjað og víða skúrir í hæglætisveðri
Veðurstofan spáir því að í dag gangi í hæga norðlæga átt 5 til 10 metra á sekúndu vestantil á landinu, en að hægari breytileg átt verði annars staðar. Að mestu verður skýjað og víða skúrir, einkum inn til landsins síðdegis.
19.06.2021 - 07:30
Viðtal
Kalt fram eftir viku
Seint verður sagt að sumarlegt sé um að lítast á landinu. Vetrarveður er víða um land og hefur nokkuð snjóað í byggð. 
13.06.2021 - 13:33
Innlent · Veður · veður · snjór · Veðurstofan
Skiptast á skin og skúrir næstu daga
„Næstu daga skiptast á skin og skúrir þar sem spár gera ráð fyrir lægðagangi. Skil með rigningu ganga þá allreglulega yfir landið en ólíkt stöðunni að undanförnu þar sem varla hefur sést til sólar sunnantil á landinu ætti að geta létt ágætlega til á milli lægðakerfa,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
09.06.2021 - 06:58
Hiti gæti náð 18 stigum á Norðausturlandi
Suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu 8-13 m/s, en þó eitthvað hægari vestantil. Víða má búast við skúrum en útlit er fyrir rigningu með köflum suðaustanlands.
06.06.2021 - 07:59
Væta sunnan- og vestanlands en þurrt að mestu nyrðra
Suðlægar áttir leika um landið í dag og áfram næstu daga. Vestanlands má búast við suðaustankalda og hvassviðri í 10 til 18 metrum á sekúndu og jafnvel að enn hvassara verði á Snæfellsnesi. Það eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
30.05.2021 - 08:09
Votviðri dregur úr hættu á gróðureldum
Útlit er fyrir að lægðir gangi yfir landið næstu daga og talsverðri rigningu er spáð á sunnanverðu landinu um helgina sem dregur úr hættu á gróðureldum. Búast má við hvössum vindi sem er varasamur fyrir farartæki sem taka á sig vind.
Áfram svalt í veðri
Veðurstofan spáir norðlægri átt, golu eða kalda í dag. Víða verður bjart en skýjað um landið austanvert og dálitlar skúrir eða slydduél. Áfram svalt í veðri en hitinn nær þó væntanlega að skríða yfir 10 stig á Suður- og Vesturlandi að deginum.
21.05.2021 - 06:53
Bjart í dag en skúrir sunnanlands
Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s í dag. Lítilsháttar éljum á Norðaustur- og Austurlandi og skúrum sunnanlands, en annars að mestu bjartviðri. Hiti verður á bilinu 1-11 stig.
19.05.2021 - 06:47
Hiti getur rofið tíu stiga múrinn í dag
Hæð yfir Grænlandi stjórnar enn veðurfari hér á landi og heldur fremur köldum loftstraumi að landinu. Í dag getur hitinn rofið 10 stiga múrinn ef nægilega bjart verður en um landið norðanvert verður heldur kaldara.
17.05.2021 - 06:57
Austlægar áttir með skúrum eða slydduéljum
Austlægar áttir leika um landið og gengur á með skúrum eða slydduéljum, síst norðantil á landinu. Ástæðan er víðáttumikið hæðasvæði sem liggur enn yfir Grænlandi og Íslandi en dýpkandi lægð sem er langt suður í hafi þokast austur.
14.05.2021 - 06:45
Miklu meiri eldsmatur en áður og hættan vaxandi
Slökkvilið á Suður- og Vesturlandi hafa síðustu daga farið í að minnsta kosti 35 útköll vegna gróðurelda, fleiri elda en ratað hafa á gróðureldalista Náttúrustofnunar Íslands frá árinu 2006. Loftslagssérfræðingur segir þurrkana undanfarið ekki óeðlilega, en að afleiðingarnar geti verið alvarlegri en áður. Bregðast þurfi við nýjum veruleika.
12.05.2021 - 12:39
Hæglætisveður áfram næstu daga
Áfram er heldur tilþrifalítið veður í kortunum. Spáð er hægum vindi og björtu veðri, en gera má ráð fyrir smáskúrum á víð og dreif sunnan- og vestanlands. Hiti á bilinu eitt til níu stig í dag, en víða frost í nótt.
12.05.2021 - 06:44
Myndskeið
Myndarlegir strókar standa upp af gosinu
Ummerki eldgossins í Geldingadölum sjást óvenjuvel í dag þökk sé mikilfengilegum gosmekki sem ber á þriðja kílómetra í loft upp. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í morgunfréttum RÚV í morgun að veðuraðstæður ráði því helst hve stór og greinilegur mökkurinn er.