Færslur: Veðurstofan

Kaldi eða stinningskaldi og él nyrðra, bjartviðri syðra
Veðurstofan gerir ráð fyrir stinningskalda eða allhvössum vindi í dag, 10 til 18 metrum og sekúndu og sumstaðar hvassara i vindstrengjum við fjöll. Norðan- og austanlands má búast við snjókomu eða éljum en bjart verður með köflum sunnan heiða og frost allt að sjö stigum.
20.01.2021 - 06:24
Norðlægar áttir á landinu í dag
Í dag og á morgun er útlit fyrir norðlæga átt á landinu, víða strekkingur eða allhvass vindur, jafnvel hvassari á stöku stað í vindstrengjum við fjöll. Í dag má búast við slyddu eða snjókomu á norðanverðu landinu, en þurrt syðra. Hiti verður í kringum frostmark.
19.01.2021 - 06:47
Mikilli rigningu spáð fyrir austan - staðan metin
Yfirvöld Almannavarna meta nú í samstarfi við Veðurstofuna hvort grípa þarf til sérstakra aðgerða á Seyðisfirði í ljósi mikillar rigningar sem þar er spáð í nótt og á morgun. Reiknað er með niðurstöðu fljótlega eftir hádegi.
15.01.2021 - 12:57
Hraða vinnu við rannsóknir og eftirlit á Seyðisfirði
Á næstu vikum gætu legið fyrir fyrstu upplýsingar úr frumathugun á því hvaða varnarmannvirki henta best ofan byggðar á Seyðisfirði. Enn er mikið af rannsóknum og eftirliti að hefjast en reynt verður að hraða þeirri vinnu eins og hægt er.
Nýtt ár heilsar með bjartviðri og hægri breytilegri átt
Í dag, gamlársdag er spáð hægviðri víðast hvar á landinu og björtu með köflum en þó stöku él framan af degi vestanlands. Í kvöld verður þó orðið bjart og nýja árið mun hefjast á hægri breytilegri átt og bjartviðri að sögn veðurfræðings á Veðurtofu Íslands.
31.12.2020 - 06:42
Hátíðaveðrið verður í stíl við árið 2020
Veðrið yfir hátíðarnar verður í stíl við árið sem er að líða - umhleypingasamt. Þetta segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðurstofan leggi formlega mat á hvort jólin hafi verið hvít eða rauð að morgni jóladags og að Norðlendingar megi búast við tveggja stafa hitatölu á morgun, aðfangadag. Of snemmt sé að slá nokkru föstu um áramótaveðrið.
23.12.2020 - 11:25
Sérfræðingar Veðurstofunnar vanmátu hættuna
Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar vanmátu aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði. Skriðan sem féll þar er sú stærsta sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi og var annars eðlis en skriðurnar sem féllu fyrr í síðustu viku. Sérfræðingar Veðurstofunnar vilja fjölga mælum í hlíðinni ofan bæjarins. Þá telja þeir brýnt að meta hættu á því að skriður af sömu stærðargráðu falli á svæðinu.  
22.12.2020 - 16:28
Appelsínugul viðvörun vegna úrkomu á Austfjörðum
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á Austfjörðum vegna áframhaldandi úrkomu. Viðvörunin tekur gildi klukkan 17 í dag og má búast við talsverðri úrkomu fram á kvöld. Þá dregur aðeins úr henni fram til klukkan 17 á morgun þegar bætir í að nýju. Bjarki Borgþórsson, eftirlitsmaður Veðurstofunnar og lögregluþjónn á Seyðisfirði, segir að í gær hafi brostið sprunga sem fylgst hafi verið með frá árinu 2002.
16.12.2020 - 17:00
Allir helstu fjallvegir orðnir færir
Tekist hefur að opna alla helstu fjallvegi landsins. Það tekur að lægja fyrir norðan síðdegis en verður hvasst fyrir austan fram á kvöld. Á morgun herðir frostið og spáir allt að 20 stiga frosti inn til landsins á Norðurlandi.
04.12.2020 - 14:55
Skjálftahrina talin tengjast niðurdælingu jarðhitavatns
Um tíu skjálftar yfir tveir að stærð hafa mælst eftir að jarðskjálftahrina hófst við Húsmúla á Hengilssvæðinu í kvöld. Stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega sjö, 3,3 að stærð. Hann fannst í Hveragerði, á Eyrarbakka og víða á höfuðborgarsvæðinu. 
Vindhviður geta náð allt að 45 m/s í engu ferðaveðri
Varað er við norðvestan roki á Austfjörðum sem nær hámarki um og upp úr hádegi í dag. Vindhviður geta náð allt að 45 metrum á sekúndu í Borgarfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og víðar. Þar er ekkert ferðaveður á meðan gul veðurviðvörun er í gildi – til 20 í kvöld.
03.11.2020 - 11:31
Aukin hætta á skriðum og grjóthruni fyrir austan
Veðurstofan vekur athygli á því að spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á Suðausturlandi og Austfjörðum næstu daga. 
29.10.2020 - 10:35
Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga
Skjálftahrina er enn í gangi á Reykjanesskaga og varð skjálfti upp á 2,2 stig við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga um klukkan 20 mínútur yfir níu í gærkvöld. Um 2.000 eftirskjálftar hafa mælst síðan stór skjálfti, 5,6 að stærð, varð í fyrradag og , þar af um 30 yfir 3 að stærð.
Mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Yfir 900 jarðskjálftar, þar af hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð og mörg hundruð minni skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær.  Flestir eiga þeir upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli og á Núpsstaðahálsi, rétt eins og stóri skjálftinn í gær.
Víða léttskýjað í dag
Veðurstofan spáir suðaustlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s, og léttskýjuðu í dag. Hvassara og sums staðar væta við suðurströndina og vestast. Hiti verður á bilinu 4-10 stig.
15.10.2020 - 06:27
Hlýnandi veður og rigning í kortunum
Gert er ráð fyrir hægri breytilegri átt á landinu í dag og léttskýjuðu veðri, þó verður norð-vestan strekkingur og skýjað með austurströndinni fram undir hádegi.
10.10.2020 - 08:13
Um þúsund jarðskjálftar í síðustu viku
Mælar Veðurstofu Íslands greindu um 1.000 jarðskjálfta í síðustu viku. Það er talsvert færra en í vikunni á undan þegar þeir voru um 1.500. Mesta virknin var norðaustur af Grímsey, en þar hófst skjálftahrina 25. september og síðan þá hafa sjö skjálftar stærri en 3 mælst þar.
Haustar að: Hvassviðri, kuldi, snjókoma og slydduél
Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri með tilheyrandi vætu og hvassviðri að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
20.09.2020 - 07:16
Slydda og jafnvel snjókoma í veðurkortunum
Í dag segir Veðurstofa Íslands vera útlit fyrir allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum, en þurrt verði í veðri á austanverðu landinu.
19.09.2020 - 07:10
Gular viðvaranir vegna rigningar og storms á sunnudag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir frá Breiðafirði, alveg norður fyrir og til Austfjarða, með miðhálendinu meðtöldu. 
18.09.2020 - 15:29
Jarðskjálfti 3,4 að stærð – 17.721 skjálfti á svæðinu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist um 12 kílómetra norður af Gjögurtá á tólfta tímanum í morgun. Skjálftinn fannst á Dalvík og í Ólafsfirði og á upptök í Tjörnesbrotabeltinu. Þar hefur mælst 17.721 skjálfti hefur síðan jarðskjálftahrina hófst þar 19. júní.
Hætta á næturfrosti áður en lægðir koma í röðum
Spáð er fremur aðgerðarlitlu veðri næstu daga. Væta á víð og dreif en hvergi í miklu magni. Sömuleiðis verður vindur það hægur að ekki ættu að verða nein teljandi vandræði, segir í færslu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
13.09.2020 - 07:46
Bjart með köflum en skúrir fyrir sunnan
Það verður norðlæg átt í dag, gola eða kaldi víðast hvar með skúrum sunnanlands, einkum við ströndina. Stöku skúrir á Norðausturlandi, en annars bjart með köflum. Hiti 4 til 12 stig, mildast sunnan heiða.
08.09.2020 - 06:27
Líkur á slyddu eða snjókomu til fjalla í kvöld
Lægðin sem gekk yfir landið í gær stjórnar veðrinu áfram í dag og á morgun. Hún er nú skammt norður af Melrakkasléttu og hreyfist lítið í dag, en þokast austur á morgun.
07.09.2020 - 06:55
Óvissustig og viðbúnaður vegna veðurspár
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna norðan hríðar sem spáð er að gangi yfir stóran hluta landsins í kvöld. Hjá Vegagerðinni og raforkufyrirtækjunum er fylgst grannt með þróun mála og sérstök vakt til taks ef á þarf að halda.
03.09.2020 - 12:53