Færslur: Veðurstofan

Vaxandi suðaustanátt og rigning í kortunum
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu eftir hádegi. Það verður rigning um landið sunnan- og vestanvert, og sums staðar talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi.
15.04.2021 - 06:37
Allt að 14 stiga hiti norðantil á landinu
Veðurstofan spáir sunnan- eða suðvestankalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu og dálítilli rigningu eða skúrum í dag. Áfram verður þurrt og bjart Norðaustan- og Austanlands.
14.04.2021 - 06:49
Vakt verður við gosstöðvarnar til miðnættis
Lögregla og Björgunarsveitir vakta gosstöðvarnar í Geldingadölum miðnættis en þar verður lokað klukkan 21 í kvöld. Rýming svæðisins hefst tveimur tímum síðar og ætlað að henni verði lokið um miðnætti.
Myndskeið
Vísindamenn vara við gosferðum og hættulegu gasi
Gasmengun úr gosstöðvunum hefur tvöfaldast með tilkomu fleiri gossprunga og vara vísindamenn við ferðum þangað. Fólk með viðkvæm öndunarfæri, lítil börn og þungaðar konur ættu ekki að fara að gosinu. Hraunbrúnir, undanhlaup og mengun geta reynst banvæn. Engin vakt verður á svæðinu fyrir hádegi um helgina.
Líkur á að gasmengun beri yfir byggð á Reykjanesskaga
Í nótt gengur í suðaustan 8 til 13 metra á sekúndu, en eftir hádegi á morgun dregur talsvert úr vindi. Gasmengun berst því til norðurs og norðausturs frá gosstöðvunum, og seint í nótt og á morgun eru líkur á að dragi úr loftgæðum í byggð á norðanverðum Reykjanesskaga.
Þurrt og bjart á sunnan- og vestanverðu landinu
Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt í dag, en norðvestanstrekkingi austast á landinu fram eftir degi. Það verður yfirleitt þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu, og eftir hádegi rofar einnig til norðaustanlands. Síðdegis eru þó líkur á stöku éljum á Suðausturlandi og við vesturströndina.
06.04.2021 - 08:25
Myndskeið
Þetta hefur gerst í Geldingadölum í dag
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá upptöku úr vefmyndavél RÚV í Geldingadölum allt frá því að nýju gossprungurnar opnuðust undir hádegi í morgun.
Súld eða rigning fram eftir degi
Suðvestan strekkingur norðantil á landinu í dag með vestan- og suðvestanátt 8-15 m/s og súld eða dálítilli rigningu fram eftir degi. Þurrt um landið austanvert. Veðurstofan spáir hægari vindi síðdegis og hita á bilinu 2-10 stig, en hlýjast verður á Austfjörðum og suðausturlandi.
01.04.2021 - 08:06
Bjartviðri í dag og frostlaust
Veðurstofan spáir bjartviðri í dag, vestan- og suðvestanátt 5-13 m/s en hvassara veðri norðan- og norðvestanlands eftir hádegi og austanlands seint í kvöld. Þá verður víða hvassara í vindstrengjum við fjöll. Svo þykknar upp vestantil með súld eða lítilsháttar rigningu með köflum síðdegis. Hiti á bilinu 2 til 9 stig.
31.03.2021 - 06:57
Sérfræðingar rýna í jarðskjálfta á Þrengslasvæðinu
Sérfræðingar rýna nú í tvo nokkuð stóra jarðskjálfta sem urðu við Þrengslin síðastliðna nótt að sögn Böðvars Sveinsonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni. Tveir skjálftar af stærðum 2,6 og 2,9 riðu þar yfir síðastliðna nótt.
Líkur á eldgosi aukast eftir því sem það skelfur lengur
Eftir því sem núverandi ástand varir lengur á Reykjanesskaga aukast líkur á því að hrinan endi með eldgosi. Jarðeðlisfræðingur segir Vísindaráð almannavarna þeirrar skoðunar að staðan í dag sé svipuð og undanfarna daga, en það sé erfitt að sjá fram í tímann þar sem það hefur aldrei gosið á svæðinu síðan mælingar hófust. En það sé ekki hægt að slá því föstu að það fari að gjósa.
Nærri 50 skjálftar stærri en 4 síðustu tvær vikur
Tvær vikur eru í dag frá því að skjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst. Síðan á miðvikudagsmorgninum 24. febrúar hafa um 34.000 jarðskjálftar mælst á svæðinu, þar af 429 stærri en þrír, 48 stærri en fjórir og sex stærri en fimm, að þeim sem kom í nótt meðtöldum.
Hægviðri á landinu í dag
Veðurstofan spáir hægviðri á landinu í dag og víða léttskýjuðu en lítilsháttar vætu norðvestantil framundir hádegi. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestanlands seint í kvöld. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig en um frostmark norðaustanlands.
07.03.2021 - 08:04
Helgarveðrið hagstætt miðað við árstíma
Hægar suðlægar eru ríkjandi í dag með lítilsháttar rigningu. Bjartviðri er á Norður og Austurlandi. Í kvöld bætir í rigningu á Suður- og Vesturlandi en hiti verður á bilinu tvö til sjö stig.
05.03.2021 - 06:46
Skjálftinn rétt fyrir klukkan níu mældist 4,5 að stærð
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 8:54 var 4,5 að stærð. Upptök hans voru 1,5 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli. Hann er sá stærsti síðan skjálfti af stærðinni 4,2 varð 2. mars.
Viðtal
Sé eldgos hafið stafar ekki hætta að byggð
Óróapúls hófst klukkan 14:20 á jarðskjálftasvæðinu á Reykjanesskaga og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Púlsinn er staðsettur suður af Keili við Litla Hrút. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 
Hátt í 17.000 skjálftar frá upphafi hrinunnar
Meira en 16.500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir viku, þegar skjálfti af stærðinni 5,7 varð á miðvikudagsmorguninn 24. febrúar. Frá miðnætti hafa mælst meira en 800 skjálftar, þar af átta stærri en 3.
Suðaustan átt með dálítilli vætu sunnan- og vestantil
Spáð er suðaustanátt, 5 til 13 metrum á sekúndu í dag og dálítilli vætu á Suður- og Vesturlandi. Hiti verður tvö til sex stig. Norðaustan- og austanlands léttir til en þar verður frost allt að fimm stigum.
03.03.2021 - 07:35
Veður með stilltara móti miðað við árstíma
Veðurstofan spáir dálítilli rigningu eða slyddu, golu eða kalda sunnan- og vestanlands. Það bætir í úrkomu eftir hádegi en hægviðri verður Norðan- og Austanlands og þurrt fram eftir degi.
02.03.2021 - 06:50
Talsverður strekkingur norðantil annars hægara
Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, víða er gert ráð fyrir talsverðum strekkingi norðantil á landinu, annars verður mun hægara.
01.03.2021 - 06:47
Rýmingaráætlun er til fyrir höfuðborgarsvæðið
„Það er til rýmingaráætlun fyrir höfuðborgina. Það er mikilvægt því þá er vitað hvað ber að gera ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún var gestur í Silfrinu í morgun.
Síðdegisskjálftar fundust vel á suðvesturhorninu
Jarðskjálfti varð rétt vestur af Keili klukkan 16:30, sem mælist 4,2 að stærð. Tæpum klukkutíma fyrr varð skjálfti sem staðfestar tölur Veðurstofu Íslands segja að hafi verið 4,1 að stærð. Upptök hans voru 2,1 kílómetra vestur af Keili.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 fannst víða í byggð
Jarðskjálfti sem var af stærðinni 4,3 fannst í byggð klukkan 11:32 í morgun. Upptök skjálftans voru um 2,5 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu
Gul viðvörun er vegna veðurs á vestanverðu landinu. Þar er spáð suðvestan hvassviðri, 13 til 20 metrum á sekúndu og éljagangi. Snarpar vindhviður verða í éljunum og skyggni lélegt.
28.02.2021 - 07:41
Vætusamt og fremur hlýtt en úrkomuminna nyrðra
Veðurstofan spáir sunnan- og suðvestankalda eða allhvössum vindi, 10 til 18 metrum á sekúndu í dag. Vætusamt verður og fremur hlýtt, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.
27.02.2021 - 07:37