Færslur: Veðurstofan

Háloftastrengur myndar klósiga á himni
Falleg ský mynduðust á morgunhimninum yfir suðvesturhorninu. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skýin nefnist klósigar og séu háský. Oftast myndist klósigar þegar rigning er í vændum en það sé ekki svo í dag. Þvert á móti sé að létta til. Líklegast sé að öflugur vestanstæður háloftastrengur sem nú er yfir landinu, valdi þessu.
13.10.2021 - 10:33
Allt að fjórtán sentímetra landris við Öskju
Mælitæki Veðurstofunnar við Öskju sýnir að land þar um slóðir hefur risið allt að 14 sentímetra frá í byrjun ágúst, en tækið sýndi ris um tólf sentímetra í lok september, skömmu áður en það bilaði.
Hæglætisveður og svalt næstu daga
Veðurstofan spáir hægri suðlægri átt og bjartviðri í dag, þurrt að mestu en skýjað með köflum Sunnanlands. Hiti frá frostmarki að sjö stigum en allvíða má búast við næturfrosti. Víða er kalt nú í morgunsárið og líklegt að skafa þurfi ísingu af bílrúðum.
11.10.2021 - 06:44
Ekki eins fáar sólskinsstundir frá 1943
Ekki hafa mælst eins fáar sólskinsstundir í Reykjavík í septembermánuði eins og nú síðan árið 1943. Þær voru 52,7 sem er 65,6 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í september.
06.10.2021 - 14:06
Norðaustlægar áttir og hvassir vindstrengir
„Lægðir halda austur af landinu næsta daga og valda yfirleitt norðaustlægum áttum. Hvassir vindstrengir gætu verið varasamir fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi, einkum á Suðausturlandi og við fjöll á vestanverðu landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag.
02.10.2021 - 08:27
Sú fyrsta appelsínugula á höfuðborgarsvæðinu í um ár
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um allt land. Stormi er spáð eftir klukkan tvö á höfuðborgarsvæðinu og varasamt ferðaveður er á öllu landinu. Þetta er fyrsta appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu í um ár.
Lægðin dýpkaði og spárnar versnuðu
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir lægðina hafa dýpkað í nótt og veðurspárnar versnar. Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út víða á landinu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og fólk hvatt til að huga að lausum munum. „Þetta er veður sem getur til dæmis valdið talsverðum vindhviðum við há hús eins og í Skuggahverfinu, þar sem við vitum að veður hefur verið til vandræða,“ segir Elín.
21.09.2021 - 08:22
Gul veðurviðvörun fyrir allt landið í dag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun sem gildir um land allt. Djúp haustlægð gengur yfir landið með hvassviðri og stormi ásamt mikilli rigningu en slyddu eða snjókomu á heiðum norðantil á landinu.
Djúp og öflug lægð í fyrramálið
Veðurstofan spáir vestan og norðvestan 8-15 m/s, en 15-23 í vindstrengjum nærri suðurströndinni um hádegi. Víða rignir með köflum, en þurrt austast á landinu. Dregur úr vindi í kvöld og úrkomuminna. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig.
20.09.2021 - 07:07
Lægð úr suðvestri á laugardag
Veðurstofan spáir vestan- og norðvestangolu í dag og sums staðar vætu, einkum fyrir austan. Þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig yfir daginn, hlýjast austantil.
17.09.2021 - 07:14
Rignir í öllum landshlutum næstu daga en frekar hlýtt
Næstu dagar verða vætusamir í öllum landshlutum, þótt einhverjir hlutar daganna verði alveg þurrir. Smálægðir við landið sjá til þess að vindáttir verði breytilegar en hiti verður þokkalegur, á bilinu 5-17 stig næstu þrjá daga.
15.09.2021 - 08:14
Innlent · Veður · Rigning · Haust · Veðurstofan
Myndband
150 metra djúpar sprungur myndast í Skaftárjökli
Djúpar sprungur hafa myndast í vestari katli Skaftárjökuls, þaðan sem hlaupið hefur úr jöklinum síðustu daga. Sprungurnar geta orðið allt að 150 metra djúpar.
03.09.2021 - 20:39
Pattstaða í veðurkerfum veldur hlýindum
Í gær féll þrettán ára gamalt hitamet þegar hiti mældist 29,4 stig á Hallormsstað á Austurlandi. Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur segir að pattstaða myndist í veðurkerfunum sem valdi hlýindunum. Þetta geti verið ein birtingamynd loftslagsbreytinga.  
25.08.2021 - 09:27
Stefnir í hlýjasta dag ársins á miðvikudag
Þrátt fyrir að langt sé liðið á sumarið, gæti hlýjasti dagur sumarsins verið framundan. Mælar gætu farið upp í 28 gráður á norðaustanverðu landinu á miðvikudag. Þetta sagði Teitur Arason, veðurfræðingur, í hádegisfréttum í dag. Von er á suðlægum áttum og hlýindum um landið norðaustanvert næstu daga en talsvert kaldara og sér í lagi hvassara syðra.
23.08.2021 - 14:10
Léttskýjað og hlýtt í dag
Nokkuð hlýtt verður í flestum landshlutum fram á kvöld eða 10 til 22 stig. Hlýjast verður á Suðausturlandi. Það verður norðvestan gola 5-10 m/s og bjart með köflum á landinu öllu. Lítilsháttar væta gæti orðið á norðausturlandi.
14.08.2021 - 08:01
Hæglætisveður um helgina og áfram hlýtt í veðri
Veðurspá helgarinnar er með besta móti um land allt að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Ísland. Skýjað verður að mestu sunnan og vestan til og stöku skúrir, en víða bjartviðri fyrir norðan og austan.
31.07.2021 - 07:33
Myndskeið
Þrumuveður á Suðurlandi
Eldingum hefur slegið niður í Bláskógabyggð í dag. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar þess efnis og Veðurstofu sömuleiðis.
30.07.2021 - 17:18
Jarðskjálfti að stærð 3,3 í Bárðarbungu
Jarðskjálfti að stærð 3,3 varð í Bárðarbungu nú rétt eftir klukkan sjö, nánar tiltekið klukkan 19:02. Síðan hafa komið nokkrir minni eftirskjálftar en sá stærsti af þeim mældist 2,2. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir skjálftana svipaða þeim sem urðu á sama svæði nú síðast í júní og þar á undan í maí.
27.07.2021 - 19:44
Gosið vaknað að nýju eftir tólf tíma kríu
Litlar líkur eru á gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að gosið sjálft hafi haft hljótt um sig í nótt en vaknaði með morgninum.
Skýjað og súld vestanlands en allt að 25 stig eystra
Spáð er hægum vestan- og suðvestanáttum 3-10 metrum á sekúndu í dag en hvassara, allt að 18 metrum á sekúndu norðvestan til. Hvassast verður á Ströndum. Það getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
20.07.2021 - 06:42
Viðkvæmt fólk og börn vöruð við loftmengun frá gosinu
Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvetja fólk sem viðkvæmt er fyrir loftmengun til að fara varlega og vara við því að ung börn sofi utandyra. Gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og fréttastofa fékk í morgun fregnir af mengun austan úr Gnúpverjahreppi.
Móða frá gosinu mældist í Færeyjum í gær
Slæm loftgæði eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Náttúruvársérfræðingur telur rétt að vara viðkvæma við loftmengun. Gosmóða mældist í Færeyjum í gær.
Skýjað og væta vestanvert en annars léttskýjað að mestu
Næstu daga má búast við keimlíku veðri og verið hefur undanfarið. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að skýjað verði með dálítilli vætu af og til með suður- og vesturströndinni. Annars verði bjart veður og hlýtt einkum eystra en vindar eru tiltölulega hægir.
19.07.2021 - 06:42
Varað við gosmengun á höfuðborgarsvæðinu
Nú mælist nokkur gosmengun á höfuðborgarsvæðinu. Það eru bæði SO2 og súlfatagnir (SO4) sem valda gosmóðunni. Gildin eru ekki svo há að almenningur eigi að halda sig innandyra en sé fólk viðkvæmt fyrir loftmengun geti það fundið fyrir einkennum á borð við sviða í hálsi og auknum astmaeinkennum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.
18.07.2021 - 15:13
Áríðandi að fá sem flestar tilkynningar um loftsteininn
Prófessor í stjörnufræði segir líklegast að drunurnar yfir Suðurlandinu í gærkvöld hafi verið nokkuð stór loftsteinn sem brann yfir Íslandi. Hann segir mikilvægt að skrásetja allar tilkynningar til að greina ferð hans. 216 vígahnettir hafa verið skráðir síðustu 80 ár. Drunur sem minntu á herþotu, flugelda, eldgos, jarðskjálfta og aurskriðu dundu yfir suðurlandið í gærkvöld.
03.07.2021 - 12:18