Færslur: Veðurstofan

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 í Mýrdalsjökli í kvöld
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð í Mýrdalsjökli klukkan 21.13 í kvöld. Að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar eru ekki óalgengt að skjálftar af þessari stærð verði í jöklinum en í október voru þeir þrír talsins.
Gul viðvörun og talsverð úrkoma nyrðra
Gul veðurviðvörun tekur gildi á Vestfjörðum síðdegis í dag þegar skellur á norðaustan hvassviðri eða stormur, 15 til 23 metrar á sekúndu með rigningu eða slyddu. Það getur snjóað á fjallvegum sem getur skapað varasöm akstursskilyrði. Veður verður talsvert hægara í öðrum landshlutum.
Norðaustanvindar blása um landið fram að helgi
Norðaustanátt ríkir á landinu í dag og fram að helgi. Hún verður allhvöss norðvestanvert í dag og sömuleiðis á annesjum fyrir norðan. Þar verður rigning eða slydda með köflum og bætir heldur í úrkomu á morgun.
09.11.2022 - 07:27
Gul veðurviðvörun fyrir Suðausturland
Gul veðurviðvörun tekur gildi á Suðausturlandi með morgninum en hvassast verður í Öræfum. Þar verða norðaustan hvassviðri eða stormur, 15 til 25 metrar á sekúndu en það má búast við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 metrum á sekúndu.
08.11.2022 - 01:15
Jörð skelfur áfram við Herðubreið
Jörð hefur skolfið talsvert umhverfis Herðubreið í nótt en frá miðnætti hafa mælst tæplega 140 jarðskjálftar. Jarðskjálftahrinan sem hófst í fyrrakvöld stendur enn, að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni.
Útlit fyrir að íshellan yfir Grímsvötnum sé fullsigin
Yfirborð Gígjukvíslar hefur hækkað örlítið í morgun ef marka má mæla Veðurstofunnar. Útlit er fyrir að íshellan sé að fullu sigin, þar sem mælar sýndu fimmtán metra sig í morgun.
Bjart sunnan heiða en éljagangur nyrðra
Veðurstofan spáir norðan- og norðaustan kalda og stinningskalda í dag, víða 8 til 13 metrar á sekúndu með éljum fyrir norðan en búast má við björtu veðri sunnan heiða. Hiti verður um frostmark á norðanverðu landinu en tvö til sjö stig sunnantil.
14.10.2022 - 06:39
Fréttavaktin
Gular viðvaranir og lokaðir vegir
Versta veðrið er afstaðið en þó er enn vonskuveður á Austfjörðum og Suðausturlandi. Þar eru gular viðvaranir í gildi fram undir miðnætti. Margir vegir eru enn lokaðir fyrir umferð milli Hornafjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
25.09.2022 - 07:45
Þakplötur fuku og bátur losnaði í bálhvössu veðri
Bálhvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í nótt og lögreglu hafa borist tilkynningar um að fellihýsi, trampólín, auglýsingaskilti, girðingar, þakplötur og fleira hefðu fokið af stað.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 norðan við Grímsey
Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð laust eftir klukkan eitt í nótt um tíu kílómetra norðan við Grímsey. Skjálftavirkni við Grímseyjarbrotabeltið jókst nokkuð upp úr miðnætti eftir að lítillega hafði dregið úr henni í gær.
Jarðskjálfti af stærðinni fjórir við Grímsey
Stundarfjórðungi fyrir þrjú í nótt mældist jarðskjálfti af stærðinni fjórir austnorðaustur af Grímsey. Þar um slóðir hafa mælst um 3.600 skjálftar frá því að skjálftahrina hófst aðfaranótt 8. september.
Veruleg skjálftavirkni við Grímsey í nótt
Veruleg skjálftavirkni hefur verið við Grímsey frá því um klukkan tvö í nótt. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni var sá stærsti 4,9 að stærð sem reið yfir laust eftir klukkan fjögur.
Skjálfti fimm að stærð við Kleifarvatn
Jarðskjálfti af stærðinni fimm reið yfir laust fyrir klukkan hálfþrjú í nótt. Strax í kjölfarið fylgdi annar 4,7 að stærð en báðir eiga upptök sín norðnorðaustur af Kleifarvatni. Skjálftinn fannst mjög víða líkt og aðrir stórir og snarpir skjálftar í gærkvöld og nótt.
Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær
Um það bil 700 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. Flestir eru þeir á svæðinu norðaustan við Fagradalsfjall en jarðskjálftahrina hófst þar um hádegi í gær. Síðan þá hafa mælst yfir 2.500 skjálftar á svæðinu.
Gul viðvörun fyrir Austurland og miðhálendið
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Austurland að Glettingi, Austfirði og miðhálendið. Búast má við norðvestan tíu til tuttugu metrum á sekúndu og snörpum vindkviðum við fjöll sem geta slegið í allt að 25 metra á sekúndu.
Varað við hvassviðri vestra, nyrðra og á miðhálendinu
Gul veðurviðvörun tók gildi klukkan tvö í nótt fyrir Breiðafjörð og Vestfirði. Einnig verður hvasst á miðhálendinu. Búast má við hvassviðri með allt að átján metrum á sekúndu.
Óvissustigi á Reykjanesskaga aflýst
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur aflýst óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Óvissustigi var lýst yfir 15. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Ef jarðskjálftavirkni eykst á ný samhliða landrisi verður almannavarnastig endurskoðað.
Nokkuð dregið úr skjálftavirkni undanfarinn sólarhring
Nokkuð virðist hafa dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands mældust um 150 skjálftar við fjallið Þorbjörn og Svartsengi undanfarinn sólarhring. Enn sé of snemmt að draga nokkrar ályktanir af því.
Hitinn gæti skriðið yfir 15 stig í dag
Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, víða 5-13 metrum á sekúndu. Rigning verður á Norður- og Austurlandi og um tíma norðvestan til á landinu. Hitinn gæti skriðið yfir 15 stig í dag, þar sem best lætur syðst á landinu en svalast verður fyrir norðan og þar má búast við 4 til 8 stiga hita
26.05.2022 - 07:49
Land hefur risið um 3 til 4 sentímetra við Þorbjörn
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og í nótt hafa mælst nokkrir skjálftar yfir tveir að stærð og einn af stærðinni 3,3. Land hefur risið nokkuð við fjallið Þorbjörn að sögn náttúruvársérfræðings.
Landris og kvikusöfnun skammt frá Bláa lóni og HS Orku
Nærri einn og hálf milljón rúmmetra af kviku hefur safnast upp nokkra kílómetra undir yfirborði skammt frá Bláa lóninu. Land hefur risið um nokkra sentimetra. Þetta sýnir nýtt líkan jarðvísindamanna sem gert var í morgun. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir að þó að þetta sé nauðsynlegur undanfari eldgoss sé óvíst hvort það endi þannig.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 út af Reykjanestá
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist laust eftir klukkan hálf þrjú í nótt um sjö kílómetra norður af Reykjanestá. Skjálftinn fannst á svæðinu, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Suðaustan strekkingur og væta á síðasta degi vetrar
Lægð suðvestur af landinu veldur suðaustan strekkingi með rigningu sunnan- og vestanlands í dag, síðasta vetrardag, en það fer að lægja seinnipartinn.
20.04.2022 - 07:23
Víða rigning og gul viðvörun austantil
Víða má búast við rigningu eða súld í dag og verður mjög þungbúið sunnanlands eftir hádegi. Íbúar norðausturlands sleppa þó líklega við úrkomuna. Gul viðvörun verður í gildi á Austfjörðum og suðausturlandi í dag.
14.04.2022 - 07:35
Slydda eða snjókoma vestast á landinu í dag
Í dag má búast við slyddu eða snjókomu með köflum á vestasta hluta landsins, þar verða suðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu. Hvassara verður í vindstrengjum á norðanverðu snæfellsnesi.
09.04.2022 - 07:59

Mest lesið