Færslur: Veðurstofan

Blíðviðri víðast hvar í dag
Blíðviðrið sem glatt hefur fólk síðustu daga heldur áfram víðast hvar á landinu í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Spáð er hægri, austlægri eða breytilegri átt og að léttskýjað verði í flestum landshlutum. Skýjað með köflum framan af degi og stöku skúrir austantil.
18.05.2020 - 06:54
Myndskeið
Býst við að jöklar á Íslandi haldi enn áfram að rýrna
Íslenskir jöklar hafa nær aldrei minnkað jafn mikið og þeir gerðu á síðasta ári. Flatarmál þeirra hefur dregist saman um tæplega 800 ferkílómetra síðustu 20 ár. Jarðeðlisfræðingur segir niðurstöður síðustu ára koma nokkuð á óvart.
11.05.2020 - 09:36
Kvikuinnflæði undir Þorbjörn lokið í bili
Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni við Þorbjörn og landris mælist ekki lengur. Þetta bendir til þess að kvikuinnflæði á svæðinu sé lokið í bili.
Ferðafólk á hálendinu varað við snjóflóðahættu
Allstórt, blautt flekaflóð féll suður af Tröllinu við Veiðivötn í gær, segir í færslu ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands. Einnig hafa borist fréttir af blautum lausasnjóflóðum á Landmannaafrétt. 
26.04.2020 - 08:43
Gott veðurútlit - hægar suðlægar áttir framundan
Nú er milt veður í kortunum og vorið virðist komið fyrir alvöru. Það er útlit fyrir hægar suðlægar áttir næstu vikur og tveggja stafa tölur - sérstaklega þó fyrir norðan og austan.
21.04.2020 - 14:45
Mynduðu Bárðarbungu með ratsjám eftir skjálftann
Einn stærsti skjálfti sem orðið hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni fyrir nærri sex árum varð í fyrrinótt þegar skjálfti mældist 4,8 að stærð. Landhelgisgæslan flaug yfir svæðið í gær og myndaði bæði Bárðarbungu og Öskju með ratsjám.
21.04.2020 - 06:38
Skjálftinn stærri en talið var og einn stærsti frá gosi
Veðurstofan hefur uppfært styrk jarðskjálftans sem varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Hann reyndist 4,8 að stærð og er einn stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu síðan gaus hófst í Holuhrauni í ágúst 2014.
Fólk þarf að búa sig undir skjálfta nærri sex að stærð
Veðurstofan hefur mælt ríflega átta þúsund skjálfta á Reykjanesskaga frá því í lok janúar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir líkur á skjálfta um og rétt yfir 6 á stærð á Reykjanesi hafi aukist, sem muni hafa áhrif þar og á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er beðið að huga að innanstokksmunum.
11.04.2020 - 12:33
Rólegheitaveður, úrkomulítið og svalt
Það verður rólegheitaveður, úrkomulítið en svalt fram á föstudaginn langa, en hvessir þá úr austri með rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu og hlýnar heldur. Þetta kemur fram í textaspá frá Veðurstofu Íslands.
08.04.2020 - 06:35
Appelsínugul viðvörun: Aftakaveður um allt land
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun í gildi. Spáð er stormi, roki og stórhríð á öllu landinu. Meðalvindhraði verður á bilinu 20 til 28 metrar á sekúndu en mun hvassara verður í vindhviðum. Veðrið skellur á í kvöld og í nótt.
04.04.2020 - 11:48
Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins
Það verður vaxandi norðaustanátt í dag, 15-25 m/s eftir hádegi og hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Gular vindviðvaranir eru í gildi fyrir sunnan- og vestanvert landið í dag og á morgun. Þetta kemur fram í textaspá frá Veðurstofu Íslands.
04.04.2020 - 07:59
Stormurinn nær yfir enn stærra svæði á morgun
Veðurstofan hefur útvíkkað gula veðurviðvörun morgundagsins vegna Norðaustan hvassviðris eða storms. Í gær var búið að gefa út viðvörun fyrir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendið en nú er búið að vara við veðrinu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. 
03.04.2020 - 11:01
Norðaustan strekkingur víða í dag
Það verður norðaustan strekkingur nokkuð víða í dag og él á víð og dreif, samkvæmt textaspá frá Veðurstofu Íslands. Líklega verður þurrt um landið suðvestanvert. Það hvessir talsvert í fyrramálið, stormur og jafnvel rok syðst, en heldur hægari annars staðar.
03.04.2020 - 07:08
Milt veður og hiti gæti farið yfir 10 gráður
Í dag er útlit fyrir suðvestan strekking eða allhvassan vind með rigningu, sem einkum verður bundin við vesturhelming landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfurnar í dag og á morgun. Það verður milt í veðri og hiti yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig, en gæti skriðið í rétt rúmlega 10 stig á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í kvöld dregur úr úrkomu og kólnar, segir í hugleiðingunum.
31.03.2020 - 06:42
Vetrarfærð í flestum landshlutum
Gular viðvaranir eru í gildi um landið allt í dag. Það er sunnan hvassviðri eða stormur, talsverð úrkoma sunnan- og vestan til og líkur á að færð spillist, sér í lagi á fjallvegum. Allt innanlandsflug til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið fellt niður í dag.
20.03.2020 - 13:53
Veðurskeyti vantar vegna bilunar í hugbúnaði
Bilun í hugbúnaði hjá Veðurstofu Íslands veldur því að veðurathuganir skila sér ekki alla leið til veðurfréttaþyrstra notenda. Sjálfvirku veðurstöðvarnar virka eins og til er ætlast og senda allar upplýsingar og veður og vind til tölvunnar sem á að koma þeim áfram út á vef veðurstofunnar, en þar strandar allt og illa gengur að finna stafrænt skerið sem á steytir.
20.03.2020 - 06:28
Aflýsa óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum
Veðurstofan hefur aflýst óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum, en það hefur verið í gildi síðan síðdegis í gær. Talsvert snjóaði í fjöll á Austurlandi í nótt en neðar rigndi niður í snjóinn. Úrkoman er nú gengin yfir og talið er að hætta á snjóflóðum í byggð sé liðin hjá.
29.02.2020 - 17:01
Um 600 skjálftar mælst við Reykjanestá
Dregið hefur úr skjálftahrinunni við Reykjanestá en enn mælast jarðskjálftar á svæðinu. Um 600 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að virknin hófst 15. febrúar.
Viðtal
Lífshættuleg breyting milli vikna en enginn gosórói
Eins og fréttastofa greindi frá fyrr í dag hefur Veðurstofa Íslands varað við hellaskoðun í Eldvörpum á Reykjanesskaga eftir að gasmælingar sem gerðar voru á svæðinu í gær benda til þess að slíkt sé lífshættulegt. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir að í mælingum í síðustu viku hafi ekkert bent til slíks.
Vara við hellaskoðun vegna lífshættulegra aðstæðna
Veðurstofa Íslands varar við hellaskoðun í Eldvörpum á Reykjanesskaga eftir að gasmælingar voru gerðar þar í gær. Slíkar mælingar eru nú gerðar vikulega í tengslum við eftirlit með landrisi við fjallið Þorbjörn í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hófst í lok janúar.
Óvissustig enn í gildi en ekki talin hætta í byggð
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Nokkur flekahlaup féllu á Vestfjörðum og Norðurlandi í óveðrinu á föstudag og spáð er áframhaldandi hvassviðri og snjókomu með köflum fram á morgundaginn á svæðinu.
16.02.2020 - 09:44
Jarðskjálfti á Hengilssvæðinu fannst víða
Jarðskjálfti, 3,6 að stærð, varð á Hengilssvæðinu rétt fyrir klukkan hálf átta í morgun. Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á öllu höfuðborgarsvæðinu, í Hveragerði og á Akranesi. Þá fannst hann einnig í Kjósarhreppi.
09.02.2020 - 07:55
Myndskeið
Veðurfræðingur með hauspoka við hendina
Starfsmannafjöldi Veðurstofunnar hefur sjötíufaldast á þeim eitt hundrað árum sem hún hefur starfað. Veðurspár voru svo ónákvæmar fyrir nokkrum áratugum að veðurfræðingar þurftu helst að hafa hauspoka tiltækan, segir Trausti Jónsson sem sagði veðurfréttir í sjónvarpi á árum áður. Þá var aðeins spáð veðri næsta dags.
08.02.2020 - 21:45
Allt að 17 stiga hiti og líkur á flóðum vegna leysinga
Töluvert hefur vaxið í ám og lækjum sunnan- og vestanlands og sérfræðingur Veðurstofunnar telur líkur á flóðum á nokkrum stöðum. Varað er við því að holur geti myndast á vegum vegna leysinga.
05.02.2020 - 12:21
Úrkoma og leysingar syðra en hlýnar mikið fyrir norðan
Veðurstofan hvetur fólk til að huga að niðurföllum næstu daga, en búast má við mikilli rigningu sunnan- og vestanlands, töluverðum leysingum og jafnvel krapaflóðum. Hiti gæti farið yfir tíu stig á Norðurlandi þar sem reikna má með snjóflóðahættu.
04.02.2020 - 12:10